Siglfirðingur - 25.07.1952, Blaðsíða 4
Uff*
Ú T S V Ö R I N
Nýlega hefir verið gefinn út
bæklingur, sem heitir Útsvarsskrá
Siglufjarðarkaupstaðar 1952. —
Hefir skrá þessi vakið mikið um-
tal og er talandi tákn þess skatta-
brjálæðis, sem nú ríkir hér á
landi.
1 Vestmannaeyjum og á ísafirði
fara AB-menn og, kommúnistar
með völd og hafa hækkað útsvör-
in um 40% á einu ári. Hér á Siglu
firði hafa þessir sömu flo'kkar
skipzt á um að fara með völdin á
undanförnum árum og er það opin
bert leyndarmál, sem menn ræða
um sín á milli, að það sé ekki
nema tímaspursmál, þangað til
ríkið taki á sína arma allar f jár-
reiður bæjarins.
Blaðið Siglfirðingur hefir gagn-
rýnt gjörðir niðurjöfnunarnefndar
og; m.a. fundið að því, að eigi var
birt álagningarskrá sú, sem farið
var eftir við niðurjöfnun útsvara.
Nú hefir verið bætt úr þessu með
því að birta útsvarsstiga, þar með
talinn veltuútsvarsstiga, aftan við
útsvörin. Það er því eigi þar við
látið sitja, að ríkissjóður leggist
á almenning með hinum óvinsæla
veltuskatti, heldur hefir Siglu-
fjarðahkaupstaður neyðst til,
vegna stórkostlegs tapsreksturs á
undantekningarlaust öllum at-
vinnutælcjum, sem bærinn rekur,
að leggja drápusklyfjar á almenn
ing í bænum með veltuskatti, sem
ek'kert gefur eftir veltu skatti
ríkissjóðs. Þessi skattur er tekin
af fyrirtækjum og einstaklingum,
hvort som hagnaður hefir verið
á rekstrinum eða ekki og er hér
því um hreint og, beint eignarán
að ræða, sem vissulega á enga
stoð í stjórnarskrá landsins. Hér
er farið eftir þessari reglu: „Bær-
inn má reka útgerð, verksmiðjur
og annað með stórtapi, einstakl-
ingarnir greiða“. Hverjum manni
hlýtur að vera ljóst, að slík fjár-
málastefna getur ek'ki endað
nema á einn hátt, með algeru f jár-
hagshruni.
Síðasta tölublað ,,Mjölnis“ ræð-
ir um það á víð og dreif, að nauð-
synlegt sé að afla nýrra skipa til
bæjarins, það þurfi að auka út-
gerð o.s.frv. Þetta er alveg rétt,
en fyrst verður að skapa skilyrði
fyrir því, að atvinnurekendur og
aðrir einstaklingar verði ekki fé-
flettir í sköttum. Á þeirri braut
hefir verið það langt gengið, að
fyrst ber að snúa sér að því, að
sá atvinnurekstur haldist hér
áfram, sem fyrir er, e.m.ö.o. að
hindra, að menn flýi bæinn með
atvinnurekstur sinn.
Að lokum mætti kannske beina
þeirri spurningu til bæjarstjórnar,
hvort rétt sé, sem haft er eftir
ýmsurn. kunnugum mönnum, að
tapsrekstur á bæjartogurunum
hafi síðastliðið ár verið kr.1
2.800,000,00 — tvær milljónir og
átta hundruð þúsund krónur.
Spurull
Jér moríSingjar"
Sjónleikur í þrem þáttuin eftir
Guðmimd Kamban.
S.l. föstudag sýndi leikflokkur
hins snjalla leikstjóra, Gunnars
Hansen, sjónleikinn „Vér morð-
ingjar“ eftir Guðmund Kamban.
I leikskrá segir að efni leiksins
sé „hjónabandsþr'íhyrningur" —
maðui', kona og þriðji aðili. I
reyndinni varð þó annar þrihyrn-
ingur ríkjandi: Gott leikrit, góð
leikstjórn og góður leikur.
Efni þessa leiks hefur áður ver-
ið skáldum yrkisefni, en enginn
nema Guðmundur Kamban gat
túlkað það á slikan hátt sem
þennan. Það er skyggnst ofan í
mannssálirnar, mannseðlið og þær
hinar margháttuðu kringumstæð-
ur sem oftsinnis ráða mannanna
gjörðum. I raun réttri er kenning
Kambans með leikriti þessu boó-
skapurinn gamli :Dæmið ekki! —
Hver er orsök harmsögunnar ?
Liggur sökin hj áhinum dreng-
lynda eiginmanni, hjá hmni spjátr
ungslegu eiginkonu — eða eru það
kringumstæðurnar, sem knýja
fram hið sviplega atvik í lok leik-
ritslns? Leikritið sjálft felur ekki
í sér dóm um það.
Sjómannaheimilið er einasta
húsið, sem er nothæft til leiksýn-
inga. Svo hefur verið um fjölda
ára. Húsið er þó langt frá því að
vera vel til leikhúss fallið. Fata-
geymsla er þar engin. Sæti eru
fádæma slæm og þrengsli mikil.
Ef eigendur þessa hús skyldu á
öllum þeim árum, sem bæjarbúar
hafa sótt það, tekist að aura
saman sæmilegum varasjóði, væri
það þakkarvert ef einhverju af
þeim sjóði yrði varið til að auka
á þægindi hússins og sýna leik-
húsgestum tillitssemi.
Hafi leikflokkur G. Hansen
þökk fyrir komuna.
Leikhúsgestur
40 ára afmæli
átti Lárus Blöndal kaupmaður
hér í ibæ þ. 16. júlí síðastl.
Allir koma í Aðalbúðina, en
þeirri verzlun hefur Lárus veitt
forstöðu í mörg undanfarin ár af
miklum dugnaði.
Allir Siglfirðingar þekkja Lár-
us Blöndal og að góðu einu. Marg-
ar hugheilar afmælisóskir hafa
til hans borizt þennan dag, og
fleiri myndu hafa viljað flytja
honum árnaðaróskir.
Siglfirðingur þakkar einbeitta
og örugga starfsemi í hugsjóna-
málum Sjálfstæðisflokksins á und-
anförnum árum, óskar honum til
hamingju með fertugsafmælið,
alls velfarnaðar á komandi árum
og langra og gæfuríkra lifdaga.
Síldarfregnir
Nú í dag mun vera búið að
salta um 24 þús. tunnur síldar
hér norðanlands .
Þar af um 14300 tn. á Siglu-
firði. Hitt á Dalvík, Ólafsfirði,
Hrísey, Húsavík og Raufarhöfn.
Veiði skipanna er ákaflega mis-
jöfn. Flest skipin hafa ekki orð-
ið síldar vör. Nokkur skip hafa
fengið 500 tn. og allt að 1600 tn.
Ekki á að ganga af
Grímsey
Mjölnir lætur i síðasta tbl.
Bandaríkin hernema Grímsey í
annað sinn á þessu ári. Kom þar
ein ferleg þyrilfluga, vel vopnum
búin, í hverri voru erlendir menn
og einn íslenzkur að sögn blaðs-
ins.
Hins getur garmur eigi, að sú
hin sama þyrilfluga settist einnig
hér á íþróttavöllinn og þótti sl'ikt
engin bending um væntanlegar
herstöðvar á þeim velli.
Sigfús Halldórsson ætti að
forðast að fara með „Litlu flug-
una“ til Grímseyjar!
„NEISTI" OG FORSETA-
KJÖRIÐ
Framhald af 1. síðu
vinning að koma sínum flokks-
manni, sem þeir hafa endrum og
eins litið upp til, upp í forseta-
sætið. Þetta er mjög eðlilegt. Það
Hefði hver flokkur gert, ef mað-
urinn hefði þótt þess verður. En
því ekki að meðganga það strax.
Það verður að taka Alþýðuflokk-
inn eins og hann er, feiminn og
óframfærinn. Með þessu er það
sannað, að Alþýðuflökkurinn var
þama í pólitískri baráttu, að hann
fékk skipun um að hefja starf-
semi og standa saman um Ásgeir,
að hann hlýddi skilyrðislaust, og
varð að hlýða og gera það sem
Reykjavíkurklíka Alþýðuflokks-
ins lagði fyrir.
III.
Aftur á móti sannaðist það
þegar í fyrstu, að þeir tveir stjórn
málaflokkar, sem létu sig forseta-
kjörið skipta, voru skiptir og
gengu með frjálsum skoðunum að
kjörborðinu, og segja má einnig
það sama um þá kommúnista, sem
áhuga höfðu á vali forsetaefnis.
Þetta voru samtök frjálsra manna
með algjörlega frjálsa skoðun á
vali manns í forsetaembættið.
Það er ekki undarlegt, þótt Al-
þýðuflokksmönnum blæddi í aug-
um að sjá og heyra þessa frjálsu
menn, en þurfa sjálfir að vera á
básnum sínum klafabundnir. Þeim
láir það enginn.
En til þess að dylja þetta á-
stand, skera þeir herör um land
allt, að fylgjendur séra Bjarna
geri forsetakosninguna pólitíska,
en þeir séu alveg saklausir.
Þei rgera óp að ávarpi, sem
sent var út til almennirigs á Siglu
firði um að kjósa séra Bjarna,
undirskrifað af mönnum ólíkra
stjórnmálaskoðana ,sem bundizt
höfðu frjálsum samtökum um að
styðja þetta forsetaefni. Ávarpið
var sent að hætti frjálsra manna,
með fullum drengskap gagnvart
hinum, f orsetaefnunum.
Hvaða hátt höfðu Alþýðuflokks
menn á 1 sínum störfum? Þeir
vita það náttúrlega bezt sjálfir,
en þeir kunna ekki við, sem ó-
frjálsum mönnum er títt, að koma
fram með fullum drengskap gagn-
vart mótstöðumönnunum og því
höfðu þeir þann háttinn á, eins
og vant er, að þeir læddust og
lámuðust meðal fólksins og
brugðu fyrir sig ýmsu um sinn
andstæðing, sem enginn vill hafa
eftir.
- * iiuJ BSaíÍ '1‘' * f- ' ' ‘^3 ,-kH i . _j
IV.
Forsetakjörinu er lokið og
skilja þá „frjáls samtök“ um for-
setakjörið. Engum breytingum
taka stjórnmálaflokkarnir við það
þótt flokksmenn hafi haft skipt-
ar skoðanir í forsetavalinu. Ann-
að hefur engum 1 hug dottið. For-
setakjörið stóð utan við allar
stjórnmálaskoðanir hjá stuðnings-
mönnum séra Bjarna, og því geta
þeir mætzt til áframhaldandi sam-
starfs hver 1 sínum flokk sem
frjálsir menn.
Það verður ekki annað sagt, en
að framkoma stuðningsmanna
séra Bjarna hafi verið í alla staði
heiðarleg og drengileg, og þarf
tíkki að hafa neinar sérstakar
kappræður um það. En Alþýðu-
flokksmönnum finnst víst þeir
liafi eitthvað á samvizkunni, sem
þörf er að breiða yfir. Og þeir
um það.