Morgunblaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Ef þeir hefðu verið einir þarna og enginn verið yfir þeim hefði þetta getað farið illa,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE. Þrír vélstjórar urðu fyrir kolsýringseitrun í vélarrúmi skips- ins síðdegis í gær, þegar loki gaf sig á röri með þeim afleiðingum að súr- efnið bókstaflega tæmdist úr hinu þrönga rými sem þeir voru í. Einn mannanna stóð innan við einn metra frá uppstreyminu og missti meðvit- und nánast samstundis. Hinir tveir stóðu lengra frá og vönkuðust. Þeir náðu hins vegar fljótt áttum. Snör handtök komu í veg fyrir að verr færi. Að sögn læknis á heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyj- um brugðust þeir hárrétt við að- stæðunum. Mennirnir kölluðu strax eftir aðstoð og settu þá upp svokall- aðar flóttagrímur, grímur sem inni- halda lítið súrefni en gefa mönnum kost á að flýja t.d. reykeitrun. Þeir settu einnig grímu á félaga sinn sem lá meðvitundarlaus. Þá var loftað út eins og kostur var. Einn fluttur til Reykjavíkur Tveir mannanna gátu gengið frá borði, en sá sem staðið hafði næst uppstreyminu var borinn á börum, meðvitundarlaus. Hann var sendur til Reykjavíkur til skoðunar í gær- kvöldi, sem öryggisráðstöfun, en upphaflega voru allir þrír fluttir á heilbrigðisstofnunina í Vestmanna- eyjum. Þeir voru allir við meðvitund og heilsaðist þokkalega. Guðmundur Huginn segir allt hafa farið betur en á horfðist. „Það redd- aði því að þarna voru réttir menn á réttum stöðum og þeir gerðu allt rétt. Þeir komu strax með svokölluð flóttatæki og hringdu á Neyðarlín- una,“ sagði hann í samtali við blaðið. Allir á batavegi eftir slys í skipi í Vestmannaeyjahöfn  Urðu fyrir kolsýringseitrun þegar rör gaf sig í vélarrúmi Morgunblaðið/Ágúst Ingi Huginn VE Betur fór en á horfðist þegar slysið átti sér stað í gær. Flateyjarbréfin fá barnabókaverðlaun menntaráðs 2011 Kristjana Frið- björnsdóttir hlaut í gær Barnabókaverð- laun menntaráðs Reykjavíkur- borgar 2011 fyr- ir bókina Flateyj- arbréfin, sem JPV gaf út. Verðlaun fyrir þýðingu komu í hlut Böðvars Guðmundssonar fyrir smásagnasafnið Elskar mig elskar mig ekki, sem Mál og menning gaf út. Þetta er í 39. sinn sem yfirvöld menntamála í Reykjavík verðlauna höfunda og þýðendur fyrir af- burðagóðar barnabækur. Kristjana Friðbjörnsdóttir Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Það sem menn hljóta að gera núna, bæði við og stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins, er að skoða með hvaða hætti við getum breytt þess- um forsendum svo þessar spár gangi ekki eftir,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands. Seðlabankinn spáði því í gær að atvinnuleysi myndi hjaðna hægar en áður var tal- ið og fara niður í 4% um mitt ár 2014 en ekki 3% eins og áður var spáð. Halldór segir að þetta sé hliðstætt spám hagdeildar ASÍ í mars. „En við getum sagt að það sem er kostur í stöðunni er að þetta eru spár en ekki veruleiki og byggjast á tilteknum þekktum forsendum.“ Þær forsendur geti breyst til hins betra og vonir standi til þess að það gerist, m.a. með átaki stjórnvalda og vinnumarkaðarins sem kynnt var í vikunni, um að koma sem flestum úr hópi atvinnulausra til náms. „Þetta hefur mikil áhrif á atvinnu- leysistölurnar því bæði er atvinnu- leysið mest, í kringum 15%, í hópn- um að 25 ára aldri og í þeim hópi er líka tiltölulega stór hluti þeirra sem eru langtímaatvinnulausir,“ segir Halldór. Gangi átakið eftir, auk fleiri vinnumarkaðsaðgerða, muni það breyta verulega þeim forsendum sem atvinnuleysisspárnar byggist á. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir raun- hæft að gera ráð fyrir að það taki tvö ár að ná atvinnuleysi niður í „viðráðanlega stærð“. „Þegar atvinnulíf- ið verður fyrir svona miklu höggi er því miður ekki hægt að búast við að það hverfi í einu vetfangi. Ég held nú samt að við höfum náð ákveðnum toppi og það muni fara að hjaðna.“ Raunhæf spá um atvinnuleysið  Líklegt að tvö ár taki að ná atvinnuleysi niður eftir svona hápunkt  Jákvæð áhrif menntunarátaks á spáforsendur Banaslys varð í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu í fyrrakvöld þegar jepplingur og flutningabíll rákust saman á þjóðveginum. Ökumaður jepplingsins, fullorðin kona, lést við áreksturinn en ökumaður flutningabílsins mun vera ómeidd- ur. Áreksturinn varð á móts við bæ- inn Jörfa á áttunda tímanum í fyrrakvöld en við hann valt jepp- lingurinn út af veginum. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er ekki vitað nánar um tildrög áreksturs- ins og er unnið að rannsókn máls- ins. Veður var gott þegar slysið varð. Þetta er fjórða banaslysið í umferðinni á þessu ári. Ekki er unnt að greina frá nafni konunnar að svo stöddu. Kona lét lífið í bílslysinu í Víði- dal í fyrrakvöld Veiði hófst í Elliðavatni í gær. Óvenjufáir veiðimenn voru mættir, enda vanir því að vatnið sé opnað til veiði 1. maí. Við brúna milli Elliðavatns og Helluvatns köstuðu þrír piltar spúnum sínum í súldinni gærmorgun. Einn þeirra, Gunnar Andri Viðarsson, sagði þá ekki enn hafa sett í fisk þrátt fyrir að þeir hefðu mætt klukkan átta og væru búnir að kasta í tvo tíma. „Fiskurinn elti bara einu sinni,“ sagði hann. Félagar hans, Arnar Grímsson og Benjamín Arnarsson, létu ekki deigan síga, köstuðu og voru vissir um að hann færi bráðum að taka. Morgunblaðið/Einar Falur „Fiskurinn elti bara einu sinni“ Ekki hafa nein fundahöld enn verið ákveðin á milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamninga. Samkvæmt upplýsingum ASÍ er búist við að samninganefndir fari yfir stöðuna strax eftir páska og þá ráðist hvert fram- haldið verður. Engir fundir voru í kjaramálum í húsnæði Rík- issáttasemjara í gær. Kjaradeilur í dvala yfir páskahelgina Ef þú kaupir Homeblest kexpakka, 300g, gætir þú unnið glæsilegan vinning. 4 x 55.000 kr. úttektir 17 x 18.000 kr. úttektir frá Intersport eða Markinu. DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN? Útivistarleikur Homeblest Er gullskífa í pakkanum þínum? Vinnur þú? Um 4.700 manns hafa nú verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur skv. tölum Seðlabankans. Guðlaug Pétursdóttir er verk- efnisstjóri virkniátaksins ÞOR (þekking og reynsla) hjá Vinnumálastofnun. Hún segir að þegar verkefnið hófst í ágúst 2010 hafi komið á óvart hversu já- kvætt fólk var. „Mér finnst fólk almennt bera sig vel en auðvitað er þetta misjafnt og við heyrum líka í örvænting- arfullu fólki og stundum örlar á vonleysi. En við reynum að hvetja fólk til að halda áfram að berjast. Það eru alltaf tugir manna á dag sem afskrást hjá okkur þannig að það er ekkert útilokað í þessu.“ Af þeim 2.600 sem voru í fyrsta hóp átaksins í fyrra og höfðu verið atvinnu- lausir í ár eða lengur eru 30% ekki lengur á atvinnuleysisskrá. Fólk ber sig almennt vel HÁTT Í 5.000 ATVINNULAUSIR Í MEIRA EN ÁR Guðlaug Pétursdóttir Sex starfsmenn Landspítalans fengu áminningu vegna óeðlilegra uppflettinga skv. reglubundinni at- hugun á notkun rafrænnar sjúkra- skrár síðastliðna sex mánuði. Farið var yfir slembiúrtak 50 lækna og 100 hjúkrunarfræðinga. Þar af gerði eftirlitsnefndin athugasemd við uppflettingar níu starfsmanna og voru nöfn þeirra send yfirmönn- um. Í þremur tilfellum reyndist um eðlilegan aðgang að ræða en hinir fengu áminningu. Óeðlilegar flettingar í sjúkraskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.