Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.02.1950, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 09.02.1950, Blaðsíða 3
SIGLFIR ÐINGUR 3 Margar hendur vinna létt verk , v, „I deilu vorri er beztur drengur sá, er býður fyrri sætti.“ Hin nýkjörna bæjarstjóm hefur hafið störfin. Varla verður sagt, að samstarfsviljinn hafi ráðið ríkjum á hinum fyrsta fundi nýju bæjarstjórnarinnar. Forseta- og nqfndakosningum varð ldkið og samþykkt að auglýsa bæjarstjóra starfið laust. En hvern veg meiri- hluti myndast í bæjarstjórninni og á hvem hátt viðfangsefnin verða tekin er allt í óvissu inn enn. Loforðin fyrir kosningar um BÆ JARST J ÓRNARFUNDUR (Framhald af 1. síðu) Gunnlaugsson, Sigurjón Sæmunds son. að duga vel, sem drengir góðir, nú er á öllu þarf að taka, virðast hafa of lítið gildi nú að kosning- um loiknum. Þrátt fyrir það, að bezta, og e.t.v. einasta, ráð flokik- anna til að standa undir gefnum loforðum sé að kasta flokkssundr- ung og að ýmsu leyti ástæðulaus- umríg og vinna saman að hags- muna- og vandamálum bæjarfé- lagsins, bar liítið á samstarfhug á þessum fundi. Siglufjörður á við erfiðleika að etja og er í hættu staddur. Þarf þá fleiri ástæður til þess, að floikk arnir vinni saman og sjái sóma sinn í þvií að setja hagsmuni bæj- arins ofar einstaka floikikssjónar- miðum? Vissulega ekki ef fyrir- kosningaloforð f'lokkanna hafa verið sett fram af heilum hug. En hin ólýgna reynsla leiðir sannleik- ann í ljós næstu dagana um það efni. Og bæjarbúum er skylt að veita dómum reynslunnar verð- uga athygli. Sjálfstæðisflolkikurinn hefur í þjóðmálum beitt sér fyrir sam- starfi hinna ýmsu starfsstétta þjóðfélagsins, þar eð Mtiili þjóð hentar betur eining en innbyrðis erjur. Sjálfstæðisfl. í Siglufirði mun gera sitt til samstarfs hinna óiíku flokka í bæjarmálefnunum, þar eð slíkt samstarf virðist nauð synlegur undanfari úrlausna í vandamálum og erfiðleikum Siglu- f jarðar, en ósamkomulagið eykur á vandræðin og er Þrándur í Götu framþróunar málefna bæjar- félagsins. En nú reynir • á heil- indi, og næstu dagar munu leiða það á ljós, hvort tekst samstarf, sem leiðir til farsældar, eða hvort bæjarstjórnin verður lítt eða ekiki starfhæf vegna sundurþykkju og ósamkomulags. Hver sem reyndin verður verða liugsandi þorgarar að fylgjast með gangi málanna og draga réttar ályktanir af því sem gerist. Rússar „öllum frernri4*! Hafnarnefnd: Jón Stefánsson, Kristján Sigurðsson, Barði Barða- son, Jón Jóhannsson, Gunnar Jó- hannsson. Vega- og holræsanefnd: Bjarni Bjarnason, Egill Stefánsson, Har- aldur Gunnlaugsson, Kristmar Ólafsson, Óskar Garibaldason. Togaranefnd: Hafliði Helgason, Kristján Sigurðsson, Þóroddur Guðmundsson. Sjúkraliúsnefnd: Pétur Björns- son, Gestur Fanndal, Gunnar Jó- hannsson. Rauðkustjórn: Ólafur Ragnars, Kristján Sigurðsson, Gunnar Jó- hannsson, Ragnar Guðjónsson, Haraldur Gunnlaugsson. Hólsbúsnefnd: Bjarni Bjarnason, Gunnar Jóhannsson, Sigurjón Sæ- mundsson. Bygginganefnd: Jón Stefánsson, Bv. Ásmundsson, Kristján Sig- urðsson, Kristján Sigtrygsson, Þóroddur Guðmundsson. Vatnsveitunefnd: Jón Stefánsson, Egill Stefánsson, Gunnar Jó- hannsson, Haraldur Gimnlaugs- son, Guðm. Einarsson. Rafveitunefnd: Páll Erlendsson, Kristmar Ólafsson, Sigurjón Sæ- mundsson. Kjörskrárnefnd: Ól. Baldvinsson, Gunnl. Hjálmarsson, Páll Ás- griímsson. Barnaverndamefnd: Árnfinna Bjömsdóttir, Jóhann G. 'Möller, Sigrún Kristinsdóttir, Steinþóra Einarsdóttir, Páll Ásgrímsson. Heilbrigðisnef nd: Ól. Þorsteins- son, Jón Hj. Gunnlaugsson, Sigur- jón Sæmundsson. Endurskoðendur bæjarins: Krist- ján Sturlaugsson, Benedikt Sig- urðsson. í Brunamat: Jón Björnsson, Ljóts stöðum. Rússnesku blöðin hafa undan- farið verið að þakika rússneskum vísindamönnum allar uppgötvanir og uppfyndingar, og ganga jafn- vel svo langt að fullyrða, að Rúss- ar hafi fyrstir fundið Ameríku!! Sögulegum staðreyndum er varp- að fyrir ' borð í rússneskum ikennslubókum og uppfræðslan byggð á þvá, sem hentar valdhöf- unum og er í samræmi við hinn rússneska ofmetnað. Svo langt er gengið, að málgagn júgóslavneska Kommúnistaflokks ins, Borba, fullyrðir, að brögð hafi verið höfð d frammi til að tryggja rússneskum íþróttamönnum sigur í milliríkjakeppnum austan járn- tjalds. „Borba“ vitnar í ummæli William Jones, aðalritara alþjóð- lega körfuboltafélagsins, sem við- staddur var á Búdapest-mótimi, en hann sagði m. a.: „Það er ákaf- lega eriftt að tilnefna dómara, þegar rússnesk lið keppa, því það er ekki ætlast til að þau tapi“! — Svo langt er undirokun lepprílkj- anna komin, að það er „ekki ætl- ast til“ að þau megi sigra Rússa d íþróttum! Sigurvegararnir verða að vera frá Sovétríkjunum! Og íslenzku kommúnistarnir urðu að taka þátt í lofsöngnum um ,,herraþjóðina.“ Dag eftir dag lofsyngur „Þjóðviljinn" rússneska vísindamenn, þótt hann þalkki þeim ekki enn útvarpið simann og flugvélamar eins og rússnesku blöðin. Og „Mjölnir“ má ekiki láta sitt eftir li^gja. Ein fyrirsögnin í blaðinu í gær var svohljóðandi: „Moskva er hreinasta stórborg í í lieimi“!! Já, það er nú einhver munur á henni og „auðvaldsborg- unum“! Þannig er haldið áfram, sínkt og heilagt, en menn og blöð, sem liggja alltaf hundflöt í duftinu fyrir erlendu stórveldi hafa glatað eigin þjóðerniskennd og slitið tengslin við íslenzka fósturmold. Þeir eru orðnir erlendir „agentar“ i eigin landi. Þeir hafa tökið að sér hlutverk þeirra, sem sögu- spjöldin telja ættjarðarandstæð- inga. Islendingar hafa, sem betur fér, kunnað að varast rússneska fag- urgalann. En þó þarf enn að taika á í þeirri baráttu, sem miðar að því, að ítök kommúnista þverri í landi okkar og hverfi í fortíðina saman við liðna sögu erlendrar kúgunar og áþjánar. Takizt það verður framtíð okkar íslenzk. I Laxness um gyðinga- andúð í Rússlandi Athygli er hér vakin á grein Halldórs Kiljans 1 támariti „Máls og menningar", sem m. a. sýnir fram á ikynþáttaandúð í Sovét- ríkjunum. Ennfremur missir þessi sovétvinur út úr vér athyglisverð- ar upplýsingar varðandi pólitíska fjötra á listamönniun þar eystra. f Fyrirspurn svarað 1 tilefni af fyrirspurn, sem birt var i blaðinu „Siglfirðingi“ 26. þ.m. svohljóðandi: „Getur „Siglfirðingur” upplýst, hvort eftirfarandi saga, sem geng ur um bæinn, sé á rökum reist. Heimilisfaðir leitar til bæjarins um framfærslustyrk og gengst bærinn inn á að verða við beiðni hans. En á sama tíma er f járhags- geta sama manns það rifleg, að hann kaupir flygil, sem Karlakór- inn Vdsir gekk frá að kaupa, senni lega vegna þess, að fjárhagsgeta hans leyfði það ekki —“, og þar sem blaðið vísar henni til réttra aðila, vil ég undirritaður upplýsa ef tirf arandi: 1) Mér hefur verið tjáð, að ökiki hafi staðið tii, að Karlakórinn „Vísir“ keypti flygel. 2) Fyrir rúmum 4 árum keypti ég píanó mun Karlalkórinn Vísir hafa ætlað að kaupa en hætt við. 3) Annað hljóðfæri hef ég ekki keypt, eða ætlað að kaupa síðan. 4) Noikkru fyrir jól var ég beð- inn að skoða pdanó það, sem Kristján Eiríksson keypti siðar fyrir bróður sinn, bónda í Eyja- firði, en af þvíí hefur ef til vill þessi misskilningur hlotizt. 5) Eg hefi ekki beðið nm né fengið framfærslustyrk frá bæn- um, en hef í þess stað fengið l~2ja mánaða lán, að upphæð nokkur hundruð krónur, á meðan ég er að Ijúka sveinsprófi. Ef áðurnefnt er í einhvern stað ógreinilegt eða ófullnægjandi, er mér bæði ljúft og slkylt að svara fleiri fyrirspurnum frá „Þór“, ekki siízt, ef hann þyrði að birta sitt rétta nafn. Siglufirði, 27. jan. ’50. Ingvi Br. Jakobsson 1 sambandi við ofanritað skal það tekið fram, að í síðasta tbl. „Siglfirðings“ var birt fyrirspurn til blaðsins, án þess að nafngreind ur væri nokkur maður, og vísaði „lSiglfirðingur“ þá fyrirspurninni frá sér sökum ókunnugleika á mál- inu* Þó taldi blaðið rétt að leyfa birtingu ofanskráðrar athuga- semdar, þvd skylt er að hafa það, sem sannara reynist í máli hverju. Ritstj. * iSjá „Siglfirðing“ 4. tbl. 1950.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.