Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.05.1952, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 17.05.1952, Blaðsíða 4
ÞAKKARÁVARP Eins og öllum Siglfirðingum er I fersku minni, fór fyrir skömmu frahi almenn fjársöfnun til kaupa á nýju röntgentæki til sjúkrahússins. Söfnunin bar betri árangur en mér hafði komið til hugar að vonast eftir og var mjög almenn. Inn komu í pen- ingum og ákveðnum loforðum rúmlega kr. 60 þús. í nafni sjúkra- liússins og allra þeirra, sem við það starfa og einnig allra þeirra, sem þar eiga eftir að fá bót meina sinna, vil ég færa innilegustu þakkir. Eg þakka þeim, sem höfðu forgöngu um söfnunina og öllu því fríða liði, sem þar lagði hönd að verki. Á því hvíldi liiti og þungi dagsins og töluverður erill og erfiði, en ég veit, að starfið var létt fyrir þá só'k, að það var unnið af innilegum áliuga og ástúð og fyrir það vil ég þakka alveg sérstaklega. Einnig vil ég færa öllum þeim alúðar þakkir, sem lögðu sinn skerf í sjóðinn. Jafnt þeim, sem gáfu stórar og höfðinglegar gjafir og þeim, sem 1 af minni efnum létu eitthvað af hendi rakna. Alveg sérstaklega gladdi það mig hvað fóllt gaf almennt. Eg tek það sem vott þess, að sjúkrahúsið og starfsfólk þess njóti liylli og hlýhugar Siglfirðinga. Kærar þakkir. I upphafi var áætlað, að tækið mundi kosta ca. kr. 50—60 þús. Þessi áætlun var að vísu ágizkun ein og gerð að órannsök- uðu máli. Við nánari atliugun kom það líka í ljós, að vönduð tæki kosta all-miklu meira. Fyrirhugað er að fá Philipps röntgentæki, sem viðurkennd eru vönduð og góð. Fyrir nokkrum dögum var hér fagmaður frá umboðsmanni Philipps-tækja á Islandi, til að athuga staðhætti og leiðbeina um val á tæki. Okkur kom saman um að velja tæki, sem kosta mun nærri lielmingi meira fé, en í upphafi var gert ráð fyrir og er þó allrar hófsemi gætt í hví- vetna. Þetta er leiðinleg staðreynd og krefst nýrra átaka til f jár- öflunar, en í trausti þess, að Siglfirðingar standi saman um þetta mál sem einn maður og fylgi því fram til sigurs verður tækið pantað. Barnastúkan Eyrrarós hefur gefið sjúkraliúsinu snotra, litla borðlampa, einn við hvert rúm. Frá öllum þeim mörgu sjúkling- um, sem litlu lamparnir eiga etfir að lýsa, færi ég barnastúkunni innilegustu þakkir. Jafnframt óska ég þess, að starf stúkunnar megi verða mikið og giftudrjúgt. ÓL. Þ. ÞORSTEINSSON Togarar Siglufjarðar augiýstir til uppboðs LEIKFEIí. siglufjarðar Græna lyftan GAMANLEIKUR I 3 ÞÁTTUM Síðastl. sunnudagskvöld hafði Leikfélag Siglufjarðar, sem endur- reist eða stofnað var í fyrravor, frumsýningu á gamanleiknum „Græna lyftan“. Leikstjóri var Sigurður Björgólfsson. Leikrit þetta er efnislítið. Það fjallar um smáárekstra eða mis- skilning, sem hefur sjálfsagt og getur komið fyrir i hjúskapar- málum, sem virðist á tímabili ætla að verða dálítið alvarlegur, og verða vandræði úr, en greiðist vel úr á endanum og viðkomandi aðilar verða alsáttir. Það úir og grúir af léttum og smellnum sam- tölum og hnyttnum tilsvörum og ýmiskonar bralli, og hefur höf- undur ætlast til, að það kæmi áheyrendum í gott skap og vekti almennan hlátur. Það þykir sum- um það máske fyrrur einar og vitleysa, að það er talsverðum vanda bundið, að sýna svona efnis lltið leikrit, flytja það á þann hátt að það missi ekki marks. Það þarf að vera óslitin samstilling í leik og mátulegur hraði, léttur og lip- ur stígandi í leikritinu frá byrjun til enda, án óþægilegra stöðu eða árekstra á leiksviði. Leikendur þurfa að kunna vel, svo samtölin séu sem eðlilegust og hnyttin og gamansemin njóti sín. Mér fannst þetta leikrit vera tekið iþessum tökum. Samleikurinn góður, samtölin mátulega hröð, engir árekstrar (Leikendur þurftu ekki að glápa hver á annan með spyrjandi augnaráði hver ætti að tala næst). Sviðsetning var ágæt og smekkleg. Aðalhlutverkin leika Júlíus Júl- íusson sem Billy Bartlett og frú Ragnheiður Sæmundsson sem Blanny Wheeler. Samleikur þeirra var ágætur, eðlileg samtöl, blæ- brigði og látbrögð eftir ástæðum þeirra, og áhrifum áfengisins stillt vel í hóf, en þar var mestur vandinn á ferðum. Frú Bartlett var leikinn af ung- frú Helenu Guðlaugsdóttur, var vel út færð, en þó hefði hún mátt spara dálítið hressilega göngu um leiksviðið, sem mátti að vísu vera með köflum. Ungfrúin er byrj- andi og er ekki óálitleg til meira starfs. Vin frú Bartlett, leikur Jónas Ásgeirsson. Skilar hann þessu leið inda hlutverki vel, er prúðmennsk- an og kurteisin sjálf fram í fing- urgóma. Þá er það maður frú Blanny Wheeler, leikinn af Eiríki J. B. Eiríkssyni prentara. Hlutverkið er dálítið erfitt viðfangs á köflum, en Eir'íki tekst að fylla það vel út. Smáhlutverkin voru, vinnukonan, Halldóra Jónsdóttir og burðar- maðurinn, Jón Kr. Jónsson, voru einnig vel leikin. I nýútkomnum Lögbirtingi er auglýst uppboð á siglfirzku tog- urunum tveim, samkv. kröfu stofn lánadeildar sjávarútvegsins. Það er eins og Mjölnir þykist ekkert hafa um það vitað, að þetta uppboð stæði til fyrr en nú. Það er einkennilegt. Blaðið segir einnig, að Siglfirðingum muni bregða 1 brún við fregnina. Það er enn einkennilegra. Það er langt síðan siglfirzkir borgarar heyrðu um, að þetta stæði til, ef ekki væri að útgerðarstjórnar hálfu reynt að afstýra því. Utgerðarstjórnin Leikendmn tókst í byrjun að ná leikhúsgestum á sitt vald og mátti heita samfelldur svellandi hlátur og glaðværð meðal áhorfenda frá byrjun til enda. Vonandi tekur leikfélagið til starfa að hausti komandi. vissi um það, að afborganir af þessum lánum féllu í gjalddaga fyrir um 6 mánuðum síðan, og hvað hún hefur gjört í þessum efnum er ekki vitað. Mjölnir tel- ur útgerðarstjórnina ráðþrota, en bendir á leið til að létta af henni þessu basli. Hún er sú að jafna upphæð þeirri, sem greiða þarf til Stofnlánadeildarinnar, að upphæð 436 þúsund krónur, niður á út- svarsgjaldendur nú strax. Þægi- leg er leiðin, en hvernig lízt gjaldendum á að bæta þessari upp hæð ofan á það, sem fyrir var, og þeir voru í ráðleysi með að greiða. Hvítur umbúðapappír 56 og 40 cm. BÓKAVERZLUN HANNESAR JÓNASSONAR OR bænum Fertugur. 5. maí s.l. átti Sigurjón Sæ- mundsson, prentsmiðjustjóri og bæjarfulltrúi fertugsafmæli. Karlakórinn Vísir heimsótti hann og heiðraði hann sem for- mann kórsins og prýðilegasta söngfélaga með því að syngja nokkur lög. Egill Stefánsson hafði orð fyrir kórfélögum og ávarpaði afmælisbarnið. Dvaldi kórinn um stund á heimili Sigurjóns við gleð- skap og rausnarlegar veitingar. Sigurjóni bárust fjöldi heilla- óska. Var mjög gestkvæmt á heim ili hans og hans góðu konu, Ragn- heiðar og sátu vinir og velunnarar í fagnaði hjá honum fram eftir nóttu. Siglfirðingur óskar afmælis- barninu til hamingju og þakkar ágætt samstarf á liðnum árum. Trúlofun. Á annan í páskum opinberuðu trúlofun sína ungfrú Margrét Magnúsdóttir frá Bolungarvík og Jóhannes Egilsson ( Stefánsson- ar) Aðalgötu 11 hér í bæ. Sigl- firðingur óskar hjónaefnunum til hamingju. Á bæjarstjórnarfundi hinn 9. þ.m. fór fram kosning eins stjórnarnefndarmanns í stjórn Bæjarútgerðar Siglufjarð- ar í stað Alfons heit. Jónssonar. Kosinn var Georg Pálsson skrif- stofustjóri hjá Eimskip hér í bæ. Frá kirkjunni. Biskup landsins hefur ákveðið, að á morgun (sunnudag 18. maí) verði almennur bænadagur með íslenzku þjóðkirkjunni. — Þann dag verður bænaguðsþjónusta 'í Siglufjarðarkirkju kl. 2 e.h. Sumarbústaður! Sumarbústaður til sölu, ásamt ca. 1 lia. lands. Upplýsingar gefur EMIL ANDERSEN, Siglufirði. Aðvörun til allra atvinnurekenda í Siglufirði Vegna liins mikla atvinnuleysis liér aðvarast atvinnurekendur um að ráða ekki utanbæjarmenn til sín I \jnnu í vor og sxunar. Siglufirði, 15. maí 1952. SKRIFSTOFA ÞRÓTTAR

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.