Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.04.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 06.04.1955, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. apríl 1955 28. árg. AthygEisverd hugmynd ÁHÆTTTISAMXJR ATVINNU- REKSTUR Svo sem flestum er kunnugt, og eigi sízt Siglfirðingum — er síld- arsöltun bæði fjár- og fólksfrekur atvinnurekstur. Auk dýrra sölt- unarstöðva, verða saltendur að hafa ráð á mörgu starfs- og verkafólki, bæði körlum og kon- um. Og allt þetta fólk verða síld- arsaltendurnir að hafa á kaup- tryggingum. Bregðist svo síldin, þá standa saltendurnir uppi tóm- hentir að síldarvertíð lokinni, með tugþúsunda króna skuldir á bak- inu. Af þessu sjá allir, að síldar- söltun er áhættusamur atvinnu- rekstur, enda hefur reynslan sýnt það á ýmsum tímum, og eigi sízt á undanförnum árum, síðan síld- in fór að -bregðast. Mun láta nærri, að síðastliðin 10 ár hafi tiltölulega fáir síldarsaltendur hér á Siglufirði sloppið skaðlausir. — Sum árin munu saltendurnir hafa haft hagnað, en hin árin munu vera fleiri, sem þeir hafa haft hallann, og einkum 4—5 síðustu árin. j | > SÖLTUNARSTÖÐVARNAR HAFA GENGH) ÚR SÉR Afleiðingar þessarar slæmu af- komu, hafa meðal annars orðið þær, að flestum siglfirzku síldar- saltendunum hefur gengið illa að halda við bryggjum, plönum og húsum þeim ,sem nauðsynleg eru vegna söltunarinnar, og hafa mannvirki þessi því gengið úr sér og sum jafnvel grotnað niður. — Loks hafa þessi erfiðu ár orðið þess valdandi, að sumir saltend- urnir hafa orðið stórskuldugir — og aðrir hafa gefizt upp og flúið af hólmi. Svona er ástandið í stórum dráttum, og þannig má það eigi ganga lengur. Einhver ráð verður að finna, ella gæti svo farið, að þegar síldin loks leitar á sínar fornu slóðir — og það mun hún gera fyrr eða síðar — þá væru eigi lengur skilyrði til að salta hana og fólkið flúið burtu af Siglufirði. SlLDARSÖLTUNINA ÞARF AÐ TRYGGJA Um þetta vandamál hafa vafa- laust margir góðir Siglfirðingar hugsað á undanförnum árum, en til skamms tíma hefur niðurstað- an — því miður — eigi orðið önnur en sú, að bíða þar til síldin kæmi aftur og allt lagaðist af sjálfu sér. En nú hefur Gunnlaugi Guðjóns syni útgerðarmanni, sem er einn reyndasti bg áhugasamasta síldar- saltandinn hér á Siglufirði — hug- kvæmst það ráð að vátryggja síldarsöltunina, líkt og gert er um ýmsan annan atvinnurekstur, bæði hér á landi, en þó sérstaklega erlendis. Ef til vill kemur sumum þessi hugmynd undarlega fyrir sjónir, í fljótu bragði — og eigi sízt, þareð heita má, að flest tryggingarstarfsemi sé ung hér á landi. En við nánari athugun munu menn sjá, að það er ekkert óeðlilegra, að tryggja sig fyrir tjóni af síldarsöltun, heldur en af eldsvoða eða sjóskaða, t.d. er menn tryggja hús, skip, báta, heila skipsfarma, ýmsar vörur o.s.frv. eða tryggja sjálfa sig fyrir slysum, sjúkdómum og dauða, svo nefnt sé fátt eitt af því, sem menn tryggja sig fyrir og sem allir þekkja. Um tryggingar á síldarsöltun vantar þó alla reynslu hér á landi, e.t.v. eru slíkar tryggingar notaðar erlendis, t.d. í Noregi, en um það er mér eigi kunnugt. Hitt hefi ég fyrir satt, að sumir norsk- ir útgerðarmenn tryggi sumarsíld- veiði sína hér uppi við Island, — veiði þeir t.d. eigi 800—1000 tunnur, þá fá þeir svo og svo miklar bætur frá tryggingarfélagi sínu. En hvernig sem þetta er haft erlendis, þá hefur Gunn- laugur Guðjónsson átt tal um þessa hugmynd sína við trygg- ingarfélög í Reykjavík og þau hafa tekið henni vel. Að vísu kosta slíkar trygging- ar saltendurna talsverða peninga og gróðinn verður minni, þegar vel gengur, — en tapið verður líka minna, þegar illa gengur — og það er aðalatriðið. Þetta mun borga sig þegar allt kemur til alls og íslenzkir síldarsaltendur ættu því að kynna sér og bindast sanitökum um að hefja slíkar tryggingar, ef verða mætti til þess að tryggja þennan áhættu- sama atvinnurekstur, sem við Is- lendingar bæði viljum og verðum að stunda. Með leyfi Gunnlaugs Guðjóns- sonar, birti ég hér með skýrslu, er sýnir hugmynd hans um trygg- ingar á síldarsöltun. uðir. HUGMYNÐ AÐ TRYGGINGU VEGNA SÍLDARSÖLTUNAR Miðað við söltunarstöð H.f. Hafliði, Siglufirði. Á tryggingu 30 stúlkur og 8 karlmenn. Tryggingartímabil 2 mán~ Aætluð söltun 5000 tunnur. • Af 3000 tunnu söltun og yfir reiknast engar tjónbætur. Þegar tjónbætur eru reiknaðar skal talið í hundruðum — 50 og yfir sem hundrað — undir 50 sleppt. Tryggingarupphæð kr. 140 þúsund. — Iðgjald 15—20%. Af 2900 t — 2800 !i i iiiiiiii i ii i i ii ii i i i ii! 1 1 1 II 1 1 1 II II M II 11 1 11 1 11 1|1 greiðist í tjónbætur .............. kr. 24000,00 26800,00 — 2700 ^, 29600,00 — 2600 32400,00 — 2500 35200,00 — 2400 — 2300 — - ' — ..¦............ — 38000,00 40200,00 — 2200 43000,00 — 2100 45800,00 i — 2000 48600,00 — 1900 51400,00 — 1800 54200,00 — 1700 57000,00 — 1600 59800,00 — 1500 62600,00 — 1400 65400,00 — 1300 68200,00 i — 1200 71000,00 — 1100 73800,00 — 1000 — 900 — - — .............. — 76600,00 79400,00 — 800 82200,00 — 700 85000,00 — 600 — 500 — - — .............. — 87800,00 90600.00 Fyrir s< 140 þúsund 500 tunnum greiðast fullar tjónbætur eða kr. I i ' ' ' ¦ )• - i -!• AA \ ¦ 1 ,» 1 ¦.. |.. j. . 1 1 1, • 1 -j ¦ • 1 í 1 I.A'OO-i. Jón Kristinsson GULLSMIDUR lézt að heimili sínu hér í bæ snemma í gærmorgun. — Þessa mæta manns verður nánar minnzt í næsta blaði. Messað á Skírdag kl. 2. Altaris- ganga. Messað á föstudaginn langa kl. 2 e.h. Messað á páskadag kl. 2 e.h., hátíðamessa. Messað 2. dag páska, barna- messa. Aðalfundur SJÁLFSTÆÐISMANNAFÉLAGS SIGLUFJAR»AR var haldinn 30. marz síðastl. í húsi Sjálfstæðisflokksins Lækjar- götu 2. — I stjórn félagsins voru kosnir: Ólafur St. Stefánsson formaður. Kjartan Bjarnason og iNíls Isaksson meðstjórnendur. I fulltrúaráð voru kosnir: Pétur Björnsson Kjartan Bjarnason Andrés HafUðason Jón Stefánsson Endurskoðendur reikninga fé- lagsins voru kosnir: Sigmundur Sigtryggsson Óli G. Baldvinsson Á fundinum var fjölmenni og allfjörugar umræður um fram- tíðarstörfin. Aðalfundur SJÁLFSTÆJÐISKVENNEFÉ- LAGS SIGLUFJARBAR var haldinn 29. marz síðastl. í Sjálfstæðishúsinu Lækjargötu 2. 1 stjórn félagsins voru kosnar: Erla Axelsdóttir formaður. Meðstjórnendur: Anna Herter- vig, Bjarnveig Guðlaugsdóttir, ÍRagna Bachmann, Guðný Þor- steinsdóttir. Fulltrúaráð: Arnfinna Björns- dóttir, Fríða Guðjónsdóttir, Þór- arna Erlendsdóttir, Bjarnveig Guð laugsdóttir. Endurskoðendur: Stella iFYið- riksdóttir, Guðrún Thorarensen. Fundurinn var vel sóttur og fór prýðilega fram. Skýrslan skýrir sig sjálf. Ið- gjald áætlað 15—20%. Þó skal á það beht, að tryggingarupphæðin verður mismunandi eftir því, hve mikið er áætlað að salta á hverri stöð, og breytast allar greiðslur samkvæmt því. H. Kristinssou

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.