Siglfirðingur - 07.03.1952, Blaðsíða 3
2
SIGLFIRÐINGUR
Reykjavík, 4. febrúar 1952.
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS ’’
ADALFUNDUK |
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands,
verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í
Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1952 og hefst kl.
iy2 eftir hádegi.
D A G S K R Á :
I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd-
um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á
yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og legg-
ur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikn-
inga til 31. desember 1951 og efnahagsreikning
með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórn-
arinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoð-
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um
skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað
þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum fé-
lagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer,
og eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem
upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu-
miða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé-
lagsins í Reykjavík, dagana 3.—5. júní næstk. Menn
geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja
fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað
er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða
séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetn-
ingar, ef unnt er, 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. eigi
síðar en 27. maí 1952.
STJÓRNIN
L D G T A K
Eftir kröfu ríkissjóðs og Tryggingiarstofnunar r'ikisins og
að undangengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram án
frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð lögtaksbeið-
enda, að fjórtán döigum liðnum frá birtingu þessarrar auglýs
ingar, fyrir eftirtöldum gjöldum, er féllu í gjalddaga á mann-
talsþingum 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt dráttairvöxtum og
kostnaði:
Tekjuskatti, tekjuskattsviðauka, eignaskatti, stríðsgróða-
skatti, skatti vegna eignakönnunar sbr. lög nr. 67 1947 og nr.
4, 1950, fasteignaskatti, slysatryggingariðgjaldi, námsbókagjaldi,
mjólkureftirlitsgjaldi og almenns tryggingariðgjaldi, svo og
lestargjaldi, veitingaskatti, útflutninigsgjaldi, vitagjaldi, skipa-
skoðunargjaldi, tryggingariðgjöldum af lögskráðum sjómönnum,
bifreiðastjórum, og söluskatti, stóreignaskatti, bifreiðasikatti,
skoðunargjaldi bifreiða og eftirlitsgjaldi véla.
Skrifstofu Siglufjarðar, 25. febrúar 1952.
BÆJARFÓGETINN
Tilkynning frá fálagsmálaráðuneytinu.
Vegna mikillar hættu, sem talin er á því að gin- og klaufa-
veiki geti borizt til landsins með fólki frá þeim löndum, þar sem
veiiki þessi geisar, svo og með farangri þess, hefur félagsmála-
ráðherra ákveðið, að fyrst Tim sinn verði hvorki bændum né
öðrum atvinnurekendum veitt atvinnuleyfi fyrir erlendu starfs-
fólki, nema sérstök, brýn nauðsyn krefji, og þá með því skil-
yrði, að fylgt verði nákvæmlega öllum öryggisráðstöfunum,
sem heilbrigðisyfirvöld setja af þessu tilefni.
Ákvörðun þessi nær einnig til skemmtiferðafóiks og ann-,
arra, sem hingað koma til stuttrar dvalar, en hyggst, að þeirri
dvöl lokinni, að ráðast til atvinnu hér á landi.
Útlendingum, sem hér dvelja nú við störf, verða af sömu
ástæðum heldur ekki veitt ferðaleyfi til útlanda.
Þá hafa og verið afturkölluð leyfi, sem veitt höfðu verið
til fólksskipta við landbúnaðarstörf.
Þetta tilkynnist hér með.
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 16. febrúar 1952.
t
LÖGTAK LÖGTAK
Eftir kröfu liafnargjaldkerans í Siglufirði og undangengnum
úrskurði, verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á
kostnað gjaldenda en ábyrgð lögtaksbeiðenda, að átta dögum
liðniim frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir ógoldnum hafnar-
gjöldum frá árunum 1950 og 1951, ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði.
Skrifstofu Siglufjarðar, 5. marz 1952.
BÆJARFÓGETINN
ÖTSVARSGREIÐSLUR
Samkvæmt útsvarslögunum ber gjaldendum hér að greiða
Bæjarsjóði Siglufjarðar upp í útsvar 1952, 50% af útsvörum
þeirra með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní þetta
ár, sem næst V\ hluta hverju sinni.
Dráttarvextir falla á þessar greiðslur, ef þær dragast lengur
en 15 daga eftir gjalddaga.
V
BÆJARSTJÓRI
NÍKOMIÐ
GABBERDINE,
mjög gott í fermingarkápur.
ULLARTAU
í skíða- og drengjabuxur.
Ódýrt! — Kr. 96,00 m.
Gestur Fanndal
DÖMUBINDIN
eru komin aftur. — Lækkað verð.
Áður 11,00 krónur.
Nú kr. 7,00 krónur.
.... -F'-
; ^ ■-M lfi. :
LITLABÚÐIN
Auglýsið í „Siglfirðingi“