Siglfirðingur - 08.04.1953, Qupperneq 1
Lausn
ÖLAFUE KAGNAKS
bœjarútgerðarmálanna
Ríkisstjórnin ábyrgist milljón króna lán til að
tryggja rekstur togaranna í bænum og skapa þeim
heilbrigðan rekstrargrundvöll.
AÐDKAGANDINN
Snemma í febrúar kaus bæjar-
stjórnin nefnd til suðurferðar,
þeirra erinda að reyna að selja
Síldarverksmiðjum ríkisins togar-
ana Elliða og Hafliða, með þeim
skiiyrðum þó, að togararnir yrðu
héðan gerðir út, með siglfirzkum
áhöfnum; leggðu að öðru jöfnu
afla sinn hér á land, og að Siglu-
fjarðarbær ætti forkaupsrétt á
togurunum væru þeir seldir aftur.
Samþykkt þessi var gjörð með
atkvæðum Alþýðuflokksins, Fram
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins, en socíalistar greiddu
þar einir atkvæði á móti.
Þessi bæjarstjórnarisamþykkt
átti sér eðlilegan aðdraganda. —
Bæjariútgerðin var í botnlausu
skuldafeni og taprekstri, skuld-
aði sjómönnum, landverkamönn-
um, bönkum, stofnlánadeild, vá-
tryggingarfélögunum og olíufélög-
unum, og var auk þess komin
undir hamarinn. Bæjarútgerðin
hafði tapað á s.l. tveimur árum
meira fé en öll álögð útsvör bæj-
arbúá árin 1951 og 1952, og tog-
ararnir hafa legið mánuðum sam-
an bundnir við bryggju, b'íðandi
uppboðs, víðsfjarri því að reyn-
ast iífræn atvinnutæki, svo sem
af þeim var vænzt.
Það er í skemmstu máli frá að
segja, að ekki tókst sala á tog-
urunum, en hinsvegar tókst láns-
ifjárútvegun að upphæð 4,5 millj-
ónir með ríkisábyrgð, en gegn
vissum skilyrðum þó. Skilyrði
þessi hafa þegar birzt í einu bæj-
arblaðanna og verða því ekki
endurprentuð hér, en lítillega far-
ið inn á þau skilyrði, sem margir
eru einna óánægðastir með.
[W-.i
SKILYRDIN
Menn geta ekki vænzt þess, að
taka 4,5 milljón króna upp úr
götunni á þessum tíma lánsfjár-
skomtsins, án þess að þurfa nokk-
uð á sig að leggja og án þess að
tryggja lánveitandanum fé sitt á
einn eða annan hátt. Og vissulega
yæru ýmis þau skilyrði, sem sett
eru fyrir lánfjárútveguninni til
togaranna, æskilegri á annan hátt.
En þau eru þó engan vegin eins
xnyrk og menn vilja vera láta.
Það sem menn helzt vilja setja
út á skilyrði þessi skilst mér vera:
1) Að iRauðka skuli veðsett
vegna togaranna.
Nú er því til að svara, að
Rauðka var áður veðsett irákis-
sjóði og öðrum fyrir 19,8 millj.
m.a. vegna Rafveitunnar, og ca
1 millj. að auki með veði í lausa-
fé, og þótt þessi veðsetning hækki
úr kr. 19,8 millj. 'i kr. 24,3 millj.
fyrir tilstilli togaranna, eykur
það sáralítið • hættuna á, að bær-
inn missi verksmiðjuna úr hönd-
um sér. Það skal að gefnu til-
efni tekið fram, að Rauðka er
ekki veðsett S.R., heldur ríkis-
sjóði, sem fyrir átti að mestu
leyti þau veðbönd, sem á verk-
smiðjunni voru.
2) Að útsvör skipverja verði
látin sitja inni sem áhættufé hjá
S.R.
Því er til að svara, að s.l. tvö
ár hefur bæjarsjóður ekki séðeinn
eyri af útsvörum þessara manna,
þar eð bæjarútgerðin hefur
„fryst“ þau inni, og til viðbótar
öll útsvör landverkamanna og
skrifstofufólks. Hér er þó samn-
ingsbundið, að aðeins útsvör skips
verjanna standi inni sem áhættu-
fé hjá útgerðarstjórn skipanna.
3) Að S.R. eigi að gera tog-
arana út á ábyrgð og áhættu
bæjarsjóðs. I i
Þetta skilyrði ríkisstjórnardnn-
ar fyrir lánveitingunni er nokkuð
umdeilt. Þess ber þó að gæta, að
með samþykkt bæjarstjórnar, sem
um getur í upphafi þessarar
greinar, lýsir bæjarstjórnin því
raunverulega yfir, að hún treystir
S.R. ekki síður fyrir útgerð tog-
aranna en því útgerðarformi, sem
fyrir var. Einnig ber á það að
líta, að það var almenn skoðun
hér í bænum, að breyta þyrfti
til um stjórnarfyriirikomulag þessa
reksturs. Og lítil ástæða er til
að gera ráð fyrir, að ríkisstjórnin
ætlist til að bæjarsjóður standi
undir hugsanlegum reksturshalla
togaranna, þar sem hún hefur á
annað bor/ð hlaupið undir bagga
i þessu máli og engu bæjarfélagi
sýnt jafn mikla aðstoð undan-
farið og Siglufirði, jafnt i þessu
máli sem öðrum, og má 1 því
sambandi nefna seinustu aðstoð
til Rafveitunnar, þar sem hún
veitir tæprar milljón krónu
ábyrgð til áframhaldandi stækk-
unar Skeiðsfoss, en það var eitt.
af þeim málum, er sendinefndin
vann líka að syðra.
4) Að samningur við S.R. sé
ekki uppsegjanlegur nema með
samþykki ríkisstjórnaránnar, —
meðan ríkissjóður standi í ábyrgð
fyrir þessum fjórum og hálfri
milljón króna.
Þetta er að vísu illt ákvæði frá
okkar bæjardyrum séð, en þó
skiljanlegt frá sjónarmiði ríkis-
stjórnarinnar. Þó má á að það
benda, að sá varnagli er fyrir
hendi, að eigandi atvinnutækja
hlýtur að hafa heimild til að
hætta rekstri þeirra, þegar hon-
um henta þykir, og enginn getur
neytt okkur í áframhaldandi tap-
rekstur í það óendanlega. Fari
hinsvegar svo, að okkur takizt að
borga þessar fjórar milljónir, er
ríkisstjórnin er í ábyrgð fyrir,
stendur okkur opin leið til upp-
sagnar á samningnum ef okkur
henta þykir.
5) Að bærinn þurfi að semja
um lausasikuldir bæjarútgerðar-
innar.
Til þess að hægt yrði að koma
togurunum á reksturshæfan grun
völl var það álit þeirra aðilja,
sem um þessi mál fjölluðu, að
4,5 millj. kr. nægðu ekki, nema
tækist að semja um talsvert af
lausaskuldum útgerðarinnar, —
þ.á.m. skuldir til vátryggingar-
félaganna o g olíufélaganna og
ýmislegt af minni venzlunarskuld-
um. Gert var ráð fyrir, að ef
samningar fengjust á skuldum
þessum til tveggja ára væri grund,
völlur fenginn. Áður en nefndin
fór frá Reykjavík var búið að
semja um allar stærstu skuld-
irnar. Samningar náðust á þeim
grundvelli, að % hluti væirii greidd
ur strax af því lánsfé, sem fékkst,
i/3 á að greiðast eftir eitt ár og
Vs hluti eftir tvör ár.
6) Að togararnir leggi upp
bræðslusíldarafla hjá Rauðku eða
S.R.
Um þetta atriði, hvar togararn-
ir leggi upp bræðslusíldanafla, er
ekki um samið. Á það má þó
benda, að komi til mála, að tog-
ararnir verði gerðir út á síld-
veiðar, mun útgerðiú þurfa að
semja við Rauðku um öll. veiðar-
færi, sem eru í eign verksm.
Rauðku. En út frá því verður að
ganga, að hin nýja framkvæmda-
stjórn togananna noti veiðiútbún-
að, sem er í eigu bæjarins í stað
þess að kaupa nýjan.
Ef út í þá sálma á að fara að
ætla framkvæmdastjóra tilhneig-
ingu til að láta hagsmuni verk-
smiðjanna sitja ifyrir hagsmun-
um bæjarins í sambandi við
rekstur togaranna, má vitaskuld
telja upp atriði í það óendanlega.
En bæjarstjórnin gengur inn á
þessa breytingu á framkvæmda-
stjórn togarianna, m.a. vegna
þess, að hún treystir Sigurði
Jónssyni til að stjórna þessum
rekstri án hlutdrægni og án þess
að ganga á hag bæjarins.
HEFUR VÉRIÐ GENGIÐ A
SJÁLFSTÆÐI BÆJARINS?
Til eru þeir sem álíta, að með
þessum aðgerðum hafi verið
freklega gengið á sjálfsforræði
bæjarins. Sannleikurinn er hins-
vegar sá, að irdkisstjórnin hefur
lyft bæjarútgerðinni yfir örðugan
hjalla með þvi skilyrði, að fram-
kvæmdastjórn hennar annaðist 'í
framtiðinni aðilji, sem hún treyst-
ir til að skapa útgerðinni fram-
tiðartilveru.
Þótt þannig hafi verið frá mál-
um gengið, er rangt að segja,
að fjáriræði bæjarins hafi verið
frá honum tekið. Þvert á móti er
hér um að ræða tilraun til að létta
á þeim þunga, sem bæjarútgerðin
fram að þessu hefur verið á bæn-
um, og sem var farinn að hvíla
Framhald á 4, siðy