Morgunblaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2011
Með örfáum orð-
um viljum við minnast vinar okk-
ar Jónasar G. Ragnarssonar sem
látinn er langt um aldur fram eft-
ir erfiða baráttu við krabbamein.
Það er ekki sjálfgefið að eignast
vináttu góðs og trausts fólks en
Jónas og hans yndislega kona,
Billa, hafa frá fyrstu kynnum ver-
ið okkur afar kær þó svo að sam-
gangurinn mætti hafa verið meiri.
Engu að síður eru það manneskj-
urnar sjálfar, hjartalag þeirra og
einlægni sem skiptir mestu í sam-
skiptum fólks og það fundum við
svo sannarlega í fari þeirra Jón-
asar og Billu frá fyrstu tíð. Ferða-
lag okkar til Taílands fyrir all-
mörgum árum varð uppsprettan
að svo mörgum yndislegum sam-
verustundum. Við félagarnir
komumst á flug þegar það upp-
gvötaðist að Ísafjörður tengdi
okkur saman, þá var nóg um að
tala, jafnvel svo að eiginkonunum
fannst stundum fullmikið af því
góða, enda fengum við í kjölfarið
hjá þeim viðurnefnið Knoll og
Tot. En Jónas, þessi hlýi og glað-
væri maður, átti sér heldur engan
líkan þegar til orðræðna kom,
enda bæði fróður og afskaplega
skemmtilegur maður. Manni leið
líka alltaf svo vel í návist hans,
þannig var það bara. Það var
margt brallað í þessari ferð og
ógleymanleg augnablik eru
geymd í sjóði minninganna. Við
minnumst skemmtilegs heimboðs
á fallegt heimili þeirra Jónasar og
Billu í Garðabæ þar sem gestgjaf-
arnir stjönuðu við okkur á alla
lund. Jónas naut sín svo sann-
arlega í eldamennskunni, enda
flinkur maður þar á ferð. Einnig
frábærrar samverustundar í
glæsilegum sumarbústað þeirra
hjóna við Meðalfellsvatn, þar var
ekkert af skornum skammti frek-
ar en fyrri daginn og yndislegt að
njóta samverunnar með þessum
góðu vinum okkar enda skorti
okkur aldrei umræðuefni, af því
höfðum við nóg. Við þökkum Jón-
asi vini okkar traust og ógleym-
anleg kynni, við hörmum ótíma-
bært fráfall þessa mikla
ljúfmennis og gleðigjafa. Elsku
Billa, hjá þér og fjölskyldunni er
hugur okkar, við biðjum allt það
Jónas Guðberg
Ragnarsson
✝ Jónas GuðbergRagnarsson
fæddist á Reyð-
arfirði 28.9. 1946.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
9.4. 2011. Útför
Jónasar fór fram
frá Vídalínskirkju
20. apríl 2011.
góða í þessum heimi
að umvefja ykkur og
gefa ykkur öllum
styrk á erfiðum tím-
um. Jónasi vini okk-
ar óskum við vel-
farnaðar á nýrri
vegferð og biðjum
honum Guðs bless-
unar Við hittumst öll
um síðir og þá geta
Knoll og Tot tekið
þráðinn upp á ný.
Margrét Þ. Blöndal,
Sigurjón Finnsson.
Það haustaði snemma hjá Jón-
asi Ragnarssyni þetta árið. Nú
þegar vorið gerir vart við sig og
menn og málleysingjar vakna af
vetrardvalanum, þá er eins og al-
mættið hafi tekið skakkan pól í
hæðina hjá Jónasi því brotthvarf
hans af þessu tilverustigi var svo
sannarlega ótímabært.
Jónas kom til starfa hjá Faxa-
flóahöfnum, þá Reykjavíkurhöfn
um miðjan tíunda áratug síðustu
aldar eftir að hafa verið „farmað-
ur“ stóran hluta starfsævinnar og
siglt um „heimsins höf“ eins og
það er kallað, en hann valdi sér
þann starfsvattvang ungur maður
og varð ekki aftur snúið eftir að
hafa lokið farmannaprófi 3. stigs
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1970.
Því má með sanni segja að það
hafi verið reynsluríkur maður
sem kom í raðir hafnsögumanna
þegar hann hóf þar störf.
Eins og títt er í stétt sjómanna
kannast maður við mann, en þeg-
ar kynni þess sem þetta skrifar
við Jónas urðu nánari kynntist ég
manni sem var einstaklega dag-
farsprúður maður og góður félagi.
Minnist ég þess hvað Jónas
naut þess að vera kominn í „höfn“
en vera samt í nánum tengslum
við sinn fyrri starfsvettvang.
Þegar starfsfaldur færist yfir
hugsa menn til starfsloka og verð-
ur það umræðuefni ofarlega í
hugum flestra, hjá Jónasi var það
engin undantekning og sá hann
fram á að eiga notalegt ævikvöld,
því hann var mjög félagslyndur
maður og með mörg áhugamál.
Því hefur það verið þungbært
fyrir hann að horfast í augu við að
greinast með illvígan sjúkdóm
sem nú hefur sigrað hann að fullu.
Lengi vel hafði hann betur í bar-
áttunni við þann fjanda og var
aðdáunarvert að fylgjast með
hvernig hann mætti veikindum
sínum af miklu æðruleysi og tal-
aði opinskátt um þau. Fannst
manni stundum eins og hann liti á
þetta sem hverja aðra pest sem
hlyti að ganga yfir fyrr en síðar.
En það ræður enginn sínum
næturstað og þú, kæri Jónas, hef-
ur lagt upp í þína hinstu siglingu,
Guð gefi þér góðan byr og óska
ég þér góðrar ferðar.
Það var miður að þú fékkst
ekki að njóta ævikvöldsins í faðmi
fjölskyldu þinnar og votta ég eig-
inkonu og öðrum aðstandendum
alla mína samúð um leið og ég
kveð góðan dreng hinstu kveðju.
Halldór Valdemarsson.
Í dag er kvaddur góður starfs-
félagi, Jónas G. Ragnarsson, eftir
harða og langa baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Jónas var hetja í
augum samstarfsmanna sinna,
alltaf léttur og bjartsýnn og
horfði ávallt fram veginn þrátt
fyrir meinið. Oft er sagt að hug-
urinn beri menn hálfa leið en ég
held að ég geti sagt að hugur Jón-
asar hafi borið hann alla leið og
rúmlega það.
Ég kynntist Jónasi fyrst þegar
hann kom til starfa hjá Reykja-
víkurhöfn, sem síðar varð hluti af
Faxaflóahöfnum sf. Hann byrjaði
í sumarafleysingum árið 1995 sem
hafnarvörður og síðar sem hafn-
sögumaður. Jónas hafði reyndar
verið í vélskólanum þá um vet-
urinn þar sem hann lauk fyrsta
stigi og hafði því réttindi til að
vera á lóðsbátunum bæði sem
skipstjóri og vélstjóri. En örlögin
höguðu því þannig til að Jónas
var fastráðinn sem hafnsögumað-
ur haustið 1996. Starfið var Jón-
asi mjög hugleikið og að ég held
eitt af hans áhugamálum. Honum
var umhugað um að starfið nyti
virðingar út á við og að í það veld-
ust hæfir menn. Þegar ég byrjaði
í afleysingum sem hafnsögumað-
ur sumarið 2001 var ég fyrst í
starfsþjálfun, meðal annars hjá
Jónasi. Það var þá sem ég áttaði
mig á því hversu gaman Jónas
hafði af starfinu og þá sérstaklega
þegar farið var í dönsku varðskip-
in en Jónas hafði siglt hjá Dönum
í nokkur ár og talaði reiprennandi
dönsku. Ekki skemmdi fyrir að
þar var yfirleitt boðið upp á fín-
ustu veitingar að dönskum sið.
Einnig voru stóru farþegaskipin í
miklu uppáhaldi hjá Jónasi og tal-
aði hann ávallt um, að hann vildi
helst ekki vera í fríi yfir hásum-
arið, þannig að hann næði að fara
í þau sem flest.
Jónas átti mörg áhugamál og
var einstaklega handlaginn svo
eftir var tekið. Ég minnist þess
sérstaklega þegar við Oddur,
starfsfélagi okkar, heimsóttum
hann á Heilsuhælið í Hveragerði
eitt sinn. Þar sýndi Jónas okkur
hvernig hann hafði komið sér fyr-
ir í litlu herbergi með öll verkfær-
in sín. Þar voru útskornar styttur
úr viði, sem voru engu líkar, og
tjáði hann okkur stoltur að falast
hefði verið eftir þeim á sýningu í
Garðabæ. Jónas hafði einnig
brennandi áhuga á veiðiskap og
öllu sem honum kom við. Hann
sérhæfði sig í viðgerðum og við-
haldi á veiðistöngum og hnýtingu
veiðiflugna sem honum fór ein-
staklega vel úr hendi eins og ann-
að handverk sem hann tók sér
fyrir hendur.
Ég sendi Marsibil og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Jón-
asar G. Ragnarssonar.
Gísli Jóhann Hallsson.
Við eigum samferðafólk sem í
andstreymi og ágjöf miðlar til
okkar hinna hugrekki og blæs
okkur baráttu í brjóst. Með fram-
göngu sinni og viðmóti lætur það
ekki bugast af þungum byrðum.
Þannig má lýsa Jónasi G. Ragn-
arssyni, hafnsögumanni Faxa-
flóahafna sf., sem við samstarfs-
fólk og vinir nú kveðjum. Jónas
hóf störf hjá Reykjavíkurhöfn ár-
ið 1996 og síðar Faxaflóahöfnum
sem hafnsögumaður og gegndi
því starfi af einstökum sóma og
trúmennsku. Langan feril átti
hann áður í siglingum og lítil skil
voru í hans huga á milli vinnunn-
ar og áhugans á þeim verkefnum
sem tengdust siglingum, skipum
og útgerð. Þannig manni er gott
að starfa með og þess nutum við
vinnufélagar hans og vinir. Ef
það voru ekki hafnarmálin sem
voru efst á baugi hjá Jónasi þá
var stutt í umræðu um trilluút-
gerð eða veiði, en þegar þrekið
minnkaði tóku við útskurður og
smíðar því Jónas var handlaginn
maður og vandvirkur.
Fyrir nokkrum árum greindist
Jónas með sjúkdóm sem að lok-
um lagði hann að velli. En með
jákvæðu hugarfari og þrautseigju
hafði Jónas margoft betur í
harðri glímu og harðneitaði hann
að játa sig sigraðan. Starf hafn-
sögumanna er ekki heiglum hent
þar sem þeir m.a. fyrir opnu hafi
fara um borð í skip við misjafnar
aðstæður og oft vondar. Það starf
vafðist ekki fyrir Jónasi, en hann
átti erfitt með að gera hlé á
skyldum sínum sem lóðs þegar
veikindin tóku sinn toll. Aldrei
kom þó annað til greina en koma
sterkur til baka og vinna sem
fyrr bug á því meini sem hélt
honum í landi. Síðasta ár hallaði
hins vegar undan fæti, en þrátt
fyrir það fór hann til veiða síðast-
liðið sumar með vinnufélögum
sínum og renndi fyrir lax þó svo
að hann þyrfti að sitja á árbakk-
anum. Frásögn hans af ferðinni
bar þó með sér einlæga gleði og
brennandi áhuga og ekki stóð
annað til en að halda á vit nýrra
veiðiævintýra á komandi sumri.
Undir lok síðasta árs varð vörnin
erfiðari og tímans gangur þannig
stilltur að nú kveðjum við góðan
mann og vinnufélaga.
Við leiðarlok og hinstu kveðju
er efst í huga það jákvæða viðhorf
sem Jónas bar til allra hluta og sú
lífsgleði og baráttuþrek sem snart
samferðafólk hans. Með söknuði
kveðjum við þennan heiðursmann
og vottum Marsibil og fjölskyld-
unni allri dýpstu samúð okkar
með þeim orðum að lífsviðhorf og
mannleg reisn Jónasar megi vísa
okkur veginn.
F.h. starfsmanna
Faxaflóahafna sf.,
Gísli Gíslason, hafnarstjóri.
Kynni mín af Jónasi Ragnars-
syni voru aðallega í gegnum sjó-
mannsstörf og Stýrimannafélag
Ísland og fleiri félög sem tengd-
ust því. Eins eftir að hann varð
hafnsögumaður hjá Reykjavíkur-
höfn sem síðar varð Faxaflóa-
hafnir. Jónas var mjög dagsfar-
sprúður maður og ígrundaði allt
vandlega sem hann tók sér fyrir
hendur.
Mér er minnisstætt að eftir
hans fyrstu alvarlegu veikindi og
er honum var að skána, falaðist
hann eftir að fara með mér á m/s
Skógafoss sem stýrimaður, einn
túr á Ameríku. Hann hafði þá trú
að þessi eini túr gæfi honum mik-
inn styrk, bæði andlega og lík-
amlega, og ég hef líka trú á því .
Eins verður mér hugsað til er
ég veiktist vorið 2007, þá var það
Jónas Ragnarsson sem hringdi
oft í mig og hvatti mig til að koma
í Ljósið og taka þátt í starfinu
þar. Fyrir þetta er ég honum æv-
inlega þakklátur þar sem alltaf
var gaman að heyra í honum.
Með þessum fátæklegum orð-
um kveð ég Jónas Ragnarsson og
hef þetta ekki lengra og votta
ættingjum hans og vinum mína
dýpstu samúð og megi góður Guð
vera með honum. Blessuð sé
minning hans.
Guðmundur Kr. Kristjánsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLAFÍA STEINÞÓRA
KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hlíf 2,
Ísafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
sunnudaginn 17. apríl.
Jarðarför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
30. apríl kl. 14.00.
Þorbjörg Jónsdóttir, Vésteinn Jónsson,
Erna Jónsdóttir, Guðmundur Þórðarson,
Pétur Jónsson, Hansína Sigurðardóttir,
Eggert Jónsson, Kristín Björnsdóttir,
Halldór Jónsson, Dagrún Dagbjartsdóttir,
Óttar Jónsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helga Jónsdóttir, Birgir Thoroddsen,
Björk Thoroddsen, Arnar Thoroddsen,
Einar Sigurður Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Ljósheimum, þriðjudaginn 19. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þóra Grétarsdóttir,
Örn Grétarsson, Sesselja Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Grétarsdóttir, Steindór Stefánsson,
Sigurður Grétarsson, Sólveig Ragnarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur stjúpsonur, bróðir, mágur og
frændi,
AÐALSTEINN HERMANNSSON,
Aðalbraut 45,
Raufarhöfn,
varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn
11. apríl.
Útför hans fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 23. apríl
og hefst athöfnin kl. 14.00.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Rósa Þórðardóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
STEFÁNS H. JÓNSSONAR,
hjúkrunarheimilinu Mörk,
áður Hraunbæ 103,
Reykjavík.
Útförin fór fram þriðjudaginn 19. apríl í kyrrþey.
Kristín Stefánsdóttir, Valur Oddsson,
Sigurjón Stefánsson, Hjördís Anna Hall,
Haraldur Stefánsson, Erla Ingimarsdóttir,
Sigríður Stefánsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 28. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts hennar, einnig sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
fyrir góða umönnun.
Sveinbjörn Óskarsson, Ingibjörg S. Gísladóttir,
Ásgeir Óskarsson, Guðrún Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
INGÓLFUR ÖRN MARGEIRSSON,
Bárugötu 6,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 15. apríl.
Útför verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík miðvikudaginn 27. apríl kl. 15.00.
Jóhanna Jónasdóttir,
Tiril Theresa Myklebost, Øyvind Giæver,
Lilja María Ingólfsdóttir,
Daniel Örn Ingólfsson,
Halla Björg Lárusdóttir, Hjalti Már Þórisson,
Jónas Margeir Ingólfsson, Lilja Dögg Jónsdóttir,
Jóhanna Margrét, Julia, August, Þórir Snær,
Helga María, April, Lukas, Marta og Sóley.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu samúð
og hlýhug við andlát og útför
KARLS HELGASONAR
fv. kennara á Akranesi,
Gullsmára 9,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til allra þeirra er aðstoðuðu
hann síðasta spölinn á langri ævi, á Hrafnistu í Hafnarfirði
og á heimili sínu.
Már Karlsson, Fanney Leósdóttir,
Þröstur Karlsson, Anna H. Gísladóttir
og barnabörn.