Siglfirðingur - 09.02.1950, Síða 2
2
SIGLFIR ÐINGUR
MÁLGAGN SIGLFIRZKR A SJÁLFSTÆÐISMANNA
Auglýsingar: ÁbyrgQarmaSur:
FRANZ JÓNATANSSON
ítitstjóri:
ÓLAFUR RAGNARS
Útkomudagur: Fimmtudagur
STTEFÁN FRIÐBJARNARSON Siglufjaiðarprentsmiðja h. f.
Að kosningum loknum
Nýafstaðnar bæjarstjórnar-
kosningar gengu rólega fgrir sig.
Litlar breytingar urðu á slyrk-
leika flokkanna í hinum \ýmsu
bæjarstjórnum. 1 R.vík unnu
Sjálfstæðismenn á 14. hunárað
atkvæða og héldu hreinum meiri-
hluta í bæjarstjórn höfuðbórg-
arinnar. Á Akureyri unnu Sjálf-
stséiðismenn fulltrúa af kommún-
istum og einnig í Ólafsfirði.
Hér á Siglufirði helzt allt ó-
breytt. Sami fulltrúafjöldi hjá
flokkunum í bæjarsljórn. Kosn-
angaþátttakan var lítil samanbor
við Alþingiskosningarnar í haust.
En hvað tekur við?
Reynist hinir nýju bæjarfull
trúar drengir góðir er skilja hin-
ar slæmu aðstæður bæjcCrfélags-
ins, verða flokkshagsmunir lagð-
ir á hilluna og samvirkar hendur
vinna að málefnunum, þrátt fyr-
ir liðnar erju’r og mismunandi
flokkssjónarmið. — Margir hinna
nýju bæjafulltr. eru færir menn
og gætu látið gott af sér leiða fyr
ir bæjdrfélagið ef „sundurlyndis-
fjandinn“ meinar þeim ekki heil
brigðar samvinnu í málefnum
kaupstaðarins. Ef allir legðust á
eitt og einlægt samstarf tækist
má vissulega vænta mest árang-
urs og farsælastdr lausnar. En
reynslan sjálf jleiðir fljótlega í
Ijós hvort gæfa okkar verði slík,
eða hvort sundurlyndi og deilur
haldist í liendur um sköpun
skapadægurs .Siglufjarðar .sem
sjálfstæðs bæjarfélags.
Hinir nýkjörn bæjarfulltrú-
ar verða að gera sér Ijósa þá
staðreynd, að fjármál bæjarfc-
lagsins þarfnast iströngustu var-
færni- og hagsýni, og sparsemi
þurfa að ríkja í meðferð þeirra.
Fjárh.áætl. fyrir hið nýbyrjaða
ár verða að vera vandlega áætl-
aðar og stranglega verður að sjá
um, að yjaldliðirnir fari EKKI
fram úr þeim áætlunum. — Kapp
kost verður að minnka skuldirn-
ar og á það lögð megináherzla, að
vinna á ný tiltrú og traust lána-
stofnana. >— Starfið verður að
vera uppbyggjandi og þess verð-
ur að minnast, að traustir skulu
hornsteinar hárra sala framtíðar
innar.' Sjálfstæðismenn munu
ekki liggja á liði sínu í uppbyggj
andi starfi og takmark þeirra
mun alltaf vera hagur og velferð
Siglufjarðar, en sá hagur
byggist ekki j á lýðskrumi
og i sýndarboðum, — heldur
á raunhæfum aðge'rðum og fórn-
fúsu starfi ábirgra manna. Með
það fyrir augum munu fulltrúar
S jálf s ke ðisflokksin s ganga lil
starfa á hinu nýbyrjaða kjör-
tímabili og í þeirri von munu
störf þeirra unnin, að þau megi
láti \gott af sér leiða og verða
Siglufirði að liði, þrátt fyrir
veika aðstöðu flokksins .innan
biéjarstjórnarinndr.
Viðræður
flokkanna
Þessa dagana er verið að reyna
að ná fjögurra flokka samstarfi
um bæjarmál Siglufjarðar. Hafa
fldkkarnir tilnefnt einn mann
hvor til viðræðna í þessu augna-
miði. Fyrir hönd Sjálfstæðisfl.
mætir Bjarni Bjarnason, bæjar-
fógeti, á þessum umræðufundum.
Engu skal hér um spáð hvern
veg þær urhræöur enda, en mikið
er undir því komið fyrir framtíð
þessa bæjarfélags, að eining taiki
við af sundrungu, og samstarf af
innlbyrðis erjum. Leyfir blaðið sér
að vekja athygli lesenda sinna á
Iþessum viðræðum flokkanna og
ættu þeir að festa sér vel. í minni
gang þeirra og árangur.
NYJA-BM
Miðv.d. kl. 9: Olnbogabörn
Fimmtud. kl. 9: Kappakstur
Sunnud. kl. 3: Olnbogaböm
Sunnud. kl. 5: Kappakstur
iSunnud. kl. 9: Karl Skotaprins
Stórfengileg ensk kvikmynd í
eðlilegum litum.
rvcv^íc"
Auglýsið í
„Siglf irðingi“
Sérstæður fimleikafl.
Athyglisverður árangur siglfirzks fimleikaflokks
á svifrá og slá.
Helgi Sveinsson, íþróttakennari
bauð tíðindamönnum blaðsins á
æfingu hjá fimleikaflokki, sem s.l.
ár hefur þjálfað undir hans
stjórn á svifrá og slá. Er mér eikiki
kunnugt um, áð þessi íþrótta-
áhöld séu í notkun annarsstaðar
á landi hér. Það er ekkert eins-
dæmi, að Helgi Sveinsspn nái
saman flokki hraustra drengja til
líþróttaiðkana, en árangur og
leikni þessara pilta vekja sérstaika
undrun og hrifiningu, og áræði
þeirra og leikni við svo vandasam-
ar æfingar hljóta að hafa kostað
sérstaka ástundun og mikla fyrir-
höfn bæði hjá kennara og nem-
endum.
Aðspurður sagði Helgi Sveins-
son svo frá, að nokkrir piltar úr
þessum fimleilkafloikki hefðu þurft
að fara úr bænum í atvinnuleit,
og harmaði mjög, að ekki skyldi
blása byrlegar mcð atvinnu hér,
svo takast mætti að halda þessum
fáu piltiun saman. Og vissulega
er það ömurleg staðreynd, að ekki
skuli hafa tekizt að si'kapa starfs-
fúsum æskulýð lífsskilyrði, at-
vinnulega séð, hér í Siglufirði.
En til þess eru þessar fáu llinur
skrifaðar, að vekja athygli á sér-
stæðum fimleikaflokki, sem hefur
náð góðum árangri á svifrá og
slá, og getur, ef hann heldur sam-
an og fær aðstöðu til varanlegrar
samlþjálfunar, orðið bæjarfélagi
sinu til sóma og Siglfirðingum til
ánægju.
Bæjarbúar ættu að gefa þessari
sérstæðu íþróttaiþjálfun sérstaika
athygli, og Helgi Sveinsson ætti
svo skjótt sem kostur er á, að
gefa þeim tækifæri tii að kynnast
þeirri hnífandi tegund líkamsrækt
ar, sem er efst á baugi þessa fim-
leikaflokks.
S.
TILKYNNIMG
frá verksiraðju- og vélaeftirlifsnu
m olmkyningartæki.
Með tilvísun til fyrri auglýsingar eldvarnaeftirlits ríkisins um
viðurkenningu olukynditækja, skal atliygli vak'n á því, að frá og
með 1. jan. þessa árs er óheimilt að selja, setja upp eða taka
í notkun utan Reyltjavíkur önnur olíukynditæki en þau, sem ldotið
hafa viðurkenningu verksmiðju- og vélaeftirlitsins.
Fram til þessa hafa einungis fáar umsóknir um viðurkenn-
ingu á olíukynditækjum borizt eftirlitinu, og flestubi þeirra fylgt
svo óí'ullkomin gögn, áð ekki hefur verið unnt að byggja á þeim
umsögn mn liæfni tækjanna.
Athygli lilutaðeigenda skal vakin á því, að umsókniun þurfa
að fylgja fullkomnar vinnuteikningar, sem sýna alla hluta tækj-
anna og hvernig tækjunum er fyrir komið í eldfærinu. Þá skal og
tekið fram, að óheimilt er síðar, án leyfis eftirlitsins, að breyta á
nokkurn liátt gerð eða einstökum Iilutum tækjanna frá því, sem
teikningar sýna og viðurkenningu hefur hlotið.
V.'
Verksmiðju- og vélaeftirlit ríkisins.
il sölu. ef um semsf
Tilboð óskast í efri hæð hússins Eyrargata 22, Siglufirði (bæði
gamla og nýja partinn). Tilboðum isé skilað fyrir 28. febrúar n. k.
til undirritaðs, sem gefur upplýsingar tviðvíkjandi sölunni, alla virka
daga kl. 11 18.
Siglufirði, 27. janúar 1950.
Sæm. Stefánsson,
Eyrarg. 22
\