Morgunblaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2011 Ekkert getur stuðl- að að jafn skjótum og miklum bata fyrir efnahag þjóðarinnar og auknar fiskveiðar. Fjárfestingar eru til staðar en víða um land standa fiskvinnslur tómar eða eru reknar á hálfum afköstum og núverandi fiskiskipa- floti getur komið á land með miklu meiri afla. Það eina sem skortir er frelsi til þess að renna færi fyrir fiskinn. Reiknifiskifræðilega veiðiráð- gjöfin sem atvinnuhöftin byggjast á eru mjög umdeild. Almennar efa- semdir eru meðal sjómanna um gildi ráðgjafarinnar og sömuleiðis eru efasemdir uppi hjá náttúrufræð- ingum sem benda á að glórulaust sé að ákvarða aflareglu sem eitthvert fast hlutfall af reiknaðri stofnstærð. Reynslan segir að stofnstærðarmæl- ingar séu háðar mikilli óvissu og sömuleiðis hvíla þær á kolröngum forsendum, s.s. að náttúruleg afföll séu eitthvert fast hlutfall af stofn- stærð. Afrakstur veiðiráðgjaf- arinnar er hræðilegur, botnfiskafl- inn nú er helmingurinn af því sem að hann var fyrir tveimur áratugum. Þöggunin er nær algjör því engir aðrir fjölmiðlar en Feykir á Sauð- árkróki og Útvarp Saga virðast leyfa sér að gagnrýna veiðiráðgjöfina. Þegar forstjóri Hafró tilkynnti þjóð- inni í öllum helstu fjölmiðlum lands- ins á dögunum að niðurstöður tog- ararallsins nú í vor staðfestu að aflareglan og minnkuð þorskveiði á umliðnum árum væri að skila ár- angri var ekki rætt við nokkurn náttúrufræðing sem hefur leyft sér að efast um ráðgjöf sem skilar stöð- ugt færri sporðum á land. Eingöngu eitt sjón- armið fékk að heyrast þrátt fyrir fyrr- greindar almennar efa- semdir og fréttamenn spurðu forstjórann einskis. Venjan í fjölmörgum fróðlegum fréttatengd- um þáttum íslenskra fjölmiðla er að reifa ólík sjónarmið, leyfa ólíkum sjónarmiðum að heyrast og fá rökræðu um þjóð- málin. Fiskveiðiráðgjöfin skiptir hag þjóðarinnar miklu meiru en þau mál, sem hafa fengið mikla umræðu og kastljós fjöl- miðlanna. Nægir að nefna Icesave- málið, vaxtamál og niðurskurð á op- inberri þjónustu. Nærtækt væri fyr- ir fjölmiðla að kalla í viðtal fiskifræðinginn Jón Kristjánsson sem ráðlagði Færeyingum að stór- auka veiðar þrátt fyrir dómsdagsspár reiknifiskifræð- inga. Færeyingar fóru að ráðum Jóns og veiddu sig út úr kreppunni, og þar eru aflabrögð enn góð þrátt fyrir að fiskistofnar hafi um áratuga- skeið verið veiddir langt umfram ráðgjöf reiknifiskifræðinga. Ef niðurstöður togararallsins nú í vor eru bornar saman við nið- urstöður fyrri ára sést augljóslega ákveðin sveifla í stofnstærðinni þar sem stofninn vex í fjögur ár og svo kemur niðursveifla. Miklar líkur eru nú á því að við missum af uppsveifl- unni ef við látum hjá líða að auka veiðar strax. Sveiflan markast af sam- spili stofna við umhverfið þar sem veiðar hafa hverfandi áhrif. Áhyggjuefni ætti að vera, ef marka má mælingar Hafró, að þorskstofninn sam- anstendur af stórum fiski en lítið er af millistórum og minni fiski. Þetta bendir til að gamli fiskurinn þrífist á að éta ungviðið sem á að taka við þegar sá stóri verður ellidauður. Þá mun stofninn snarminnka og menn komast upp með að segja æ, æ. Þá gefur rallið gefur til kynna að ýsustofninn sé á hraðri niðurleið þrátt fyrir að veiðiráðgjöf Hafró hafi verið fylgt út í hörgul. Löngu- og keilustofninn mælast hins vegar við hestaheilsu þó að veitt hafi verið um 50% umfram ráðgjöf Hafró úr þess- um stofnum á umliðnum árum. Staðreyndin er sú að þessi tilraun, sem staðið hefur yfir á miðunum um áratugaskeið, og falist í því að minnka veiðar á smáum fiski og draga úr veiðum til þess að fá fram meiri afla síðar, eftir að fiskurinn hefur tekið út vöxt hefur ekki gengið eftir á Íslandsmiðum frekar en ann- ars staðar í heiminum þar sem að- ferðin hefur verið reynd, enda stangast hún á við viðtekna vist- fræði. Fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í að spyrja ráðgjafana gagnrýnna spurninga en ekki haga sér eins og í aðdraganda hrunsins þegar loftból- urnar blésu út óáreittar. Skjótasta leiðin til gjaldeyr- isöflunar er ekki rædd Eftir Sigurjón Þórðarson » Þöggunin er nær al- gjör því engir aðrir fjölmiðlar en Feykir á Sauðárkróki og Útvarp Saga virðast leyfa sér að gagnrýna veiðiráðgjöf- ina. Sigurjón Þórðarson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Allir íþróttamenn ættu að vita að þeir eru fyrirmyndir yngri íþróttamanna. Íþrótta- menn verða að kunna haga sér alls staðar. Við erum ekki að tala um bara á æfingum, í leikjum eða keppni heldur líka fyrir utan völlinn. Við þurfum að passa okkur alls staðar, úti á götu, í bíó og í búðinni. Alls staðar eru börn og unglingar sem líta upp til okkar. Íþróttamenn vilja ekki að börn og unglingar sjái sig með áfengi um hönd eða með tóbak í vör- inni, eins og mikið hefur verið rætt um síðustu daga. En hvernig er þetta með foreldr- ana og aðra sem mæta á leiki? Geta foreldrar leyft sér að mæta á leiki hjá börnum sínum og úthúðað dóm- urunum, leikmönnum, þjálfurum eða öðrum áhorfendum? Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og þess vegna verða foreldrar að passa sig á því hvernig þeir hegða sér innan sem ut- an vallar. Hvað gera börnin þegar þau sjá foreldra sína láta eins og „asna“ í stúkunni? Þau halda að svona framkoma sé allt í lagi og fara kannski að hegða sér eins. Orðbragð áhorfenda skilar sér til ungra áhorf- enda og leikmanna, sem eru líkleg til að taka allt upp sem þau sjá, fara jafnvel að herma eftir og sýna fólk- inu í kringum sig sömu óvirðingu. En hvað vita þau; þau gera bara eins og hinir. Ég fór á körfubolta- leik um daginn í úr- slitakeppni karla. Leik- urinn sjálfur var hin besta skemmtun eða alla vega það sem ég sá af honum. Ég sá hann nefnilega ekki allan, þar sem stuðnings- menn annars liðsins voru með leiðindi, að mér fannst. Frá því leikurinn byrjaði var einn maður þarna með læti, sem var aug- ljóslega búinn að drekka áfengi. Hann vildi ekki sitja kyrr, sem hefði nú verið í lagi, ef hann hefði látið fólkið í kringum sig vera. Hann var ýtandi í fólk sem labbaði framhjá honum, alveg sama hvort um börn eða fullorðna var að ræða. Hann var mikið á ferðinni og var fyrir öðrum áhorfendum, sveiflaði fánanum sín- um til og frá og oft mjög nálægt fólki og barði auglýsingaskilti. Ég bað hann nokkrum sinnum, ásamt fleir- um, að færa sig, en hann svaraði bara: „Mér er alveg sama hvort þú sérð eða ekki!“ Þessi maður var far- inn að fara mikið í taugarnar á nokkrum ungum stúlkum í stúkunni en hlýddi engu, hvort sem það var frá okkur eða félögum hans. Hann gekk meira að segja svo langt að pota í leikmennina þegar þeir voru nálægt – og enginn gerði neitt. En hvar voru starfsmenn leiksins? Af hverju stoppaði enginn manninn, eða vini hans? Það var einn starfsmaður þarna að fylgjast með manninum, en mér sýndist hann aðeins vera að passa að hann slasaði engan. Mér fannst mikið vanta upp á örygg- isgæsluna í þessum leik. Þegar húsið er fullt af fólki verður að vera með sýnilega öryggisgæslu og það verður að taka á svona málum, áður en eitt- hvað gerist. Mér fannst sérstaklega leiðinlegt að sjá hvernig einn, greini- lega þroskahamlaður, stuðnings- maður liðsins fór að herma eftir hon- um, berjandi skiltin og hrópandi í áttina að stuðningsmönnum hins liðsins. Auðvitað gerði hann bara eins og þessi maður og vissi ef til vill ekki að þetta væri rangt. Einnig fannst mér ljótt að sjá þegar mað- urinn tók upp bjór og drakk hann og sparkaði svo dósinni í burtu eftir að hann hafði klárað hann. Ég hef alltaf verið á móti því að íþróttafélög selji áfengi á leikjum hjá sér og fer ekki ofan af því að þar eru félögin að gera rangt. Eru þau með því ekki að sýna börnum að það sé í lagi að drekka áfengi? Alveg sama þó liðin séu með bjórinn inni í lokuðum herbergjum og ekki megi fara með hann inn í íþróttasalinn. Á þessum umrædda leik var greinilega í lagi að koma inn í salinn með bjór, bæði keyptan þarna og líka drekka þann sem fólk kom með sjálft inn í salinn. Að minnsta kosti kom umræddur maður og fleiri með bjór í bakpokum sínum og enginn stoppaði þá. Nú spyr ég, eru þetta fyrirmynd- irnar sem við viljum að börn og ung- lingar líti upp til? Fyrirmyndir á íþróttavellinum Eftir Söru Pálmadóttur » Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og þess vegna verða for- eldrar að passa sig á því hvernig þeir hegða sér innan sem utan vallar. Sara Pálmadóttir Höfundur er körfuknattleikskona og nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ. V i n n i n g a s k r á 51. útdráttur 20. apríl 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 8 6 1 4 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 7 4 3 6 4 3 6 9 4 4 6 6 6 7 5 3 1 0 4 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 33 5066 28152 47306 48053 51793 1140 15501 28513 47847 48869 64685 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 0 0 1 3 4 5 0 1 9 4 3 6 2 9 5 8 8 3 7 1 8 6 4 4 4 9 2 5 5 1 6 9 6 3 5 3 3 1 1 5 1 3 8 5 4 2 2 1 9 5 2 9 7 0 9 3 7 6 5 7 4 4 6 0 8 5 6 0 5 6 6 6 2 7 9 1 7 3 5 1 5 1 2 3 2 2 8 6 1 2 9 9 4 8 3 7 8 5 2 4 5 5 1 8 5 7 4 3 4 6 6 5 5 1 2 7 0 8 1 5 3 7 2 2 3 3 6 2 3 1 6 0 6 3 7 9 1 5 4 8 8 6 1 5 8 3 3 9 6 7 7 0 2 3 5 9 5 1 6 4 6 2 2 4 6 8 4 3 3 4 8 2 3 7 9 8 1 4 9 4 0 7 5 8 4 4 5 7 0 1 7 3 1 0 7 5 2 1 6 8 3 8 2 5 0 8 9 3 3 7 0 6 3 8 3 0 9 5 1 4 0 2 5 9 1 4 3 7 2 8 8 5 1 1 4 5 4 1 6 8 6 5 2 5 1 1 8 3 4 5 9 6 3 8 7 3 8 5 2 2 7 2 5 9 1 7 3 7 4 7 7 7 1 2 0 0 4 1 7 8 4 9 2 7 2 7 9 3 4 7 0 8 4 1 0 2 8 5 4 0 5 3 5 9 6 3 4 7 6 0 4 8 1 2 3 0 9 1 7 9 2 1 2 7 4 5 4 3 6 6 0 5 4 1 7 5 4 5 4 3 0 0 6 1 6 7 3 7 6 3 4 5 1 2 8 2 4 1 8 9 7 2 2 7 7 7 5 3 7 0 8 2 4 2 0 5 8 5 4 4 3 0 6 3 4 4 6 7 6 6 3 3 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 5 0 1 1 5 0 1 2 1 9 5 4 3 1 0 9 7 3 9 5 8 6 5 1 5 4 5 6 0 7 5 3 7 1 2 9 4 8 5 7 1 1 6 0 6 2 2 1 4 3 3 1 1 5 7 4 0 3 4 1 5 1 5 7 5 6 1 4 5 2 7 1 8 8 9 1 0 6 9 1 1 7 2 5 2 2 1 8 5 3 1 3 9 4 4 0 4 1 6 5 2 1 4 6 6 1 4 5 6 7 2 7 6 5 1 2 2 4 1 1 9 0 2 2 2 3 2 2 3 1 5 5 3 4 0 9 8 3 5 2 7 9 9 6 1 4 9 0 7 2 8 9 8 2 5 2 4 1 2 2 4 7 2 2 3 9 0 3 1 8 0 5 4 1 2 2 2 5 2 8 7 7 6 2 5 0 0 7 3 7 2 8 2 5 9 5 1 2 2 6 7 2 2 4 4 3 3 1 8 1 9 4 1 2 2 3 5 2 8 9 7 6 2 5 2 7 7 3 7 9 7 3 4 5 8 1 3 0 0 7 2 2 7 2 0 3 2 0 1 7 4 1 6 8 7 5 2 9 0 2 6 2 6 6 9 7 3 8 6 5 4 1 8 9 1 3 4 6 9 2 3 4 8 5 3 2 2 4 3 4 1 7 1 6 5 3 0 0 5 6 2 7 2 3 7 4 2 6 5 4 5 2 1 1 4 0 2 1 2 3 7 7 1 3 2 5 4 7 4 2 3 4 7 5 3 3 0 7 6 4 9 7 7 7 4 2 7 9 4 9 4 8 1 4 5 5 0 2 3 7 7 7 3 2 5 7 6 4 2 8 2 9 5 3 5 0 6 6 5 3 9 1 7 4 7 3 7 5 1 5 0 1 4 9 9 6 2 3 7 8 1 3 2 7 1 3 4 2 9 2 1 5 3 5 2 4 6 5 4 6 5 7 5 9 6 4 5 7 1 2 1 5 1 9 0 2 4 1 0 0 3 2 9 6 1 4 3 1 0 1 5 3 7 3 8 6 5 5 5 8 7 6 0 8 0 6 1 4 7 1 5 2 4 2 2 4 7 8 0 3 3 3 9 6 4 4 2 7 0 5 3 7 7 3 6 5 8 0 1 7 6 1 4 7 6 3 2 5 1 6 9 9 1 2 5 1 4 2 3 3 6 2 1 4 4 4 4 9 5 5 0 3 1 6 6 7 5 0 7 6 2 2 4 6 4 3 3 1 7 0 5 0 2 5 1 6 2 3 3 7 5 4 4 4 7 1 3 5 5 0 9 5 6 7 2 0 1 7 6 3 3 0 6 4 4 7 1 7 2 4 0 2 5 5 6 9 3 3 7 6 9 4 4 8 1 2 5 5 1 5 4 6 7 4 0 8 7 6 4 5 1 6 6 4 1 1 7 6 7 3 2 6 0 9 9 3 4 3 5 2 4 4 8 2 9 5 5 6 8 4 6 7 5 6 5 7 6 5 0 5 6 7 9 5 1 7 7 4 8 2 6 3 4 3 3 4 4 1 4 4 5 1 4 7 5 5 6 9 5 6 7 8 5 8 7 6 5 8 3 7 1 9 6 1 7 7 8 5 2 6 4 0 0 3 4 7 3 2 4 5 6 3 4 5 5 7 1 4 6 7 8 7 2 7 6 6 2 5 7 3 6 0 1 7 8 3 6 2 6 6 9 0 3 4 9 5 8 4 5 9 7 5 5 5 8 8 9 6 8 0 6 5 7 8 0 4 7 7 4 0 6 1 8 7 8 5 2 7 3 9 7 3 5 0 7 6 4 6 3 8 3 5 5 9 4 1 6 8 1 2 5 7 8 3 0 9 7 8 6 1 1 9 1 6 6 2 7 7 2 3 3 5 9 1 6 4 6 5 7 4 5 6 2 8 5 6 8 3 0 5 7 8 6 7 8 7 9 5 3 1 9 3 4 6 2 7 7 6 9 3 5 9 7 9 4 6 9 2 5 5 6 3 7 5 6 8 4 9 1 7 9 0 8 8 8 3 8 8 1 9 3 5 2 2 8 3 9 8 3 6 3 3 2 4 6 9 8 5 5 8 0 4 4 6 8 5 2 9 7 9 2 3 8 8 5 4 4 1 9 3 7 1 2 8 5 6 7 3 6 7 2 4 4 7 6 0 4 5 8 1 4 6 6 8 7 7 8 7 9 2 7 1 8 9 0 3 1 9 9 7 0 2 8 6 3 2 3 7 5 7 4 4 7 7 2 3 5 8 3 3 8 6 9 1 0 2 7 9 3 7 3 9 6 7 8 2 0 1 4 1 2 9 0 3 5 3 7 5 7 6 4 8 4 4 2 5 8 3 7 7 6 9 2 8 1 9 7 8 9 2 1 0 8 8 2 9 4 1 9 3 7 5 9 2 4 9 1 1 9 5 8 5 9 2 6 9 7 7 5 9 8 7 9 2 1 3 0 4 2 9 6 6 7 3 8 0 4 6 4 9 5 6 6 5 8 7 9 5 6 9 9 9 5 1 0 4 2 3 2 1 7 4 3 2 9 8 6 5 3 8 0 5 7 5 0 9 5 4 5 9 5 4 3 7 0 3 7 3 1 0 6 5 6 2 1 7 5 5 3 0 0 0 4 3 8 2 0 2 5 1 1 8 8 5 9 8 3 7 7 0 5 1 4 1 0 8 5 8 2 1 7 9 4 3 0 6 3 8 3 9 5 3 3 5 1 4 1 8 5 9 9 3 6 7 1 2 2 0 Næsti útdráttur fer fram 28. apríl 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is „Það er óþolandi þegar almenningur í landinu hefur misst trú á fulltrúa sína og hefur fullgilda ástæðu til að draga í efa getu þeirra til nauðsyn- legra verka.“ segir Kristján Þór Júl- íusson í grein í Morg- unblaðinu 14. apríl sl. „Í flestum könn- unum sem gerðar hafa verið síðustu misseri hefur komið fram mikil vantrú á Alþingi, stjórn- málaflokka og raunar alla stjórnsýsluna,“ segir Guðmundur Oddsson, fyrrverandi skólastjóri, í grein í sama blaði. Heyrðu, og svo vilja menn kjósa! Um hvað? Þessa sömu ein- staklinga? Það er tilgangslaust að kjósa til þings miðað við óbreytt framboð. Það verður að endurnýja. Það kemur ekki til með að breyta neinu að kjósa nema kannski valda- hlutföllum. Þeir sem tala um að það þurfi að kjósa tala ekki um að það þurfi að endurnýja á framboðslistunum. Væri það meiningin þá eru kosningar nauð- synlegar. Stjórn- málamenn eru meira og minna allir rúnir öllu trausti. Það hefur því engan tilgang að breyta valdahlutföllum. Ef það væru einhverjir valmöguleikar væri bú- ið að senda þessa rík- istjórn heim fyrir margt löngu. En til hvers að víkja óhæfum einstaklingi úr starfi og setja annan óhæfan eða jafnvel óhæfari í hans stað? Eftir Jón Sævar Jónsson Jón Sævar Jónsson » Það er til- gangslaust að kjósa til þings miðað við óbreytt fram- boð. Það verður að endurnýja! Höfundur er verkfræðingur. Alveg rétt Kristján, en …!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.