Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.11.1946, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 28.11.1946, Blaðsíða 3
SIGLFIR ÐINGUR S HELGI SVEINSSON, íþrótfakennari: Utaníör íirnleikaflokks K.R. Þessa fáu daga, sem ég átti eftir að vera hér heima á Siglufirði, æfði ég af miklu kappi. En sem betur fór, þá voru þeir dagar ekki margir, því skólanefnd barnaskól- ans sýndi mér þann velvilja að veita mér frí frá störfum við sund- kennslu skólans, en hana annaðist Jóhannes Hjálmarsson íþrótta- kennari fyrir mig, við mjög erfið skilyrði. Sunnudaginn 1. maí lenti flug- vél Loftleiða hér á firðinum, og hafði ég þá fengið loforð með þeirri ferð suður til Reykjavíkur, svo að nú yar ég hólpinn, þv'i að nú gat ég byrjað að æfa með flokknum daginn eftir, því ekki veitti af. Mánudaginn 2. maí mætti ég kl. 8 e. h. í fimleikasal Austurbæjar- barnaskóla, og voru þá allir fim- leikamennirnir mættir. Móttökur þær, sem ég fékk þet'ta fyrsta kvöld líða mér seint úr minni; hér voru samvaldir prýðisdrengir, sem tóku mér opnum örmum. Eftir að við höfðum heilsast og nefnt nöfn okkar, var engu likara en við hefð- um þekkst í lengri tíma. Þessi frjálsa og prúða framkoma fim- leikamannanna hefur gert fim- leikaflokk K.R. með afbrigðumj vin- sælann, ekki einungis hér á landi, heldur einnig á öllum þeim stöðum, sem hann sýndi á í utanlandsför sinni, sem tókst svo giftusamlega. Þessi fyrSta æfing kom mér ánægjulega fyrir sjónir. Piltarnir voru allir vel vaxnir, vöðvastæltir og mjúkir í hverri hreyfingu, sem er glöggt dæmi þess, að hér voru engir viðvaningar á ferðinni. Enda hafa þeir fengið mikla og góða þjálfun undir stjórn Vignis Andrés sonar. Á þessari fyrstu æfingu var ég áhorfandi, og varð hún mér lær- dómsrík. Fimleikarnir byrjuðu á mýkjandi staðæfingum og þar á eftir st'ilæfingum, og að lokum jafnvægisæfingum, og voru þær með afbrigðum erfiðar, en þrátt fyrir það voru þær leystar prýði- lega vel af hendi, því að hér var hver hreyfing vel tamin. Eftir stað æfingarnar byrjuðu stökkin á ýms- DEMANTSBRÚÐKAUP Framhald af 2. síðu og gott starf, sem þau hafa unnið hér á liðnum árum. Og allir vinir þeirra óska þeim til hamingju með þessi sjaldgæfu en merku tímamót í lífi þeirra og biðja þess að bjart verði yfir ævi- kvöldi þeirra, og blessun Guðs megi hvíla yfir heimili þeirra og framtíð. Ó. J. Þ. um áhöldum, handstöður á hesti og þá þrír í einu, handstaða á kistu og þá sex í einu, og voru þeir svo þétt í handstöðunni á hestinum, að ekki var hægt að koma hönd á milli mannanna, og að lokum voru ýms stökk á dýnu. Öll þessi verkefni voru framúrskarandi vel af hendi leyst, og tilkomumikil. Þessari fyrstu fimleikaæfingu, sem ég eiginlega tók þátt í, þótt ég væri áhorfandi í þetta skiptið, lauk með því, að æfðir voru allir þjóð- söngvar þeirra þjóða, sem við átt- um að sýna hjá og stjórnaði þá söngkennari þeirri æfingu og höfðu fimleikamennirnir æft sönginn um alllangan tíma áður en ég kom, því 'i flokknum eru margir ágætir söng kraftar. 1 þeirri list var ég því miður mjög mikið olnbogabarn, og verð það eflaust í framtíðinni, því að galli er á gjöf Njarðar, að þá hæfileika hef ég ekki til að bera, og þykir mér það mjög illa farið. Eftir þessa fyrstu æfingu var ég ekki lengur áhorfandi og daginn eftir byrjaði ég að taka þátt í öll- um þeim verkefnum, sem flokkur- inn átti að leysa af hendi. Vignir Andrésson var mér mjög hjálpsamur. Hann sýndi mér þá góðu vinsemd að æfa mig einan fyrstu dagana fyrir hádegi. Þetta varð til þess, að ég náði mun fyrr valdi yfir verkefnunum. Aðal æfingar flokksins voru kl. 8 e.h. til kl. 11 e.h. fimm kvöld vikunnar, auk þess sem oft var æft á laugardögum eftir hádegi. ' Þannig var æft fram á síðustu stundu, og vakti það athygli mína, að undantekningarlaust mættu yfirleitt allir á æfingum, þótt þær væru daglega og stæðu yfir í þrjá tíma, því að '1 flestum tilfellum, iþegar svona mikil og löng þjálfun á sér stað, vill það þreyta menn, og getur það farið svo langt, að menn falli í mjög slæmt skap, við daglegar áðfinnslur. Slíkt er ávallt til í kennslu þeirri, sem leitast við að fá fram það bezta í hverjum einstakling. Þarna aftur á móti var gleði og kátína mikil, því að mikið kapp var í öllum að leysa sem bezt af hendi verkefni þau, sem kennar- inn lagði fram. Sýnir þetta glöggt gott samstarf og vilja hjá kennara og nemendum. Þannig leið maimánuður við erf- iða en þó ánægjuríka þjálfun 'i fimleikum. — Allt það, sem hægt var að gera fyrir okkur fimleika- mennina, til þess að góður árangur næðist ,var gert. T.d, nutum við þess eftir þörfum, að hver sem vildi gat fengið nudd hjá nudd- lækni, því að við erfiða þjálfun koma oft fram sárindi í ýmsum vöðvum, sem mikið er reynt á, en fljótlega fæst bót á þeim sárindum með heitum bökstrum og réttu nuddi. Laugardaginn 2. júní Ikl. 4 e. h. sýndi flokkurinn í Iþróttahúsi Í.B.R., við Hálogaland. Þangað var boðið ríkisstjórn, bæjarráði Reykja víkur, sendiherrum erlendra ríkja, stjórn ÍSÍ, íþróttanefnd ríkisins, formönnum 'iþröttafélaga ásamt mörgum fleirum. (Framliald í næsta blaði) Dömu- og herraúr, bæði gull og stál. Steinhringir, 14 cr. gull og 10 cr. Manchettuhnappar, silfur. Armböand. Kristinn Björnsson gullsmiður Pabena barnamjöl Nestles barnamjöl * Semoule barnagrjórn Barnasnuð fæst í apotekinu NYJAR BÆKUR Týrur, Þorst. Jósepss. I Polly, stúlknabók \ Tarzan og gullna ljónið, Ný Tarzan-saga, sem ekki hefur birzt á ísl. áður. Vökunætur, Minningar frá Möðru- völlum, Saga Vestmannaeyja, Bókin um manninn, Ritsafn Einars Kvaran, I.—VI. Goggur Glænefur Kynjafíllinn. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal HELENA RUBINSTEIN FEGURÐARVÖRUR fást í apotekinu JÓLIN NÁLGAST ! Allt í jólabaksturinn ★ Verzlun Péturs BjÖrnssonar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.