Siglfirðingur - 10.02.1948, Qupperneq 2
s
SIGCFIR ÐINGUE
SIGLFIRÐINGUR
Útgefandi :
Sjálfstæðisfélögm í Siglufirði
Ábyrgðarmaður:
Ólafur Ragnars
Blaðið kostar kr. 15,00 árg.
Gjaldagi 1. júlí.
Siglufjarðarprentsmifija h. f.
■^■•«aiprs
samningsins 4 millj. 250 þús. kr.,
en ef hann reyndist minni, þá átti
varnaraðili að f'á 10% af þeirri
f járhæð, er sparaðist, og ef bygg-
ingarkostnaður yrði meiri, þá
skyldi draga lV-j.% af þeirri fjár-
hæð, sem fram úr áætlun færi, frá
umsaminni þóknun. Skyldi þó ekki
í þessu sambandi koma til greina
breytingar á byggingarkostnaði,
sem stafaði af verðbreytingu á
efni, vélum, farmgjöldum, trygg-
ingum, verkalaunum, bifreiða-
akstri o.sJfrv. Samkvæmt 8. gr.
samningsins skyldi varnaraðili
„bera tæknilega ábyrgð á fram-
kvæmd verksins", en hvorki á að-
keyptu fullbúnu efni né á vélum
eða á útreikningi um vatnsrennsli,
rúmmál og ummál gejonisins. —
Fullnaðardrættir þeir, er varnar-
aðili er sagður hafa þá gert, skyldu
samþykktir af verkfræðiyfirvöld-
um þeim, er hlut eiga að máli.
Einnig skyldi varnaraðili vera
háður því eftirliti og þeirri umsjón,
sem þessi yfirvöld eða eftirlits-
maður sóknaraðilja kynnu að hafa
með framkvæmd verksins. Varnar-
aðili skyldi gera tímaáætlun um
allt verkið með tilheyrandi áætlun
um efnisþörf, manmþörf og fjár-'
greiðslu, er leggja skyldi fyrir trún
aðarmenn sóknaraðilja til sam-
þykktar. Og á meðan á verkinu
stæði, skyldi varnaraðili senda
sóknaraðila mánaðaryfirlit yfir
framgang verksins, er sýndi notað
efnismagn, vinnu og greiðslur. —
Loks segir svo í niðurlagi 8. gr.
samningsins:
„Verksali (þ.e. varnaraðili) er
um eins árs skeið eftir að rekstur
stöðvarinnar hefur verið hafinn
skyldur til að bæta úr þeim göllum,
sem kunna að koma í ljós á virkj-
uninni og stafa af vansmíðum. —
Þessi ábyrgð nær ekki til vélanna
og ekki heldur til tjóns, sem stafar
af völdum náttúrunnar eða öðr-
um ástæðum, sem verksala ekki
verður kennt um.“
1 9. gr. samningsins segir að
endingu svo:
„Rísi deilur milli verkkaupa og
verksala út af skilningi á samningi
þessum eða um atriði, er lúta að
framkvæmd verksins, bæði meðan
á virkjun stendur og eins á ábyrgð-
arárinu, sker gerðardómur Verk-
fræðingafélags íslands úr ágrein-
ingnum, og skulu aðiljar hlíta þeim
úrskurði.“
Samkvæmt ómótmæitri skýrslu
varnaraðilja var byrjað á fram-
kvæmd verksins haustið 1942, og
gerði varnaraðili þá víðtækar taky-
metermæhngar á svæði því, er má!i
skiptir, þar á meðal á svæðinu
kringum þrýstivatnspípuna. —
Verkinu seinkaði þó frá því, sem
ráðgert hafði verið, enda fengust
ekki vélarnar nægilega snemma til
þess að rekstur mætti héfjast á
árinu 1943. Svo reyndist og, að
verkið varð mörgum sinnum dýr-
ara en ráð var fyrir gert, einkurn
vegna verðhækkunar á byggingar-
efni, hækkunar verkalauna, þving-
aðrar eftirvinnu o.fl. Sónaraðili
komst því í fjárþröng, sem þó
greiddist úr veturinn 1944. Var nú
unnið að virkjuninni það ár, og
var lagningu þrýstivatnspípunnar
lokið í októbermánuði 1944 sam-
kvæmt ómótmæltri skýrslu varnar
aðilja. Vér sérstök áherzla lögð á
framkvæmd þeirra atriða verks-
ins, er nauðsynleg þóttu vera tíl
þess að orkuverið gæti sem fyrst
tekið til starfa og gefið sóknar-
aðilja tekjur. Loks hóf hann rekst-
ur verksins 29. marz 1945, þó að
allmargt væri þá enn eftir ófuil-
gert. Sumarið 1945 var verkinu
haldið áfram, og var stíflan meðal
annars hækkuð um 6 m. Tímabilið
frá október 1944 til maíloka 1946
liggur þrýstivatnsþípan eins og
gengið var frá henni, og verða
engin spjöll á jarðvegi við haná.
Meðan varnaraðili enn vann að
verkinu sumarið og haustið 1945,
varð enn fjárþröng hjá sóknar-
aðilja, og greiddi vamaraðili þá
fyrir hann rúmar 670 þús. krónur,
en 29. nóv. 1946 lauk verki varnar-
aðilja. Var þá kominn til versins
bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstað-
ar með verkfræðingi kaupstaðar-
ins, ásamt einum verkfræðinga
vamaraðilja, og gerðu verkfræðing
arnir yfirlit um verk, sem ennþá
voru óunnin þar í sambandi við
orkuverið. Skuld sú, er varnaraðili
taldi til hjá sóknaraðilja, stendur
síðan óumsamin til 23. maí 1946.
er aðiljar gerðu samning um hana
með þeim hætti, að sóknaraðili
viðurkenndi sig skulda varnarað-
ilja kr. 722.912,25, „dog með For-
behold overfor de Rettelser 1 Op-
görelsen, som eventuelt vil frem-
komme fra Statsrevisionens Side
og fra den tekninske Revisions-
kommission, sem er nedsat af
„Samgöngumálaráðuneytið“ efter
Anmodning fra Kommunen og
Firmaet með eventuelt Fradrag
iflg. Paragr. 6 i Kontrakten af 23.
okt. 1942.“ Bæjarstjórn Siglu-
fjarðarkaupstaðar skyldi gefa út
skuldabréf fyrir kr. 600.000,00
með vöxtum og greiðsluskilmálum
svo sem samið yrði, en afganginn
skyldi greiða í síðasta lagi mánuði
eftir að ríkisendurskoðunin hefði
gefið sína skýrslu, þó aldrei síðar
en 31. des. 1946.
Síðast í maí 1946 varð jarðhrun
nokkurt úr bakkanum neðan við
þrýstivatnspípuna á 130—140 m
kaflanum frá stíflu talið. Og i
ágúst s.á. varð enn jarðhrun á
köflunum ca. 54—63, 80—90 og
170, og í september 1946 mynduð-
ust sprungur tvær, önnur á 54—
63 m kaflanum, ca. 20 m löng og
ca. 2 m frá pípulegunni (Rörvæg),
en hin 140—180 m frá stíflu og ca.
0,5 m frá pípunni (Rörside). —
Sóknaraðili lét gera við spjöll þessi
í júlí og október f.á. eftir skýrslu
bæjarverkfræðings Siglufjarðar-
kaupstaðar.
Dagana 27. og 28. júní 1946
skoðuðu tveir verkfræðingar,
ásamt einum verkfræðingi varnar-
aðilja, verkið að tilhlutun raf-
magnseftirlits rákisins, og gáfu
verkfræðingarnir tveir álit sitt 10.
júlí s.á. Telja þeir ýmislegt ógert
og finna ýmislegt að því, sem gert
hafði verið. Þar á meðal, að undir-
staða þrýstivatnspípunnar muni
varla verða talin örugg, með því
að henni muni verða hætt vegna
grjóthruns úr brekkunni, enda hafi
þar hrunið úr bakkanum framan
við pípuna, þar eð hann sé eigi
grjótvarinn o.fl. Segist varnaraðili
nú hafa gert sér i hugarlund, að
sóknaraðili mundi ef til vill hugsa
til að hafa uppi einhverjar kröfur
vegna þessa. Nú virðist nokkur
timi hafa liðið svo, að endurskoð-
un, er getur í skilasamningi aðilja
frá 23. ma'i 1946, varð ekki lokið,
og segist vamaraðili hafa farið
fram á það við sóknaraðilja, að
fyrirvari sá, er í -samningunum
greinir, yrði „bragt ud af Verden“,
eins' og varnaraðili orðar það.
Þetta sýnist verða til þess, að bæj-
arstjórnin á Siglufirði skipar nefnd
í málið þann 19. sept. 1946, en
fyrst 9. okt. s.á. er varnaraðilja
skýrt frá því í bréfi, að sóknaraðili
ætti að hafa uppi kröfur á hendur
honum í sambandi við virkjun
Skeiðsfoss vegna margs, er vant-
aði til fullnustu verksins, og vegna
mistaka í framkvæmd þess, er
varnaraðili bæri ábyrgð á. Telur
nefndin 24 atriði þessarar tegund-
ar. En af umræðum þeim, sem
fram fóru milli nefndarinnar og
verkfræðinga varnaraðilja hér í
Reykjavík um atriði þessi síðast
1 september og október f.á. varð
niðurstaðan sú, að nefndin kvaðst
ætla að leggja til við bæjarstjórn-
ina að sleppa öllum öðrum atriðum
en þeim, sem vörðuðu þrýstivatns-
pípuna. Það atriði óskaði nefndin,
að lagt yrði undir úrlausn gerðar-
dóms Verkijræðingafélags íslands.
Taldi varnaraðiii með skirskotun
til ábyrgðarákvæðis 8. gr. samn-
ingsins frá 23. okt. 1942, að allar
slíkar kröfur, þótt einhverjar
hefðu verið, væri þá fyrntar, en
samþykkti þó að leggja málið að
því leyti sem það varðaði „Forsvar
ligheden af Rörledningens Beligg-
enhed“ til úrlausnar gerðardóms-
ins, enda væri það gert eigi síðan
en 31. okt. 1946, og, eins og í
skeyti um samþykki þetta segir,
„under Forudsætning af Betaling
ifölge Gældsbevis og Overens-
komst 23. Maj 1946.“ Samkvæmt
tilmælum beggja aðilja var málio
þannig afmarkað, tekið fyrir
fyrsta sinni af gerðardóminum
með undirrituðum dómendum þann
31. okt. f.á. Þess skal þegar getið,
að varnaraðili telur sóknaraðilja
að vísu ekki hafa efnt greiðslu-
skyldu sína samkvæmt skuldabréfi
og samningi 23. maí 1946, en hann
hefur lýst yfir því í varnarskjali
sínu dags. 30. nóv. f.á, fram lögðu
í gerðardóm 2. des. f.á., að hann
ætli sér ekki að stöðva mál þetta
vegna áðurnefndra vanefnda. —
Gerðardómendur hafa skoðað stað-
háttu, og aðiljar hafa sótt málið
og varið samkvæmt reglum um
gerðardóm Verkfræðingafélags Is-
lands.
Kröfur sóknaraðilja, eins og
þær eru að lokum fram fluttar í
síðara sóknarskjali hans, eru
þessar:
1. Að varnaraðili verði dæmdur
til þeirrar vinnuskyldu, sem samn-
ingurinn frá 23. okt. 1942 leggi
honum á herðar, sem sé að færa
þrýstivatnspípuna og nauðsynleg
mannvirki í sambandi við hana á
öruggan stað. En 'i þvi sambandi
er það aðalkrafa hans, að pípan og
mannvirki, sem nauðsynlega þarf
að flytja með henni, verði færð
vestur yfir Fljótaá, með þvi að
þar sé öruggur grundvöllur undir
hana. Til vara krefst hann þess
að pípan verði færð til- „í línu,
sem bláa línan á rskj. 40 segir til
um, og verði þar gerður skurður
handa henni og grafið niður á
klöpp alla leið að stöðvarhúsi“. En
ef gerðardómurinn telur heppi-
légra og kostnaðarminna að grafa
fyrir nógu þéttum og steinsteypt-
um stuðlum niður á klöpp frá*
stíflu niður að stöðvarhúsi, þá seg-
ist hann ekkert hafa við það að
athuga. Til þrautvara í þessum
kröfulið gerir hann loks þá kröfu,
„að þrýstivatnspípan verði færð
eins og bláa strikið á rskj. 40
segir til um og þar grafinn skurður
fyrir hana svo djúpt sem dómurinn
telur hæfilega tryggt og undirbú-
inn nógu tryggilega að áliti dóms-
ins“, allt á kostnað varnaraðilja
2. Að vamaraðili greiði sóknar-
aðilja fyrir orkutap meðan verið
sé að færa þrýstivatnspípuna, og
kostnað við bráðabirgðaviðgerð til
tryggingar henni.
3. Að ef varnaraðili færi ekki
mannvirkin á öruggan stað á sinn
kostnað, þá greiði hann sóknar-
aðilja 2 milljónir ísl. króna, kostn-
að við bráðabirgðaviðgerð vegna