Siglfirðingur

Issue

Siglfirðingur - 10.02.1948, Page 3

Siglfirðingur - 10.02.1948, Page 3
SIGLFIRÐINGUR þrýstivatnsp'ipunnar og fyrir orku- tap, meðan á flutningi stendur. 4. Til þrautavara, að varnaraðili greiði kostnað við að gera öruggan grundvöll undir þrýstivatnspípuna, þar sem hún er, orkutap, sem af því kann að hljótast, svo og kostn- að af bráðabirgðaviðgerð til trygg- ingar pípunni. 5. Og loks krefst sóknaraðili þess, að varnaraðilja verði gert að greiða málskostnað, þar á pieðal kostnað af gerðardóminum. Sýknukröfu sína styður varnar- aðili fyrst og fremst þeim rökum, að ábyrgð sín á virkjun Skeiðs- foss samkvæmt samningi 23. okt. 1942 sé nú niður fallin samkvæmt niðurlagsákvæði 8. gr. hans, með því að ár sé liðið og meira en það s'iðan rekstur orkuversins hófst, án þess að nokkrum kröfum hafi verið hreyft. Ábyrgðarárið hafi sem sé runnið út 29. marz 1946, enda hafi engir gallar komið í ljós á því varðandi þrýstivatns- pípuna i’.in undirstöðu eða legu hennar eða umhverfi. Sóknaraðili hefur fært móti þessu, að ábyrgð- arárið hafi ekki hafizt fyrr en varnaraðili hætti störfum, 29. nóv. 1945, og að hann hafi jafnvel með samþykki sínu um að leggja atrið- ið um legu pípunnar undir úrlausn gerðardómsins samþykkt að telja ábyrgðarárið frá þeim tíma. Á hvoruga þessa staðhæfingu verður fallizt. Sóknaraðili hóf rekstur verksins þegar er fært þótti alger- lega samkvæmt sinni ákvörðun. Varnaraðili var þar aðeins ráðu- nautur hans og hafði engan ákvörð unarrétt þar um. Og hitt er fjar- stætt, að varnaraðili hafi sam- þykkt breytingu á ábyrgðarákvæði samningsins að þessu leyti með samþykki sínu um lagningu máls þessa til úrlausnar gerðardómsins, enda hefur hann í því sambandi áskilið sér rétt til þess að koma að öilum vörnum fyrir dóminum. Þá hefur sóknaraðili lýst þeirn skilningi sínum á téðu ábyrgðar- ákvæði 8. gr. samnings 23. okt. 1942, að vamaraðili yrði einungis skyldaður til að inna vinnuskyldu af hendi til bóta á gölium, sem fram kæmu. á fyrsta rekstrarári verksins, en fé væri honum skylt að leggja fram til bóta á göllum, þótt þeir kæmu síðar fram, eftir almennum reglum. Eftir þessum skilningi sóknaraðilja yrði skyldan til að bæta úr vansmíðagöllurn ótímabundin, svo að bótaskyldan væri þá einungis háð reglum um fyrningu kröfuréttinda og um að- gerðarleysisverkanir af hálfu sóknaraðilja. Sú niðurstaða, sem þessi skilningur leiðir til, sýnist næsta óeðlileg og væntanlega f jar- stæð tilætlun samningsaðilja, með því að ólíklegt má virðast, að varnaraðili, sem um virkjun Skeiðs foss var einungis tekniskur ráðu- nautur og framkvæmdarstjóri sóknaraðilja með tillagi nokkurra verktækja frá sjálfum sér, hefði nokkurn tíma ætlað sér að undir- gangast slíka bótaskyldu, sem þá hefði hlotið að koma fram í stór- um hækkuðu endurgjaldi fyrir þjónustu hans. Og sóknaraðili gat ekki gert ráð fyrir því, að varnar- aðili vildi takast haria á hendur, enda hefði sóknaraðili þá þurft að setja alveg ótvírætt ákvæði í samn- inginn um hana og fá til þess jafn ótvirætt samþykki varnarað- ilja.. Ákvæði 8. gr. samningsins leggur eftir orðum sínum varnar- aðilja á herðar bætur á vansm'iða- göllum, sem fram koma á fyrsta rekstrarári, annað hvort með vinnu eða fé eða hvorutveggja, án þess að sóknaraðili þyrfti að sanna sök hjá varnaraðilja, en óumþrætt er það, að engir slíkir gallar, er mál þetta varðar, komu í ljós á nefndu tímabili. Það sýnist efa- laust, að tilætlun vamaraðilja hafi verið að leysa sig undan ábyrgð á göllum, er fyrst kynnu að koma í ljós að liðnu fyrsta rekstrarári versins. Og verkefnið verður því úrlausn þess, hvort hann verði allt að einu gerður ábyrgur um galla, er fram hafa komið eftir þenna tíma og mál þetta varða. Aðiljar em sammála um það, að það yrði að telja til vansmíða- galla, ef þrýstivatnspípan væri svo háskalega sett og svo illa frá henni gengið af völdúm varnar- aðilja sem sóknaraðili heldur fram. Og gæti þá til mála komið, að varnaraðili ætti að bæta úr van- smíðinni á sinn kostnað, ef hún væri fyrir hendi og sóknaraðili sýndi fram á það, að rekja mætti hana til sviksamlegrar fram- kvæmdar manna varnaraðilja á verkinu eða ef til vill stórfelldrar vangæzlu. þeirra. Um frekan ábyrgð sýnist ekki vera að tefla, jafnvel þótt almennar reglur kynnu, ef öðru vísi væri ásatt, að leiða til ríkari ábyrgðar. Um fyrra atriðið, sviksamlega framkvæmd af hálfu varnaraðilja eða manna hans, er það að segja, að sóknaraðili hefur hvergi innt að því í sókn málsins, að varnar- aðili eða menn hans hafi viljandi skýrt honum rangt frá um nokkuð það, er hann kynni að hafa betur vitað og máli skipti, né lagt vilj- andi dul á nokkuð slíkt, enda verð- ur að telja varnaraðilja hafa ráð- lagt sóknaraðilja og framkvæmt verkin eftir því, sem hann taldi heppilegt að athuguðum öllum að- stæðum, þar á meðal fjárhagshhð- inni eftir föngum. Verður og eigi heldur séð, hvað varnaraðilja hefði getað gengið til að svíkja eða dylja sóknaraðilja nokkurs í þessu sam- bandi, með því að það skipti hann ekki f járhagslega máli, en gat hins vegar stofnað áliti hans i hættu og ef til vill bakað honum skaðabóta- skyldu. Kröfur á hendur varnar- aðilja verða því eigi reistar á þess- um grundvelli. Verður þá að taka síðara atriðið til athugunar, enda telur sóknar- aðili varnaraðilja hafa gerzt sekan um mikið gáleysi um ákvörðun pípustæðisins og framkvæmd verksins varðandi þrýstivatnspíp- una. I fyrsta lagi telur sóknaraðiii, að miklu hefði verið tryggara, og jafnvel að það eitt hefði verið tryggilegt að leggja pípuna vestan Fljótaár. Tillaga um lagningu pip- unnar þar kom að vísu franv en frá lagningu þrýstivatnspípunnar þar var horfið, að því er virðist 1938, og þá gert ráð fyrir setningu hennar austan árinnar. Og sam- kvæmt þvi og með samþykki við- komandi yfirvalds vatnamála gerði varnaraðili í uppdráttum mann- | virkisins ráð fyrir setningu píp- unnar austan árinnar.-Að v'isu var ráðgert, að pípan yrði gerð af tré með tilheyrandi undirstöðum, en því er ómótmælt haldið fram af varnaraðilja, að timbur hafi verið ófáanlegt, þegar gera skyldi þrýsti vatnspípuna, og því hafi verið að því horfið að gera hana af stein- steypu, enda var það gert með vitund og vilja sóknaraðilja. Setn- ing pípunnar aústan ár, þannig gerðrar, verður því ekki talin varn- araðilja til sakar. í öðru lagi reisir sóknaraðili kröfur sínar á því, að varnaraðili hafi ekki látið fram fara rannsókn á jarðvegi á svæðinu undir píp- unni og umhverfi hennar. Eftir 2. gr. samnings 23. okt. 1942 skyldi verkinu hagað með það fyrir aug- um, að hefja mætti rekstur stöðv- arinnar á árinu 1943. Bendir þetta ekki til þess, að það hafi verið til- ætlun sóknaraðilja, að nokkrar slíkar rannsóknir, sem hefðu hlotið að taka alilangan tíma og urðu væntanlega einungis gerðar að sumarlagi, væru framkvæmdar, enda vafasamt og algerlega ósann- að, að þær hefðu ráðið nokkrum úrslitum um staðsetningu pípunn- ar eða umbúnað ,enda þótt verk- fræðingar hafi talið þær æskilegar, en þó ekki óhjákvæmilegar. Og loks var hér ekki kostur ,;geótekn- ikara“ svonefndra, sem þó hefði verið heppilegt, ef ekki nauðsyn- legt að hafa til slikra rannsókna, ef þær hefðu átt að koma að fullu gagni. Verður þetta atriði ekkí talið varnaraðilja, eins og skiptum aðilja málsins var háttað, til sakar. í þriðja lagi hefur sóknaraðili talið varnaraðilja það til sakar, að hann hafi ekki lagt pípuna alls- staðar á klöpp, heldur sumsstaðar á ,,lausa“ undirstöðu, enda hafi bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstað- ar allt þangað til í september 1946 trúað því, að pípan hvíldi alstaðar á klöpp. Það er þó fyrst og fremst mjög ólíklegt, að það hafi dulizt öllum, sem gæta áttu hagsmuna sóknaraðilja og komið hafi á stað- inn, meðan á lagningu pípunnar stóð, að hún var ekki allstaðar lögð á klöpp. í annan stað verður það ekki talið ófrávíkjanlegt, að slíkt mannvirki sé lagt á klöpp, heldur einungis, að það sé sett á undirstöðu, er hafi nægilegt burð- armagn fyrir það.. Virðist varn- aðaraðili í hvívetna hafa haft þetta atriði til hliðsjónar, er pípustæðið var grafið, enda hafði þáverandi bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstað- ar, er hann kom á staðinn, engar athugasemdir gert um þetta at- riði, heldur innti hann að því, hvort nauðsynlegt væri að grafa svo mikið i þessu skyni sem varnarað- ili taldi þurfa, með því að gröftur var erfiður og dýr, en allt var vit- anlega gert á kostnað sóknarað- ila. Með því nú, að ekki hefur kom- ið neitt i ljós um það, að varnarað- ili hafi metið skakkt burðarþol pípuundirlagsins, þá verður hann ekki sakaður um gáleysi að því leyti. 1 fjórða lagi hefur sóknaraðili fundið varnaraðilja það til foráttu, að hann hafi að nokkru leyti lagt pípuna of framarlega í brekkunni austan við ána og framar (tæpar) en uppdráttur sýni. Um þetta er það að segja, að pípan er lögð ofar, fjær ánni, en uppdráttur sá sýnir, sem legið hefur fyrir vega- málastjóra, vatnamáladeild, og engar athugasemdir hafa verið þar gerðar, né heldur af nokkrum þeim, er það mál varðaði, meðan á verkinu stóð, enda ekki komið þá neitt fram, er gæfi til kynna, að pípunni væri hætt vegna legu sinnar að þessu leyti. Sýnist vam- araðili þegar af þessari ástæðu ekki verða sakaður um gáleysi i þessu efni. Framhald í næsta blaði. Hjálp þökkuð. Ríkisstjórninni hefir borizt eftir- farandi þakkarávarp frá borgar- stjóranum í Budapest: „Til íslendinga. Fyrir milligöngu danska bamavinafélagsins „Red Barnet“ hefur verið tekið á móti gjöfum þeim, er þér hafið sent börnum voram, og biðjum vér yður að taka við hjartanlegum þökkum fyrir örlæti yðar. Með gjöfum yðar hafið þér rétt þurfandi bömum annarar þjóðar hjálparhönd, enda þótt sú þjóð sé yður ókunnug og eigi heima þús- undir kílómetra í burtu. Með því að hjálpa börnum, sem eiga heilsu sína í hættu vegna undangenginna atburða, hafið þér gefið skínandi fordæmi um mannúðlegt samstarf þjóða á milli.“ Fyrir fjársöfnuninni til ung- verskra barna stóðu Irma Weile Jónsson, Ásta Magnúsdóttir ríkis- féhirðir, Auður Auðuns bæjarfull- trúi, Einar Jónsson myndhöggv- ari og Matthías Þórðarson, fyrrv. þjóðminjavörður.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.