Siglfirðingur - 18.04.1961, Side 1
3. tölublað.
Þriðjudaginn 18. apríl 1961.
3Y-
36. árgangur.
Sumaráætlun millilandaflugs Flugfél. Isl. 1961
Sumaráætlun millilandaflugs
Flugfélags Islands h.f. gengur í
gildi 1. apríl n.k.
Samkvæmt henni, fara flug-
vélar félagsins tíu ferðir frá
Reykjavík til útlanda yfir mesta
Framfarasinnuð hœgri stefna
annaitímann, enda eiga margir
farþegar pantað far á hinum
ýmsu flugleiðum.
Samkvæmt sumaráætlun milli-
landaflugs Flugfél. íslands, verð-
ur ferðum fjölgað í áföngum til
17. júní og verða sem fyrr segir
tíu ferðir til Reykjavíkur og frá,
þegar flestar eru.
Þar af eru níu ferðir á viku til
Athyglisverð ályktun þjóðmálastefnu félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, Vöku
Fél. lýðræðissinnaðra stúdenta,
Vaka, gekkst nýverið fyrir þjóð-
málaráðstefnu, sem gert hefur
gagnmerka ályktun, sem á skihð
alþjóðaathygli. Sökum rúmleysis
þessa blaðs verður að láta nægja
að birta fáeina kafla þessarar
ályktunar, sem á brýnt erindi til
þjóðarinnar, sér í lagi íslenzkrar
æsku, sem er að myndi sér rök-
studdar þjóðmálaskoðanir. Fara
hér á eftir nokkrir kaflar úr á-
lyktun stúdentanna:
Undirstaða og bakhjarl
Við teljum farsælustu stefnu
íslendinga vera leið framfara-
sinnaðrar, víðsýnnar hægri stefnu
þar sem allir hafi sama rétt til
að lifa og leita hamingjunnar,
jafnan rétt til læss að afla sér
viðurværis og hafa áhrif á stjórn
sameiginlegra mála.
Menningar- og sögulegur bak-
hjarl þeösarar stefnu er hinn
vestræni andi, arfur grísku heim-
spekinganna, lífsköpun kristinnar
trúar, frelsishugsjón og húman-
ismi 18. og 19 aldarinnar. Undir-
staða þessarar stefnu er íslenzk
menning, einstaklingsliyggja
hennar og réttsýni, sú skoðun, að
hver sé siimar gæfu smiður, bæði
þjóðir og einstaklingar.
Frjálst framtak
Við teljum hið frjálsa framtak
einstaklingsins vera það afl, sem
eitt geti fært þjóð okkar varan-
lega uppbyggingu og velmegun,
réttlæti og öryggi. Því beri að
hafna og vinna gegn opinberum
afskiptum og þátttöku í atvinnu-
lífinu, utan nauðsynlegra og sam-
eiginlegra þjónustustarfa. Fjár-
magn atvinnuveganna á að vera i
höndum þeirra, sem afla þess, og
ekki stjórnmálamannanna, sem
oft láta annarleg sjónarmið ráða
fjárfestingunni.
Atvinnu- og efnahags-
mál
Við teljum að setja beri lög-
gjöf um ráðstafanir gegn einokun
og hringamyndun, um leið og stór
atvinnurekstri skal eftir föngum
beint inn á þá braut, að opin al-
menningshlutafélög stand í slík-
um rekstri og hafi starfsmenn
forkaupsrétt hluta. Við teljum að
atvinnufyrirtæki, sem rekin eru á
sama sviði eigi að njóta algers
jafnréttis í skattamálum.
Við teljum að vinnulöggjöfin
eigi að vera grundvöUur betra
samstarfs fjármagns og vinnu,
enda eiga þessir aðilar sameigin-
legra hagsmima að gæta í flest-
um efnum. Hindra verður tíð
verkföll og vinnudeilur smáhópa
og stefna að heildarsamningum
um kaupgjald til langs tíma. Nú-
verandi ástand þessara mála
grefur aðeins undan atvinnuveg-
unum og stendur í vegi fyrir þró-
un þeirra, enda leikurinn oft til
þess gerður.
Almannatryggingar
Við teljum víðtækar almanna-
tryggingar nauðsynlegar í nú-
tíma lýðræðisríki, einkum á sviði
elli-, örorku- og sjúkrabóta. Al-
mannatryggingar ber þó ávallt að
miða eingöngu við raunverulegar
þarfir bótaþega og þær mega
aldrei verða til þess að draga úr
sjálfsbjargarviðleitni og siðferðis-
kennd þegnanna.
Stjórnmál og frétta-
þjónusta
Við teljum, að virk þátttaka og
þekking þegnanna á stjórnmálum
sé undirstaða lýðræðislegra kosn-
inga. Þvi beri stjórnarvöldum
skylda tii þess að gefa kjósendum
kost á því að fylgjast reglulega
með málum þeim, sem efst eru á
baugi hverju sinni, t.d. í formi
blaðamannafunda, sem einnig
væri útvarpað. Við verðum þó að
láta í ljós nokkurn efa á því, að
dagblöðin muni hér gegna sama
hlutverki, sem þeim er ætlað í
lýðræðisríki og teljum, að þar
þurfi bót á að verða. Við hörmum
óheiðarleik og hlutdrægni ís-
lenzkra blaða og teljmn þau bera
þunga ábyrgð á þeim blekkingum,
æsingum og óbilgirni, sem oft
verður umhugsun og rólegri skoð-
anamyndun yfirsterkari í hér-
lendum stjórnmálum. Við teljum
að frjáls blaðaútgáfa í höndum
einstakhnga og óháðra útgáfufé-
laga sé líklegust til þess að bæta
úr þessu ófremdarástandi íslenskr-
ar blaðaútgáfu.
Uppbygging atvinnuveg-
anna — erlent f jármagn
íslendingar eru fámenn þjóð í
iítt numdu landi. Á næstu ára-
tugum verður að vera stórátak
í uppbyggingu fjölbreytts at-
vinnulífs, ef við eigum að fylgj-
ast með þróun og mannfjölgun
Kaupmannahafnar, átta ferðir til
Bretlands, tvær ferðir til Olsó og
tvær til Hamborgar. Ennþá liggja
ekki fyrir nauðsynleg leyfi til
Parísarflugs, og er því ekki víst
að það geti hafizt í sumar, eins
og ráð var fyrir gert.
Með sumaráætlun millilanda-
flugs, breytast brottfarar- og
komutímar flugvélanna. Brottfar-
artímar frá Reykjavík til út-
landa verða kl. 8,00; 8,30 og 10,00
árdegis, og komutímar frá kl.
(Framhald á 3. síðu)
og lifa áfram menningarlífi í
landinu. Þar sem við höfum orðið
að byggja upp nútíma menning-
arþjóðfélag á síðustu þremur ára-
tugum, er þess ekki að vænta, að
við höfum aflögu eigið sparifé til
þessara framkvæmda, né munum
eignast það 1 bráð. Við verðum
því að taka erlend lán, stórlán, til
alhliða uppbyggingar og veita er-
lendu einkafjármagni inn í landið
með svipuðum kjörum og ná-
grannaþjóðir okkar, t.d. Norð-
menn.
Framfarir í heiminum eru svo
stórstígar og um leið samkeppiún
um markaðina, að ef ekki er að
gert, þá erum við orðnir á eftir
nágrannaþjóðum okkar þegar á
næstu fimm árum. Við verðum
því að gleyma gömlum fordómum
aldalangrar þrælkunar og vakna
áður en það er um seinan.
Efnahagslegt sjálfstæði er
grundvöllur allra aimarra rétt-
inda, án þess er ekki um stjóm-
málalegt sjálfstæði að ræða, nema
að nafninu til. Skoðmi þeirra,
sem undir yfirskini þjóðrækm
mæla gegn Iskynsamlegri og nauð-
synlegri erlendri fjárfestingu, er
ekki aðeins úrelt og afturhalds-
söm, heldur einmitt helzta hætta,
sem að sjálfstæði okkar beinist.
Ungir íslendingar !
Framundan em erfiðir tímar,
en jafnframt tækifæri til þess að
færa þjóð okkar meiri velmegun
en nokkru sinni fyrr, ef við skilj-
um köllun okkar og tilgang. Fylkj
um okkur í fararbroddi í sókn
þjóðar okkar til raunhæfs sjálf-
stæðis, meira réttlætis, meiri vel-
megunar. Fylkjum okkur undir
merki lýðræðis og frjálsra ein-
staklinga, merki þeirrar fram-
farasinnuðu hægri stefnu, sem ein
mun leiða þjóð okkar að takmarki
heimar.
(leturbr. eru blaðsins.)
- SITT AF HVERJU TAGI -
Alþingi lauk 29. marz sl. og liafði þá staðið í 145 daga, og var því
eitt stytzta þing síðari ára. Þingið afgreiddi 69 ný lög og 31 þings-
ályktun og var óvenju starfssamt. Sameinað þing samþ. þingsálykt-
unartillögu frá 7 sjálfstæðismönnum um að ,fela ríkisstjórninni, að
undangenginni rannsókn, að flytja á næsta þingi frumvarp um jafn-
vægi í byggð landsins, m.a. með Istofnun jafnvægissjóðs, er hafi það
hlutverk að stuðla að hagnýtingu framleiðsluskilyrða í landinu. —
Haft er fyrir satt, að Framsóknarflokkurinn hafi farið bakdyramegin
inn í málefnabúr kommúnista og haft á brott með sér stefnu þeirra í
efnaliagsmálum, varnarmálum, verkalýðsmálum og jafnvel sýndar-
sjónarmið í launajafnréttismálum kvenna! Verður Framsókn því
trauðla Istefnuskrárlaus á næstunni. — Sagt er að Framsóknarmemi
telji það verst af öllu, að landhelgisdeilan sé leyst með íslenzkum sigri,
að verkfallaaldan sé fallin, að efnahagsaðgerðirnar hafa leitt til istór-
bættrr gjaldeyrisaðstöðu gagnvart umheiminum og lækkunar banka-
vaxta, að fært reyndist að afnema tekjuskatt, stórauka almannatrygg-
ingar og framundan séu fleiri áfangar og jafnvel handritaheimt, því
samanburðurinn við árangurinn af vinistri stjórninni sé þessu „hækju-
liði“ kommúnista lítt til sóma.