Siglfirðingur - 29.09.1944, Blaðsíða 4
4
SIGLFIRÐ INGUR
Matvælageymslur.
(Framliald af 1. síðu)
til frystigeymslu eða rétt á hendur
því fyrirtæki um slíka þjónustu.
Héðanaf verður varla bót á þessu
ráðin í haust, svo áliðið er nú orðið
En hinsvegar er þeim mun brýnni
nauðsyn á fyrir bæjarbúa og bæj-
arstjórn fyrir þeirra hönd, að
hugsa svo fyrir að á næsta hausti
verði þessum vandræðum að fullu
afstýrt. Það er með öllu óþalandi
ástand og óforsvaranlegt frá heil-
brigðislegu og menningarlegu
sjónarmiði, að bær með hartnær
30(00 íbúa skuli vera með öllu svift-
ur möguleikum til geymslu á nýj-
um matvælum.
Á Þessu verður að ráða bót. Þar
er ekkert undanfæri fyrir bæinn.
Nú vill svo til, að bærinn hefir
í byggingu mikið stórhýsi þar sem
er Rauðku-verksmiðjan, og mun
bærinn eiga þar talsverðar efnis-
birgðir umfram nauðsyn til
Rauðkubyggingarinnar, að minnsta
kosti fyrst um sinn. Auk þess
er ekki óhugsandi, að einmitt þetta
mál um frystigeymslu, fullkomna
frystigeymslu, fyrir matvæli bæjar
búa yrði á einhvern hátt leyst ein-
mitt um leið og ef til vill í sam-
bandi við verksmiðjubygginguna.
Væri ekki óhugsandi að bænum
gæti orðið slík lausn málsins hag-
kvæm, því óumflýjanlegt er fyrir
bæinn að leysa úr vandræðum bæj-
arbúa í þessu efni, hvort sem er.
Bæjarstjórn þarf að láta athuga
það á hvern hátt bezt verði leyst
úr þessum vanda, og þær athug-
anir þola enga bið, ef viðunandi
lausn á að fást fyrir næsta haust.
Það þarf að byggja þetta frysti-
hús fyrst og fremst með það fyrir
augum, að geyma í því matvæli,
og er þá mikils um vert, að eigi
verði flaustrað að undirbúningi, og
að þar verði miðað allt við það,
er bezt og hagkvæmast þekkist nú
í þessum efnum. Það er tæplega
hægt að hugsa sér, að halli þurfi
að vera á rekstri slíkrar stofn-
unar, jafnbráðnauðsynleg og hún
er, og jafnframt mundi hún verða
stórt spor í áttina til þess, að
dreifing daglegrar neyzluvöru
bæjarbúa, og á þar einkum og sér-
staklega við kjötmat og fiskmeti
allskonar, yrði siðuðum mönnum
samboðin, því það er tæplega
vansalaust jafnstórum bæ og
Siglufjörður er, hve kröfur neyt-
enda um afhending og dreifing
matvæla er á lágu stigi hér. Hér
eru nú starfandi þrjár fiskbúðir,
og virðast allar þrífast fjárhags-
lega. En þó er venjulega úr svo
litlu að velja þar af fiskmeti, að
með ólíkindum er og gjörsamlega
ólíkt fiskbúðum annarsstaðar, að
minnsta kosti í höfuðstaðnum, og
ætti þó ekki að vera óhægra um
vik að afla sér fiskætis hér en þar.
Það er ekki gott að vita, hverjar
kröfur heilbrigðiseftirlitið hér ger-
ir til þrifnaðar og húsakynna mat-
vörubúða, en ekki eru þær háar,
ef dæma má eftir húsakynnum og
aðstöðu allri í fisksölubúðunum
hérna.
Þeir, er séð hafa umgengni og
alla afhendingarháttu í matvöru-
búðinni „Fiskur og síld“ í Berg-
staðastræti, munu undrast, er þeir
bera saman meðferð neyzlufiskjar
þar, og fleiri matvöru, og annars-
staðar, bæði í höfuðstaðnum og út
um land. Slík fyrirmynd er til
eftirbreytni, og ættu allir, er um
slík fyrirtæki fjalla að kynnast
þar öllum starfsháttum, bæði um
afhendingu og ekki sízt „bak við“.
Þá er það hreint ekki til neinnar
fyrirmyndar, að hér skuli ekki
vera nema ein búð er annast sölu
kjöts og kjötmetis. Jafnstór bær
og þessi, auk alls þess mikla f jölda,
er hingað sækir á síldarvertíðinni
og síldarflotans, er hér hefst við
þann tíma, hefir mikla þörf fyrir
aðra dreifingarmiðstöð slíkrar
vöru. Það vita allir, er til þekkja,
hver þröng er á þingi í kjötbúð-
inni hérna á vissum tímum dags,
þótt út yfir taki er aðkomuskip
og aðkomufólk er hér flest. Enda
er það ofætlun, að ein lítil búð
með takmörkuðum mannafla geti
fullnægt slíkri afgreiðsluþörf og
hér skapast oft er mest er um að
vera.
Hér er mikil þörf einnar og ef
til vill tveggja slíkra matvöru-
búða í viðbót. Hér var eitt sinn
önnur búð, er hafði með höndum
kjötsölu, en einhvernvegin logn-
aðist sú „forretning" út af, og
var þá um kennt, að kjötverðlags-
eftirlitið eða þeir hæstráðendur, er
um þau mál fjalla hefðu eigi feng-
izt til að veita verzluninni „slátr-
unarleyfi.“ Ekki skal um þetta
dæmt, enda er sá, er þetta skrifar
ófróður í þeim ,,bransa“. En ef
dæma má eftir slíkum dreifingar-
miðstöðvum 'annarsstaðar á landi
hér, sem engin slík „leyfi“ hafa,
og virðast þó „standa sig vel,“ þá
ætti ein slík verzlun hér í viðbót
að hafa nægilegt starfssvið og
ágæta möguleika til góðrar af-
komu slátrunarleyfislaust, aðeins
ef þeir, er þetta tækist á hendur
þekktu leyndardóminn, sem liggur
í því að gera neytendunum til hæf-
is. Sé sú þekking ásamt einlægum
vilja til staðar, þarf ekki efast
um viðskiptin og ágóðann.
Sé hér þörf fyrir jafnmargar
dreifingarstöðvar erlendrar mat-
vöru og álnavöru og raun ber
vitni, þá væri óhætt að bæta við
einni „kjötbúð“, án þess að mis-
bjóða nokkrum, og án þess að
fyrirtækið yrði f járhagslegt hættu-
spil.
Bezt er að auglýsa í Siglfirðingi.
Unglingspiltur
(helzt með gagnfræðaprófi) getur
nú þegar fengið fasta atvinnu í
lyf jabúðinni við allskonar aðstoðar
og afgreiðslustörf.
Eiginhandarumsókn með kaup-
kröfu sendist mér fyrir 1. næsta
mánaðar.
A. SCHIÖTH.
NYJAR BÆKUR
Töframaðurinn, skáldsaga
Beverly Gray nýliði.
Tröllin í Heydalsskógi, barnasaga
Undrabarnið Wolfgang Mozart
Laxadælasaga ób. nokkur eintök
og margar fleiri.
Bókaverzlun
Lárusar Þ. J. Blöndal
AMERÍSKIR
VETRARFRAKKAR
fyrir herra nýkomnir í
mjög smekklegu og vönd-
uðu úrvali.
Verzlunin
Halldór Jónasson
Hrerraföt, amerísk
Prjónasilkiskyrtur
Herrahanzkar
Herrasokkar
Verzlunin
Halldór Jónasson
| NYJA-BIO |
[ Föstudaginn kl. 9: . [
j ORLOF FLUGMANNSINS í
Fred Astair [
? Joan Leshe J
< Laugardag kl. 9: [
| ALI-BABA ?
[ Aðeins þetta eina kvöld
[ Sunnudag kl. 5: [
GÖG og GOKKE og
[ GALDRAKARLINN [
2 Allrasíðasta tækifærið til
J að sjá þessa ágætu [
[ gamanmynd. [
2 Laugardag kl. 9: [
[ ORLOF FLUGMANNSINS [
[ Mánudag kl. 9: [
[ N\ MYND! [
rsrsrrrsrsrsrsrsrsrsrrrrrrrrsrsrrsrrsrsrsrrrsrrrrrr
| Siglufjarðarbíó I
2 Sunnudag kl. 5.
[ HITAVEITA [
[ amerísk músík og gamanmynd [
[ Sunnudag kl. 9:
[ DIXIE [
[ amerísk söngvamynd [
[ Bing Crosby [
2 Dorothy Lamour
[ Mánudag kl. 9: [
[ VÍKINGAR VEGA UM ÓTTU \
[ ATHUGIÐ ! [
[ Á laugardagskyöld
kl. 10.30 verður ball
[ í Siglufjarðarhíó. |j
rrrrsrrrsrrrNrrrrrrrrrrrNrrNrrrrNrrrrrrrr
Kvennærföt
kr. 13.60 settið
Vasaklútar,
gjafakassar
Blússuefni
Verzlunin
Halldór Jónasson
SAMFESTINGAR
á unglinga
Verzlun
„Sveinn Hjartarson“
'■mmmmmMmmmstmmmmæ