Siglfirðingur - 28.11.1946, Síða 2
SIGLFIRÐINGtJR
Bréf frá bæjar-
verkfræðingi
Siglufirði, 18. nóv. 1946.
Eftirfarandi óskaslt birt í heiðr-
uðu blaði yðar.
Þar sem nafn mitt hefir verið
dregið inn í blaðaummæli í sam-
bandi við nafn O. Hertervig fyrr-
verandi bæjarstjóra, viðvíkjandi
hafnarmálunum, óska ég að taka
fram það sem hér fer á eftir:
1 blaðinu Neisti frá 8. nóv. er því
haldið fram, að fyrrverandi bæjar-
stjóri O. Hertervig hafi fengið
hinn svokallaða bæjarverkfræðing
Spangenberg til þess að nota til-
lögur Alþýðuflokksins, breyta
þeim og gera þær að sínum til-
lögum. Þetta eru hrein ósannindi.
Þegar ég kom hingað til Siglu-
fjarðar þ. 1. des. sl. lágu fyrir
óteljandi mál, sem ég varð að
kynna mér. Eg hafði i þv'í efni
ómetanlega stoð í O. Hertervig og
ég vil sérstaklega geta þess, að
hann er einn hinn mesti gentle-
maður, er ég hefi kynnst þann
tíma, er ég hefi dvalið á Islandi.
En svo ég 'komi aftur að hafnar-
málinu skal þetta tekið fram.
Mér var þegar í byrjun desember
falið að gera tillöguuppdrátt að
innri höfn í Siglufirði, lá fyrir til-
löguuppdráttur frá minni hendi, og
voru tijlögur mínar breyting á til-
lögúm Finnboga R. Þorvaldssonar,
prófessors í Reykjavík, breyting,
sem síðar var samþykkt í Reykja-
v'ík.
BÆJARMÁL
(Framhald af 1. síðu)
þess að slíkt mætti ske. Um árang-
ur er ekki vitað ennþá, heldur ekki
hvort samningar hafa staðið yfir
milli Moskvadeildar Brynjólfs eða
föðurlandsdeildar Einars. Það er
von, að Einherji tali digurbarka-
lega um tvískipting Sjálfstæðis-
flökksins, þrískiptur Framsóknar-
flokkur er þó metið.
Tvær fyrirspurninr
Er það rétt, að bæjarstjórn hafi
neitað nokkrum' áhugasömum bíl-
stjórum um að leigja þeim grjót-
mulningsvél bæjarins, og kjósi
heldur að hún ryðgi niður út í
Hvanneyrarfjalli, eins og nú á sér
stað?
Hvað líður togárakaupunum ? Er
það rétt, að engar samþykktir bæj-
arstjómar í þessu máli hafi verið
framkvæmdar, en bæjarstjóm
hefur haft mál þetta til meðferðar
öðm hvom síðan í fyrra vetur?
Eg geng út frá, að imenn skylji,
að ég, sem kom hingað ókunnugur,
varð að taka við þeirri stefnu, sem
fylgt hafði verið í tæknilegu efni,
og verð að líta svo á, að ég verði
ekki ásakaður fyrir að fylgja
s'tefnu Finnboga R. Þorvaldssonar
prófessors. Það óskast athugað, að
tillögur mínar eru dags. 12. des.
Síðari hluta desembermánaðar í
fyrra gerði ég nákvæma uppdrætti
að bryggjubyggingum við innri
höfnina úr steinsteypu, járni og
timbri. Þeim fylgdu og áætlun um
kostnað við verkið, og.var þetta
allt sent af O. Hertervig til Reykja-
víkur í marzmánuði s.l., og hefir
ekki enn komið neitt ákveðið svar
um þetta frá Reykjavík.
Alla þessa vinnu fraimkvæmdi ég
í frístundum mínum á um 200 klt.,
og hefi enga greiðslu móttekið
fyrir hana.
1 lok desember í fyrra lánaði ég
tillögur mínar og prófessorsins
fulltrúum frá Alþýðuflokknum, en
þeir stiltu svo út í einn búðar-
glugga bæjarins hafnaruppdrætti í
öllum regnbogans litum, en þar var
aðalatriðið, sem sé innri höfnin,
óendanlega lítið breytlt frá fyrri
tillögum.
Eg sem er sérfræðingur í hafnar-
byggingum, vil taka fram, að ég
tel réttast að byggja upp innri
höfnina !í Siglufirði nú þegar. Tel
ég, að bærinn geti ekki vegna nú-
verandi fjárhagsástands á neinn
hátt látið sér detta í hug að byggja
höfn eftir tillögum Alþýðuflokks-
ins, en hinsvegar megi hafa þær
til hliðsjónar á næstu hundrað ár-
um. En það sem mest á ríður er
bygging innri hafnarinnar, og
erum við þarna ásáttir í aðalatrið-
um.
Eg treysti mér til að gera 30
tillöguuppdrætti á mánuði, eins og
þann, sem fyrr getur, en ég fa= ekki
séð hvaða gildi þeir hafa fyrir bæ-
inn.
Einskis hefi ég óskað fremur en
að geta byrjað byggingu innri hafn
arinnar í ár, þar sem ég tel það
hið mesta nauðsynjamál, að höfn-
in geti nú þegar komizt í sam-
keppnisfært ásitand.
Úr því að ég byrjaði að skrifa,
þykir mér rétt að gefa nokkrar
upplýsingar um starf mitt fyrir
bæinn undanfarið, þar sem ég
hygg, að bæjarbúar séu því næsta
ókunnugir.
1 febrúar og marz s.l. hvatti O.
Hertervig mig til að mæla upp
suðurhluta Hafnarlands, sem nú
skyldi skipulagt undir áframhald-
andi bæjarstæði. 1. apríl afhenti ég
fullkomið Ikort í mörgum eintökum,
yfir landsvæði, sem náði suður að
gömlu sundlauginni.
Það hefði ekkerit verið auðveld-
ara fyrir mig en að gera skipulags-
uppdrátt að svæði þessu, en hér er
sú regla, að slíkir hlutir skuli
gerðir og viðurkenndir í Reykja-
vík. Eg hefi til þessa ekikert mót-
tekið frá Reykjavík, nema smá-
upplýsingar um aukaatriði.
Sérhverju verki, sem ég hefi átt
að leysa af hendi, hefi ég lokið á
tilsettum tíma, vegamælingum, út-
mælingum lóða, staðsetningu húsa
o. s. frv., en mér hefir ekki alHtaf
fundist ég hafa þá stoð í fyrir-
rennara mínum, sem ég hefði
vænzt, fremur hið gagnstæða.
Þar sem stöðugt hafa verið uppi
tillögur um breytingar á Skipulagi
bæjarins, sem þó hafa ekki fengizt
samþykktar, hefi ég kosið að fara
eftir gamla skipulagsuppdrættin-
um frá 1928.
Auk mikils starfs hér í bænum,
hefi ég orðið að líta eftir Skeiðs-
fossvirkjuninni, og hefi aldrei talið
eftir mér starf né frístundir, sem
ég hefi eytt í það verk. Veit ég
líka, að ekki verður annað um mig
sagt, og sérstaklega nú s'iðustu
vikurnar, en ég hafi gætt hags-
muna bæjarins í því máli í hví-
vetna. Skeiðsfossverkið er léleg-
asta verkfræðingaverk, sem ég hef
nokkurntíma séð. En nú hefir
Skeiðsfoss verið virkjaður, og hefir
orðið mjög dýr, og tel ég það mjög
svo ósanngjarnt, að ekki verði
hægt að fá fé, sem þarf til að gera
virkjunina örugga.
Eg hefi unnið 4 vikur inni við
Skeiðsfoss, og varð svo að lokum
að hætta, þar sem verkamennimir
kröfðust launa sinna útborgaðra,
en fengu ekki kröfum sínum full-
nægt. Á sama tíma bað ég bæjar-
fulltrúana ótal sinnum að koma og
líta á það, sem gera þurfti og gert
var. Aðeins einn kom þegar verk-
inu var að verða lokið. Mér er
kunnugt um, að fyrir fé það, sem
fórnað hefir verið fyrir þessa
vinnu, hefir fengist mikið og gott
verk.
Að lokum vil ég geta þessa, að
ég bað um lausn frá störfum í
september s.L, en var beðinn um að
vera 1 ár til viðbótar með launa-
hækkun.
Eg hefi nú verið 'i þjónustu bæj-
arins í rúmt ár, ekki haft neina
íbúð til eigin umráða, og orðið að
þola 12000 króna tap á bíl, sem ég
keypti til afnota fyrir bæinn.
Eg veit, að Sigiuf jörður þarfnast
ungs og duglegs verkfræðings og
hefi ég boðist til að vera hér áfram
en fyrrgreint ástand þarf að breyt-
ast að einhverju leyti, og vænti ég
að það hafi lagast, þegar ég kem
úr fríi mínu í vetur.
Virðingarfyllst
Jannik Spangenberg
Demanís-
brúðkauþ
Þann 13. nóv. 1886 fór fram
hjónavígsla í gömlu kirkjunni á
Hvanneyri og voru gefin þar
saman ung og myndarleg brúð-
hjón, þau Ingibjörg Þorleifsdóttir
frá Siglunesi og Barði Barðason.
Séra Skapti Jónsson, sem þá var
prestur á Hvanneyri gaf brúð-
hjónin saman, og var þetta önnur
hjónavígslan, sem framkvæmd var
í prestakallinu það árið.
íbúar 'i Hvanneyrarhreppi voru
þá ekki fleiri en 319 sálir og fátt,
sem til tíðinda bar. Hjónavígsla
þótiti þá ekki svo lítill viðburður í
fásinninu, og það því fremur,
þegar von var á góðri brúðkaups-
veizlu, eins og í þetta sinn.
Því að hjónavígslunni lokinni
var nú haldin fjölmenn veizla
heima á Hvanneyri og boðið
þangað mörgum gestum, bæði úr
firðinum og af Siglunesi, var þar
gleðskapur mikill. Var veizlan
haldin í gamla bænum á Hvanneyri
og litlu timburhúsi, sem var áfast
við bæinn, en með gangi á milli. í
húsi þessu voru margar veizlur
haldnar, meðan það stóð á Hvann-
eyri, en 1895 var það flutt niður á
Eyrina, þó að erfiðlega gengi að
koma þv'i þangað, og varð síðan
um margra ára skeið heimili þeirra
Barða og Ingibjargar, og var
jafnan neft Barðahús og stendur
enn við Grundargötu.
Þessar minningar og margar
fleiri' rifjuðust upp, er þau Ingi-
björg og Barði minntust 60 ára
hjúskaparafmælis síns, þann 13.
nóv. s.l. Allan sinn aldur hafa
þau dvalið hér í Siglufirði og fylgst
með þeim stórkostlegu breytingum
sem orðið hafa hér á þessum árum
og verið vel metin og vinsæl of
öllum.
Barði var um langt skeið einn
af dugmestu og heppnustu hákarla
formönnum og sjósóknurum hér
um slóðir og jafnan glaður og reif-
ur og lipurmenni hið mesta. Áhuga
hans á sjónum og sjómennskuhæfi-
leika hafa synir hans erft í ríkum
mæli, eins .og kunnugt er.
Frú Ingibjörg hefur jafnan
hugsað um heimili sitt með prýði
og staðið við hlið manns síns í
blíðu og stríðu. Ef unga fólkið, nú
á dögum vill kynnast hjúskapar-
tryggð, sem þrautreynd er í löng-
um skóla, þá ætti það að kynnast
demantsbrúðhjónunum í litla hús-
inu uppi á brekkunni.
Siglfirðingar þakka þeim Ingi-
björgu og Barða fyrir hina miklu
tryggð við átthaga s'ina og mikið
Framhald á 3. s'íðu.