Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1958, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 28.03.1958, Blaðsíða 3
SK5LPIRBINGUÍÍ S Gisli Þ. Stefánsson og Stefán Gíslason Nokkur minningarorð. Miðvikudagurinn 19. marz 1958 rann upp yfir Siglufjörð bjartur og fagur. Himinninn var alheiður, ekki blakti hár á höfði í logn- kyrrðinni og fjörðurinn lá spegil- sléttur milli snæviþakinna fjall- anna. — Menn gengu til vinnu sinnar, glöddust yfir veðurblíð- unni eftir harðan vetur og væntu sér góðs af rísandi degi. Vor var í lofti. Þegar sól hafði skammt farið þennan fagra morgun höfðu Sigl- firðingar fengið reynslu fyrir því á áþreifanlegan og ægilegan hátt, að lofa skyldi „engan dag fyrir sólarlagsstund“- Eldurinn, þetta ferlega náttúruafl, í senn bjarg- vættur okkar mannanna og erki- fjandi — hafði á einni klukku- stund lagt friðsælt heimili í rjúk- andi rúst og skilið heimilisföður- inn og elskulegan son og bróður eftir örenda í valnum- — Sólin, hinn mikli vaki alls lífs og þroska, hafði misst birtu sína, er menn reikuðu heim frá rústunum, þótt hún stafaði geislum sínum enn frá heiðum himni. I hugum þeirra, sem orðið höfðu vitni að hinum hroðalegu hamförum hafði vit- undin um komandi vor þokað fyrir sorg og hryggð, sem lesa mátti úr svip hvers þess manns, sem kominn var til vits og þroska. Hversu margir hefðu ekki þennan bjarta morgun viljað freista þess með því dýrmætasta, sem þeir áttu, tárum sínum og bænum, að snúa við hjóli tímans og atburðarás? En hér varð engu um þokað. — Þeim dyrum hafði verið lokað, sem mannlegur mátt- ur fær með engu móti aftur upp lokið. Gísli Þorsteinn Stefánsson var fæddur 18. febrúar 1920 á Smyrlabergi í Austur-Húnavatns- sýslu. Voru foreldrar hans þau Guðrún Kristmundsdóttir og Stefán Jónsson, sem þá bjuggu þar. Er Gísli heitinn var í bernsku, missti hann föður sinn, en ólst síðan upp með móður sinni í stór- um systkinahópi. Á unga aldri fór hann að vinna fyrir sér. Starfaði hann lengst framan af sem veit- ingaþjónn, fyrst á skipum Skipa- útgerðar ríkisins, en síðan á Hótel Borg. Hann yar gagnfræðingur að menntun. Hann kvæntist haustið 1943 Guðrúnu Matthíasdóttur, hinni mestu mannkostakonu. Lifir hún mann sinn ásamt þrem efnilegum börnmn þeirra, Matthíasi 14 ára, Stellu Grétu 12 ára og Gunnari Sturlu 4 ára. Stefán, fæddur 18. marz 1952, yndislegur drengur, fylgdi föður sínum yfir landamærin, eins og áður getur. Gísli heitinn fluttist hingað til Siglufjarðar árið 1943. Hóf hann þá þegar veitingasölu og gistihús- rekstur á Hótel Hvanneyri. Kom brátt í ljós, að hann var stórhuga umsvifamaður. Hann hafði lengst af fleiri en eitt samkomuhús undir starfrækslu sinni og réðst í hvert stórfyrirtækið á fætur öðru af áræði og dugnaði- Var sem honum yxi ásmegin í átökum við lausn hvers þess verkefnis, sem hann tók sér fyrir hendur að leysa. — Hann var hamhleypa til allra verka og virtist ekki geta setið auðum höndum. Fannst sumum sem hann færðist stundum of mikið i fang í framkvæmdum sín- um og umsvifum. Nú undir það síðasta mun þó flestum hafa verið ljóst orðið, að stórhugur hans og dirfska 1 framkvæmdum myndi fljótlega leiða hann til sigurs, ef honum entist líf og heilsa. Síðasta stórátak hans var að tkdfffe upp hinum mikla og veglega samkomu sal við Hótel Höfn með öllum þeim breytingum á eldra 'húsinu, sem þurfa þótti til að koma á húsakynnin öll nýtízkulegu sniði. Gísli heitinn var maður við- kynningargóður með afbrigðum. Hann var hispurslaus, en þó prúð- ur og kurteis í framkomu, laus við framgirni og sýndarmennsku. Greiðvikni hans og lipurð í við- skiptum var við brugðið. — Mun hann stundum ekki í greiðasemi sinni og hjálpfýsi hafa sézt fyrir um eigin hag. Hann mun enga óvini hafa átt, en marga vini, sem nú sakna hans sárt. — Að slík- um mönnum, sem honum, er jafn- an mikill mannskaði. Þess ægilega atburðar, sem gerðist hér að morgni þess 19. marz s.l. mun jafnan verða minnzt með angurværð og klökkva. I hjarta hvers einasta manns, sem getur fundið til, munu hrær- ast viðkvæmir strengir, þegar get- ið er þessa atburðar og þeirra feðganna, sem þar létu lífið. Þeir lifðu lífinu hvor fyrir annan með- an til vannst, og jafnvel dauðinn sjálfur fékk ekki aðskilið þá. Megi Almættið gefa, að þeim sem nú eiga um sárast að binda, verði margt til huggunar. Ein- hversstaðar segir, að fyrir ofan skýin sé himinninn jafnan heiður- Við vitum, að þegar rofa tekur gegnum hin dimmu ský, sem hul- ið hafa himinssýn um hríð, stafi björtum geislum endurminning- anna yfir ástvini feðganna horfnu. Og var ekki einmitt brottför þeirra, þrátt fyrir allt, hin mesta hamingja beggja, úr því að þeim voru ráðin þessi döpru sköp? Um leið og ég kveð þig, góði vinur, með þökk fyrir allt, vildi ég mega vera í hópi þeirra mörgu, sem nú biðja þér og drengnum þínum litla blessunar Guðs. E. I. Jarðarför þeirra feðganna Gísla Þ. Stefánssonar og Stefáns litla fór fram í gær 1 Siglufjarðar- kirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni, sem vildi votta hluttekn- ingu sína yegna hins sviplega frá- falls þeirra. Verzlunum, skrifstof- um og fyrirtækjum var lokað frá hádegi í virðingarskyni við hina látnu. 1 kirkju stóðu Húnvetningar hér í bæ heiðursvörð við kistuna og báru hana úr kirkju- Frá kirkju og upp í garð báru menn úr Sjálf- stæðisfélögunum og iðnaðarmenn. Fór athöfnin öll mjög virðulega fram. KÆRU SIGLFIRÐINGAR! Við þökkum ykkur öllum af alhug fyrir samúðina og vinar- hugimi við andlát og jarðarför GÍSLA I>. STEFÁNSSONAR og STEFÁNS GÍSLASONAR Guð blessi ykkur öll og byggðarlagið. Guðrún Matthíasdóttir og börn. f Páll Sveinsson MINNIN GARORÐ Hann var fæddur að Miðsitju í Akrahreppi 16. mai 1866. Þegar hann var fjögra ára gamall, var hann tekin í fóstur í Höfn í Siglufirði, en þar bjuggu þá merkishjónin Jóhann hrepps- stjóri og kona hans Rakel- Þar ólst Páll upp og naut þar góðs uppeldis eins og vænta mátti á því því myndarheimili. Skömmu. fyrir síðustu aldamót kvæntist hann Guðnýju Vilhjálms- dóttur, en hún var systir Guðrún- ar móður Vilhjálms Hjartarsonar skrifst.stj. og Kjartans föður frú Herdísar Kjartansdóttur, og fleiri voru þau systkin, þó ekki séu hér talin. Guðný og Páll eignuðust 4 börn, er öll dóu i æsku utan ein dóttir, Rakel, sem gift er Gesti Guðjóns- syni skipstjóra hér í bæ og á hið snotrasta heimili. Árið 1903 byggði Páll bæinn uppi á 'brekkunni, sem ætíð var nefndur Pálsbær og bjó þar í mörg ár með konu sinni unz hún lézt, og eftir það með ráðskonu, þar til hann fluttist til dóttur sinnar. Páll heitinn var einn þeirra, sem ungur að árum kynntist Siglufirði sem litlu þorpi með smátorfkof- um hingað og þangað á Eyrinni. Hann sá þorpið vaxa og stækka og verða að myndarlegum kaup- stað. Páll var skapfestu maður, þrek- mikill og afkastamikill verkmað- ur. Hann var hreinn og traustur í sínum störfum og ábyggilegur, enda kom slíkt berlega í ljós, þar sem hann alla sína tíð fram á gamalsaldur vann hjá sama fyrir- tækinu, Gránufélagsverzluninni, er síðar fékk nafnið Hinar samein- uðu íslenzku verzlanir. Þeim fækkar óðum, sem fylgd- ist með öllum þeim byltingum og breytingum, sem urðu í fram- þróun kauptúnsins og lögðu sinn skerf fram til að gera bæinn byggilegan. Við, sem njótum þess nú, sem þessir frumbyggjar bjuggu í hag- inn fyrir framtíðina, virðum störf þeirra og þökkum. Við höfum nú nýlega kvatt einn, Pál Sveinsson. Blessuð sé minning hans.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.