Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.08.1954, Síða 2

Siglfirðingur - 27.08.1954, Síða 2
2 SIGLFIRÐINGUR ■‘s-fc f :■ Hilmar Jónsson frá Tungu MINNINGARÖRÐ Siglfirðingur 1 MÁLOAGN siglfibzkba SlALFSTÆDISMANNA Ritstjórn: Blaðnelndia Abyrgðarmaður: Ólalur Ragnars Auglýsingar: Franc Jónatansson ATVINNUVANDAMÁLIN (Framhald af 1. síðu) vinnu fyrir bæjarbúa á meðan unnið er að framtíðarbyggingu öruggs atvinnulífs. Má í þessu sambandi benda á atvinnutækin, sem bærinn á, tog- arana. Nú þarf að vinna fljótt og vel að því, að þeir komist á veið- ar, og leggi upp afla sinn hér. Það þarf einnig að vinna að því, að hraðfrystihúsin fái nægileg hráefni til vinnslu. Það er ekki annað vitað, en hraðfrystihúsið Hrímnir rísi upp sem nýtízku vinnslustöð, samkv. samningum, sem Hallgrknur Oddsson hefur gjört við bæinn. Ýta þarf undir framkvæmdir þar. Þá verður að vinna að því, að lengdur verði starfstími Tunnu- verksmiðjunnar og henni útvegað nægilegt efni til að vinna úr. Loks má nefna vatnsveituna. Vinna við hana verður talsverð, eða minnsta kosti getur bjargað og firrt menn atvinnuleysi, ef byrjað væri strax á vinnu þar. Þá er og einnig eitthvað tals- vert eftir við flóðvarnargarðinn. Á þetta er nú bent, bæði með framtíðaruppbyggingu atvinnulífs svo sem togarana og hraðfrysti- húsin og svo ígripavinnuna eins og vatnsveituna og flóðvarnar- garðinn, til þess nú, meðan annað er ekki fyrir hendi að skapa at- vinnu. Annars er það nauðsyn, að vatnsveitan verði fullgerð, annað gengur ekki, ef nokkur vinnsla verður í hraðfrystihúsunum. — Þetta er nú það, sem grípa má til strax og verður að vinna ötullega og markvisst að. Bæjarstjórninni er fullljóst ástandið í lífsafkomu bæjarbúa og mun að minnsta kosti meiri- hluti bæjarstjórnar, hafa hugsað rækilega um vandamálin og mun leggja fram sínar tillögur til úr- lausnar í bráð. Þegar um þa ðer. að ræða að leggja grundvöll að byggingu ör- uggs atvinnulífs hér í bæ, má strax benda á, að til þess að sá grundvöllur verði traustur, verða vinnubrögðin og starfaðferðir að hagsmunamálum bæjarins að taka miklum stakkaskiptum, og mun verða síðar um þá hhð máls- ins rædd. ★ Minningargrein um frú Sigríði Stefánsdóttur verður að bíða næsta blaðs vegna rúmleysis. Hann lézt af slysförum á Kefla víkurflugvelli 16. þ.m. Hafði hann verið við byggingu flugskýlis þar, og var við vinnu sína ofarlega í byggingunni, þegar hann af ein- hverjum ástæðum missti fótanna og hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum, að hann kom ekki til meðvitundar og andaðist stuttu síðar. Hilmar heitinn var búsettur hér, og fór, eins og fleiri suður á land í atvinnuleit. Hann var fæddur í Tungu í Stíflu árið 1914, sonur sæmdar- hjónanna Sigurlínu Hjálmarsdótt- ur og Jón G. Jónsson þáverandi bónda og hreppstjóra, sem nú eru búsett hér. Hilmar ólst upp á heimili for- eldra sinna til fullorðins ára, og átti því láni að fagna að eiga yn- dælt æskuheimili, sem stjórnað var af foreldrum hans með mikl- um myndarbrag, og vandist þar umsvifamikilli sveitavinnu. Árið 1935 gekk Hilmar heitinn að eiga heitmey sína Magneu Þorláksdóttur frá Gautastöðum í Stíflu og hófu þau þegar búskap á hluta af Tungu, en brugðu búi 1943 og fluttu til Siglufjarðar. Eignuðustu þau 3 efnileg börn. Hilmar heitinn var velgerður maður, greindur vel, greiðvikinn og góðviljaður sínu samferðafólki. Hann var óvenju fjölhæfur, prýði lega handhagur bæði á tré og járn. Fór þar saman vandvirkni og góð afköst, því fjarri skapi hans var dundur og slén við vinnu eða hroðvirkni. Hann var söngvinn í bezta lagi. Sönglistin var honum mjög hug- kær. I þeim efnum var hann að vísu dálítið hlédrægur, og ekki kvað neitt að honum sem söng- manni, sem sjálfsagt hefur staf- af af næmum smekk og miklum kröfum til sjálfs sín, en oft heyrð ist hann nunna við störf sín lög, sem hljóðnæm eyru hans höfðu heyrt. Tónaregnið, sem að eyrum barst svalaði sál hans eins og regnið blóminu eftir þurrk. Hann lék forkunnarvel á harmón- íku, settlega og taktfast, og var eftirsóttur að spila fyrir dansi. Einnig átti hann orgel harmóní- um, sem hann lék á sér til un- unar. Á þessu sviði var hann alveg sjálfmenntaður. Má óhætt fullyrða, að ef hann hefði notið þeirrar tilsagnar, sem nú býðzt, mundi hann hafa orðið atkvæða- mikill á sviði sönglistarinnar. Hilmar heitinn var vinmargur. Öllum, sem kynntust honum vel, þótti vænt um hann. Hann var fremur hæggerður og seinn til kynningar, en dagleg framkoma hans og hlýlegt viðmót var flgst- um geðfelld og varð til þess, að menn sóttu frekar eftir vináttu r hans. —Vandamenn og vinir sitja hnýpnir og trega lostnir við frá- fall þessa góðvinar. Spurningin verður áleitin: Hví Hví var þessum vini vorum svo skjótt beður búinn? Okkur verður svarafátt. Á Á skilnaðarstundum sem þessari, finnum við bezt, hve við erum veik og fávís. Frú Sigrún Guðlaugsdóttir Hen riksen lézt að heimili sínu hér í bæ 6. þ.m. Kenndi hún sjúkleika á síðastl. vetri og var um skeið á sjúkrahúsinu hér til lækninga. Var hún komin heim af sjúkra- húsinu og tekin við stjórn heim- ilisins. En að kvöldi dags 6. þ.m. missti hún snögglega meðvitund og andaðist eftir skamma stund. Frú Sigrún var dóttir Guðlaugs sál. Sigurðssonar skósmiðs og konu hans Petreu sál. Sigurðar- dóttir. Voru þau hjónin velmetin hér í bæ. Sigrún giftist Ole Henriksen út- gerðarmanni hér í bæ, og eignuð- ust þau 3 börn, 2 drengi, upp- komna og eina stúlku innan við fermingaraldur. Ung að árum stofnaði frú Sig- rún sitt eigið heimili með eigin- manni sínum. Henni var heimilið kært. Það var hennar ríki, sem hún stjórnaði með dugnaði og ráð deild. Umhugsunin um að skapa unaðslegt heimili með elskhuga sínum og börnum var fyrst og síðast. Með prúðmennsku sinni og lipurð umgekkst hún alla, en þó ber heimili hennar bezta vott- inn um þá skapgerð. Hún var ekki gefin fyrir afskipti af mál- um utan heimilisins, og því hefur fráfall hennar ekki víðtæk áhrif á opinberan félagsskap, en ömur- legur tómleiki grípur heimilið. — Nú er hún fallin frá hugumprúða konan, sem stóð ávallt hugrökk og þétt við hlið eiginmanns síns í bríðu og stríðu og tók þátt í öllum hans störfum; konan, sem lifði með börnum sínum og með sannri móðurumhyggju leysti úr vandræðum þeirra og strauk mjúkum móðurörmum um vanga þeirra. Það má því með sanni segja, að skjótt hafi sól brugðið sumri á því heimili, og sár harm- ur kveðinn að eiginmanni, börn- um og öðrum nánum vandamönn- um. En gæfan er sú og gleði, að eiga ljúfar og fagrar endurminn- Þjóðskáldið Matthías Jochums- son lýsir því af sinni alkunnu ' snilld í þessu stefi: Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu; hreyk þér eigi, þoldu, strýddu. Þú ert strá, en stórt er Drottins vald. Hel og fár þér finnst á þínum vegi, fávís maður, vittu, svo er eigi. Haltu fast í Herrans ldæðafald, láttu geysa lögmál fjörs ognauða, lífið hvorki skilur þú né þel. Trú, þú — upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel. Hvíl þú í friði. Blessuð sé minn- ing þín. P. E. ingar um góða eiginkonu og ást- ríka móður. Jarðarför frú Sigrúnar fór fram 20. þ.m. að viðstöddu fjöl- menni og fór sú athöfn mjög virðulega fram. Blessuð sé minning þessarar mætu konu. Ávarp til Siglfirðinga Siglfirðingar! Samnorrœna sund- keppnin hefur nú staðið yfir á fjórða nxánuð. Hver er svo árangur okkar? Hann er mjög svo lélegur. Hver er ástæðan fyrir þessu áhugaleysi, sem er þó mest ríkjandi hjá fullorðna fólkinu? Aftur á móti hafa börnin sýnt sér- stakan dugnað og áhuga, enda eiga þau heiður skilið fyrir frammistöð- una. Ungir knattspyrnumenn hér í hæ hafa sýnt mikinn dugnað í sumar. Þeir hafa unnið hverja keppnina af annarri, hæði við Akureyringa og lsfirðinga. Þökk sé þeim. Slíkan sigur ættum viðað geta unnið í samnorrænu sundkeppninni og innbyrðis keppninni við Vest- mannaeyjar og tsafjörð. Iín keppni er um það milli þessara bæja, hver bætir hlutfallslega mestu við sig frá sundkeppninni 1951. Bæjarstjórnin hefur ákveðið, að sundlaugin verði opin til 15. sept. svo að hinir mörgu Siglfirðingar, sem eiga eftir að þreyta 200 metrana, geti lokið því fyrir þann tíma. Sund- laugin verður opin frá 1. sept. til 15. sept. daglega frá kl. 2e.h. til 7 e.h. Slíkan sigur ættum við að geta bvetja ykkur til þess að synda 200 metrana. Einnig viljum við hvetja þá, sem lokið hafa sundinu til þess ■að hafa áhrif á alla, sem geta synt vegalengdina. Nú er um að gera að allir standi sig; heiður Islands og bæjarfélags okkar er í húfi. Siglufirði, 27. ágúst 1954. Þ. Ragnar Jónasson settur bæjarstjóri. Baldur Eiríksson forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar SigurSur Gunnlaugsson form. Norrænafélagsins í Siglufirðí fíragi Magnússon form. Knattspyrnufél. Siglufjarðar Helgi Sveinsson forrn, Iþróttabandalags Siglufj, f Frú Sigrún Guðlaugsdóttir Henríksen MINNINGARORÐ

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.