Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.03.1952, Side 2

Siglfirðingur - 07.03.1952, Side 2
SIGLFIR ÐINGUR 3 MÁLGAlGN SIGLFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Ritstjórn: Blaðnefndin Ábyrgðarmaður: Ólafur Ragnars Augl.: Franz Jónatansson Utkomudagur: Fimmtudagur um vöktum og verkalýðsfélögin sáu sér ekiki fært að ganga að iþessu, nema gegn skuldibindingu bæjarútgerðarinnar þess efnis, að ákveðið fiskimajgn yrði afhent h. f. Hrímni .fyrir 15. febrúar, ef veður og aðrar ástæður ekki höml- uðu. Stjórn bæjarútgerðarinnar veitti h. f. Hrímni þessa skuldbindingu, og haf-a togarar bæjarins lagt hér upp 3 farma af fiski síðan. Það kom fljótt í Ijós, að þrátt fyrir verðhækkun þá, sem átt hafði -sér stað, var ekki unnt að reka þessa veiði hallalaust. Verður þó vissulega ekki skipshöfn um kennt, því aflabrögð beggja skip- anna hafa verið með ágætum. Hinsvegar virðist mér það hafa verið álit útgerðarstjórnarinnar, að vegna takmarkaðs rekstursfjár og annarra erfiðleika, bæri að snúa sér að sölu til Englands, eftir þv'í sem frekast mátti við koma, en þetta hefur orðið til þess að skapa alimikla óánægju. I sumurn byjggðarlögum hefur það komið fyrir, að áhafnir tog- aranna hafa þvemeitað að landa aflanum í hraðfrystihús, heimtað erlenda sölu og þau fríðindi, sem hún skapar. Skal það sagt áhöfn Elliða og Hafliða til hróss, að eigi hefur orðið vart við slíkt. Virðist mér þá einnig að það hafi vakað fyrir stjóminni, að gera skipunum jafn hátt undir höfði, eftir því, sem frekast var unnt, hvað landanir snertir, þótt ýms at- riði hafi orðið þess valdandi, að nokkuð hefur orðið að hvika frá þeinri stefnu. n. I 3. tbl. þessa árgangs Mjölnis birtist grein með fyrirsögninni: „Kyndug vinnubrögð stjómar bæj- arútgerðairinnar.“ Eftir fyrirsögn- inni mætti ætda, að hér væri á ferð- inni gaignrýni á alla stjómina, en við lestur þessara grein-ar kemur í ljós, að svo er ekki. Innan þess- arar 3ja manna stjórnar á að vera einhver ógurlegur „meirihluti“ er „kyndugheitunum" veldur og því miður fær hinn eini réttláti (Þ.G.) engu góðu til vegar komið fyrir þessum meirihluta. Hefur Þ. G. tjáð mér, að hann og samflokks- maður hans, Gunnar Jóhannsson, stæðu að skrifum þessum. Það getur orkað tvímælis, hve heppilegt það sé fyrir bæjarútgerð- ina, að um hana skapizt iblaðadeii- ur og illindi ,en með því, að hér befur átt upptökin sá ibæjairfull- trúi innan meirihluta bæjarstjóm- ar, sem ætla verður að þar hafi drýgst völd, með stærsta flokkinn og stærsta blaðið á bak við sig, þykir rétt að svara þessum skrif- um nokkrum orðum, ekki sízt vegna þess, að sennilega verður út- gerðarstjórnin þannig skipuð á næstunni, að í fullu samræmi verði við „meirihluta bæjarstjórnar“ og gefst þá væntanlega ekki ástæða til að eyða hinu dýrmæta „plássi Mjölnis undir harmahvein yfir einhverjum voðalegum „meiri- bluta“ bæjarútigerðarinnar (þ. e. nánar tiltekið Kristján Sigurðsson og ég undirritaður). Það, sem við Kristján erum fyrst og fremst ásakaðir fyrir, er þetta: a) að „útgerðarstjórnin hafi, frá því að togarinn fór út í þessa veiðiferð, ætlað sér að láta hann sigla með aflann“. (Er hér átt við næstsíðustu veiðiför Elliða) b) Stjórnin hafi snúið sér til verkalýðsfélaganna með beiðni um að bjarga sér úr þeim vanda, að fiskurinn hafi verið orðinn of gamall til að landa honum í hraðfrystingu og því einskis annars kostur, en að iáta skipið sigla. c) Þá er ráðist á mig persónulega, sem formann stjómarinnar, fyrir að hafa „stokkið úr ibæn- um“ á „úrslitastundu samning- anna við verkalýðsfélögin.“ Liður a: Það er auðvelt að sanna að útgerðarstjórn og framkvæmda stjóri voru einhuga um að freista þess, að láta Elliða sigla með afla sinn og var þar stuðst við álit skip- stjóra og annara kunnugra manna um áframhaldandi söluhorfur á Englandsmarkaði. Því miður reynd ust þetta tálvonir, svo sem kunn- ugt er. Liðir b og c: Mér er ekki kunn- ugt um að nokkrir samningar hafi verið gerðir miili bæjarútgerðar- innar og venkalýðsfélaganna, þeg- ar ég „stökk úr bænum“, eins og Þ. G. .kemst að orði. Ef þetta er rangt með farið, skora ég á Þ. G. að skýra frá iþví, hvar og hvenær þessir samningar hafa verið gerðir Af þessum ástæðum höfðu þá heldur ekki farið firam neinar sam- komulagsumleitanir milli þessara aðilja út af samningsrofi. Það er nýtt fyrirbrigði 1 sögu Siglufj, að allt í einu er hlaupið til, og samþ. að ibjóða allt að 30 þús. kr. í skaða- bætur fyrir samningsrof á samn- ingum, sem aidrei hafa verið gerð- ir. Um það má segja, að þeir sletta skyrinu sem eiga. Þegar ég skrapp til Akureyrar morguninn 30. janúar s. I. átti é|g ýtarlegt samtal við framkvæmda- stjóra bæjarútgerðarinnar um tvö erindi, sem útgerðinni höfðu bor- izt kvöldið áður, annað frá Hrímni og hitt frá verkalýðsfélögunum. Tjáði eg honum, að ég kæmi aftur eftir tvo daga og mundi ég þá halda fund um málið. Af ýmsum ástæðum, sem mér eru að v'isu ekki duldar, fannst Þ. G. ófært að bíða þessa tvo daga. I fjarveru minni eru svo haldnir fjölmargir fundir og Þóroddur bókar 4—5 síður í fundargerðar- bók stjórnarinnar. Ein af þeim til- lögum, sem þá var samþykkt, f jall- ar um þær 30 þúsundir króna, sem að ofan getur. Mér þykir ekki ósennilegt, að Þóroddur beri fram eftirfarandi skýringu á því, hversvegna honum var það sérstakt áhugamál „að ná samningum við verkalýðsfélögin“: Bæjarútg. var sennil. skaðab.skyld gagnvart Hrímni og Hrímnir ef til vill gagnvart verkalýðsfélögunum. Sé þannig málum háttað, hefði þá vissulega orðið að sjá svo um, að Hr'ímnir félli frá sinni skaða- bótakröfu um leið. En um þetta var ekkert hugsað. Því er það, að Fr. Guðjónsson heldur áfram skaðabótakröfu sinni og hún er ekki til lykta leidd ennþá. Þ. G. er mjög hreykinn af samn- ingalipurð sinni og vill halda á lofti samkomulagi því, sem náðist og þá ekki sízt því ákvæði, að ,,út- gerðin skuldbindur sig til að haga rekstri tojgaranna þannig framveg- is, að þeir veiti sem mesta atvinnu í bæinn.“ En Þóroddur sæll, hversvegna ,,gleymir“ þú viðbótarákvæðinu: „Eftir því ,sem fjárliagsástæiður frekast leýfá“? III. Skömmu áður en Elliði fór í síð- ustu Englandsferð sína hitti ég herra forseta bæjarstjórnar Gunn- ar Jóhannsson að máli á skrifstofu bæjarútgerðarinnar. Ræddi ég við hann í nærveru framkvæmdastjóra um mciguleika á því, að h. f. Hrímnir fengi fram- lengingu á gerðum samningi við- víkjandi tvískiptum vöktum. Fyrir mér vakti það, að ég hafði hugsað mér, ekki hvað sýzt ef sölur heppnuðust vel í Englandi, að bæta verkaifólki upp það vinnutap sem það hafði orðið fyrir vegna Eng- landsfarar Elliða. Svar forsetans var stutt og lag- gott: „Það kemur elíki til mála“. Eg skýrði forsetanum frá fjár- hagserfiðleikum útgerðarinnar, að markaðshorfur væru taldar góðar í Englandi, að stjórnin væri að yfir vega hvort ekki mundi heillvænleg ast að snúa sér þangað með sölu á þessum eina farmi Elliða o.s.frv., en allt kom fyrir ekki. Eg leyfði mér að benda forseta á, að svo kynni að fara, að útgerð inni reyndist erfitt að standa i skil um á afborgunum á teknum lán- um, þ.á.m. til-Stofnlánadeildar Sjá- varútvegsins, . en greiðsla þessi mundi nema allt að 400 þús. kr. Benti eg honum á, að eigi væri langt síðan að togarar Vestmann- eyinga hefðu verið bundnir við fest ar vegna vanskila og væri illt til þess að vita, að þetta gæti hennt Siglufjarðarbæ. En svarið var á reiðum höndum: „O, það er engin liætta á því“. Gunnar Jóhannsson er, sem kunn ugt er þaulreyndur bæjarfulltrúi og fjármálamaður, nýtur mikils trausts verkamanna hér í bæ og er gleðilegt til þess að vita, að hann skuli lýta björtum augum á greiðslugetu bæjarútgerðarinnar. Kann hefir nýlega unnið að af- igreiðslu fjárhagsáætlunar bæjar- sjóðs, hann er einn af aðalfulltrú- um „stóra flokksins með stóra blað ið“, honum er velkunnugt um, að styrkar f járhagsstoðir renna undir þetta bæjarfélag, eða eru ekki vænt anlegar tekjur bæjarins 5 milljónir 148 þúsund krónur, áþessu ári, — í lántökum? Einni spurningu mætti 'kannske varpa fram: Hafa verkamenn og konur hér í bæ veitt Gunnari Jó- hannssyni einkavald til þess að semja um kaup og vinnutíma fyrlr þeirra hönd? Er hér talað fyrir munni allra þeirra sem atvinnu höfðu í vetur við löndun á fiski og hraðf rystingu ? Eg efast um að svo sé. IV. Eins og eg gat um í II. kafla þessara greinar náðist ekkert sam- komulag við Hrímni um skaðabóta kröfu þá sem þetta félag þykist eiga á hendur bæjarútgerðarinnar. Hirísvegar er það alkunnugt, að framkvæmdarstjóri Friðrik Guð- jónsson mundi láta allar skaðaibóta kröfur niður falla ef hann fengi fisk úr tveimur veiðiferðum eins togara, þó að því tilskyldu, að fiski- magn þetta væri ekki minna en ætla mætti, að einn togari útgerð- arinnar hefði getað lagt upp, ef eigi hefði verið að því horfið að senda Elliða til Englands fyrir 15. febrúar. Tvisvar sinnum hefur Fr. Guðj. sennt bæjarútgerðinni skaða- bótakröfu sína og tvisvar hefi ég flutt tillögu um, að Hr'ímni yrði afhent veiði úr tveim veiðiförum, en aflamagn yrði miðað við 170 tonn úr hverri veiðiför eða samtals 340 tonn. Tvisvar sinnum hefur tillaga mín verið 'felld á fundi bæjarútgerðar- stjórnar. Hvar var þá hinn eldheiti áhugi Þ. G. fyrir því að togararnir legðu hér upp afla og atvinna skapaðist í bæinn? Scli.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.