Siglfirðingur - 10.02.1948, Side 1
Gulrætur
Kjötbúð Sígluf jarðar
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
3. tb.l. Þriðjudaginn 10. febr. 1948
21. árgangur.
Hvað líður rafveitumálum Siglufjarðar?
Það hefir verið furðu hljótt um
rafveitumál Siglufjarðar undan-
farna mánuði. Sú var þó tíðin, að
mál þetta var ofarlega á baugi hjá
bæjarbúum bæði á mannfundum,
í blöðum og meðal einstaklinga. Er
skemmst að minnast þess þegar
Einherji, með sérfræðing sinn 'i
rafmagnsmálum, G. Iiannesson,
lét hið skæra ljós sitt skína rétt
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
síðustu og fram til 21. jan. í fyrra.
Þá varð allt í einu dúnalogn og
hefir verið hljótt um þessi mál í
dálkum blaðsins síðan, en það er
kannske tilviljun ein, að þennan
dag, 21. jan. 1947, féll úrskurður
gerðardóms Verkfræðingafélags
Islands í máli Siglufjarðarkaup-
staðar gegn Höjgaard & Schultz
A/S vegna virkjunar Skeiðsfoss.
Það er bæjarbúum kunnugt, að
hann átti fyrst og fremst frum-
kvæðið að því, að farið var út i
þennan málarekstur og hefði því
verið eðlilegt, að honum hefði verið
áhugamál, að fá úrskurð þennan
birtan bæjarbúum. Af einhverjum
ástæðum hefir Einherji samt ekki
talið þetta rétt, en með þvi að ekki
er kunnugt, að úrskurður þessi
hafi verið birtur almenningi annars
staðar en í Tímariti Verkfræðinga-
félags íslands, en hér er um að
ræða mál, sem varðar hvern ein-
stakling í þessum bæ, telur Sigl-
firðingur rétt að birta úrskurðinn
orðréttan og fer hann hér á eftir.
Svo sem kunnugt er kaus bæjar-
stjórn á sínum tíma 5 manna
néfnd, sem sat í IVí mánuð suður í
Reykjavík og skildi hún kynna sér
öll míálefni í sambandi við Skeiðs-
fossvirkjunina og undirbúa máls-
höfðun gegn Höjgaard & Schultz.
Hafði hún aukalega lögfræðing og
verkfræðing sér til aðstoðar. Það
er haft eftir G. Hannessyni, sem
var formaður þessarar nefndar, að
hann hafi „langað 'i Langvad",
verkfræðing félagsins, en ferða-
lag þetta allt kostaði bæinn 60—
70 þúsund krónur, — eigi virðist
það ætíð þurfa að kosta slíka upp-
hæð að friðþægja löngun sinni.
Flestir höfðu búizt við, að nefnd-
in, eða einhver úr henni, hefði
séð sóma sinn í því að birta þennan
úrskurð, sem þeir kváðu upp verk-
fræðingarnir Árni og Gústaf Páls-
synir og lögfræðingurinn Einar
Arnórsson, prófessor, en af ein-
hverjum ástæðum hefir þetta láðst.
Bæjarstjórnarkosningarnar síð-
ustu snerust að talsvert miklu
leyti um rafveitumál bæjarins, og
víst er það, að mál þessi voru
óspart notuð til þess að bægja þá-
verandi bæjarstjéra, Ó. Hertervig,
fr'á starfi sínu. Var því óspart lof-
að, að stjórn þessara mála mundi
verða breytt til hins betra, ef
Hertervig færi frá og gekk Ein-
herji með G. Hannessyni í broddi
fylkingar þar á undan.
Nú er kjörtímabilið 1946—1950
hálfnað og bæjarbúar spyrja:
Hvað hefir verið gert í rafveitu-
málunum, þessum stærstu og þýo-
ingarmestu málum bæjarins ? Hvað
hefir verið gert til þess að útvega
aðra túrbínusamstæðu til viðbótar
þeirri, sem fyrir er? Einhver mun
kannske svara: Það liggur beiðni
um verðfestingarleyfi hjá Fjár-
hagsúáði. Rétt er það, beiðni þessi
mun hafa legið þar í hálft ár. En
hvernig er þá um lántökumögu-
leika? Hvað hefir verið gert í þvi
efni? Þannig spyrja bæjarbúar og
þeir iega allan rétt á að fá svar
við þessari fyrirspurn.
I álitsgjörð sem Páll Sigurðsson
verkfræðingur hefir sent bænum
(dags. tveim dögum eftir úrskurð-
inn áðurnefnda) er sýnt fram á,
að orkuverið í Fljótum muni þvi
sem næst geta staðið undir sér
fjárhagslega árið 1950, ef þegar
er bætt við annarri samstæðu lítið
eitt stærri en sú, sem fyrir er.
Rúmt ár er liðið síðan álitsgjörð
þessi barst bæjarstjórn. Hvað
hefir verið gert síðan ?
I skrá yfir greiðslur þær, sem
ríkissjóður hefir orðið að inna af
hendi vegna átekinna ábyrgða, er
Siglufjarðarkaupstaður færður
með skuld, að upphæð 728.588,00
kr. miðað við 1. okt. 1947. Skuld
þessi er hvorki vegna síldarverk-
smiðjunnar Rauðku, eða annarra
ábyrgða, heldur vegna ábyrgðar
ríkissjóðs út af virkjun Skeiðsfoss.
Sigluf jörður er eini kaupstaðurinn
á landinu, sem er færður á þessa
skrá. Menn spyrja m.a.: Hvernig
líður þessari skuld, hefir hún
hækkað, eða hefir hún lækkað?
I stuttu máii: Hvað ætla forráða-
menn bæjarins að gera í rafveitu-
málunum ?
Urskurður
gerðardóms Verkfrœðingafé-
lags íslands í máli Siglu-
fjarðarkaupstaðar gegn Höj-
gaard & Schultz A/S vegna
virkjunar Skeiðsfoss.
Ár 1947 þriðjudaginn 21. jan-
úar kom gerðardómur Verkfræð-
ingafélags íslands saman á Lauf-
ásveg 25, og var þá tekið fyrir
málið nr. 1/1946:
Siglufjarðarkaupstaður
gegn
Höjgaard & Schultz h.f.
og í því kveðinn upp svofelldur:
Orskurður:
Hugmyndaruppdráttur (Idépr-
jekt) að virkjun Skeiðsfoss ’í Fljót-
um í Skagafjarðarsýslu var fyrst
gerður á árunum 1929—1931, og
síðan var unnið að málinu til 1938,
síðast af vegamálastjóra, sem jafn
framt hefur af ríkisstjórnarinnar
hálfu eftirlit vatnsvirkja og for-
stöðumanni rafmagnseftirlitsins.
Þeir hugsuðu sér stífluna setta í
útrennsli Fljótaár úr vatninu, en
töldu þó til greina koma þá tillögu,
að stíflan yrði sett 300 m norður
í ána. Árið 1941 bað þáverandi
bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstað-
ar varnaraðilja þessa máls að gera
frumdrætti að virkjun Skeiðsfoss
með stíflunni 300 m 'í norður frá
útrennsli árinnar, og varð þá
þrýstivatnspípan þeim mun styttri
en upphaflega var hugsað. Varnar-
aðili setti vatnsborð uppistöðunnar
í kóta 48,5 í stað kóta 49,5, sem
hann segir áður hafa verið ráð-
gert, með því að hann taldi það
öruggara vegna einstakra staða í
Stífluhólum, sem að nokkru leyti
áttu að vera fyrirstaða miðlunar-
vatnsins. Ráðgert var að leggja
þrýstivatnspípuna austan megin
árinnar. Frumdrættir þessir voru
samþykktir af eftirlitsmanni vatns
virkja. Jafnframt gerði varnarað-
ili útboðsskilmála á ensku sam-
kvæmt tilmælum bæjarstjóra um
tilboð á vélum og háspennuefni
frá Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Hinn 23. okt. 1942 gerðu aðiljar
með sér samning um virkjun
Skeiðsfoss. Samkvæmt honum tón
varnaraðili að sér að gera fulln-
aðaráætlun um rafstöð í Fljótum
0g byggja hana. Skyldi verkið
þegar hafið og því hagað með
það fyrir augum að hefja mætti
rekstur stöðvarinnar á árinu 1943,
ef mögulegt yrði að fá vélasam-
stæðuna til landsins svo tímanlega
á því ári. Skyldi stöðin gerð á
kostnað og ábyrgð sóknaraðilja,
er greiða skyldi vamaraðilja að
fullu allan kostnað af efniskaup-
um, verkakaup, verkstjórakaup,
virkjakaup (,,Montöra“-kaup),
verkamannatryggingar, eyðsla
gagna, svo sem kola, olíu o.fl.,
farmgjöld, farmtryggingar, flutn-
inga, opinber gjöld o.s.frv Fé það,
sem varnaraðili hefði lagt fram til
framkvæmdar verkinu, skyldi end-
urgreiða honum mánaðarlega,
samkvæmt framlagðri skilagrein,
en sóknaraðili skyldi annast útveg-
an á nauðsynlegum útborgunum
og bankalánum í Bandaríkjunum.
Varnaraðili skyldi hinsvegar
leggja til blöndunarvélar með mót-
orum, lyftitæki og loftþrýstitæki,
auk ýmissa minni véla, gegn tiltek-
inni leigu. Fyrir alla verkfræðiað-
stoð, bæði hér á landi og í Banda-
ríkjunum, og fyrir að ganga frá
fullnaðaráætlun, útvegun á efni og
vélum, stjórn og eftirlit með bygg-
ingarstörfum og uppsetningu, end-
urmyndun uppdrátta, símakostnað
ferðakostnað o.s.frv. skyldi sókn-
araðili, samkvæmt 6. gr. samnings-
ins, greiða 200.000,00 ísl. og
26.000,00 dollara með nánar til-
teknum gjalddögum. Miðað var
við vísitölu 210, en breyting skyldi
verða til hækkunar eða lækkunar
ef vísitala breyttist. Byggingar-
kostnaður var áætlaður í 3. gr.