Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.01.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 29.01.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ABALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 11. júní 1955 og hefst kl. 1,30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða reksturs- reikninga til 31. desember 1954 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðs- ins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 7.—9. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir, að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fund- inn, þ.e. eigi síðar en 1. júní 1955. Reykjavík, 10. janúar 1955. STJÓRNIN c) Skagfirðingum yrði opnuð leið að öruggri höfn, sem þeir þarfnast mjög. .d) Skilyrði fyrir byggð á Úlfsdölum yrði góð, en þar eru nú aðeins eyðijarðir." Hvar og hvernig, sem kommún- isminn birtist. Svohljóðandi ávarp um komm- únismann var samþykkt á aðal- f undinum: „Um leið og F.U.S. fagnar þeirri staðreynd, að hinni austrænu ein- ræðisstefnu glatast stöðugt fylgi hér á landi, sein meðal annarra menn- ingarþjóða, — varar félagið við bak- itjaldastarfsemi ýmissa laumubolsé- yikka og „ex“-kommúnista, sem vinna að sundrungu lýðræðisaflanna, og skorar á hugsandi fólk að gjalda með varhug og einbeittri andstöðu hvers- konar tilraunum slíkra til að komast í áhrifaaðstöðu, sem beitt yrði gegn helgustu hugsjónum og dýrmætustu arfleifð þjóðarinnar. Hvetur F.U.S. til einliuga samstarfs gegn kommúnismanum, hvar og í liverskonar mynd, sem liann birtist, og til trúrrar varðstöðu íslenzks æsku lýðs uin helgustu tákn sjálfstæðis vors: Alþingi, þjóðfánann og önnur slík, sem kommúnistar nota hvert tækifæri til að óvirða.“ Einari Ingimundarsyni þökkuð þingstörf. Að lokum þökkuðu ungir Sjálf- stæðismenn Einari Ingimundar- syni, alþ.m., störf hans í þágu Siglufjarðar með eftirfarandi sam þykkt: „Félag ungra Sjálfstæðismanna færir Einari Ingimundarsyni alþingis manni hugheilar þakkir þeirrar æsku, sem vill veg og viðreisn Siglufjarðar, fyrir örugg og farsæl störf á Alþingi í þágu þessa byggðarlags, störf, sein fremur einkennast af fyrirhyggju og framsýni en sýndarmennsku, og sendir honum sínar beztu kveðjur og heitir á siglfirzkan æskulýð að mynda skjaldborg um þau baráttu- mál, sem framundan eru á leið Siglu- fjarðar til batnandi tíma.“ 0 T S A L A Mjög mikil útsala á kápum og dröktum. — Notiö þetta sérstaka tœkifœri. Verzlunin Túngata 1. Tiikping frá Skattstofunni Framtalseyðublöð hafa nú verið borin til gjaldenda. Hafi einhver gjaldandi ekki fengið eyðublað, skal hann vitja þess til skattstofunnar, Aðalgötu 32 (gengið inn frá Lækjargötu). Framtölum skal skila til skattstofunnar fyrir kl. 12 á miðnætti þ. 31. þ.m. Vinnuframtölum frá atvinnurekendum ber að skila fyrir sama tíma. « Eyðublöð fyrir vinnuframtöl, landbúnaðarskýrslur og tekjur af sjávarútvegi eru afhent á skattstofunni. Nánari upplýsingar varðandi framtal geta gjaldendur fengið á skattstofunni frá kl. 2 til 7 e.h. Athygli gjaldenda skal vakin á því, að samkv. skattalögunum, ber að áætla þeim tekjur, sem ekki telja fram, og skal það gert svo ríflega, að ekki sé hætta á, að viðkomandi hafi haft hærri tekjur. Siglufirði, 22. janúar 1955. SKATTSTJÓRI Kaupum fyrst um siim hálfflöskur og stór lyfjaglös APÓTEKIÐ Góð skemmtun Þriðjudaginn 25. þ.m. hélt Kven félagið Von sína árlegu skemmtun fyrir eldra fólkið í bænum. Áður en setzt var að drykkju, flutti Jóhann Jóhannsson skóla- stjóri, húslestur, en sungnir voru sálmar á undan og eftir. Þar næst setti formaður kven- félagsins, frú iSigurbjörg Hólm, skemmtunina. Var því næst setzt að drykkju og var þar glatt á hjalla. Að lokinni kaffidrykkjunni fóru fram margskonar skemmti- atriði og voru þau sem vanalega fjölbreytt og skemmtileg. Sýndur var sniðugur gamanleikur, sungn- gamanvísur, upplestur, tvísöngur og kórsöngur. Auk þess var svo dansað af miklu fjöri. Félagið á miklar þakkir skilið fyrir þessar ánægju og gleðistund- ir, sem það veitir gestum sínum á þessum skemmtunum. Á morgun (sunnudag) ætlar svo kvenfélagið að efna til opin- berrar skemmtunar og endurtaka atriðin frá þriðjudeginum. Kl. 5 verður skemmtunin fyrir börn og er aðgangseyrir kr. 3,50. Kl. 8,30 fyrir fullorðna og er aðgangseyririnn kr. 10,00. Það sem inn kemur fyrir skemmtanir þessar fer í Elliheim- ilissjóð félagsins. Siglfirðingar fá nú tækifæri til að sýna, að þeir meti að verð- leikum starf kvenfélagsins Vonar, og leggja um leið svolitla upphæð til styrktar þýðingarmiklu og hjartfólgnu máli. Siglfirðingur vill því skora á bæjarbúa að fjölmenna á þessa skemmtun. Kaup á nýjum togara í athugun. í desember s.l. kom meirililuti bæj- arstjórnar með tillögu þess efnis, að kosin yrði fjögurra manna nefnd til að athuga hvort vilji væri fyrir hendi meðal bæjarbúa, að keyptur væri nýr togari til bæjarins. Tillaga þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Ástæðan fyrir því að þessi tillaga kom fram er sú, að hægt er að taka á móti meira af fiski en tveir togarar geta aflað, miðað við vinnsluskilyrði í landi. T.d. liefur Hraðfrystihúsið Isafold aukið enn húsakost sinn, og í ráði er að Hrímnir auki að mun sína afkastagetu. Liggur því í augum ,uppi, að hingað vantar fisk til vinnslu, bæði í frystihúsin og lijall- ana, sem alltaf er verið að auka, jafn- vel þó vélbátakostur aukizt að veru- legu leyti. Nefndin hefur aö undanförnu hald- ið marga fundi með ýmsum stéttum bæjarbúa, og athugað hver áliugi væri ■ fyrir því að leggja í ný kaup á tog- ara. Taldi nefndin sig hafa fengið það góðar undirtektir, að ástæða sé til að hefja fjársöfnun til að fá vitn- eskju um, hvort tiltækilegt reyndist að stofna hlutafélag um kaup á nýj- um togara. Góðir Siglfirðingar! Nú er hafin fjársöfnun og leitað verður til allra bæjarbúa. Pess er vænzt, að þessari fjársöfnun verði vel tekið, og menn skrifi sig fyrir upphæðum, sem þeir vilja láta af hendi rakna, þó ekki séu það stórar upphæðir, en safnazt þegar saman kemur. Þeir, sem ekki verða varir við sendimenn með fjár- söfnunarskjal, er á það bent, að allar frekari upplýsingar má fá á bæjar- skrifstofunni og þar liggja einnig frammi áskriftarlistar. Minnist þess góðir Siglfirðingar, að eftir því, sem við gerum meira sjálf eða fórnum meira til þess að bæta atvinnuskilyrði okkar, þeim mun meiri aðstoðar megum við vænta annars staðar frá. @ Nýlega hefur Andrés Hafliðason verið skipaður formaður skólanefndar barnaskólans. Varmaður hans í skóla- nefnd, frú Bjarnveig Guðlaugsdóttir, mun því taka sæti í skólanefndinni. Starfsmannafélag bæjarins liefur nýlega sent bæjarráði erindi um stór- fellda kauphækkun. Farið er fram á, að greitt verði 9(4% til viðbótar á laun árið 1954 og 350 kr. grunnkaups hækkun frá síðustu áramótum að bdj.iú , ...... i . i

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.