Siglfirðingur - 14.02.1953, Blaðsíða 3
SIGLFIEÐINGUE
3
AÐ SKRIFA FRAMTlÐ SÍNA
(Framhald af 4. síðu)
aðeins það, sem þjóðarheildin og
þá þá sér í lagi verkamennirnir
töpuðu á því að atvinnastöðvaðist.
Þegar þetta er haft í huga er
skiljanlegt, að fólk láti sem vind
um eyrun þjóta gífuryrði bols-
anna um ríkisstjórnina og hugsi
með sjálfu sér: „Þeir ættu heldur
að upplýsa hvað varð af þeim hin-
um stóra styrk, sem kommúnist-
arnir austur í alsælunni ætluðu
að gefa verkfaílsmönnum hér,
aukslagorðsins: Lengi lifi verk-
fallið É^íslandi!“
Það var meira blóð í kúnni en
gyðingaofsóknir og hannibalismi.
Nemendur í framhaldsskóla ein-
um höfðu tekið sig til og gert
samþykkt. 0g samþykktin inni-
hélt óánægju með eitt og annað
hjá r'ikisstjórninni. Þessi hvalreki
á fjörur þeirra Mjölnismanna
verður þeim efni til mikilla heila-
brota.
Hinsvegar eru ímyndaðir ókost-
ir ríkisstjórnarinnar ekki rök-
studdir. Máske kommúnistar telji
ókosti ríkisstjórnarinnar þessa:
Baráttu hennar fyrir viðurkenn-
ingu á stækkaðri íslenzkri land-
helgi, friðun grunnmiða og af-
námi löndunarbannsins í Bret-
landi. Eða baráttu hennar fyrir
endurheimt handritanna, einu
áþreifanlegu, sögulegu minjunum,
sem Islendingar eiga um glæsta
fortíð. Máske er sökin bygging
raforkuveranna við Sog og Laxá,
eða áburðarverksmiðju og sem-
entsverksmiðju, á þeim forsendum
að fjármagnið, sem gerir fram-
kvæmdimar mögulegar sé fengið
frá þeirri margumtöluðu Marshall
aðstoð.
Kommúnistar uppskera aldrei
stórt í baráttu sinni við ríkis-
stjórnina með þessum vopnum,
þótt þeir séu í bandalagi við
manninn, sem sveik í sjálfstæðis-
málinu og sveikst bakdyramegin
í formannssæti Alþýðuflokksins,
og þótt þeir vitni í ljóð eftir þann,
sem sveik í handritamálinu. Það
ér að vonum, að bolsévikar leggi
lag sitt við slíka menn, því hvað
elskar sér líkt.
Hitt er svo rétt, að ýmislegt má
efalaust að ríkisstjórninni finna.
Veldur þar hvorttveggja, að illt
er að stjórna 'i illu árferði, afda-
bresti, sölutregðu ísl. afurða
o.s.frv. og að samsteypustjórnir,
sem ólíkir flokkar standa að ,er
þurfa að semja um öll mál, verða
aldrei í öllu farsælar.
Við því er aðeins eitt ráð, að
skapa stærsta stjórnmálaflokkin-
um meirihilutaaðstöðu á Alþingi,
aðstöðu til að marka hreina og
ósýkta stefnu í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Sl'íkt umboð getur
þjóðin ein gefið, þá er hún skrif-
ar framtíð sína á kjörseðilinn á
ikomandi sumrí,
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
^Liútufnfiin# tií kú.utlia<fla
Hérmeð skal vakin athygli á þv'í, að samkv. 5. gr. samþykkta félagsins, skulu hlutabréf í
félaginu hljóða á nafn eiganda, og skal stjórnin halda skrá yfir alla hluthafa, enda skal stjórn
félagsins tilkynnt öll eigendaskipti, sem verða á hlutabréfum félagsins, og þegar um sölu er
að ræða, þarf samþykki stjórnarinnar til þess að hún sé gild gagnvart félaginu.
Tiil þess að unnt sé að framfylgja þessum fyrirmælum um nafnskráningu hlutabréfanna,
og að halda rétta nafnaskrá yfir alla hluthafa, er hérmeð skorað á alla þá, er eignast hafa
hlutabréf í féiaginu og ekki hafa enn látið skrásetja eigendaskiptin, að tilkynna aðalskrif-
stofu félagsins í Reykjavík eigendaskiptin hið fyrsta og taka jajfnframt fram hvort um arf-
töku, gjöf eða kaup hlutabréfanna sé að ræða. Taka verður fram upphæð, flokk og númer
hlutabréfanna, svo og nafn og heimilisfang fyrri eigenda þeh-ra. Eyðublöð undir tilkynn-
ingar þessar fást á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, sem skrásetur eigendaskiptin.
Það skal tekið fram, að fyrr en eigenda skiptin hafa verið skrásett, njóta hluthafar
ekld. fullra réttinda í félaginu samkv. 10. gr. samþykktanna, t.d. er ekki hægt að fá aðgang
að aðalfundum félagsins eða veita öðriun umboð til þess að mæta þar.
Þá skal og bent á það, að enn eiga allmargir hluthafar eftir að skipta á arðmiðastofn-
um hlutabréfa sinna og fá afhentar nýjar arðmiðaarkir með arðmiðum fyrir árin 1943—1961
og er æskilegt að hluthafar athugi hvort þeir hafa fengið hinar nýju arðmiðaarkir, og ef svo
er ekki, að klippa stofninn frá hlutabréfinu og skipta á honum fyrir nýjar, hið fyrsta.
Stjórn H.f. Eimskipafélags íslands
frá H.f. Eimskipafélagi íslands um endurmat á hlutabréfum félagsins.
Stjórn Eimskipafélags Islands hefir samþykkt að leggja fyrir næsta aðalfund félagsins
tillögu um, að öll hlutabréf í félaginu verði innkölluð og 1 stað núgildandi hlutabréfa fái hlut-
hafar ný hlutabréf, sem verði að fjárhæð tífalt núverandi nafnverð hlutabréfanna.
Stjórn félagsins hefir orðið þess áskynja, að einhver brögð séu að því að leitað sé eftir
kaupum á hlutabréfum félagsins. Ál'itur stjórn- in það illa farið, af hlutabréfin safnast á fáar
hendur, því að það hefir frá stofnun félagsins verið talið mikilvægt fyrir þróun þess og vin-
sældir, að sem allra flestir landsmenn væru hluthafar.
Það er álit stjórnarinnar, að endurmat á verðmæti hlutabréfanna, geti átt þátt í því
að aftra sölu þeirra.
Reykjavík, 28. janúar 1953.
Stjórn H.f. Eimskipafélags Islands.
Ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR RAGNARS
,, Sigluf jarðarprentwniðja h.f.