Siglfirðingur - 25.07.1952, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR
3
Reykjavík réð úr-
slitum
Úrslit forsetakosninganna, sig-
ur alþingismannsins og banka-
stjórans Ásgeirs Ásgeirssonar,
komu mörgum á óvart, enda þótt
al'kunna væri, að margra ára und-
irbúningur lægi að baki göngu
hans til Bessastaða. IJrslit kosn-
inganna í einstökum atriðum eru
öllum löngu kunn og óþarfi að
ræða þau ítarlega hér. Séra Bjarni
Jónsson fék’k nokkru hærra at-
kvæðamagn er kjörinn forseti ut-
an Reykjavíkur, svo það var höf-
uðstaðurinn og framvinda mála
þar, sem úrslitunum réði.
Nýkomið í Einco.
Rörtangir
Dúkknálar
Kjörnar
Hnífastál
Skæri, imargar teg.
Dáikar, margar teg.
Járnsagarbogar
Handföng
Skrár o.fI. o.fl.
Einco
Svikin loforð
— gefin loforð
1 síðasta tölubl. ,,Neista“ er
greinarstúfur með þessari yfir-
skrift. Er blaðið að minnast á
ýms loforð, sem núverandi ríkis-
stjórn hafi gefið um leið og hún
settist að völdum. Kemst greinar-
höf. að þeirri niðurstöðu, að öll
þau loforð hafi verið svikin, og
vill vera ákaflega fyrirferðamikill.
Greinarhöf. man nú ekki eftir,
þegar Stefán Jóhann Stefánsson
varð forsætisráðherra, og hélt
^anga ræðu í þinginu um fyrir
œtlanir þáverandi ríkisstjórnar.
Þá mælti hann:
„Það er fullkominn ásetningur
og vissulega markviss stefna
hinnar nýju stjórnar að koma
verzlun landsmanna í viðunandi
horf, bæta afkomu atvinnuveg-
anna, létta sköttum af þjóðinni
og vinna að stórum bættri af-
komu fólksins til sjávarogsveita".
'Hvað varð úr þessu loforði. —
Ekkert nema ávik á svi’k ofan.
Meðan Stefán J. Stefánsson sat
í forsæti mögnuðust vandræðin;
verzlimarólag Alþýðufl. átti góða
ðaga, atvinnuvegirnir kiknuðu
undir vaxandi skuldum og þung-
Um sköttiun.
Af þeim vandræðum, sem skóp-
hst í þann tíð, þegar Alþýðuflo'kk-
urinn hafði forustuna í ríkis-
stjórninni súpum við af seyðið
enn í dag.
Það er ekki undarlegt, þó Neisti
vilji tylla sér á tær og sýnast
mikill fyrir hönd síns mæta for-
sætisráðherra.
„Litla f!ugan“
Hér hafa verið á ferðalagi tveir
leikflokkar úr Reykjavík.
Annar flok'kurinn var undir
stjórn Gunnars Hansen og sýndi
hér leikritið „Vér morðingjar“
eftir Kamban. En hinn flokkurinn
flutti hljómleika, gamanvísur,
upplestur og gamanþátt.
Þeessi flokkur var undir stjórn
Sigfúsar Halldórssonar tánskálds,
en með honum voru Soffía Karls-
dóttir lei'kkona og Höskuldur
Skagf jörð leikari.
Sigfús söng nokkur frumsamin
lög, og ék sjálfur undir. Soffía
söng gamanv'isur, en Höskuldur
Skagfjörð las upp. Gamanþáttinn
önnuðust þau öll.
Þessi leikflo'kkur nefndi sig
LithiHFluguna eftir samnefndu
lagi eftir Sigfús Halldórsson.
Litla-Flugan sýndi hér í tvö
kvöld í Nýja-bíó. Seinna kvöldið
var mörgu gömlu fólki boðið.
Mörgum þótti gaman að þessi
gleðirabbi og skemmtu sér vel,
þó ekki væri miklu efni fyrir að
fara.
Síldveidin
I dag hafa verið saltaðar á
Norðurlandi og Austurlandi sam-
tals 22641 tunna, er skiptast
þannig:
Dagverðareyri
Dalvík .......
Grímsey.......
Hjalteyri ...
Hrísey ......
Húsavík......
Ölafsfirði ..
Raufarhöfn ..
Siglufirði...
Vopnafjörður
Þórshöfn ....
606 tn.
2316 —
192 —
481 —
1000 —
2373 —
1490 —
532 —
13492 —
100 —
91 —
Enginn síld berst enn til S'íldar-
verksmiðjanna svo teljandi sé.
Á sama tíma í fyrra háfði ver-
ið saltað á sama svæði 36856 tn.
er s'kiptist þannig:
Dalvík .....
Djúpavík ...
Grímsey.....
Hjalteyri ...
Hrísey .....
Húsavík.....
Ólafsfjörður
Raufarhöfn
Siglufjörður
Skagaströnd
Vestfirðir ...
1040 tn.
621 —
79 —
508 —
301 —
1047 —
1000 —
9030 —
19112 —
1300 —
1233 —
Þórshöfn ............. 1585 —
ÞAKKARÁVARP
Hjartans þákkir færi ég öllum þeim mörgu vinum mínum og ætt-
ingjum, fjær og nœr, er á einn eða annan hátt létu í té einstaka hjálp-
semi, vináttu og ástúð móður minni, öll þau mörgu ljósvana ár, er hún
lifði og nú síðast við andlát hennar og jarðarför.
Megi blessun guðs umlykja ykkur öll, sérhvern dag og stimd.
JÓNlNA ÓLADÓITIR
ÁVARP TIL ISLENDINGA
Fyrir skömmu hófst fjársöfnun 1 því skyni að byggja hús
yfir væntanlegt handritasafn á Islandi. Að tilhlutan Stúdentafé-
lags Reykjavíkur hafa ýms félög og samtök heitið þessu m.xli lið-
sinni og hafa myndað nefnd, sem hafa á með höndum almenna
fjársöfnun meðal þjóðarinnar.
Á þessu sumri má gera ráð fyrir því, að til úrslita dragi um
það, hvort íslendmgar fái afhent s.ín fornu handrit frá Damuörku.
Það er utan verkahrings fjársöfnunarnefndar, hvort Islendingar
fallast á þá málamiðlun, sem stungið kann að verða upp á, eða
ekki. Á hitt vill nefndin leggja áherzlu, að íslendingar gori nú
þegar þær ráðstafanir heima fyrir, sem viðeigandi mega teljast
í því skyni að taka á móti þeim þjóðardýrgripum, sem þeir telja
sína veigamestu. Fyrsta skrefið í því efni verður hiklaust að telja
það, að nægilegt fé verði fyrir hendi til þess að reisa handrita-
safninu vegleg húsakynni • og sjá því fyrir nokkru stofnfé til
áhaldakaupa.
Landsnefndin er þeirrar skoðunar, að bezt fari á þvi, að ís-
lendingar reisi slíkt hús sjálfir án þess að þurfa í því eíni að
leita til fjárveitingavaldsins. Talið hefur verið, að t'iu króna fram
lag frá hverjum Islendingi myndi nægja til þess að reisa bygging-
una. Islendingar hafa oft sýnt höfðingsskap, þegar minni kröfur
voru gerðar til þjóðarsóma og oft og tíðum safnað miklu fé á
skömmum tíma.
Reynslan hefur orðið sú, að undirtektir hafa orðið mjög
góðar við fjársöfnun þessa. Hafa mörg sveitarfélög lofað að
leggja fram fjárhæðir. Auk þess hafa einstaklingar og félags-
hópar þegar látið mikið fé af hendi rakna.
Um leið og landsnefndin tekur nú til starfa, heitir hún á lið-
sinni allra góðra íslendinga og skorar á þá að láta samskot þessi
ganga fljótt og vel, svo að til sóma megi verða.
F.h. Stúdentafél. Reykjavíkur:
Páll Ásg. Tryggvason
F.li. Alþýðusambands íslands:
Ólafur Pálsson
F.h. Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja:
Arngrímur Kristjánsson
F.h. Farmanna- og fiskimanna-
sambands Islands:
Guðbjartur Ólafsson
F.li. Fél. íslenzkra iðnrekenda:
Pétur Sæmundsen
F.h. Félags íslenzkra stór-
kaupmanna:
Egill Guttormsson
F.h. Iþróttasambands íslands:
Þorgils Guðmundsson
F.h. Kvenfélagasamb. Islands:
Guðrún Pétursdóttir
F.h. Landssambands iðnaðar-
manna:
Eggert Jónsson
F.h. Landssambands íslenzkra
útvegsmanna:
Ingimar Einarsson
F.h. Sambands smásöluverzlana
Jón Ö. Hjörleifsson
F.h. Stéttarsambands bænda:
Sæmundur Friðriksson
F.h. Verzlunarráðs Islands: ‘
Eggert Kristjánsson
F.h. Vinnuveitendasambands
Islands:
Barði Friðriksson
F.h. Ungmennafélags Islands:
Stefán Ólafur Jónsson
Linoleum o§ strágula
Teppi og gólfdreglar
Stærð teppanna: 200/250 og 200/300 cm. — Breidd gólfrenning-
anna: 67—100 cm. — Glæsileg mimstur. Verðið ótrúlega lágt.
BÓKAVERZLUN HANNESAR JÓNASSONAR