Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.06.1950, Side 4

Siglfirðingur - 22.06.1950, Side 4
Hermann Einarsson tfyrnv. bæjarfulltrúi, verður tii imioldar borinn í dag. Lézt hann 10. iþ. m. eftir þunga legu, aðeinis 53 ára að aldri. Hermann var fæddur að Reyikj- arhóli í Fljótum 13. ág. 1897, son- ur hjónanna Einars Hermanns- sonar og Kristínar Gísiadóttur. Lézit frú Kristín fyrir nolklkrum árum, en Einar faðir Hermanns, sem er orðinn aldraður maður, er hér í Sigluffirði og gengur hér teinréttur meðal okkar, þótt oft hafi hann átt um sárt að binda, sérstaklega síðustu árin. Eiitt mesta slys, sem menn muna eftir hér um slóðir, var þegar snjóskriðumar féllu í Siglufirði og Engidal þ. 12. april 1919. Snjó- sikriða sú, sem sópaði með sér heilh verksmiðju, er bygigð hafði verið austan fjarðarins í Staðar- hóislandi, gróf einnig Neðri-Skútu á Ráeyri og grandaði ffjölda mannslífa. Bjó þar Einar Hermannsson með fjölskyldu sína og var Hermann sonur hans hætt- ast kominn í þeim hildarieik. Var hann meðvitundariaus þegar loks tókst að grafa hann upp úr margra metra þykikum snjóskafl- * inium og tókst með naumindum að vekja hann aftur til hfs. Fyrir Hermanni átti eftir að liggja mikið og margþáttað starf í fylkingarbroddi fyrir hagsmuna- máiLum stéttarbræðra sinna, verka manna og bifreiðastjóra. Munu allir ljúka upp einum munni um það, að í þessu starfi sínu var hann heill og ósérhlífinn, þótt ef til vill kunni að deila eitthvað á ium ieiðimar að setu marki. Her- mann átti þá mannkosti til að bera, sem hvem mann má prýða, en það var hreinskilni, göfug- mennska og karlmennska, Hérmann Einarsson var tví- Ikvæntur. Var fyrri kona hans Guðrún Ásgrímsdóttir og seinni kiona hans Haildóra Bjamadóttir. Eignuðust þau Balidóra einn son, sem nú er 16 ára, Einar að nafni. Stimdaði hún mann sinn af stakri þolinmæði og hugprýði í hinum erfiðu veikindum hans og er mik- ill harmur kveðinn að henni, syni hennar, föður og öðram ættingj- um og vinum hins látna, þeiny sem á einn eða annan hátt áttu fcost á að kynnast þessum látlausa og dagfarsprúða heiðursdreng. S. 4. þing Rotaryfélaganna haldið á Akureyri Dagana 9.—11. júní s.l. stóð ytfir á Akureyri 4. þing Rotary- félaganna. Þingið sátu fulltrúar frá öllum íslenzku klúbhunum, alls um 70 fulltrúar. AJhs eru nú starfandi 10 Rotary- klúbbar á Islamdi með náiega 340 féillagsmölnnum. Umdæmisstjóri íslenzka Rotaryumdæmisins nú um tveggja ára slkeið hefur verið séra Óslkar J. Þorláksson, sóknar- prestur hér í Siglufirði, en hann hefur á undanförnum árum unnið mikið og gott sarf í þágu félags- samtakanna hér. Um næstu mán- aðamót mun séra Friðrik J. Rafn- ar, vágslubiskup, taka við umdæm- isstjórastörfum fyrir hið íslenzika Rotaryumdæmi og er hann stadd- ur um þessar mundir á alþjóða- þingi Rotary International í Bandaríikjiimiun, þar sem hann, á- samt mörgium umdæmisstjórum víðsvegar að úr heiminum, tekur við embætti sínu. Á Rotaryþinginu á Ákureyri voru flutt ýmis fræðandi erindi og fjaliað um málefni umdæmisins. 1 þinglok hlýddu fulltrúar á messu í Ákureyrarkirkju, þar sem séra Óskar J. Þorláksson prédikaði og séra Friðrik A. Friðriksson, pró- fastur í Húsavik, þjónaði fyrir altari. Knattspyrnu- kappieikur Saðastl. sunnudag fór fram kappleikur milli 3. fl. K. S. og Sameiningar í Ólafsfirði hér á íþróttaveliinum. Var þetta fremur Skemmtilegur ieikur og lyktaði með sigri K. S. 2 : 0. Dómari var Frank Woodhead. — Lítið hefur borið á þessu 3ja flokks liði, en kappleilkurinn á sunnudaginn lof- ar góðu um sterkt siglfirkzt 3ja flokks lið. TILKYNNING um uppbótagreiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja fyrir bótatímabilið 1. júlí 1949 til 30. júní 1950. Tryggingaráð hefur ákveðið að neyta heimildar þeirrar, er síðasta Alþingi veitti þvá, til þess að greiða uppbætur á ellilífeyri, örorkulífeyri, örorkustyrk og makabætur ffyrir bótatímabilið frá 1. júM 1949 til 30. júní 1950. Uppbætur þessar nema 10% af framangreindum bótagreiðslum, og hefur Tryggingastofnun ríkis- ins iagt fyxir umiboðsmenn sína að greiða uppbætur þessar í einu lagi fyrir nefnt túnabil, um leið og júnigreiðsla fer fram, þ. e. lokagreiðsia fyrir yfirstandandi bótaár. Uppbætumar greiðast bótaþegum á venjulegan hátt, eða þeim, sem hefur löglegt umboð til að taka á móti bótunum. Hafi bótaþegi látizt á tímabilinu, greiðast uppbætur til eftirlifandi maka. Um igreiðslu vísitöluuppbótar samkvæmt lögum um gengis- s'kráningu o. fl. verður tilkynnt síðar. Reykjavík, 7. júní 1950. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS •♦■»♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦•■» Tilkynning nr. 16/1950 frá verðlagsstjóra Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið, að auglýsing Viðskiptaráðs, dags. 30. júní 1944, um verðlag á veitingum, skuli úr gildi fallin. Tilkynning, dags. 7. apríl 1949, um verð á föstu fæði, gildir þó áfram. • ■ .. j , - | \íáá\M Reykjavík, 24. maí 1950. VERÐLAGSSTJÖKIXN AÐALFUNDUR Byggingarfélags verkamanna verður haldinn< sunnudaginn 2. júií kl. 2 e.h. í Suðurgötu 10. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Heimsendingar eru hafnar. — Auglýsing um fyrirkomulag er 1 búðum félagsins. KAUPFÉLAG SIGLFIKÐINGA TILKYNMING nr. 11/1950 frá skömmtunarstjóra Ákveðið hefur verið að reiturinn „Skammtur 9“ (fjóiublár) af núgildandi „öðrum skömmtunarseðli 1950“ skuli gilda fyrir einu kiógrammi af sykri til sultugerðar, á tímabilinu frá og með 15. júní til og með 30. september 1950. Reykjavík, 15. júní 1950. ( SKÖMMTUNARSTJÓRI

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.