Siglfirðingur - 18.04.1961, Page 2
2
JÖN GUNNLAUGSSON
RAFVIRKI — NOKKUR MINNINGARORÐ
| Siglfirðingur
MALGfiGN siglfirzkra ?
siAlfstæðismanna ?
| Ábyrgðarmaður: ?
? Páll Eriendsson >
\ Siglufjarðarprentsmiðja h.f. z
MosRvuvíxíll
í Siglufirði
Helzti hlekkurinn í áróðri Sov-
étríkjanna meðal vestrænna þjóða
miðar að því, að sá tortryggni
þeirra á milli, að blása að kolum
ósamkomulags og veikja sam-
takamátt þeirra, bæði á sviði
varnarmála og efnahagsmála.
Veik og sundruð Iýðræðisríki eru
sá jarðvegur, sem sá á í heinfs-
yfirráðum kommúnismans, enda
markvisst unnið að þessu marki
af kommúnistaflokkum Vestur-
veldanna.
íslenzkur sigur, með sáttum i
landhelgisdeilunni, sló úr hendi
hérlendra kommúniista veiga-
mesta vopni þeirra, í þeirri við-
leitni að kljúfa íslaud úr varnar-
bandalagi.... lýðræðisþjóðanna,
NATO. Við missi þessa vopns
gripu kommúnistar en til „gegn
lier í landi“ baráttu sinnar og
gangast nú fyrir allsherjar undir-
skriftasöfnun undir kjörorðunum:
ísland úr tengslmn við Vestur-
lönd — og NATO-herinn á burt!
Að sjálfsögðu beita kommún-
istar fyrir áróðursvagninn lítt
pólitískum mönnum, sem ekki
hafa gert sér glögga grein fyrir
stefnunni í alþjóðapólitík komm-
únisinans og lokað hafa augun-
um fyrir þeirri staðreynd, að að-
eins sterk og sameinuð lýðræðis-
riki geta haldið austrænu blokk-
inni í skefjum og forðað vá nýrr-
ar heimsstyrjaldar; — og að
sjálfsögðu er undirskriftarplagg-
ið saltleysislega orðað og lævís-
lega, enda hvort tveggja líklegra
til að blekkja fólk til að ljá nöfn
sín á Moskvuvíxilinn, eins og
undirskriftarplaggið er almennt
kallað. Fullveldi þjóða og lýðrétt-
indi þegnanna, liornsteinar al-
mennra mannréttinda og fram-
þróunar í efnahags- menningar-
legu tilliti, byggist á því, að þjóð-
irnar skilji þá augljósu staðreynd,
að sameinaðar eru þær sterkar og
megnugar þess að vernda hvor
aðra og 'sjálfa sig og forða frek-
ari útþennslu heimskommúnism-
ans, sem markvisst liefur aukið
útþennslustéfnu sína og fellt
livert ríkið af öðru í leppfjötra.
Og })að eru skammsýnir menn,
sem í nafni íslenzkrar þjóðar og
friðar ganga erinda kommúnista
í su ndrungarstarf i meðal vest-
rænna þjóða og hvetja samborg-
ara sína til að skrifa upp á
Moskvuvíxilinn.
Enn hefur einn mætur borgari
Sigluf jarðarbæjar og ágætur sam-
ferðamaður kvatt hópinn og
flutzt yfir til ókunna landsins, en
það er Jón Gunnlaugsson, raf-
virki, sem lézt í sjúkrahúsinu Sól-
vangi í Hafnarfirði, þ. 28. marz
sl. Hafði hann kennt nokkurs
lasleika hin síðustu ár, án þess að
Jeita læknis, eins og gengur. En
sl. vor ágerðist vanheihndi hans
og fór hann þá til Reykjavíkur í
rannsókn og leit að læknishjálp.
Sjúkdómur hans var þá kom-
inn á það stig, að um varanlegan
bata var ekki að ræða, heldur hitt
að hið mikla kall væri á næsta
leiti. Eftir alllanga legu þar syðra
kom kveðjustundin.
Jón var fæddur að Máná í Úlfs-
dölum 7. febr. 1894. Foreldrar
hans voru Þóra Helgadóttir og
Gunnlaugur Þorfinnsson.
Gunnlaugur var af Grafarætt-
inni, sonar-sonur Þorfinns Jóns-
sonar, frá Gröf á Höfðaströnd,
bónda Hóli, Siglufirði. Er fjöldi
manns hér í bæ kominn út af
Þonfinni, m.a. Þrasastaðabræður,
Hlíðarf jölsþy. dan, Kristján Ás-
grímsson og fjölskylda, Aaðal-
björn og fjölskylda, svo eitthvað
sé nefnt.
Fyrir og um síðustu aldamót
var allmikið um fólksflutninga
héðan til Ameríku. Laust eftir
aldamótin brá Gunnlaugur, faðir
Jóns, búi og fór til Ameríku með
Jón, son sinn, ásamt öðru fólki.
Þar dvöldu þeir feðgar um 5 ára
skeið, en komu þá hingað aftur
og settust að hér í bæ.
Jón mun þá hafa verið 16 ára
gamall. Faðir hans tók að sér yfir-
umsjón á lagningu vatnsleiðslu-
kerfis í bænum og var mörg ár
við þann starfa. Nokkur fyrstu
árin var Jón með föður sínum
við það starf.
Þegar rafmagnsstöðin var
byggð við Hvanneyrará og bær-
inn rafvæddur, réðist Jón til
starfa þar, og var umsjónarmað-
ur stöðvarinnar fram til ársins
1927. Snérist hugur hans þá eins
og margra annarra til síldveið-
anna. Hann var þá bryggjufor-
maður fyrir Helga kaupm. Hiaf-
liðason í eitt ár og annað árið
vann hann á bryggjum ,en þriðja
árið tóku þeir feðgar bryggju og
söltunaráhöld á' leigu og söltuðu
síld sumarið 1929.
Þegar svo að S.R. 30 var byggð
Þetta áróðursplagg mun }>essa
dagana borið á milli húsa liér í
Siglufirði og það er full ástæða
til að vara fólk við þátttöku í
þessum blindingjaleik, sem gegnir
]íví eina hlutverki, að vera áróð-
ursvopn. . lieimskommúnismans
gegn okkur sjálfum.
réðist Jón þangað sem rafvirki og
vann síðan upp frá því hjá S.R.,
meðan heilsa og kraftar leyfðu,
eða um 30 ára skeið.
Árið 1919 gekk Jón að eiga
heitmey sína Sigurjónu Einars-
dóttur, sérlega myndarlega og
ágæta konu. Þau eignuðust tvö
börn, Önnu, búsetta í Kópavogi
og Gunnlaug, rafvirkja, búsettur
íSiglufirði.
Jón þótti ágætur starfsmaður,
verklaginn og hugkvænn í sínurn
störfum. Auk rafvirkjastarfsins
gerði hann töluvert að því að
leggjamiðstöðvakerfi í íbúðarhús
og þótti takast vel.
Jón var jafnlyndur, prúður og
viðfelldinn í viðmóti og samvinnu-
þýður. Mátti segjá, að hann væri
hvers manns hugljúfi.
Hann var frábitin öllurn erjum
og deilum og vildi frið við allt
og alla. Hann var góðgjarn mað-
ur, greiðvikinn og hjálpsamur.
Jón var vel gefinn, glöggur og
athugull.
Það bar ekki mikið á honum í
opinberum málum. Eigi að síður
fylgdist hann vel með, myndaði
sér skoðanir í aðsteðjandi vanda-
málum bæjar og þjóðarheildar og
var enginn hringlandi í þeim efn-
um. Hann hafði gaman af, í vina-
hópi, að ræða málin og brjóta þau
til mergjar, en lengra fór hann
ekki. Ég kynntist Jóni ekkert
fyrr en ég kom hingað í bæinn
og gerðist heimamaður. Vildi svo
til, að kynning okkar hófst mjög
fljótlega. Var hann mér ímynd
hins góða og hrekklausa dreng-
skaparmanns. Ég var þess strax
var, að þarna var óvenju trygg-
lyndur maður á ferð, og gafst
mér oft tækifæri til að sjá hve
vinátta hans var einlæg.
Söknuður og harmur er kveð-
inn að eftirlifandi konu og börn-
um og tengdabörnum. Og hV
myndarlegu sonarbörn hans hér,
munu í bili sakna afa síns, hann
var svo mikill vinur þeirra.
En hin ágæta kona hans, sem
fór með honum suður til að leita
lionum lækninga, hvarf aldrei frá
sjúkrabeði hans og fylgdist því
vel með iíðan hans, hefur verið
orðin fullviss um, að hverju
stefndi, hugsað það mál í ró og
næði, talið þessi úrslit skiljanleg,
jafnvel ákjósanlegust og sætti sig
við það. Á liljóðum, kyrrlátmn síð-
kvöldum leita til okkar ljúfar
minningar tun góðan dreng og
ágætan ferðafélaga.
Ánægjulegasta hugðarefnið er
að kveðja góðvininn með hlýjum
huga, þökk fyrir geðfellda kynn-
ingu og óska honum góðrar ferð-
ar og heimkomu á ókunna land-
inu. — Bkcsuð sé minning hans.
Páll Erl.
F.I.B. (framhald af 4. síðu).
bundin. iHns vegar fær sá, sem
ökuleyfi er sviptur á þennan hátt,
þá og því aðeins réttindi sín aftur,
að hann gangi undir mjög strangt
ökupróf og standist það. Fyrir-
komulag sem þetta hefur gefið
góða raun erilendis og mundi vafa-
laust fjarlægja margan óhæfan
ökumann af íslenzkum vegum. Þá
hyggst F.I.B. vinna að því að
unnt verði að tryggja ísl. bifreiðir
hér heima til ferðalaga erlendis
og sömuleiðis að erlendar bifreiða-
tryggingar verði teknar í gildi
hér á landi.
VEGAÞJÓNUSTA O. FL.
Félagið sá um viðgerðaþjónustu
fyrir bifreiðar á fjölförnustu leið-
um um verzlunarmannahelgina,
og var hún innt af hendi ókeypis
fyrir félagsmenn. Vistfólki á
Grund var boðið í skemmtiferð.
Haldinn var almennur rnnræðu-
fundur um vegamál og sýnd kvik-
mynd um gerð nýtízku vega. Und-
irbúninr voru samningar við ýms
fyrirtæki um bætta þjónustu og
e.t.v. afslátt fyrir félagsrnenn.
BREYTINGAR Á REKSTRI
FÉLAGSINS
Á aðalfundinum var lögum fé-
lagsins breytt og stefnt að því að
auka starfssvið þess og efla fé-
lagatölu. Nú er félagið opið öllum
bifreiðaeigendum og öðrum á-
hugamönnum um velferð umferða
mála, með þeirri takmörkun að
einkabifreiðaeigendur skuli ætíð
skipa 3 sæti í stjórn þess.
AUKNAR FRAMKVÆMDIR
VIÐ AUSTURVEG
Þá samþykkti fundurinn að
beina þeim tilmælum til ríkis-
stjórnarinnar, að nota 15 ára
gamla heimild til 20 millj. kr. lán-
töku vegna Austurvegar, og yrði
fé þetta notað í Þrengslaveg á
þessu ári, að svo miklu leyti sem
kostur er á.
STEYPTUR VEGUR AÐ
SELFOSSI EFTIR 80—90 ÁR
1 rökstuðningi fyrir tilögu
þessari var upplýst að samkvæmt
lauslegri kostnaðaráætlun ogþeim
fjárveitingum, sem nú eru veittar
til Austurvegar, myndi taka tæp
90 ár að byggja vandaðan steypt-
an veg frá Reykjavík að Selfossi.
Miðað við bifx’eiðaumferð og
flutningsmagn hefur verið full
þörf fyrir þemian veg í fimm ár
eða meira. Að óbreyttum ástæð-
um cr útiit fyrir að vif \erðum
næstum heila öld á eftir tímanum
í þessum efnum.
Úr stjórn gengu samkvæmt f :■
lagslögum gjaldkeri og anna.:1
meðstjórrandi. Stjórn félagsins
skipa i.ú:
Arinbjörn Kolbeinsson, formað-
ur; Björn Sveinbjörnssor, ritari;
Valdimar Magnússon, gjaldkeri;
Haukur Pétursson og Magnús
Höskuldsson, meðstjórnendur.