Siglfirðingur - 06.12.1956, Page 2
2
SIGLFIRBINGUR
„Góðir eiginmenn sofa heima“
——----------------*------
Siglfirðingur
MALGAGN siglfirzkra
sjAlfstæðismanna
Ritstjórn: Blaðnefndin
Abyrgðarmaður: Olafur Ragnars
Auglýsingar: Páll Erlendsson
----------------------------I
DRAUMURINN UM STÓLINN
(Framhald af 1. síðu)
sinni eftir að hann var kominn úr
flokknum, og hann gleymdi heldur
aldrei hve gott var að sitja á
stólnum, ráóherrastólnum.
Og draumurinn um stólinn vék
atdrei frá manninum. Og maður-
inn vék aldrei frá draumnum um
stólinn, Svo mikil gerist tryggð
hjá sumum mönnum, jafnvel nú á
miðri tuttugustu öld!
Og svo er gengið í nýjan flokk,
sem myndar ríkisstjórn með fyrr-
verandi flokksbræðrum, en fyrr-
verandi ílokksbræður setja það
skilyrði, að þessi úr flokknum
gengni maður verði ekki ráðherra,
fái ekki að sitja á stólnum, ráð-
herrastólnum. Og reiði mannsins
við fyrrverandi flokksbræður, sem
ýttu honum úr stólnum fyrrum,
óx nú enn og margfaldaðist, er
þeir tóku stólinn frá honum á
ný. Og þykir engum mikið!!
Og enn vakir draumurinn um
stúlinn í ýinsra brjóstum — og
þeir, sem eru haldnir jiessum
draum, eru ekki trúir ríkisstjórn-
uin, sem þeir ekki sitja í sjálfir!
tílpur og uilarpeysur
á alla.
GESTUR FANNDAL
Aðalfundur F. 1). S.
1. desember s.l. var haldinn
aðalfundur Félags ungra Sjálf-
stæðismanna í Siglufirði í Sjálf-
stæðishúsinu við Grundargötu.
I stjórn voru kjörnir:
Formaður: Stefán Friðbjarnar-
son. ,
Gjaldkeri: Haukur Magnússon.
Ritari: Hafliði Guðmundsson.
Meðstj.: Viktor Þorkelsson og
Sigurður Árnason.
Varastjórn: Gunnar Bachmann,
Steingrímur Kristinsson, Snorri
Þorláksson.
1 fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Siglufirði voru kjörnir, auk
formanns félagsins, sem er sjálf-
kjörinn:
Hafliði Guðmundsson
Alfreð Jónsson
Óli Blöndal
Haukur Magnússon
Til vara: Sigurður Árnason og
Steingrímur Kristinsson.
Endurskóðendur: Kjartan Kjart
ansson og Sigurður Árnason.
Nokkrir nýir félagar gengu í
félagið á fundinum.
Leikfélag Siglufjarðar sýndi
fyrir nokkru leikritið „Góðir eigin-
menn sofa heima“. Leikstjóri var
fröken Ragnhildur Steingríms-
dóttir.
Leikrit þetta var sýnt í Reykja-
vík í hitt eð fyrra og við ágæta
aðsókn. Er ekki annað að vita,
eftir leikdómum um það, en að
það hafi verið vel flutt og fólk
hafi skemmt sér vel á leiksýn-
ingum.
Efni leikritsins er mjög lítið
og ómerkilegt. Gengur það helzt
út á það að koma óreglusömum
eiginmanni úr óþægilegri klípu. —
Gengur það hálf illa, en lokum
tekst það með uppgerðar leikara-
skap, ef mætti svo að orði kom-
ast. Það má segja, að leikritinu
sé haldiö uppi af dágóðum og
hnyttnum setningum og þess
vegna er dálítið erfitt að gera
slíkum leikritum góð skil. Það er
ekki sama, hvernig setningarnar
eru sagðar eða tilsvörin greidd.
Þau geta alveg misst marks, en
þau geta líka og eiga auðvitað að
hitta og þá er takmarkinu náð.
Mestur vandinn er alltaf að gera
mikið úr litlu efni.
Á þetta verður að líta, þegar
athuga á meðferð leikenda í
þessu leikriti.
Því verður ekki neitað, að lei'k-
stjórnin hefur verið ágæt og
sviðssetningin fullboðleg. Og und-
arlegt má telja, hve vel hefur
gengið að þjálfa leikendur og
setja fast form á leikritið. Og sá
draugur er nú alveg kveðinn nið-
ur, að mætt sé á leiksviði með
hálflært hlutverk, sem betur fer.
Aðalpersónu leiksins fer Júlíus
Júlíusson. með, þennan eiginmann,
sem sjaldan eða aldrei sefur
heima. Júlíus skilur vel hlutverk
sitt, setur sig allan í það, missir
aldrei marks á því, sem hann þarf
að segja, svipbreytingum eða blæ-
brigðum. Leikur hans er léttur,
mjög eðlilegur og hinn prýðileg-
asti.
Gestgjafa leikur Helgi Vilhjálms
son og gerir það vel, og má jafn-
vel segja, að leikur hans í síðasta
þætti sé með ágætum. Það er all
vandfarið með hlutverkið í því
ástandi, sem hann er látinn verða
í, en Helga tekst að hafa hemil á
öllu.
Óþekktu persónuna, eða String-
er, leikur Jónas Tryggvason. Við
fyrstu sýn virtist þessi glópur
ætla að verða dálítið hættulegur
og hafa ýmislegt til, t.d. að yfir-
drífa og gera leik til að skapa
frekar andúð en kæti. En svo
fór, að það reyndist á annan veg.
Jónas fylgdi hlutverki sínu vel
og var því til að skapa mátulegan
hlátur og alltaf velkominn inn á
sviðið.
Hlutverk Haraldar Árnasonar
var leiðinlegt og erfitt. Virtist
heldur þungur leikur hans á frum-
sýningunni, en fór batnandi og á
síðustu sýningu var leikur hans
fjörlegri og ákveðnari, og má
segja, að hann hafi skilað þessu
hlutverki mjög sómasamlega.
Konu eiginmannsins lék frú
Inga Blöndal; fremur leiðinlegt
hlutverk. — Frú Blöndal hafði
stytztan æfingatíma og minnsta
þjálfun af leikendum, enda virt-
ist leikur hennar á frumsýningu
nokkuð bragðlítill og óákveðinn,
en síðar tókst henni að ná alveg
tökum á hlutverki sínu, og var
þá leikur hennar eðlilegur.
Páll Ólason lék skemmtilega
þetta litla þjónshlutverk sitt.
Friðrik Stefánsson lék aldraðan
læknir. Hann gerði það mjög vel,
og hefur sjálfsagt mótað sína
persónu eftir því sem höfundur
leiksins hefur ætlazt til, leikur
Friðriks var án allrar tilgerðar
og langt frá, að hann væri þarna
að stæla eða sækjast eftir að
líkjast einhverjum. Hann og leik-
stjóri hafa skapað þessa persónu
og má segja, að Friðrik hafi farið
mjög vel með.
Þá eru ungfrúrnar. Allar voru
þær í litlum og -frekar aðgerðar-
litlum hlutverkum, en leikur
HÚSEIGENDUR!
Brunabótaiðgjöld af fasteign-
um féllu í gjalddaga 15. okt. s.l.
Greiðið þau hið allra fyrsta til
skrifstofu vorrar.
Siglufjarðaruniboð
Brunabótafélags íslands h.f.
Þonnóður Eyólfsson h.f.
Raftæki í jólagjöf
ER ÖRVAISGJðF
VÆNTANLEGAR:
Knittax-prjónavélar
Nokkrar ólofaðar.
GESTUR FANNDAL
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Nýkomið!
Efni í jólakjólinn
Undirföt
Saumlausir nylon
Net-nylon
Crepe-nylon
Venjul. nylon
GESTUR FANNDAL
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
HALLÓ! HALLÓ!
Takið eftir!
Margskonar vörur til jólagjafa:
Leikföng í miklu úrvali.
Fyrsta flokks skíði, bindingar
og stafir o.fl.
Jólatrésskraut ýmiskonar.
ALLT TIL JÓLABAKSTURSINS
Hvergi meira úrval af vörum. .
NÝJAR VÖRUR TEKNAR
UPP DAGLEGA.
KOMIÐ! SJÁIÐ! KAUPIÐ!
Fljót afgreiðsla og Upur.
JÓNAS ÁSGEIRSSON
þeirra var þó sæmilegur og mætti
gjarnan vera, að óhætt væri að
lofa þeim að fást við veigameiri
hlutverk.
Aðsókn að leiksýningunum var
sæmilega góð, en varla þó svo, að
hún hafi í sér hvatningu til fé-
lagsins um að sýna góð leikrit,
sem kosta bæði fé og tíma að
koma á leiksvið.
Sem sagt. Það er ástæða til að
vera leikfélaginu þakklátt fyrir
þessa hressingarstund.
Sviðsatriði úr leiknum.