Siglfirðingur - 25.03.1960, Side 2
2
SIGLFIEÐIN6UR
| Vigfús Gunnlaugsson
«-------—~——-------—
Siglfirðingur
MALGAGN siglfirzkra
SIALFSTÆDISMANNA
Ábyrgðarmaður:
Páll Erlendsson
Siglufjarðarprentsmiðja h.f.
——————
Meiri atvinna
Árstíðabundið . atvinnuleysi
vetrarmánuðina, liefur löngum
verið landlægt hér í Siglufirði,
og mestu ráðið um fóllcsflótta
héðan og þröngan hag bæjarbúa
og bæjarfélags. — Síldveiði og
vinnsla síldar er megin stoð
þjóðarbúsins og oft aðal gjald-
eyrisgjafi þess. Því hefur ríkis-
valdið sett hér upp stór atvinnu-
tæki er krefjast mikils vinnuafls
sumarmánuðina, en þess ekki
jafnframt verið gætt, sem skyldi
að það fólk, sem síldarvinnslan
þarfnast á sumrum, þarfnast at-
vinnu einnig á vetrum.
Bygging hraðfrystihúss S. R.
og kaup tveggja togara, sem
hvort tveggja félckst fyrir vel-
vild og stuðning Ólafs Thors, svo
og myndarlegur hraðfrystihúss-
rekstur Þráins Sigurðssonar,
voru vissulega jákvæð viðbrögð
gegn atvinnuleysi.
En hráefnaskortur frystihús-
anna nú í vetur veldur því, að
hér hefur skapast óvenju mikið
atvinnuleysi, svo fullkomin vá
er fyrir dyrum, ef ekki verður
úr bætt. 1 því sambandi þarf að
leggja áherzlu á eftirfarandi :
1. Tryggja togarasjómönnum
þau kjör, að auðvelt sé að
manna togarana, þótt þeir
sigli eigi nema 2—3 „túra“
á ári.
2. Vinna að öflun þriðja tog-
arans — og efla bátaflotann
heima fyrir, með hráefnis-
öflun til hraðfrystihúsa fyrir
augum
3. Auka niðurlagningu og hefja
niðursuðu sjávarafurða, svo
sem lög munu til fyrir. Braut
ryðjendastarf Egils Stefáns-
sonar á þessu sviði vísar veg-
inn — og mættu stjórnarvöld
velta steinum úr vegi vax-
andi vinnslu á þessu sviði.
Fleiri leiðir eru sjálfsagt til,
en þessar virðist óhjákvæmilegt
að fara.
Höfuðatriðið er : næg atvinna,
að skapa atvinnufyrirtækjum
starfsgrundvöll, vaxtaskilyrði
með hóflegri skattgreiðslum og
tækifærum til myndunar fjár-
magns, er tryggi vöxt og öruggan
rekstur, örugga atvinnusköpun.
1 þessu fara saman liagsmunir
fyrirtækja og starfsfólks — og
gætu samrýmst enn betur með
Fæddur 12. des. 1907 -
MINNIN
AMtaÆ eru vinir okkar að
hvenfa úr hópnum, kallaðir yfir
landamæri tífs og dauða, yfir á
annað tilverustig. Jafnt ungir
sem gamlir verða að hlýða þvá
kalli, þegar þeim er ákveðinn
hinn mikli háttatími. — Sú er
reynsla eldra fólksins. Þetta er
isem sé ófrávíkjanlegt lögmál
láfsins.
Nýlega var kippt burt úr sam-
ferðamannahópnum velmetnum
og góðum dreng, svo að segja á
miðjum starfstíma, Vigfúsi Gunn-
laugssyni.
Hann lézt á sjúkrahúsinu hér
í bæ 14. marz s.l. eftir alllanga
legu og miklar þrautir.
Vigfús var fæddur að Búðar-
hól í Ólafsfirði 12. des. 1907.
Vonx foreldrar hans Stefanía,
dóttir Ólafs Guðmundssonar
bónda á Reykjum í Ólafsfirði og
síðar í Skútu hér í Siglufirði, og
konu hans, Ölafar Eiríksdóttur.
Börn þeirra merku hjóna voru 12
að tölu og fluttust flest öll hingað
itil Siglufjarðar og reyndust hér
mætir borgarar, myndarlegt,
manndómsríkt og mikið dreng-
skaparfólk. Má í því sambandi
minnast móður vinar vors Vigfús-
ar, hins mæta manms Sigfúsar í
Hláð, gæðakvennanna Marsibil og
og Ölinu, og margir Siglfirðing-
ar munu minnast hins dugmikla
húsasmiðs Jóns, er var á sánum
ibíma öllum harmdauði. Af þess-
um mannvæniega systkinahóp
eru ein þrjú á lífi, Sigfús í Hláð,
Ólána, búsett hér, og Þórey, bú-
sett í Ólafsfirði.
Öll eiga þessi systkini afkom-
tilkomu hlutdeildarfyrirkomu-
lags, sem er öruggasti sættir
fjármagns og vinnuafls.
Viðleitni núverandi ríkisstjórn
ar í efnahagsmálum er mjög já-
kvætt innlegg til tryggingar jafn
vægis og öryggis atvinnurekstr-
ar. Þjóðarnauðsyn krefst sam-
stöðu og skitnings allra ábyrgra
manna.
Siglfirðingar eiga ekki sízt
liag sinn við það bundinn, að
atvinnuöryggi skapist, og þeir
verða að gera lwort tveggja:
Afí krefja ríkisvaldið um
stuðning til sköpunar stöð-
ugrar atvinnu hér, vetur sem
sumar, og
Afí standa fast með ríkis-
stjórninni gegnum byrjunar-
örðugleika ráðstafana, sem í
bili kunna að leggja á byrð-
ar, en horfa til framtíðar-
heilla allra landsins barna.
— Dáinn 14. marz 1960
GAEORÐ
endur hér í bæ, er sverja sig að
manndómi og myndarskap í ætt-
ina.
Faðir Vigfúsar hét Gunnlaugur
Arinbjarnarson. Hann var alinn
upp á Hellu á Árskógsströnd hjá
Vigfúsi bónda þar. Bendir nafnið
Gunnlaugur og það, að hann var
-tekinn í fóstur af Hellnafóiki, að
hann hafi verið af hinni merku
Kross-aætt, því af þeirri ætt var
Hellnafólkið komið.
Má því segja, að Vigfús Sál.
hafi verið af góðu og traustu
bændafólki kominn í báðar ættir.
Hjónin Stefanía og Gunnlaug-
ur eignuðust tvö börn, Ólöfu, er
giftist Pétri Stefánssyni frá Nöf,
en lézt fyrir allmörgum árum, og
Vigfús, sem hér er getið.
Ungur að árum missti Vigfús
föður sin-n. Kom þá strax fram í
honum dugnaðurinn og hugulsem-
in við móður sína, þegar hann,
-lítill drengur, leitaði sér eftir
ýmsri vinnu til að afla heimilinu
tekna. Var oft til þess tekið, hve
vinnugleðin og starfsþráin var
mikil hjá honum.
Um skeið bjó ekkjan með böm-
um sínu-m í Úlafsfirði, en flutti
með þau ti-1 Siglufjarðar árið
1925. Um það leyti giftist Ólöf
Pétri Stefánssyni, eins og fyrr er
getið, og stofnuðu sitt eigið heim-
ih, ien þau eignuðust eina dóttur,
Ólöfu að nafni. Eftir það var Vig-
fús með móður sinni, unz hún
lézt. Þau mæðgin tóku til fósturs
Ólöfu htlu, er móðir hennar dó,
og var hún, eins og nærri má
geta, eftirlætisg-oðið á heimihnu.
Hún er nú gift kona búsett í
Keflavik og ihkist ættfóiki sínu
að myndarskap og vænleik. Þegar
móðir Vigfúsar andaðist, -tók
hann til sán unnustu sína, Sigfús-
sínu Stefánsdóttur, ágæta konu.
Foreldar hennar em Stefán Jóns-
ison og Soffia Jónsdóttir, sem
allir Siglfirðingar kannast við að
góðu einu.
Árið 1950, 3. jan., giftust þau
Sigfúss-ína og Vigfús. Þau eign-
uðust eitt sveinbarn, Gunnlaug að
a-nfni, laglegan hnokka. Samvist-
ir þeirra Vöm styttri en óskað
var eftir, en það var ánægjulegur
samvemtá-mi.
Vigfús var vænn maður, hörku-
duglegur til ailra verka, -og aldrei
féll honum verk úr hendi. H-ann
var með afbrigðum greiðvikinn
og hjálpsamur; setti sig aldrei úr
færi, ef með þyrfti, að rétta með-
bræðrum sínum hjálparihönd.
Hann. var einn af stærri fjár-
eigendum hér í bæ, var fjár-
glöggur svo af bar og markglögg-
ur. Hann var dýravinur miikiil,
fór vel með kindur sínar og sýndi
þar óviðjafnanlega natni og hug-
ulsemi við málleysingjana.
Vigfús v-ar trölltryggur maður,
einlægur vinur vina sinna, traust-
ur maður og ábyggilegur, er vildi
ekki í neinu vamm sitt vita. Hann
var einn af stofendum S-túfara-
félagsins, sem síðar nefndist
Losunar- og iestarfélagið, og
starfaði í því meðan heilsan ent-
ist.
Vigfús var þrekmaður mikiil,
og þó hann síðastl. 12 ár væri
ekki heill heilsu, var hann alltaf
sístarfandi og gegndi -sánum
skyldustörfum, þar til sjúfcdómur-
inn jókst svo, að þrek hans var
niðurbrotið.
Það er mijíil eftirsjá fyrir bæj-
arfélag að missa frá starfi jafri
góða og heilsteypta verkamenn
og Vigfús var, og það á miðjum
-starfstíma. En enginn má sköp-
um renna.
Þungur harmur og sár er
kveðinn að eiginkonu hans og
öðrum ástvinum, en það er alltaf
huggunin að eiga ljúfar minning-
ar um góðan eiginmann, tryggan
vi-n, vinsælíin og veknetinn sam-
ferðamann.
Við sem fylgdust með þessum
mikla eljumanni, sívakandi í sín-
um störfum, hefðum látið okkur
til hugar koma, að hann ætti
eftir að starfa mikið og margt
meðal okkar, en þessu hefur verið
ráðstafað á annan veg og mun
vera vel ráðið — eftir ástæðum,
en —
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgun-
roðanis,
meira að starf a guðs um geiim.
Blessuð sé minning þessa góða
drengs.
P. E.
Samkomulag um
Óbreytt mjólkurverð
Verðlækkun á kinda-
kjöti
Náðst he-fur samtoomulag í sex
manna nefndinni svonefndu um
verðgrundrvöll landbúnaðarvara.
Hækkar verðlagsgrundvöllurinn
um 2,85%, en verðlækkun verður
á kindakjöti, sem svarar kr. 2,65
pr. kg. af súpukjöti. Þá eru niður-
greiðslur á kindakjöti einnig lækk
aðar, og er ekki að ileyna, að
þarna er um stóra-ukið hagræði
neytenda að ræða jafnframt því,
sem bændur fá leiðréttingu, er
þeir að lögum áttu kröfu á og
fre-stað var að láta koma til fram
kvæmda.