Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.12.1956, Page 3

Siglfirðingur - 06.12.1956, Page 3
SIGLFIRÐINGUR S s^jeotj K=Ándetsan oéHsmídamaistati — sjötugui --------------------------------—---------—^ ÞAKKARÁVARP Mínar innilegustu þakkir til allra, sem glöddu mig á 70 ára afmæli minu 20. nóvember s.l. með nærveru sinni, gjöfum, skeytum og margskonar góðvild, og gerðu mér daginn ógleym- anlegan. — Guð blessi ykkur öll í nútíð og framtíð. Georg Andersen Vetrarbraut 17 Hinn 20. nóv. síðastl. átti Georg Andersen, vélsmíðameistari, sjö- tugsafmæli. Hann er fæddur í Kaupmanna- höfn 20. nóv. 1866, og ólst þar upp. Ungur að árum lærði hann vélsmíði hjá Dan-vélaverksmiðj- unum, en frá þeim verksmiðjum voru fyrstu bátavélarnar, sem fluttust hingað til landsins skömmu eftir síðustu aldamót. Um leið og verksmiðjurnar sendu vélarnar frá sér, þurfti vél- menntaðan mann til að setja þær í bátana og kenna mönnum á þær. Verksmiðjurnar völdu úr hóp sinna starfsmanna Georg Ander- sen, og til Eyjafjarðar kemufi hann með fyrstu vélina vorið 1906. 1 fyrstu var ráð fyrir gert, að Andersen dveldi hér aðeins um þriggja mánaða skeið, en það fór nú svo, að hér á landi hefur hann alltaf verið búsettur síðan. Það fór ört vaxandi, að út- gerðarmenn við Eyjafjörð fengu sér vélar í báta sína og skip. Var þá leitað til Andersens með niður- setningu vélanna. Mátti segja, að á tímabili var Andersen eins og læknir. Það var ekki nóg, að hann setti vélarnar niður og kæmi þeim vel í gang. Menn voru þeim ekki nægilega kunnugir, og voru ráðalitlir ef eitthvað bar út af, og þá var Andersen sóttur. — Var hann um skeið eini vélsmið- urinn á þessum slóðum og kom í flestar verstöðvarnar í viðgerðar- erindum. Annars var hann lengst af, meðan hann dvaldi á Eyja- firði, starfsmaður hjá útgerðar- mönnunum O. Túliníusi, Ásgeiri Péturssyni og Snorra Jónssyni. Svo hverfur Andersen af þess- um slóðum, bregður sér til Rvíkur og verður aðalstarfsmaður hjá h.f. Hamar, þá nýstofnað, og mun hafa átt drjúgan þátt í skipu- lagningu vinnuvéla þar. Á þeim árum var hann fenginn til að setja niður nýjar vélar í ísafold- arprentsmiðju. Árið 1925 flytzt Andersen aftur til Norðurlands og setzt að á Siglufirði og setur upp vélaverk- stæði og starfrækir í nokkur ár. Síðan vann hann um skeið á vélaverkstæði Olsens vélsmiðs og víðar þar til hann 1936 gekk í þjónustu Síldarverksmiðja ríkis- ins hér 1 bæ og hefur ávallt unnið þar síðan. Það er ljóst mál, að Andersen hefur meginhluta dvalartíma síns hér unnið mikilvæg störf í þágu íslenzka sjávarútvegsins og fylgzt vel með þróun hans frá því hann kom með fyrstu bátavélina til Eyjafjarðar. Andersen er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Kristins- dóttir, ágæt kona, látin fyrir mörg um árum. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn. Seinni kona hans, Margrét Jóns- dóttir, ágæt kona, hefur alið hon- um sex börn, myndarleg og góð og búið honum gott og aðlaðandi heimili. Andersen leggur á margt gjörva hönd. Sjaldan er hann iðjulaus, þegar heim kemur eftir lokna dagvinnu. Á veggjum setustofu hans hangir fjöldi mynda í alla vega útskornum og útsöguðum römmum, sem hann hefur sjálfur gjört í tómstundum sínum. Þá má sjá borðlampa og fánastöng fagurgerða úr kopar. Einnig hef- ur hann skorið út líkön af skip- um, húsum og jafnvel mönnum og smáþorpum, og komið því fyrir með fallegum bakgrunni innan í glerhylkjum eða venjul. glærum flöskum. Er þetta allt hin mesta listasmíði, sem lofar meistarann. Eru mörg af þessum listaverkum hans komin víðsvegar um landið. Hann hefur yndi af öðru en því, sem höndin gerir. Hann er mjög músíkalskur og veitir sönglistin honum mikinn unað. Hann varð snemma styrktarfélagi Karlakórs- ins Vísis og lagði þar sinn skerf til þess mikla menningarþáttar bæjarins. Hann er talsvert fróður í þessum efnum og lendir ekki út á þekju, þó talað sé við hann um tónsnillinga heimsins og sum verkþeirra. Ein tómstundavinna Andersens er ákaflega merkileg, en það er frímerkjasöfnun hans. Hann á nú stærsta frímerkjasafn í ein- staklingseign hér á landi, eða um eða yfir 30 þúsund. Má segja, að hann sé mikill fræðimaður í þess- um efnum. Hann hefur haft sam- bönd við frímerkjasafnara víða um heim. Frímerkjasöfnun Ander- sens hefur vakið mjög mikla at- hygli erlendis, og hefur hann fengið víða kauptilboð í safnið. En Andersen er tregur að selja, og er enn fullur áhuga fyrir að safna meira, og hyggst auka verð- gildi þess. Áhugi hans á þessu verki hefur verið og er enn óbilandi. Um leið og hann hóf þetta verk, nam hann af sjálfsdáðum nokkur er- lend tungumál, svo hann gæti haft bréfaviðskipti við sína við- skiptavini erlendis. Er auðvitað, að hann hefur lagt mjög mikið á sig til að koma þessu verki sínu áleiðis, svo að nokkurt vit væri í, og það hefur honum tekizt. Þrír xryánuðir áttu dvalartími Andersens að vera í fyrstu hér á landi, en það breyttist. Dvalar- tíminn er þegar orðinn 50 ár og verður vonandi lengur. Frá f jölbreyttu, iðandi lífi stór- borgarinnar kom hann hingað í fásinnið og fátæktina. En hinn unga mann snart litauðgi, marg- breytileg fegurð hinnar íslenzku náttúru, tign hennar og hrika- leikur, og dró hug hans allan til sín. Honum samdi vel við íbúana og samdi sig að siðum þeirra og háttum, og batzt strax órjúfandi vináttuböndum við land og þjóð. Vegna meðfæddrar greindrar og íhygli, skyggndist hann skjótt um á sviði hugðarefna þjóðar- innar og gerðist þátttakandi sem innlendur maður. Hann fylgdist vel með í frelsisbaráttu þjóðar- innar, og vildi þar hag og heill hennar. Spori því, sem stigið var í þeim efnum 1. des. 1918 fagnaði hann og með fölskvalausri gleði og ánægju greiddi liann atkvæði með lýðveldisstofnuninni. — Hann hefur ávallt fylgzt vel með í þjóð- málum, og hefur sínar skoðanir þar, frábrugðnar öilu skrumi eða glamri. Andersen hefur náð furðulegum tökum á íslenzkri tungu og eign- ast þar r/.kinn orðaforða og talar eins og innborinn maður. En jafn- hliða heldur hann sínu gamla móðurmáli óskertu. Er slíkt nokkuð fátítt. Æði mörgum út- lendingum verður á að tapa sínu móðurmáli og læra ekki íslenzku neitt að ráði, og tala þá blending úr báðum málum. Það leikur ekki á tveim tung- um, að íslenzka þjóðin hefir í Andersen eignast ágætan og þjóð- hollan fósturson. En þrátt fyrir þessa löngu dvöl í fósturlandinu, ber hann hlýjan hug til fósturlands síns og fylgist þar vel með málum. RAUSNARLEG GJÖF (Framhald af 4. síðu) og starfsfólks litt viðunandi sakir þrengsla, og benti í því sambandi á, að þörf fyrir elliheimil væri orðin mjög brýn. Þá sýndi sjúkrahúslæknirinn fréttamönnum hin nýju tæki skurðstofunnar. Þau eru skurð- borð af fullkomnustu gerð, sem gefið var af síldarsaltendum hér í bæ og munu aðalhvatamenn þess hafa verið Ólafur Ragnars kaup- maður og Daníel Þórhallsson út- gerðarmaður, og svo skurðstofu- lampi, mjög myndarlegur af nýj- ustu gerð, gefinn af rafvirkjum hér 1 bæ og Rafveitu Siglufjarðar. Mun Jóhann Jóhannesson hafa átt forgönguna í þvi efni. Skurð- borðið má lækka eða hækka, breyta legu borðplötunnar á ýmsa vegu, hækka höfðalagið eða miðj- una eða þá lækka eftir vild. Eins má halla borðplötunni á aðra hvora hUð. iSkurðborðið er merki- legur gripur. Ennfremur sýndi læknirinn fréttam. röntgentækin, Það virtist vera mjög áberandi, hvað húsnæðið fyrir öll þessi ágætu tæki, sem sjúkrahúsinu hafa borizt, er bæði Mtið og óhentugt. Væri brýn þörf á að athuga, hvort ekki sé hægt að bæta úr þelm húsnæðisvandræð- um. Kvenfélag Sjúkrahús3 Siglu- fjarðar á þakkir skildar fyrir ósérplægni og árvekni í sjálfboða- Mðsstarfi sínu tii hags fyrir bæjar- félagið, og frekari skilnings á að veita sjúkrahúslækni aðstöðu til að nota sín læknavísindi og sjúkl- ingum að njóta lærdóms hans og handahagleiks. Félagið reisir sér með þessu stanfi sínu ekki aðein3 óbrotgjarnan minnisvarða, heldur skapar einkar fagurt fordæmi eftirkomendum að breyta eftir. PÁLMI HANNESSON, rektor (Framhald af 1. síðu) lega finnst mér Pálma rektor ekki verða betur eða réttar lýst í fáum orðum en þessum: Hann var góður drengur í fyllstu merkingu þeirra orða. Fyrir heilræði Pálma rektors, uppörvanir hans og leiðbeiningar á námsárum mínum og fyrir vin- áttu hans og tryggð til hins síð- asta, mun ég jafnan telja mig standa í þakkarskuld við hann, engu síður nú að honum liðnum en Mfs. Eiginkonu hans og öðrum ást- vinum hans votta ég djúpa samúð í hinni miklu sorg þeirra. Einar Ingimundarson AFMÆLI 2. þ.m. átti Þorsteinn Gott- skálksson verkamaður sextugsaf- mæli. Þorsteinn er Siglfirðingum að góðu kunnur og mætur maður sinnar stéttar. Munu aMir, sem komnir eru á sjöundatugsaldurinn bjóða hann velkominn í hópinn og óska hon- um og fjölskyldu hans góðs gengis.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.