Morgunblaðið - 24.05.2011, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2011
íþróttir
Júdó Frábær árangur Íslendinga á Norðurlandamótinu í Ósló. Unnu til fimmtán verðlauna.
Þorvaldur Blöndal kom heim með tvö gull. Líður eins og strætó hafi keyrt yfir sig. 3
Íþróttir
mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, gengur til
liðs við hollensku meistarana Ajax
í sumar, eða verður um kyrrt hjá
AZ Alkmaar í eitt ár til viðbótar.
Andri Sigþórsson, bróðir hans og
umboðsmaður, staðfesti við Morg-
unblaðið í gær að sú ákvörðun
lægi fyrir. Önnur félög kæmu ekki
til greina og nú réðist framhaldið
af því hvort Ajax og AZ næðu
saman um kaupverð á Kolbeini.
„Niðurstaðan er sú að það sé
hárrétt skref hjá Kolbeini á hans
ferli að ganga til liðs við Ajax en
hugsa ekki um England eða
Þýskaland að svo stöddu. Ég hef
enga trú á öðru en að félögin nái
saman og finni lausn sem kemur
sér vel fyrir alla aðila. Mér finnst
afar ólíklegt að AZ taki áhættuna
á því að missa hann frá sér án
greiðslu eftir eitt ár. Kolbeini líð-
ur hinsvegar vel hjá AZ og af
hans hálfu er ekkert því til fyr-
irstöðu að vera þar eitt tímabil
enn ef með þarf,“ sagði Andri.
Kolbeinn, sem er 21 árs gamall
sóknarmaður, hefur verið í röðum
AZ frá 2007 þegar hann kom til
félagsins frá HK. Hann kom inn í
aðalliðið fyrir nýliðið tímabil og
sló hressilega í gegn. Kolbeinn
varð markahæsti leikmaður liðsins
í úrvalsdeildinni með 15 mörk og
varð sjötti hæstur í deildinni í
heild, og þá skoraði hann mörk
fyrir liðið í Evrópudeild UEFA og
hollenska bikarnum.
Þá skoraði Kolbeinn þrjú mörk í
fyrstu fimm A-landsleikjum sínum
á síðasta ári og er í 21-árs lands-
liðinu sem leikur í úrslitakeppni
EM í Danmörku í næsta mánuði.
Eingöngu Ajax í myndinni
Kolbeinn bíður niðurstöðu í viðræðum Ajax og AZ Tilbúinn til að leika eitt
tímabil enn með AZ ef ekki nást samningar Telur Ajax rétta skrefið á ferlinum
Morgunblaðið/Ómar
Holland Kolbeinn Sigþórsson ætlar
hvorki til Englands né Þýskalands.
GOLF
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Tíðarfarið hefur verið allt annað en milt að
undanförnu og kuldi hefur verið í kortunum hjá
veðurfræðingum í rúmar tvær vikur. Á meðan
bíða kylfingar hér á Fróni með kylfurnar í start-
holunum. Fyrsta umferðin í Eimskipsmótaröð-
inni í golfi hefst um næstu helgi en hún er leikin
á Garðavelli á Akranesi. Þar ræður ríkjum Ró-
bert Halldórsson vallarstjóri. Hann segir völl-
inn góðan þrátt allt. „Völlurinn er mjög góður
og kylfingar sem hafa spilað hér að undanförnu
eru á sama máli. Þrátt fyrir þetta kuldahret lít-
ur hann vel út. Við búum hinsvegar við það að
það hefur ekki verið eins mikið spil á vellinum
og á völlunum á höfuðborgarsvæðinu. Það
nennir enginn að fara upp á Skaga og spila í
tveggja til þriggja stiga hita og með vindinn í
fangið.“
Þá segir Róbert ekkert því til fyrirstöðu að
spila á vellinum um næstu helgi. „Ástandið er
gott fyrir helgina en flatirnar eru mjög góðar.
Auðvitað myndi ég vilja fá meiri hita en völl-
urinn býr enn að þeim hlýindum sem voru í lok
apríl og byrjun maí. Ekkert hefur hinsvegar
gerst síðan þá. Fólk hrósar engu að síður að-
stæðum og því er ekkert að vanbúnaði að halda
fyrstu umferð Eimskipsmótaraðarinnar.“
Hrakar dag frá degi
Ekki eru allir vellir í eins góðu ástandi og
Garðavöllur og það skiljanlega. Birkir Már
Birgisson, vallarstjóri í Grafarholtinu, hefur
þurft að grípa til ráðstafana vegna kuldans.
„Við ætlum að hafa lokað til tvö á daginn fram á
fimmtudag til að byrja með og svo verður það
bara metið þegar þar að kemur hvort við þurf-
um að halda því áfram. Það fraus hjá okkur að-
faranótt sunnudags og hitinn fer oft niður í tvær
til þrjár gráður,“ segir Birkir um ástæður þess
að gripið er til slíkra ráðstafana. „Það springa
ekki út fræ hjá okkur og vex ekki gras í slíkum
aðstæðum. Maður horfir í raun bara á vellina
versna dag frá degi. Þetta er skelfilegt ástand.“
Birkir segir aðeins vanta hita í jörðina. „Við
Spurður hvort askan frá gosstöðvunum í
Grímsvötnum eigi eftir að hafa einhver áhrif á
vellina á höfuðborgarsvæðinu segir Guðmundur
svo ekki vera. „Á meðan hún er ekki í sama
magni og maður sá á mbl.is frá Kirkjubæjar-
klaustri þá höfum við engar áhyggjur. Þó tók ég
eftir því að það var nokkuð um ryk í kringum
golfbílana þegar maður keyrði um völlinn í dag
[gær].“
Á Akureyri snjóaði í gær eins og gert hefur
með hléum undanfarna daga. Í ljósi þess verður
Jaðarsvöllur töluvert seinni til í ár að sögn
Steindórs Kr. Ragnarssonar vallarstjóra. „Það
er líklegra að fjallið verði opnað um helgina en
golfvöllurinn.“ En þess má geta að töluvert hef-
ur snjóað í Hlíðarfjalli að undanförnu.
gamla vellinum að sögn Guðmundar Árna
Gunnarssonar vallarstjóra. „Völlurinn lítur
nokkuð vel út. Hann hefur þó tekið eitt til tvö
skref aftur á bak í kuldanum. Nýi völlurinn
kemur prýðilega undan vetri þrátt fyrir fram-
kvæmdir. Við gátum opnað hann á laugardag-
inn síðastliðinn.“
Öskunnar vart undan
golfbílunum
„Gamli völlurinn hefur það fram yfir að hann
er grónari en sá nýi verður ekki lengi að ná hon-
um.“ Guðmundur þakkar fyrir að hann hefur úr
27 holum að moða og því dreifist álagið víðar.
Hann segir þó að líklega sé völlurinn tveimur
vikum á eftir miðað við sama tíma í fyrra.
erum að verða alveg tveimur vikum á eftir mið-
að við undanfarin ár. Það er náttúrlega kominn
áburður í alla velli, nú vantar bara hitann og
rigninguna til að koma þessu af stað.
Grafarholtið er svolítill kuldapollur, til dæmis
ef hitinn fer í þrjár gráður í Reykjavík þá má
fastlega búast við því að hér séu núll gráður.“
Farið eitt til tvö
skref aftur á bak
Ástandið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði er
gott að sögn Daniels Harleys vallarstjóra þó
þrjár fyrstu flatirnar hafi farið frekar illa. Hann
líkt og allir vallarstjórar sem Morgunblaðið tal-
aði við beið eftir meiri hita og rigningu.
Hjá GKG er ástandið ágætt, sérstaklega á
Morgunblaðið/Kristinn
Grafarholt Notkun á velli Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholtinu hefur verið takmörkuð vegna lágs hitastigs. Myndin var tekin í gær.
Lokað til tvö sökum kulda
Gripið til ráðstafana í Grafarholti vegna næturfrosts Golfvellir standa í stað Ástand gott á Akra-
nesi Nýi völlurinn hjá GKG nær fljótt þeim gamla Líklegra að fjallið verði opnað en golfvöllurinn