Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.09.1944, Side 1

Siglfirðingur - 29.09.1944, Side 1
Siglfirðingur I \ Blað Sjálfstæðismaiuia í | Sigluf irði. ; i \ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: || > Sigurður Björgólfsson | '#########'##################'##### Siglufjarðarprentsmiðja 39. tbl. Föstudaginn 29. sept. 1944. 17. árgangur. Er eitthvað að rofa til? Bændur stiga fyrsta sporið. Alþýðusambandið áttar sig. Bændur afsala sér lagalegu tilkalli til hækkunar á verði landbúnaðarafurða. En frá 15 þ. m. skyldi, samkvæmt vísitölu landbúnaðarins, aliar afurðir hans hækka um 9.4% sakir hækkaðs kaupgjalds fyrri hluta árSins. Alþýðusambandið lýsir sig reiðubúið til að taka upp samninga við fulltrúa atvinnurekenda um tveggja ára samninga um kaup og kjör. Hvorttveggja er árangur af sátta og samningatil- raunum stjórnmálaflokkanna. Sá atburður gerðist á Búnaðar- þingi, laugardaginn 23. sept., að fulltrúar bænda, er þingið sátu urðu ásáttir um að gera fyrsta stéttartilboðið um niðurfærslu dýr- tíðarinnar. Samþykktu fulltrúarnir, að bændur skyldu eigi nota sér laga- legan rétt, er þeim ber,' samkvæmt útreikningi landbúnaðarvísitölunn- ar, til þess að hækka framleiðslu- vörur sínar um 9.4%. Hafa full- trúa bændanna með þessu stigið fyrsta sporið til þess að taka virkan þátt í niðurfærslu dýrtíð- arinnar. Það spáir góðu um, að aðrar stéttir þjóðfélagsins muni nú telja það þegnskaparskyldu að slaka til-á kröfum sínum að sama skapi. Mætti þá svo fara, að dýrtíðar- ógninni verði skorður settar. Þá spáir það og góðu, að Alþýðu samband íslands hefir lýst yfir því í útvarpinu, að það sé reiðu- búið að ræða við fulltrúa atvinnu- rekenda um tveggja ára fasta samninga um kaup og kjör þeirra hagsmunaheilda, er í Sambandinu eru . Hvortveggja þetta er talið, að sé fyrsti árangurinn af sátta- og samkomulagstilraunum stjórn- málaflokkanna á Alþingi. Eins og flestum mun ’kunnugt, hafa þingfulltrúar hinna pólitísku flokka, er sæti eiga á Alþingi lengi setið á ráðstefnu til þess að reyna að finna sameiginleg sjónar- mið til að byggja á samkomulag um stöðvun dýrtíðar og framtíðar skipulags í atvinnumálum og leysa þar með þjóðina úr þeirri sjálf- heldu, er flokkastreitan hafði keyrt hana í. Nú er vitanlega ekki þar með sagt, að endanlegt samkomulag náist, en þetta er þó fyrsta skíman er bregður fyrir í svartnætti stétta hagsmunastyrjaldar þeirrar, er herjað hefir land og lýð hin síð- ustu árin og hefir virzt ætla að keyra allt í kaf. Hér fara á eftir ályktanir þær, er Búnaðarþingið gerði í dýrtíðar- og verðlagsmálunum, og samþykkt ar voru þar með 22 gegn 2 atkvæð- um. Það er ekki ólíklegt, að þetta kunni að verða sögulegt plagg, sem oft verði í vitnað næstu daga, og því gott að lesendur blaðsins kynni sér það. I. Búnaðarþingið lýsir yfir því, að það heldur fast við réttmæti ályktana sinna frá 1943, þar sem það lýsir yfir því, að það sé reiðu- búið að samþykkja, að verð á landbúnaðarvörum yrði fært niður ef samtími.s færi fram hlutfalls- leg lækkun á launum og kaup- gjaldi, og endurnýjar nú þetta til- boð til allra þeirra aðila, er lilut eiga að máli. Jafnframt vill Búnaðarþing taka fram, að það telur enn sem fyrr, að það sé á engan hátt vegna sérliags muna landbúnaðarins að fært sé niður útsöluverð á landbúnaðar- vöriun með greiðslu neytenda- styrks úr ríkissjóði um stundar- sakir. II. En með því að upplýst er, að eins og nú standa sakir næst ekki samkomulag um gagnkvæma niðurfærslu kaupgjalds og verð- lags, lýsir Búnaðarþiug yfir því, að það geíur vegna nauðsynjar alþjóðar á því að stöðva verðbólg- una í landinu, fallizt á, að ákveðin sé nú þegar niðurfærsla sú af hálfu landbúnaðarins, sem um ræðir í fyrsta lið, með því að gera ekki kröfu til að fá greidda þá 9.4% hækkim á söluverði fram- leiðsluvara þeirra, .sem þeim ber frá 15. sept. 1944 til jafnlengdar 1945, samkv. útreikningi IIagstof-« unnar. Tilboð þetta er gert í trausti þess, að liér eftir fari fram hlut- fallslegar kauplækkanir I landinu. Fari hinsvegar svo, að samræm- ingar verði gerðar í kaupgreiðsl- um, skal Hagstofunni falið að afla jafnóðiun gagna til að reikna út, hvort þær hafi áhrif á verðlags- vísitölu Iandbúnaðarvara, eða vinnslu- og söluko.stnað þeirra til hækkunar, og skal þá verð á þeim vörum þegar hækkað á innlendum markaði í samræmi við það. III. Framlag bænda, sem hér um ræðir, til stöðvunar verðbólg- unni, er bundið því skilyrði, að bændur fái greiddar uppbætur á útflutningsvörur sínar, sem koma á markaðinn eftir 15. sept. 1944, til jafnlengdar 1945, miðað við landbúnaðarvísitölu síðastliðins tímabils. IV. Að lokum lýsir Búnaðar- þing yfir því, að ekki komi til mála, að bændur færi niður verð á afurðum sínum á nýjan leik, fyrr en til.svarandi lækkun, þeirri, er hér iuu ræðir, liefir, farið fram á launum og kaupgjaldi. Geymsla matvæla hér í bænum og dreifing þeirra meðal neytenda. Það er víst óhætt að segja það með nokkurri vissu, að nú mun Sigluf jarðarbær eini bærinn á land inu, þar sem borgararnir eiga þess engan kost að koma nýjum mat- vælum í frystigeymslu. Og það er víst óhætt að fyllyrða það með nokkurri vissu, að hvert einasta kauptún á landinu er betur á vegi statt í þessum efnum. Nú eru hér 4 hraðfrystihús, en ekkert þeirra sér sér fært að taka matvæli til geymslu af bæjarmönnum. Þetta er alveg óviðunandi og óforsvar- anlegt ástand, og ekki séð í fljótu bragði hver áhrif slíkt kann að hafa í för með sér, Menn hafa hátt um það, sumir hverjir, að hér eigi bæjarstjórnin sök á. Og náttúrlega er það nokkur vorkunn, þótt menn leiti þar orsak- anna til þessa ástands. En ekki á bærinn íshúsin. Hinsvegar átti bærinn allmörg hlutabréf í Hrímn- isfrystihúsinu, en bæjarstjórn kvað hafa selt þau, enda mjög hæpið, að sú hlutafjáreign hefði veitt borgurunum nokkurt öryggi Framliald á 4. síðu.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.