Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.04.1953, Side 4

Siglfirðingur - 08.04.1953, Side 4
Fréttir Þrír við þröskuld Alþingis „Ljósmóðir ! '' kominúnismaRS.“ Kunnur erlendur stjórnmála- maður lét eitt sinn þau orð falla um sócialdemókrataflokka, að þeir væru „ljósmæður kommún- isrnans". Sé litið yfir sögu ís- lenzkra _stjórnmála, koma sann- indi þessarar kenningar 1 ljós. Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn voru stofnaðir um líkt leyti og báðin sóttu nær- ingu sína í nægtabrunn marxism- ans og sá fyrrnefndi í einu og öllu. Hvert hefur svo framlag Alþýðuflokksins verið til komm- únismans í landi þessu? Kommúnistaflokkur Islands var á sínum tíma stofnaður með klofpingi úr Alþýðuflokknum — og enn síðar klofnaði brot úr Alþ.fl. og rann saman við Komm- únistaflokkinn og þannig varð hinn svokallaði Sósíalistaflokkur til. Þannig hefur Alþ.fl. tvívegis klofnað í kommúnistaflokk: — Kommúnistaflokk Islands og Socíalistaflokkinn. Alþ.fl. hefur að þessu leyti tekið upp háttu hinna friumstæðustu lífvera, sem viðhalda stofni sínum með klofnun í tvennt! ! í Tvíhöfða stefna. Til er saga um áðnamaðk, sem skaut höfðinu upp úr frjómold- inni og sá ,,annan“ maðk. Tók hann þegar að fara á fjörurnar við „félaga“ sinn, en komst að þeirri óþægilegu staðreynd, að þetta var hinn endinn á honum sjálfum! Þannig er það með Al- þýðuflokkinn og Socíalistaflokk- inn. Þeir eru tveir armar hins eina og sama marxisma: þjóðnýt- ingarstefnunnar. Að flýja frá kommúnisma til socialdemókrata er fdótti frá marxisma til marx- isma, flótti frá einu enda sama hlutar til annars, að vísu til göf- ugri endans! Kratamir hér í bæ halda því á lofti, að kjördæmið þurfi að kjósa socialdemókrata á þing í stað socialista. Það er að vísu rétt, að það en Siglufirði lífsnauðsyn að losna við þingmennsku Áka. Hitt er engu að síður rétt, að krati, sem þingmaður yrði alveg jafn áhrifalaus á 'þingi, enda býður Alþ.fl. hér fram mann, sem héðan er löngu fluttur, sem síðasta þing ýtti úr stjórn Sildarútvegsnefnd- ar og S.R. — og það út af fyrir sig sýnir gengi hans og áhnif á Alþingi fslendinga. Það heitit: og að fara öfugt að hlutunum, að reka af sér komm- únistisk áhrif með vali flokks, sem tvívegis hefur fætt af sér sér kommúnisk samtök. „Ljós- móðir kommúnismans' ‘er ekki sótt nema menn vilji og eigi von á auknum kommúnisma. Alþýðuflokkurinn er að visu ekki landráðaflokkur og aðhyllist ekki þá aðferð að skjóta með- bræður sína upp við vegg og aðra kommúníska háttu. En hann vinn- ur að „socialeringu", vill gefa eit- ur marxismans inn í’smáskömmt- um, smokra þjóðnýtingarfjötrun- um á þjóðina. Markmið hans er allsherjar ,,sócialering“: yfirráð fámennrar pólit'iskrar stjórnar yfir atvinnutækjum þjóðarinnar og atvinnu fólksins. Þegar svo er komið er „fámennisstjórn" og jafnvel kommúniskt alræði á næstu grösum. Við þurfum frjáls- lyndan hægrimann. Þeir, sem hinsvegar telja, að það horfi til góðs fyrir þetta bæjarfélag, að losna við þingsetu kommúnista og fá á þing ikjör- inn áhrifarikan fulltriúa, sem er þess megnugur að vinna Siglu- firði gagn, ber að fylkja sér um flokk hins frjátsa framtaks, Sjálf-- stæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er frjáls- lyndur hægriflokkur, sem berst fyrir alhliða framförum, á grund- velli einstaklingsfrelsis og frjálsr- ar samkeppni, með hagsmuni allra stétta þjóðfélagsins fyrir augum. Stefnuskrá flokksins er víðtæk og innan hans rúm fyrir alla þá, sem framförum unna, andstæðir eru ofstjórn og þjóð- nýtingu og hefja vilja til vegs og virðingar þjóðlega og framfara- sinnaða stjórnmálastefnu. Það væri til ómetanlegs hag- ræðis fyrir þetta bæjarfélag, að velja fulltrúa slíkrar stefnu til þingsetu og þeir, sem í hjarta s'ínu eru góðin Siglfirðingar, munu vinna að þvi markmiði í kosning- unum í vor. Raunverulega hefur fylgi flokkanna hér riðlast þannig frá síðustu kosningum, að frambjóð- endur þriggja flokka standa við þröskuld Alþingis, þ.e.as. allra flokka nema Framsóknarflokks- ins. Siglfdrzkir kjósendur eru dyraverðir Alþingis að því leyti, að þeirra. er að opna þinghúsið fyrir einum þeirra en Joka hina úti. 1 því starfi verða þeir sinnar gæfu smiðir — eða ógæfu. Sjálfstæðisfélögin á Siglufirði héldu árshát'íð sína að Hótel Hvanneyri 21. marz s.l. Hófst hófið með sameiginlegu borðhaldi. Undir borðum fóru fram ræðuhöld og söngur og margskonar skemmtiatriði. — Að borðhaldi loknu var stiginn dans fram til lögákveðins hættutíma. Fjölmenni var og skemmti fólk sér með ágætum. Var skemmtun þessi mjög ánægjuleg og vel skipu lögð og til mikils sóma fyrir fé- lögin. Gagnfræðaskóli Siglufjarðar hafði eins og venja hefur verið, opinbera skemmtun til tekna fyrir ferðasjóð nemenda. I þetta sinn sýndi það smáleikinn „Nauta- prangarinn“. Þá voru sýndir þjóð- dansar og að siðustu sungu nokkr ar ungar stúlkur, fáein lög þrí- raddað. Var skemmtun þessi vel upp- færð og framborin. Sklðafélag Siglufjarðar — Skíða- borg hafði sýningu á smáleiknum „Saklausi svallarinn“ til að afla félaginu fjár til starfsemi sinnar. Er talsverður áhugi meðal sk'iðamanna hér fyrir að skapa skiðaifólkinu betri skilyrði til skíðaiðkana en verið hefur. Gagnfræðaskóli Siglufjarðar hélt árshátíð sína 21. marz s.l. með skemmtun í Sjómannaheim- ili Siglufjarðar. Auk nemenda sóttu þessa skemmtun skólastjóri, kennarar og foreldrar nemenda. Skemmtunin byrjaði með sam- eiginlegri kaffidrykkju. Nemend- ur í 3ja bekk sáu um allar veit- ingar og skemmtiatriði. Var veitt með rausn og skemmtiatriði ágæt. Eftir samdrykkjuna var dans stiginn. — Skemmtunin fór vel fram og var hin ánægjulegasta. Togarinn Elliði fór 1 fyrstu veiðiförina hjá nýju útgerðarstjórninni siðastl. laugardagskvöld, 4. þ.m. Tíðarfar. Með Einmánaðarkomu skipti um veðurfar hér norðanlands. Þá skall á ofsaveður norðan með mik- illi fannkomu, er hélzt í þrjá sólarhringa. Þá fór verður heldur lægjandi, en hélzt þó allhvöss norðanátt með hríðarbyljum allt fram til laugardags fyrir páska. Birti þá upp og gerði heiðr'íkt veður með dálitlu frosti. Þessi veðurbreyting olli ýms- um vandræðum. — Símasamband rofnaði víða, mjólkurflutningar teftust og ferðafólk var hríðteft í marga daga á ýmsum stöðum, vegna ófærðar á fjallvegum. — Bílar, sem lögðu upp frá Reykja- vík áleiðis til Akuxeyrar voru 12 sólarhringa á leiðinni, Lausn bæjarútgerðar málanna Framhald af 1. síðu sem mara á hverjum einasta bæj- arbúa. ÞUNGAMIÐJA MÁLSINS Aðalatriði var það, þegar af stað var fariið, að skipin væru áfram rekin frá Siglufirði, og að Siglfirðingar væru á skipunum og afli þeirra hér lagður á land að öðru jöfnu. Þessum aðalatriðum hefur nú verið gleymt af þeim, sem vilja gera málið sem tortryggilegast, og í stað þess tekin upp allskonar málalengingairi í sambandi við at- riði, sem minna máli skipta. Það var margreynt af nefnd þeirri, sem suður fór, að önnur leið var ekki fær í þessu máli, að hér var um að ræða einasta möguleikann til að tryggja áfram haldandi rekstur togaranna í bænum. Enda var það svo, að nefndin var heil og óskipt í máli þessu. Þrátt fyrir bægslagang kratanna hér heima er skylt að geta þess, að fulltrúi þeirra í nefndinni, Sigurjón Sæmimdsson, vann af heilindum og drenglyndi að málunum, og að nefndarmenn allir sameinuðust um þá einu leið, sem að vel athuguðu máli, var fær til að halda skipunum. Hvaða þýðingu hefur svo það að halda skipum þessum í bæn- um? Rekstur þeirra tryggir 4—500 manns framfæri ( miðað við 5 manna f jölskyldur). Auk þess landvinna við þann afla, sem lagð ur er á land af skipunum, er gef- ur fjölda fólks atvinnu bæði í sambandi við frystingu, söltun og þurrkun og herzlu. Atvinnuástandið í bænum er þannig, að ekki er verjandi, að slík atvinnutæki sem togararnir séu óstarfræktir öllu lengur. — Sala togaranna úr bænum þýddi óhjákvæmilega, að þeir, sem hafa framfæri sitt af togurunum, — hljóta að bætast í hóp þeirra, sem þegar hafa flúið atvinnuleysið. LOKAORÐ í þessari grein minni hef ég skýrt sjónarmið mín varðandi mál bæjarútgerðarinnar, á þann hátt, sem mér frekast er unnt. Vonast ég til, að bæjarbúar fái í þess- ari grein ibetri yfirsýn yfir málið en áður og að sleggjudómar þeirra, sem af vanþekkingu reyna að tortryggja þessa lausn máls- ins, séu að fullu niður kveðnir. Að lokum mælist ég svo til þess, að bæjarbúar sameinist í þessu máli og sýni hinum nýja framkv.stj. togaraútgerðarinnar, Sigurði Jónssyni, velvild og traust, og létti honum þannig störf sín. Ólafur Ragnars

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.