Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1958, Side 2

Siglfirðingur - 28.03.1958, Side 2
2 SIGLFIRÐINGUR ÞAKKARÁVARP Þökkum af alúð sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GEIRLAUGAR SIGFÚSDÓTTUR frá Steinaflötum. Börn, tengdabörn og barnabörn. ÞAKKARÁVARP Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför JÓHANNS JÓHANSSONAR Ólagötu 3 — Siglufirði. Börn hins látna. Átti að stöðva rekstur Rauðkuverksm. ? r ---------------------—~~— Siglfirðingur mAlgagn siglfirzkra si Alfstædismanna Ábyrgðarmaður: Páll Erlendsson Siglufjarðarprentsmiðja h.f. ...----------------------—t UM RAFORKUMÁL (Framhald af 4. síðu) verst gegnir, og þegar frostin eru mest. Ég held, að frost ráði hér engu um, og Mjölni ætti að vera það fullkunnugt, að svona bilanir gera ekki boð á u»dan sér. Ég skil það ei»s vel og Mjölnir hve óþægi- legt það er fyrir fólk að missa strauminn. og það þótt ekki sé nema um einn dag að ræða. Hins- vegar held ég, að það orð liggi ekki á rafveitunni né hennar starfsmönnum, að ekki sé brugðið við og reynt að bæta úr hvaða bilun sem er, eins fliótt og hægt er. Sama hvað Mjölnir segir um það. Ég skal fúslega játa, að mér var mjög illa við að leggja þe>m- a» nýja streng, eins og ég þó neyddist til, ef fólk í norðurbæn- um átti ekki að vera straumlaust í marga daga. Ég þarf ekki að lýsa aðstæðunum fyrir Siglfirð- ingum, þeir vita hvernig þær voru. En vegna manna annars- staðar á landinu, sem þetta blað kann að berast til, vil ég með nokkrum orðum lýsa hvernig þessar aðstæður voru. Á þeirri leið, sem strengurinn þurfti að liggja var og er snjórinn afskap- lega mikill, víðast hvar 1—2 m djúpur, allt upp í 4 metra, t.d. undan netabætingastöðinni. Auk þess hraukar af snjó eftir ýturnar báðum megin Hlíðarvegar. Menn geri sér grein fyrir þessu, auk hríðar og skafrennings. — Undir svona kringumstæðum var næst- um ógerlegt að gera tilraun til að grafa upp gamla strenginn á nokkrum stöðum, enda bjóst ég við og býst við enn, að bilunin sé einmitt þar sem snjórinn er mest- ur. Ekki ber þó að skilia þetta svo, að ég kenni snjóþyngslunum um, heldur er jarðvegurinn hér í norðurhluta bæjarins svo mýrar- kenndur og laus í sér, að mjög hætt er við, að bilunin stafi af múffusigi. Það hefur áður komið fyrir. Strengur þessi þurfti að þvera einn veg, Þormóðsgötuna og eina heimkeyrslu (við netabætinga- stöðina- í báðum stöðunum var grafinn skurður niður að klakan- um á götunni, síðan höggvið gegnum klakann (25—30 cm.), og strengurinn lagur niður í þetta og hlífar ofan á. Allur strengur- inn var síðan grafinn niður að jafnaði líklega um l^/o m niður í snjóinn, svo óhugsandi er að hann verði fyrir nokkru hnjaski. Um Bréf til blaðsins. ,,Á undanförnum árum hefur framkvæmdastjóri Síldarverksm. Rauðku farið suður í umboði verksmiðjustjórnarinnar til að ganga frá rekstrarláni fyrir verk- smiðjuna. Rekstrarlán þessi eru fengin með ríkisábyrgð, en eignir hennar settar til tryggingar. Án þessara rekstrarlána hefði rekst- ur verksmiðjunnar verið ófram- kvæmanlegur. Nú er það mál manna, að full- trúi kommúnista í Rauðkustjórn hafi setið hjá, er atkvæðagreiðsla fór fram um umboð til handa framkvæmdastjóra í sambandi við nýtt rekstrarlán. Hefðu allir stjórnarmeðlimir haft sömu hjá- setu hefði það þýtt stöð\nn verk- smiðjunnar. Þessi „fulltrúi alþýð- unnar“ mun og hafa lengra gengið eða NEITA'Ð að skrifa undir umboðið til framkvæmda- stjórans, eftir að ábyrgari hluti stjórnarinnar hafði samþykkt það, svo sem gert hefur verið í mörg undanfarin ár. leið og snjó tekur að leysa, verð- ur gert við gamla strenginn, hvað sem Mjölnir segir, en hinn gerður straumlaus, og mun- því verki verða lokið áður en nýi strengurinn kemur upp úr snjón- um. ALLTAF STRAUMUR HJÁ RAFVEITUSTJÖRANUM Hálfillkvittnisleg finnst mér síðasta málsgreinin í þessari árás Mjölnis á mig. Hann segir, að svo framarlega sem „tiaslað verði einu sinni enn við þennan ónýta kapal“, og hann bili aftur, þá „munu háværar kröfur rísa um, að rafveitustjóri sjálfur verði settur við sama borð og Ef rétt er, að þessi fulltrúi „al- þýðunnar“ hafi þannig lagt sig í líma við að torvelda það, að verksmiðjan gæti gengið á kom- anda sumri — og þar með sýnt bæði ábyrgðarleysi og hreint út sagt kjánahátt, er rétt að sú vitneskja komist til bæjarbúa, ekki sízt verkamannanna, sem haft hafa atvinnu sína og afkomu bundna við rekstur Rauðkuverk- smiðjunnar. Forvitinn“. Blaðið 'hefur leitað sér frétta í þessu máli og mun þetta vera rétt hjá bréfritara. Fulltrúi komm únista í Rauðkustjórn sat hjá við slíka atkvæðagreiðslu, neitaði að skrifa undir umboðið, sem rekst- ur verksmiðjunnar á komandi sumri var undir komin. Spurningin er þessi: Eru komm únistar að reyna að stöðva rekst- ur Rauðkuverksmiðjunnar í sum- ar? Setja þeir á annan og alvar- legri hátt fótinn fyrir rekstrar- lán til Rauðkuverksmiðjunnar ? aðrir í myrkrinu, en njóti ekki ljóss og yls í skjóli sjúkrahússins, þótt »ábúarnir sitji í myrkri og kulda.“ Þe>r sem lesa svona setningar hljóta að draga þá ályktun af henni, að rafveitustjórinn hafi séð svo um, að hann héldi straumi frá loftlínu sjúkrahússins, þótt jarðstrengurinn bilaði. íbúðarhús mitt byriaði ég að reis» sumarið 1935, og flutti í það í marz 1936. Ég hefi því hlotið a<5 fá strengda heimtaug að húsinu um haustið 1935. Þá stóðu engin hús á Hvanneyrartúni, hvorki sun»an né norðan Hvanneyrarár. Prestssetrið, sjúkrahúsið og hús- ið mitt stóðu alein hér útfrá, og t Jóhann Jóhannsson — MINNING — Jóhann Jóhannsson, verkamað- ur, lézt 11. marz s.l. að heimili dóttur sinnar, Höllu, og var útför hans gerð að viðstöddu fjölmenni 20. marz s-1. Með Jóhanni er genginn einn þeirra gömlu, góðu Siglfirðinga, sem unnu byggðarlagi sínu og skiluðu því löngum og ströngum starfsdegi. Jóhann var góður maður og greindur, sem gekk sínar eigin götur, ómannblendinn, en tryggur þeim, sem hann batt vinfengi við. Þegar Jóhann nú heldur á síð- asta áfangann til sólarlanda, handan jarðlífsins, fylgja honum kveðjur og óskir fólksins í firð- inum, sem hann vann ævidaginn allan, ég vil geta þess, að rafveitan var mér með öllu óviðkomandi í þá daga. Þegar ég þurfti svo að fá heimtaug, var hún lögð þaðan, sem styzt var að komast í sam- band. Sú heimtaug er enn við líði. En ég bið Mjölni að taka það með í reikninginn, að hún er lögð 15 árum áður en ég varð raf- veitustjóri. — Litla olíueldavél á ég í fórum mínum, sömuleiðis nokkur kerti. Og 'hvað meinar Mjölnir með þessum yl frá sjúkra- húsinu? Þetta mun vera sett fram til þess að niðurlag greinarinnar krassi betur, en missir algjörlega marks, því ég hef olíukyndingu af svokallaðri Keflavikurgerð, en við hana þarf engan rafmagns- blásara. Eg las fleira í þessu tbl. Mjölnis en skammirnar um sjálfan mig, t.d. allmerka yfirlýsingu frá Áma Friðjónssyni. Ég er ’honum sam- mála um, að réttast væri að kveða niður alla bitlinga fyrir nefndar- störf. Er ég þó ekki á móti hæfi- legri þóknun, rétt svo að nefndar- menn líði ekki fjárhagslegt tión við að mæta á nefndarfundum- En þegar greiðslurnar fara að nema fleiri hundruð krónum á mann fyrir fund, sem stendur yfir 1—2 kl.tíma, þá er þetta ekki lengur þóknun heldur bitlingur, sem menn rífast um að fá. Ég barðist á móti þessu í fyrra, þegar bæjar- stjórn samþykkti að rafveitu- nefnd skyldi greitt sama kaup og Rauðkustjórn. Ekki varð ég var við neinn stuðning af hálfu komm- únista í því máli. Nei takk. Þeir greiddu atkvæði á móti mér þá, eins og endranær. Siglufirði, 8. marz 1958. Asgeir Bjarnason

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.