Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.04.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 06.04.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR t ANNA RÖGNVALDSDÓTTIR FRÁ marbæli, 2. marz s.l. lézt á sjúkrahúsi Sauðárkróks fyrrv. húsfreyjan á Marbæli í Óslandshlíð, Anna Rögnvaldsdóttir. Hafði hún stuttu fyrir andlátið orðið fyrir því áfalli að lærbrotna, og var flutt á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Anna var fædd að Lambanesi í Fljótum 5. ágúst 1878. Foreldrar hennar voru merkishjónin Guðrún Jónsdóttir og Rögnvaldur Þor- leifsson, sem hófu búskap á Lambanesi í Fljótum, en fluttust inn að Óslandi í Óslandshlíð um 1886, bjuggu þar fyrirmyndarbúi í mörg ár, og voru jafnan kennd við þá jörð. Var Rögnvaldur einn sókndjarfasti formaður við Skagafjörð á sinni tíð og var jafn- an aflasæll hvort heldur var í hákarlalegum, fiskiveiðum eða á fuglaveiðum við Drangey. Guðrún, móðir Önnu, var dóttir Jóns Þorkelssonar og Önnu Sí- monardóttur. Voru þau Ólafsfirð- ingar að ætt og uppruna, komin af góðu fólki þar. Þorleifur, faðir Rögnvaldar, var ættaður úr Svarfaðardal, en Hall- dóra, móðir Rögnvaldar, var Þor- finnsdóttir frá Hóli, Siglufirði, systir Katrínar á Þrasastöðum, ömmu Bergs, Eiríks, Jóhanns og þeirra Þrasastaðasystkyna, og Kristínar móður Aðalbjörns á Steinaflötum og Kristjáns Björns- sonar og Jóhanns á Hóli, föður Solveigar í Hlíð, og Þorfinns, afa Jóns Gunnlaugssonar rafvirkja. Fleiri voru þau systkini, þó ekki verði þau talin hér. Árið 1895 giftist Anna frænda sínum, Jóni Erlendssyni, en hann var sonur Erlendar hreppstjóra í Gröf og Ingibjargar Jónsdóttur frá Gröf. Voru þær bræðradætur Ingibjörg og Halldóra móðir Rögn valdar. Nokkur ár voru ungu hjónin, Anna og Jón, á Óslandi, og bjuggu þar á hluta af jörðinni, en fiuttu að Marbæli skömmu fyrir síðustu aldamót, og bjuggu þar á sinni eignarjörð allan sinn búskap eða til ársins 1947 að Rögnvaldur sonur þeirra tók við. Anna, húsfreyja að Marbæli, verður alltaf minnisstæð persóna þeim, er hana þekktu. Hún var myndarleg kona, vel í meðallagi á vöxt og þrekin, og vakti eftirtekt þar sem hún fór. Hún var skap- föst og með afbrigðum dugleg. Hún gekk aldrei með hálfvelgju að neinu. Það sem gera þurfti var gert, áhuginn í störfum og styrk- leiki viljans að inna af hendi skyldustörfin var óbilandi fram á á síðustu ár, að þolið rénaði og kraftar þurru, svo sem gangur lífsins er meðal okkar mannanna. k Heimilið var alltaf snyrtilegt ÓSLANDSHLÍÐ og myndarlegt í höndum hennar. Og sama var, hvort hún var við innistörf eða hélt á hrífunni sinni, virtist allt leika í höndum hennar. Oft þurfti Anna að hafa á mörgu gætur, hún var fyrst og fremst húsmóðir á sínu heimili, og það þurfti í mörg horn að líta eftir að börnum þeirra fjölgaði, en þau voru 7 að tölu. iSvo var henni hugstætt að líta til þeirra, sem þurftu aðstoðar við, ná- granna og annarra samferða- manna. Hún var mjög góðsöm og hjálpfús, og þar var engin hálf- velgja á ferð. Marbælishjónin voru framsýnir brautryðjendur á ýmsum sviðum í Óslandshlíð, þó ekki bæri mikið á Önnu í ýmsum þeim málum, er horfðu til heilla fyrir byggðar- lagið, vann hún samt í kyrrþey að þeim og ýtti þeim af stað, sem henni fannst að ættu að hafa for- ustuna. Um síðustu aldamót var stofnað í Óslandshlíð bindindis- félag nefnt ,,Tilreynd“, sem einnig var nokkurskonar málfundafélag. Þessi félagsskapur þótti nauðsyn- legur vegna æskulýðsins. Byggt var hús á svonefndum Marbælis- melum. Þar voru fundnir haldnir; þar kom unga fólkið, og það eldra líka, saman til að skemmta sér án áfengis. Einnig áttu Marbælishjón sterk- an þátt í að koma upp barnaskóla í Óslandshlíð. — Var þetta fé- lagshús notað fyrir skólahús. — Fyrstu árin báru heimilisfeður, er I ár hafa rússnesk síldveiði- skip farið til veiða á Atlantshafi 6. árið í röð. iSvo sem kunnugt er, eru miklar síldartorfur í Norður-Atlantshaf- inu, og er hér um bil 7—8 daga sigling á veiðisvæðið frá næstu rússnesku höfn við Eystrasalt. — Veðurskilyrði á umræddu svæði eru ólík þeim, sem sjómenn við Eystrasalt eru vanir, og veiðiað- ferðin er einnig ólík. Það liðu þess vegna nokkur ár áður en veiðarnar bæru tilætlaðan árang- ur, og sjómennirnir kæmu með góða veiði heim. t börnin áttu, allan kostnað af skólahaldinu. Má segja, að Hlíðar- búar hafi þar verið á undan öðr- um í barnafræðslu. — Svo var hafizt handa með stofnun bóka- safns, og var fyrsti vísir þess til heimilis að Marbæli. Það má því segja, að Marbælishjón hafi unnið kappsamlega að heilbrigðu menn- ingarlífi í byggðarlaginu. Á þetta er bent hér, til að sýna, að margar okkar ágætu sveitahús- freyjur inna af hendi þýðingar- mikil störf í þágu byggðarlags og alþjóðar, þó þær komi ekki í ræðustólana á apinberum mann- fundum. Á Marbælisheimilinu sat íslenzk gestrisni í öndvegi að gömlum sið. Var oft gestkvæmt á heim- ilinu og veitt af rausn og myndar- skap . Eins og fyrr segir, eignuðust Anna og Jón 7 börn, góð og mannvænleg. Þau eru: Guðrún, kona Ingólfs Kristjáns- sonar tollþjóns hér. Sigurlaug, gift I Fljótdalshér- aði. Ásta, ekkja Ólafs Jónssonar, búnaðarráðunauts. Ragna, símstjóri, Dalvík, gift. Ingibjörg, kona Kristjáns Jóns- sonar bónda að Öslandi. Rögnvaldur, bóndi, Marbæli, giftur Huldu Jónsdóttur. Þórleif, lézt innan við tví- tugt. Með Önnu á Marbæli er til mold ar gengin ein af okkar ágætu og starfsömu íslenzku sveitahús- freyjum, sem settu, vegna mann- kosta sinna, heilbrigðan svip á sína samtíð. Blessuð sé minning hennar. Árið 1949 komu rússnesku sjó- mennirnir aðeins með 5000 tonn af síldveiðisvæðinu. En úr því fór veiðin að vaxa ár frá ári. Árið 1950 fengu rússnesku sjó- mennirnir 14.400 tonn af síid, árið 1951 43.800 tonn, árið 1952 rúm 70.000 tonn og 1953 rúmlega 110.000 tonn af síld. Fyrstu árin fóru rússnesku sjó- mennirnir til síldveiða aðeins sumarmánuðina. Þeir höfðu ekki nægilega góðan útbúnað til vetrar- veiða svona fjarri sínu heima- landi. En 1951 sigldu 25 rússnesk skip, hvert 200 tonn að stærð, í <--—.—--------------------- Siglfirðingur MALGAGN siglfirzkra siAlfstæðismanna Ritstjórn: Blaðnelndin Abyrgðarmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz lónatansson --------------------------j Húseigendur! Er kaupandi að góðri íbúð, fáist hagstæðir greiðsluskilmálar. Sölu- tilboð, sem tilgreini fasteign, verð, útborgun, áhvílandi skuldir og annað, er máli skiptir, sendist AFGR. „SIGLFIRÐINGS" fyrir 20. apríl n.k. Myndskreyttar eldhúsklukkur Verð kr. 138,00. Vekjaraklukkur Verð kr. 75,00. með hreyfanlegum myndum verð kr. 98,00. Ura- og skartgripaverzlun Kristins Björnssonar fyrsta sinn til veiða í Atlanzhafi í nóvembermánuði. Skip þessi fóru án þess að þeim fylgdi birgðaskip, og urðu sjálf að bjarga sér, en ákveðið var að flyjta til þeirra birgðir síðar á veiðitímanum. Veiðileiðangrinum var stjórnað af reyndum og duglegum sjó- manni, A. Suhondjajevskij. Með þessu hófust síldveiðar i Atlantshafi allt árið. I rússneska Norður-Atlants- hafssíldveiðiflotanum eru nú rúm- lega 270 veiðiskip og auk þess mörg móðurskip, frystiskip og birgðaskip. Þau reka síldveiðar á öllu svæðinu frá Grænlandi til Færeyja og Shetlandseyja, bæði sumar og vetur, og eru úti á haf- inu hálft ár eða lengur í hvert sinn. Árið 1954 voru síldveiðarnar þegar orðnar 155 þús. tonn. Veið- in var flutt til Kaliningrad, Klei- peda, Leningrad og Murmansk. Rússneski síldveiðiflotinn rekur veiðarnar í smáflotum, og með hverjum þeirra eru h.u.b. 10 skip og leiðsögubátur, sem leitar uppi síldartorfurnar og kallar á skipin í sínum flota, í „Radiotelefon“. (Framhald á 8. síðu) P. E. J. TODEITS JEV : 270 rússnesk fiskiskip stunda síldveiðar allt árið í Atlantshafi. Þeim til aðstoðar eru mörg móðurskip, skip með frystitæki, birgða- skip o.fl. — Þau veiða í smáflotum, 10 veiðiskip og einn leiðsögubátur, og fiska hvernig sem veður er. — Veiðin hefur vaxið úr 5000 tonnum árið 1949 í 155.000 tonn árið 1954. j , J

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.