Morgunblaðið - 30.04.2011, Side 4
VIÐHORF
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ég fagna þeirri ákvörðun KSÍ og Fylkis-
manna að færa leik Fylkis og Grindavíkur á
mánudagskvöldið yfir í Kórinn í Kópavogi.
Málið er afskaplega einfalt. Það er allt
annað að spila fótbolta á rennisléttu gervi-
grasi í hæsta gæðaflokki en á grasvelli sem
ekki er tilbúinn fyrir þau átök sem fylgja 90
mínútna leik.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er mikill
gæðamunur á gervigrasinu í Kórnum og
gervigrasinu á Stjörnuvelli þar sem leikið
er allt sumarið í efstu deildum karla og
kvenna.
Og að auki fer leikurinn fram í húsi þar
sem aðstaða fyrir áhorfendur er glæsileg.
Það mun fara ákaflega vel um stuðnings-
menn Fylkis og Grindavíkur í Kópavoginum
á mánudagskvöldið. Þetta er einfaldlega það
sem allir verða að vera viðbúnir að gera,
þegar spilaður er fótbolti á Íslandi í byrjun
og lok tímabils. Sérstaklega þegar það hefst
1. maí eins og þetta árið.
Það er ákaflega skiljanlegt að Grindvík-
ingar hafi ekki verið tilbúnir til að víxla
leikjum og mæta Fylki á sínum velli á
mánudagskvöldið. Þá hefðu þeir þurft að
hefja mótið á tveimur leikjum á sínum velli
og sett hann í uppnám.
Sumir berja enn höfðinu við steininn og
tuða um að Íslandsmótið eigi ekki heima
innanhúss. Þeir hinir sömu ættu þá að beita
sér fyrir því að mótið hefjist aldrei fyrr en
eftir miðjan maí. Eða bara í byrjun júní svo
þeir þyrftu ekki að horfa upp á þessi ósköp.
Kannski fá einhverjir bakþanka ef hann
brestur á með sól og blíðu á mánudaginn.
Varla þó vallarstjórinn á Fylkisvelli.
Morgunblaðið/RAX
Fylkisvöllur Guðmann Hauksson vallarstjóri mundar sögina en eins og sjá má vantar mikið
uppá að völlurinn sé tilbúinn til að taka við 90 mínútna fótboltaleik á mánudaginn kemur.
Ánægjuleg ákvörðun
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2011
Körfuknattleiksþjálfarinn sigur-
sæli Sigurður Ingimundarson hefur
gert samning við Keflavík um að
stýra karlaliði fé-
lagsins næstu tvö
árin. „Hér er
gott að vera,“
sagði Sigurður
þegar Morgun-
blaðið ræddi við
hann í gær en
hann þjálfaði
bæði karla- og
kvennalið félags-
ins í áraraðir
með frábærum árangri. Karlaliðið
hefur fimm sinnum orðið Íslands-
meistari undir hans stjórn, 1997,
1999, 2003, 2005 og 2008, og
kvennaliðið fimm sinnum, 1992,
1993, 1994, 1996 og 2004.
Stemningin alltaf sú að
berjast um titla
„Við ræddum saman eftir að
Guðjón Skúlason ákvað að halda
ekki áfram með liðið. Stemningin í
Keflavík er alltaf sú að berjast um
titla. Nú förum við yfir málin í ró-
legheitunum og sjáum hvaða leik-
menn verða hjá félaginu. Við reyn-
um að keyra þetta aðeins upp. Það
er verið að vinna á fullu í leik-
mannamálum,“ sagði Sigurður enn-
fremur. Spurður hvort einhverjir
leikmenn væru með lausan samning
sagði Sigurður að Keflvíkingar
væru að skoða mál Sigurðar Þor-
steinssonar.
Sigurður hætti með Keflavíkur-
liðið vorið 2009 og gerðist þjálfari
Solna í Svíþjóð. Dvölin þar var þó
stutt því Sigurður sagði upp í byrj-
un tímabils og sneri aftur heim. Þá
tók hann við þjálfun Njarðvíkur-
liðsins og stýrði því tímabilið 2009-
10 og svo fyrri hluta síðasta tíma-
bils en hætti störfum að tólf um-
ferðum loknum.
kris@mbl.is
Sigurður
kominn aftur
í Keflavík
Sigurður
Ingimundarson
Undanúrslitunum á Íslandsmóti
liða í keilu lauk í fyrrakvöld.
Í karlaflokki vann ÍR-PLS sigur á
ÍA-A, 30:10, og KFR-Lærlingar
unnu ÍR-PLS, 27:13. Það verða því
ÍR-PLS og KFR-Lærlingar sem
leika til úrslita.
Í kvennaflokki unnu KFR-
Afturgöngur sigur á ÍR-Buffi,
22:18, og KFR-Valkyrjur unnu ÍR-
TT, 30:10. Lið KFR-Afturgangna
og KFR-Valkyrja mætast því í úr-
slitum.
Fyrstu úrslitaleikirnir fara fram
á mánudagskvöld klukkan 19 og lið
sem fyrr nær 30 stigum hampar Ís-
landsmeistaratitlinum. vs@mbl.is
Úrslit í keilu á
mánudaginn
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslandsmeistarar Breiðabliks og stór-
lið KR ríða á vaðið þegar Pepsi-deild
karla í knattspyrnu hefst annað
kvöld. Liðin mætast klukkan 19:15 á
Kópavogsvellinum og er það viðeig-
andi fyrsti leikur á 100 ára afmæli Ís-
landsmótsins.
Blikar stóðu uppi sem sigurveg-
arar í fyrsta skipti í sögu félagsins að
lokinni síðustu umferð í fyrra og
þetta verður því fyrsti alvöru leikur
þeirra sem Íslandsmeistarar. „Ég hef
ekki hlerað marga bæjarbúa en við í
liðinu erum orðnir mjög spenntir,“
sagði Kári Ársælsson, fyrirliði
Breiðabliks, þegar Morgunblaðið
heyrði í honum hljóðið í gær. Breiða-
bliki hefur ekki gengið ýkja vel á und-
irbúningstímabilinu.
„Við viljum sanna okkur eftir frek-
ar dapurt gengi í vetur og ætlum að
sýna hvað í okkur býr. Við höfum allir
verið saman á æfingum að und-
anförnu en það vantaði svolítið upp á
það í vetur vegna landsliðsferða og
utanlandsferða þar sem menn fóru til
æfinga. Við höfum nú náð mjög góð-
um æfingum rétt fyrir mót sem er
fínt og mér líst vel á fyrsta leik,“
sagði Kári og var ekki hissa á nið-
urstöðunni í árlegri spá forráða-
manna liðanna.
„Alls ekki. Þar var sjálfsagt horft
mikið til úrslita okkar í vetur. Ég
gerði slíkt hið sama þegar ég útbjó
mína spá og tók mið af gengi liðanna í
vetur. Í fyrra var okkur spáð 4. sæti
og við unnum. Við erum því ekkert að
stressa okkur á þessu enda er spáin
meira til gamans gerð,“ sagði Kári.
Umgjörðin til fyrirmyndar
Blikar blása í lúðra af þessu tilefni
og verður ýmislegt um að vera áður
en liðin hefja leik.
„Þetta er fyrsti leikurinn á hundr-
aðasta Íslandsmótinu og eini leik-
urinn þann daginn. Tilhlökkunin er
mikil og ég held að okkar gras sé í
þokkalegu standi en það er alltaf ver-
ið að tala um þetta blessaða gras. Það
er gaman að því að gerður verður
skemmtilegur dagur úr þessu. Um-
gjörðin hefur verið til fyrirmyndar
hjá Breiðabliki að mínu mati og það
er um að gera að hafa hana sem flott-
asta. Mér finnst mjög jákvætt hvern-
ig þessi þáttur hefur lagast á undan-
förnum árum. Ég reikna því með
fjölmenni og mér skilst að fólk hafi
verið hvatt til þess að koma með seðla
svo ekki verði biðraðir í posana,“
sagði Kári og hló.
Stjórnar flugumferð
Þegar Kári er ekki að sparka tuðr-
unni á jörðu niðri fylgist hann grannt
með umferðinni í háloftunum. Kári
hefur nýlokið námi í flugumferðar-
stjórnun og starfar við fagið í Reykja-
vík. Hann segir dómarann kunna Eg-
il Má Markússon vera farinn utan til
starfa en tveir vinnufélagar hans eru
knattspyrnumenn, Víðir Leifsson
FH-ingur og Henning Jónasson frá
Stokkseyri, en þeir hafa báðir spilað í
efstu deild. „Hingað til hefur þetta
gengið vel og mér finnst vinnuveit-
andinn og samstarfsfólkið sýna bolt-
anum skilning en það á eftir að koma
betur í ljós hvernig þetta gengur.“
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliðinn Kári Ársælsson tók við Íslandsbikarnum síðasta haust sem fyrirliði Breiðabliks og hann verður geymdur í Kópavogi, allavega til haustsins.
„Við viljum sanna okkur“
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR í opnunarleik Íslandsmótsins
annað kvöld Hafa ekki verið sannfærandi í vetur Kári ekki hissa á spánni
Breiðablik vann báða leiki liðanna á síðasta tímabili. Fyrst 2:1 á Kópa-
vogsvelli þar sem Olgeir Sigurgeirsson og Guðmundur Pétursson skor-
uðu fyrir Blika en Viktor Bjarki Arnarsson fyrir KR. Síðan 3:1 á KR-velli
þar sem Haukur Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og Alfreð Finn-
bogason komu Blikum í 3:0 en Guðjón Baldvinsson minnkaði muninn.
KR hefur hins vegar unnið 25 af 48 leikjum liðanna í efstu deild en
Blikar aðeins 10. Fyrir leikinn í fyrra hafði KR ekki tapað fyrir Blikum á
Kópavogsvelli síðan 1996.
Breiðablik og KR mættust líka í 1. umferð á Kópavogsvelli 1994. KR
vann 5:0 þar sem Tómas Ingi Tómasson skoraði þrjú mörk og Jim Bett
tvö.
Grétar S. Sigurðarson, miðvörður KR, skoraði hjá Blikum í öllum fjór-
um leikjum liðanna árin 2008 og 2009.
Breiðablik – KR