Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 14,
miðvikudaginn 20. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
Íslandsmótið
Pepsí-deild karla í
knattspyrnu
30. apríl. Farið
verður um víðan
völl og fróðlegar
upplýsingar um
liðin sem leika
sumarið 2011.
ÍSLANDSMÓTIÐ
PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2011
MEÐAL EFNIS:
Umfjöllun um öll liðin í
Pepsí-deild karla
Allir leikmenn og ítarlegar
upplýsingar um þá
Sérfræðingar spá í
styrkleika liðanna
Allir leikdagar sumarsins
Árangur liða í gegnum tíðina
Dómarar sumarsins
Ásamt fullt af spennandi
efni
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
VIÐTAL
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég er svolítið gráðugur í mörkin,“
sagði Ragnar Jóhannsson, marka-
kóngur úrvalsdeildar karla í hand-
knattleik, N1-deildarinnar, í samtali
við Morgunblaðið eftir að ljóst varð
að hann er markakóngur annað árið
í röð en í fyrra skoraði Ragnar flest
mörk í 1. deild karla.
„Ég hef hitt á gott tímabil þótt lið-
inu mínu hafi ekki vegnað í samræmi
við það. Þegar mér gengur vel þá
held ég bara áfram að skora,“ sagði
Ragnar sem hefur verið markahrók-
ur upp alla yngri flokka með Sel-
fossi.
Ragnar segist ekki hafa velt því
mikið fyrir sér á keppnistímabilinu
hvort hann væri markahæstur í
deildinni eða ekki. „Ég held að það
sé ekkert alltof gott að pæla of mikið
í markalistanum og hvar ég hef verið
staddur á honum hverju sinni. Sem
hluti af liðsheild hjá Selfossliðinu þá
hefur gengi okkar sem liðs verið mér
ofar í huga,“ segir Ragnar.
Átti von á meiri mótspyrnu
Spurður hvort hann hafi reiknað
með að fá meiri mótspyrnu frá varn-
armönnum andstæðinganna segist
Ragnar hafa átt von á því en hann
hefur gert nærri þriðjung marka
Selfossliðsins í N1-deildinni. „Ég
átti alls ekki von á að skora jafn
mörg mörk og raun ber vitni um.
Þetta var fyrsta keppnistímabilið
mitt í úrvalsdeildinni og þótt mér
gengi vel í 1. deildinni í fyrra þá fór
ég ekki inn í úrvalsdeildina með allt-
of miklar væntingar í þessum efnum,
ég setti ekki stefnuna á að verða
markakóngur á fyrsta ári.“
Selfoss féll úr N1-deildinni eftir
aðeins eins árs veru. Ragnar segir
það vera gríðarleg vonbrigði enda
hafi markmiðið verið að halda sér
uppi og menn talið sig eiga raun-
hæfa möguleika á því.
„Við lékum vel eftir áramótin en
vantaði herslumuninn upp á í nokkr-
um leikjum auk þess sem við spil-
uðum illa í leikjum þar sem hefðum
átt möguleika eins og á móti Val. Þá
töpuðum báðum leikjunum við
Aftureldingu, það var hreinlega
dauðasynd og alveg ljóst að við hefð-
um verið í betri stöðu fyrir lokaleik
deildarinnar, þriðja leikinn við
Aftureldingu, ef við hefðum unnið
annan leikinn gegn henni. Síðan
gerðum við jafntefli við Hauka og
FH í leikjum þar sem við vorum
nærri því að vinna.
Við getum engum öðrum en sjálf-
um okkur um kennt hvernig er kom-
ið fyrir okkur,“ segir Ragnar.
Spurður um skýringar af hverju
Selfossliðið hafi sótt svo í sig veðrið
eftir áramótin segir Ragnar líkleg-
ustu skýringuna vera þá að „við vor-
um bara svo mikið inni í okkur fyrir
áramótin. Við þorðum ekki að sækja
nógu ákveðið á mark andstæðing-
anna sem lið og heldur ekki hleypa
liðsviljanum og kjarkinum á skeið.
Menn voru hræddir að sýna tilfinn-
ingu og baráttu. Fram að áramótum
lékum við oft afar illa sem endur-
speglaðist í úrslitum leikja.“
Óviss um að vera áfram
Nú þegar ljóst er að Selfoss leikur
í 1. deild á næsta keppnistímabili
segir Ragnar óvíst hvað hann taki
sér fyrir hendur, hvort hann rói á
önnur mið ellegar skipti um lið.
Hann telur þó fullvíst að forráðmenn
Selfoss setji stefnuna á að endur-
heimta sæti í úrvalsdeildinni strax á
næsta keppnistímabili. Til þess verði
hinsvegar að tryggja að sem flestir
leikmenn núverandi liðs haldi áfram
en alltaf sé sú hætta fyrir hendi að
los komist á leikmannhóp liðs sem
fellur niður um deild.
„Það er svo stuttur tími liðinn síð-
an ljóst varð að við féllum að ég hef
ekki gefið mér tíma til að velta fram-
haldinu fyrir mér, hvort ég eigi að
vera eða að fara,“ segir Ragnar og
vill ekki viðurkenna að forráðamenn
liða sem áfram verða í úrvalsdeild-
inni séu farnir að bera víur sínar í
sig. „Það er hinsvegar alltaf gaman
ef einhver vill tala við mann,“ segir
Ragnar og viðurkennir að hann sé
beggja blands í afstöðu sinni til þess
að vera áfram hjá Selfossi.
„Fallið úr deildinni er mikil von-
brigði fyrir Selfossliðið. Hinsvegar
er ljóst að mikill efniviður er fyrir
hendi hjá félaginu þannig að ekki er
óraunhæft að liðið verði í toppbar-
áttu 1. deildar á næsta keppnis-
tímabili og geti vel farið upp á nýjan
leik.
Fór til Gummersbach
Ragnar fór til æfinga um nokk-
urra daga skeið hjá þýska 1. deild-
arliðinu Gummersbach í janúar. Sú
heimsókn hefur ekki skilað tilboði,
alltént ekki enn sem komið er. „For-
ráðamenn Gummersbach sögðust
vera ánægðir með mig og þeir ætl-
uðu sér að fylgjast áfram með mér
það sem eftir væri keppnistímabils-
ins. Þar má segja að málið standi,“
segir markakóngur N1-deild-
arinnar, Ragnar Jóhannsson á Sel-
fossi.
„Er svolítið
gráðugur
í mörkin“
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Markakóngur Ragnar Jóhannsson skoraði 172 mörk í 21 leik Selfyssinga í vetur, rúm átta mörk í leik að meðaltali.
Ragnar Jóhannsson frá Selfossi
markakóngur vetrarins Gríðarleg
vonbrigði að falla úr deildinni
Markahæstu leikmenn
í N1-deild karla
Ragnar Jóhannsson Selfossi 172
Bjarni Fritzson Akureyri 164
Ólafur Bjarki Ragnarsson HK 147
Ásbjörn Friðriksson FH 142
Bjarki Már Elísson HK 137
Ólafur Guðmundsson FH 134
Einar Rafn Eiðsson Fram 126
Atli Ævar Ingólfsson HK 116
Oddur Gretarsson Akureyri 111
Björgvin Þór Hólmgeirsson Haukum 108
Guðjón Finnur Drengsson Selfossi 105
Guðmundur Hólmar Helgason Akureyri 103
Ernir Hrafn Arnarson Val 94
Bjarni Aron Þórðarson Aftureldingu 89
Guðmundur Árni Ólafsson Haukum 84
HK mætir KA í úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitil
karla í blaki. Kópavogsliðið lagði Stjörnuna að velli í
oddaleik í Fagralundi í gærkvöld, 3:0, og þar með er HK
í úrslitum bæði hjá körlum og konum þetta vorið.
HK-ingarnir sækja KA heim í fyrsta úrslitaleik karl-
anna á Akureyri á mánudagskvöldið. HK-konur fara
austur í Neskaupstað og mæta þar Þrótti í fyrsta úrslita-
leik þeirra á þriðjudagskvöldið.
HK vann fyrstu hrinuna í gærkvöld með nokkrum yf-
irburðum, 25:16, og var líka með örugga stöðu alla aðra
hrinuna en hún endaði 25:22. Sú þriðja var hinsvegar
hörkuspennandi og liðin voru yfir til skiptis. Framlengja
þurfti hrinuna og HK náði loks að knýja fram sigur,
30:28, og þar með var þátttöku Garðabæjarliðsins á Ís-
landsmótinu lokið þetta árið. vs@mbl.is
HK-karlar líka í úrslitin
HK lagði Stjörnuna, 3:0
Mætir KA í úrslitaleikjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigur HK hafði betur gegn Stjörnunni í Fagralundi.