Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.01.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 29.01.1955, Blaðsíða 4
4 „STUÐLA BER AÐ VAXANDI ATVINNU í BÆNUM“ (Framhald af 1. síðu) en aðrir aðilar hér í bæ ekki. — Þetta er staðreynd. — Hér er ekki um neinn fyrirslátt að ræða. Ég staðhæfi sem sé, að annað rekstrarfyrirkomulag, hversu ákjósanlegt sem mörgum kann að virðast það í fljótu bragði, myndi leiða til stöðvunar þegar í stað og algjörar tortímingar. — Ég endurtek, að þetta er stað- reynd, sem horfast verður í augun við. — Fyrsta og æðsta boðorðið er að rekstur togaranna stöðvist ekki. Það verður að vera sífellt áframhald á rekstri þeirra; sí- felldur flutningur á hráefni til lands, svo að atvinna skapizt fyrir fólkið í landi og hægt verði að notfæra sér þau tæki, sem fyrir hendi eru til að vinna markaðs- vöru úr hráefninu. Þess vegna verður að fela þeim aðila rekstur skipanna, sem færastur er að upp- fylla þær vonir okkar, að með eðlilegum rekstri skapizt sæmileg atvinna. Þess þurfum við með. 'Hitt er svo aftur augljóst, að engum dettur í hug að mæla með því, að Síldarverksmiðjur ríkisins græði á Bæjarútgerðinni í skjóli þess að þær reka togarana. Það er því unnið að því, jafnhliða því að tryggja áframhaldandi rekstur skipanna hjá S.R., að verksmiðj- urnar endurgreiði bænum eða bæjarútgerðinni þann gróða, sem þær kynnu að afla með kaupum á fiski úr togurunum til vinnslu í hraðfrystihúsi sínu og skreiðar- framleiðslu. Mun vart ástæða til að ætla, að ekki takizt samningar um þessi sjálfsögðu atriði. 1 sambandi við áframhaldandi rekstur togaranna má geta þess, að gefnu tilefni, að þegar Síldar- verksmiðjur ríkisins tóku við rekstri þeirra, var Bæjarútgerðin orðin mjög skuldug. Eru þessar skuldi ekki ennþá að fullu greidd- ar, auk þess sem allmikið tap hef- ur orðið síðan á skipunum, a.m.k. öðru þeirra. Þessar skuldir varð ekki komizt hjá lengur að greiða um síðustu áramót, ef ekki ætti að ganga að skipunum. Það varð því enn sem fyrr, að þrautalend- ingin í vandræðunum varð ríkis- stjórn og ríkissjóður. Hefur helm- ingur þeirrar upphæðar, sem greiða þurfti þessar skuldir með, þegar verið greiddur beint úr ríkissjóði, og verður hinn helm- ingurinn væntanlega greiddur af sama aðila (ríkissjóði) fljótlega. Ég get þessa aðeins til að nefna dæmi, að því fer f jarri að rekstur aðalatvinnutækja okkar gangi þegjandi og hljóðalaust og af sjálfu sér. Einnig get ég þessa til að hnekkja fleipri kommúnista og fylgisveina þeirra um að engin viðunandi lausn fáist hjá ríkis- valdinu í vandræðum bæjarfélags- ins. Slíkt fleipur er fram komið í S I G L F I R áróðursskyni, ef ekki liggja á bak við það annarlegri hvatir. Sjálfir vita kommúnistar og Alþýðuflokksbroddarnir hér ósköp vel, að ef farið hefði verið að ráðum þeirra um rekstur togar anna, hefðu þeir verið bundnir hér við bryggju eða seldir úr bænum. Mín von er sú, að ekki þurfi aftur að flýja til ríkisstjórnar- innar með að greiða taprekstur togaranna og að reksturinn fari loks að bera sig. Rekstur Elliða nú að undanförnu gefur góðar von ir um það, og að slíkt megi tak- ast, hvað bæði skipin snertir, ættu allir að vinna að. Það leit svo út síðastl. haust, þegar báðir togararnir gengu, að takast myndi að bæta úr atvinnu- leysinu, en svo vildi þetta óhapp til með Hafliða og við því er ekkert að segja, þó það breytti til óhags því, sem ætlað var. Slíkt getur alltaf komið fyrir. öflun nýrra atvinnutœkja Sjálfsagt tel ég nauðsynlegt að reynt sé á fleiri sviðum að ráða bót á atvinnuleysinu og stuðla að því, að fólk þurfi ekki að leita sér atvinnu annarsstaðar eða yfirgefa óðöl sín hér, og er nú uppi sú ráðagerð að afla hingað fleiri tækja, sem draga föng að til úr- vinnslu og nýtingar í landi. Munu á næstunni verða keyptir hingað 3 vélbátar 50—75 smálesta hver. Er mér fullkunnugt um, að 3 að- ilar hafa fengið eða eiga kost á að fá gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir 3 vélbátum. Og þó að • máske sé við örðugleika að etja viðvíkjandi fjárskorti í sambandi við bátakaupin, er vonandi, að þeir verði yfirstignir. Til þess að skapizt nóg og var- anleg vinna fyrir fólk í landi, væri nauðsynlegt að bæta við stórvirk- um atvinnutækjum. Þeirri hugs- un hefur nú skotið upp að reyna að festa kaup á einum togara í viðbót, en segja má, að hún sé enn í reifum. Þó gæti verið að innan stutts tíma verði eitthvað aðhafst í þessu efni. Ef þrír tog- arar gengju reglulega til veiða, myndi af því skapast nokkurn veginn stöðug vinna og hrað- frystihúsinu fengju nóg hráefni. öflun nýrra tekjustofna fyrir bœjarfélagiö. Eitt af því, sem miklum vand- ræðum veldur þessu bæjarfélagi og borgurum þess eru hinir fáu og rýru tekjustofnar þess. Þarfir bæjarfélagsins fyrir fé eru miklar. Þeir gjaldendur, er nokkuð að ráði geta lagt af mörkum, erufáir. TJt- svör eru því tiltölulega há í bæjar félaginu og langflestum um megn að greiða. Sá - útsvarsstigi, sem notaður hefur verið við álagingu útsvara er miklu hærri en víðast hvar annars staðar á landinu, Ð I N G U R miðað við greiðslugetu gjaldenda og allar aðstæður. Allt ber þetta að sama brunni og önnur vand- ræði, sem að þessu bæjarfélagi steðja. Það sem vandræðunum veldur á þessu sviði sem öðrum, er hið langvarandi síldarleysi. Ef síldin hefði ekki brugðizt undan- farin 10 ár, hefði sjálfsagt ekki verið ástæða fyrir Siglufjörð að berja sér vegna fjárskorts. Þó er það nú svo, að Siglufjörður hefur nokkra sérstöðu hvað snert- ir álagningu útsvara á gjaldendur sína, og hefur síldarleysið engin áhrif á þá sérstöðu að nokkru leyti. Hér í Siglufirði hafa bæki- stöð óvenjumörg risafyrirtæki, miðað við íbúatölu og í;;lenzka staðhætti. En hið sérstæða við þetta er það, að bæjarfélagið, hef- ur ekki lögum samkvæmt heim- ild til þess að leggja á nema nokkurn hluta þeirra fyrirtækja, sem hér eru. Þetta þykir óviðun- andi og eru nú á prjónunum ráða- gerðir um að breyta þessum laga- ákvæðum. Hef ég, ásamt fleiri þingmönnum, til dæmis lagt fr^m á Alþingi frumvarp til laga, sem heimilar að leggja útsvör á síldar- söltun, þar sem hún er rekin, án tillits til, hvort atvinnureksturinn er skrásettur þar eða ekki, en hingað til hefur heimild til álagn- ingar á slíkan rekstur verið bund- inn við, að hann væri skrásettur á saðnum. Ennfremur mun vera í uppsiglingu fleiri frumvörp til laga er miða að því að fjölga tekjustofnum bæjarsjóðs. Bœttar samgöngur við nágrannasveitirnar. Flestir munu vera sammála um, að þörf sé góðra samgangna á landi milli Siglufj. og nærhggjandi héraða, sérstaklega Skagaf jarðar- byggða. Menn munu og einnig nú orðið vera á einu máli um, að núverandi vegur yfir Sigluf jarðar- skarð fullnægi ekki þeim kröfum, sem gera þarf til slíkra sam- gangna og sé í rauninni hvorki fugl né fiskur. Til þess að leita úrbóta í þessu efni, flutti ég, ásamt þingmönnum Skagfirðinga og Gimnari Jóhannssyni þings- ályktunartillögu á síðasta þingi um að athugað yrði nýtt og betra vegarstæði milli Siglufjarðar og Skagafjarðarbyggða og benti í því sambandi sérstaklega á leiðina út fyrir svonefnda Stráka. Álykt- un þessi var samþykkt og átti athugunum á vegarstæðinu að vera lokið fyrir 1. okt. síðastl. Þessar athuganir voru ekki fram- kvæmdar, vegna þess að verk- fræðingar hjá vegamálaskrifstof- unni gerðu verkfall, svo sem kunnugt er. Til þess að tryggja það, að ekki yrði framhjá okkur gengið, ef gerðar yrðu breytingar á vegalögunum á þessu þingi, bar ég og sömu menn, sem stóðu að tillögunni á þinginu í fyrra, fram breytingartillögu við vegalögirj Sóknarprestur skip- aður í Siglufirði. Nýlega . hefur kirkjumálaráð- herra skipað séra Ragnar Fjalar Lárusson prest í Hofsós, sóknar- prest í Siglufjarðarkaupstað frá 1. febr. að telja. Kjölur lagður að björgunarskútu fyrir Norðurlandi Kjölur að björgunarskútu og varðskipi fyrir Norðurlandi var lagður 12. jan. s.l. í Stálsmiðjunni í Reykjavík. Skipið mun verða rúmar 200 lestir að stærð og byggingarkostnaður áætlaður um 4 milljónir króna. Slysavarnar- deildir á Norðurlandi munu leggja fram eina milljón til byggingar skipsins. Ráð er fyrir gert, að smíði skipsins verði lokið að ári liðnu. Björgunarskútan á jafn- framt að annast landhelgisgæzlu fyrir Norðurlandi. Hvað á skútan að heita. Nú skulu menn spreita sig á að finna viðeigandi og snoturt nafn. um, að fyrirhugaður vegur fyrir Stráka, sem ég nefndi Siglufjarð- arveg, yrði tekinn í þjóðvegatölu, er rannsóknir leiddu í ljós, að slík vegarlagning væri framkvagman- leg. Það þarf ekki að f jölyrða um þau þægindi á sviði verzlunar og viðskipta, sem kæmu í ljós með velgerðum veg, er hægt væri að flytja nauðsynlegan varning um, alla, tíma ársins. Mönnum er það að sjálfsögðu Ijóst. Þess vegna tel ég að verði að standa tryggilega með þessu þýðingarmikla máli og vinna af alefli að framkvæmdum þess. — Þetta voru aðalkaflar í ræðu alþingismannsins. En á ýmsum sviðum öðrum kom hann við. — Var góður rómur gerður að erindi þeesu.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.