Siglfirðingur - 12.08.1954, Side 2
2
SIGLFIRÐINGUR
Siglfirðingur
MALGAGN siglfirzkra
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Ritstjórn: Blaðnelndin
Ábyrgðarmaður: ólaíur Ragnars
Auglýsingar: Frane Jónatansson
SfLDVEIÐIN
Framhald af 1. síðu
Bf engjnn væri til að trufla
hana á leið sinni upp, mundi hún
róleg leggja hér að landi, eins og
í gamla daga. Sé nú þetta rétt at-
hugað, er fullkomin ástæða fyrir
Islendinga að leggja einhverskon-
ar hömlur á þennan yfirgang er-
lendra síldveiðiskipa.
Hvað myndu Norðmenn gera,
ef Islendingar sigldu sínum s'ild-
veiðiflota til Noregs og færu að
stunda veiðar á hafinu meðan
Norðmenn biðu eftir að síldin
kæmi inn á venjuleg mið. Þeir
yrðu sjálfsagt ekki lengi að hugsa
um að reka Islendinga af höndum
sér.
'Vel má vera, að sumum finnist
þetta firrur einar, en vilja menn
iþá ekki kynna sér háttu Norð-
manna á þessu sviði. Hvernig
haga þeir sér gagnvart síldinni?
Þeir fara aldrei langf til hafs til
síldveiða á vetuma. Þeir senda
s'ín eftirlitsskip til að athuga hvað
síldargöngunni líður og hvemig
hún hagar sér. Svo þegar síldin
er gengin á hentug veiðisvæði, þá
hefjast síldveiðamar. Við skulum
hugsa okkur, að ef svipuð aðferð
væri viðhöfð við síldargöngur hér,
að síldin komi ótrufluð og óáreitt
eftir sínum venjulegu leiðum upp
á gmnnmiðin, þar sem hún hefði
sinn vissa dvalartíma. Það leikur
varla á tveim tungum, að þá væri
annað ástand en það, sem nú hef-
ur skapazt veg,na margra ára afla-
brests.
Því verður ekki neitað, að síð-
an síldin fór að veiðast hér við
land og verða að þýðingarmikilli
lútflutningsvöra, hafa fyrir komið
einstök aiflaleysisár. Það má telj-
ast eðlilegt. En veruleg árleg
veiðitregða kom ekki í ljós fyrr
en útlendingum var bannað að
hafa hér söltunarstöðvar í landi
og veiða síld innan vissra tak-
marka. Þá beindu útlendingar
flota sínum á djúpmiðin, á venju-
legar s'íldarleiðir, og ösluðu þar í
síldinni með ýmiskonar veiðitækj-
um. Þetta ónæði varð svo til þeirr
ar traflunar, að síldin breytti um
strik, hélt djúpt austur í stað
'þess að halda upp að landi.
'Hliðstætt dæmi er t.d. með
þorskveiðar sumsstaðar á Norður-
landi og einna gleggst á Skaga-
firði. Áður en vélbátaútgerðin
hófst, var á hverju vori tryggjur
þorskafli norður með Skaga. Réru
þá á hverju ári árabátar, sem
héldu til við fuglaveiðar í Drang-
ey og réru þá í Selnesdjúp og
norður hjá „Þursa“ á tryggan
fisk. Þegar svo vélbátar frá Sigju-
firði fóra að sækja fisk vestur á
Skagagrunn *vor eftir vor, rýrn-
aði strax ifiskgengdin inn með
Skaganum og hvarf með öllu.
Þama hafa vélbátarnir truflað
fiskgönguna og hún beinzt austur
í djúpin, í stað þess að halda ó-
áreitt á fornar stöðvar inn með
Skaga.
Þetta kann einhverjum að
þykja hlægilegt og undrunarefni,
að nokkrum manni 'skuli detta í
hug, að hægt sé að hafa áhrif á
þorsk- eða síldargöngur. En nú
má til athugunar taka. Sögur
herma að í fornöld hafi allir firðir
og flóar verið fullir af allskonar
fiski, Þá hélt fiskurinn sínum
hætti að hverfa úr fjörðum Norð-
anlands, þegar hausta tók og kom
aftur með vorinu. Sjálfsagt hef-
ur fiskurinn haft þennan hátt á.
frá upphafi, og hefur hann enn.
Eftir því sem landsmenn sinntu
betur fiskveiðum og veiðitækin
bötnuðu, rýmaði fiskaflinn, sem
hefur líklega komið til af því, að
veiðst hefur meira en viðkoman
var. Þó hélt fiskurinn sínum upp-
tekna hætti, að koma inn á firð-
ina á hverju vori, og voru glöggir
menn alveg vissir um hvenær
ætti að hefja róðra, og sjaldan
sem afli brást.
En svo komu hin stórvirku
veiðitæki til sögunnar og fara að
taka fiskinn á göng,u sinni inn í
firðina. Þá breytist skyndilega,
engin fiskgengd og aflatregða.
Þetta ætti að vera ljóst hverjum
manni, sem hefur veitt þessu at-
hygli.
Það er erfitt að fullyrða, en
ákaflega sterkar líkur benda til
þess, að erlendi veiðiflotinn sé að
eyðileggja síldveiði okkar, og því
nauðsynlegra öllu að taka það til
rækilegrar athugunar.
Kaupum
]/2 flöskur og lyfjaglös
fyrst um sinn.
APOTEKBE)
Kjötmeyrir
gerir gamalt rollukjöt Ijúf-
fengt og meyrt.
Fæst í
APOTEKINU
Air-wick
á kr. 15,00 og kr. 12,00
Fæst í
APOTEKINU
Vtsvarsskráin 1954, ásamt útsvarsstigum og
álagningarreglum, liggur frammi til athugunar
bœjarbúum í Verzlunarfélagi Siglufjarðar h. f., Tún-
götu 3, frá 3.—18. ágúst n. k.
Utsvarskœrur þurfa að hafa borizt bœjarskrif-
unni fyrir 18. ágúst n. k. — Þó hafa siglfirzkir síld-
veiðisjómenn kœrufrest til 8. september n. k.
Siglufirði, 3. ágúst 1954.
! ’ • BÆJARSTJÓRI
o
O
o
o
n
o
o
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
Auglýsing um manntalsþing
Hið árlega manntalsþiug f Siglufjarðarkaupstað verður lialdið í
bæjarþingsalnum við Gránugötu liér í bæ, laugardaginn 21. ágúst 1954
kl. 10 f.h. — Falla þá í gjalddaga eftirtalin gjöld fyrir árið 1954:
Fasteignaslíattur
Tekju- og eignaskattur
Lestagjald ■ 1
Vitagjald
Námsbólcagjald
Vélaeftirlitsgjald
Persónuiðgjald til almannatrygginga
Atvinnurekstrar- og áhættuiðgjald
Mjólkuieftirlitsgjald
Sóknargjald og kirkjugarðsgjald
Er hér með skorað á alla þá, sem inna eiga af hendi gjöld þessi á
yfirstandandi ári og ekki liafa þegar gert {>að, að gera skil á þeim á
hérmeð auglýstu manntalsþhigi.
Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað 24. júlí 1954.
EINAR INGIMUNDARSON
TILKYNNING Nr.1/1934.
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á
brauðum:
Franskbrauð, 500 gr....................... kr. 2,60
Heilhveitibrauð, 500 gr.................... — 2,60
Vínarbrauð, pr. stk......................... — 0,70
Kringlur, pr. kg............................ — 7,60
Tvíbökur, pr. kg............................ — 11,55
Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr................... — 4,00
Normalbrauð, 1250 gr........................ — 4,00
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir,
skulu þau verðlögð lí hlutfalli við ofangreinll verð.
Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta
sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið.
Utan Reykjavlkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauðum og
normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
4. »— * <
* .. Reykjavík, 30. júlí 1954.
, -v>,
- , ... . , . VERÐGÆZLUSTJÓRI