Ísland - 15.05.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 15.05.1934, Blaðsíða 2
SKAANE Stofnsett 1884. Höfuðstóll 12,000,000,00, sænskar krónur. Aðalumboðsmaður á Islandi: Ingimar Brynjólfsson Reykjavík. þjóðin er teymd á frumstæðasta stig dýrslegrar villimennsku. Hinum ýmsu hlutum þjóðarinnar er otað saman, ekki til að ráða fram úr málum friðsamlega og á heppilegan hátt, heldur í harðvít- uga baráttu. »Stétt gegn stétt«, sveita- menn gegn sjómönnum, verkamenn gegn vinnuveitendum, nemendur gegn kenn- urum, leikmenn gegn lærðum, allir á móti öllum. Vopnin eru lygar og rógur, mútur og hótanir og ekki ósjaldan bar- efli. Þegar þing kemur saman, er sagt, að það sé spegilmynd af vilja þjóðarinnar. Það er hrein fjarstæða. Allt þingræðis- skipulagið byggist á meirihluta og minnihluta, á sundurlyndi í stað sam- starfs, á ófriði í stað friðar. Það er síð- ur en svo von til, að vel fari. »Meirihlutinn á að ráða«. Hann þarf ekkert tillit að taka til minnihlutans. Ekki er það í samræmi við þjóðarvilj- ann. En fleiri eru nú gallar á gjöf Njarðar. Þingræðið er þannig úr garði gert, að fulltrúar þjóðarinnar og stjórn eru oftast í minnihluta. Frambjóðandi í kjördæmi er sjálfkjörinn, ef enginn býð- ur sig fram á móti. Þá fara engar kosn- ingar fram, svo enginn veit, hvort meiri- hluti kjósenda vill þann fulltrúa eða ekki. Slíkt er nú reyndar sjaldgæft. Þingmaður er þá og því aðeins fulltrúi meirihlutans, að hann fái meirihluta kjósenda á kjörskrá, en það mun vera sjaldgæft. Séu fleiri en 2 í kjöri, en þao mun oftast vera, er slíkt nær ómögulegt. Flestir þingmenn eru því fulltrúar minnihlutans. Kjördæmin eru, eins og kunnugt er, mismunandi stór, en full- trúatala svo til jöfn. T. d. Seyðisfjörður með 1000 íbúa hefir 1 þingmann, en Reykjavík með 32 þús. 6 þingmenn, Gullbringu-Kjósarsýsla með 5 þús. íbúa 1 þingmann, Norður-Múlasýsla með 3 þús. 2 þingmenn. Þannig mætti lengi telja. Þetta leiðir vitanlega af sér hið mesta órétti, og þingið, kosið á þenna hátt, verður enn rangari mynd af þjóð- arviljanum, en annars væri. Tillögur íhaldsins til að »bæta úr« þessu eru að- eins til að skæla þá mynd og afskræma enn meira. Með uppbótarþingsætum er Nl. Það er þung gangan til sveitarsjóðs- ins fyrir slíkt fólk, sem vill vinna og framfleyta sér með afli handa sinna, hefir sterkar hendur, sterkan vilja og hugrekki. En allt má drepa, jafnvel sjálfsbjargarviðleitnina. En hvað hefir þetta fólk gert fyrir sér, sem réttlæti. að þannig sé með það farið? Jú, það hefir fengið að láni nokkur hundruð krónur, þegar framleiðsla þess eða veró hennar var í nokkru samræmi við »verð« íslenzku krónunnar, og verður svo aft- ur að borga með sama krónu»verði«, þegar framleiðsla þess hefir »fallið« gíf- urlega og hlutfallið verið rofið milli hins raunverulega verðmætis og hins ímynd- aða — milli framleiðslunnar og pen- ingsins. 1 lögum frá síðasta Alþingi (nr. 17 1934) er jafnvel gengið svo langt, aö það er lögfest að heimila bændum að veðsetja Kreppulánasjóði bústofn sinn og fóðurbirgðir, innanstokksmuni alla eða nokkuð af þeim o.s.frv. Maður skyldi ekki ætla, að á þingi ættu sæti menn, sem aðhyllast eignarrétt einstaklingsins, því að með þessum lögum er ekki veriö að gera annað en kippa fótunum und- an raunverulegum eignarrétti bóndans á jörð sinni. Kreppulánasjóður er ekkert annað en einn hluti ríkissjóðs. Og ef nú einhver bóndinn ekki stendur í skilum, lævíslega verið að draga kosningarrétt- inn úr höndum þjóðarinnar. Miðstjórnir flokkanna eiga að ákveða, hverjir hljóta uppbótarþingsætin. Nú eiga þeir ölafur Thórs, Jón Baldvinsson og Jónas frá Hriflu að ákveða, án nokkurrar íhlut- unar þjóðarinnar, hverjir eigi að skipa Alþingi. Ekki er það lýðræði. Það er þingræði. Hvernig verða svo þessi upp- bótarþingsæti notuð? Jú, til að lauma, í trássi við þjóðina, inn á þing hennar ýmsum ómerkilegum taglhnýtingum, sem enginn myndi kjósa á þing. Ekki er það lýðræði. Þrátt fyrir margvísleg hrossakaup, er nú ástandið að færast í það horf hér hjá okkur, eins og annars- staðar, að ómögulegt er að mynda stjórn, sem hefir þingræðislegan meirihluta, en það er grundvallaratriði þingræðisins, að svo sé. 1 5 ár sat hér framsóknar- stjórn, sem reyndar gat talizt þingræð- isstjórn með hlutleysi jafnaðarmanna, en hafði ekki nema 1/3 kjósenda að baki sér. Ekki var það lýðræði. Nú sit- ur hér stjórn, sem hvorki er fugl né fiskur, og enginn vill bera á.byrgð á, og hefir enga kjósendur að baki sér. Ekki er það lýðræði. Engar líkur eru til að næsta stjórn verði lýðræðisstjórn. Það er þá orðið þannig, að »minni- hlutinn ræður«. Hann gengur á rétt meirihlutans og kúgar hann. Elíft stríð, ekkert samstarf. Þetta er þingræöi. Svo er verið að telja þjóðinni trú um, að hún búi við lýðræði, að hún ráði mál- um sinum sjálf. Kvílík Ssv'fni. Er það þjóðin, sem ræður þv.', að hundruðum þúsunda er stolið úr bönkunum og að hylmt er yfir það? Er það þjóðin, sem ræður því, að hundruð manna ganga atvinnulausir? Er þáð þjóðin, sem ræð- ur því, að hún stynur sáran undir skattabyrðinni? Er það þjóðin, sem ræð- ur því, að bændur flosna upp af bú- um sínum og jarðirnar falla í órækt? Er það þjóðin, sem ræður því, að sumir hafa allt, en aðrir ekki neitt? Nei, það er ekki þjóðin. Það eru »pólitískir« spá- kaupmenn eins og Ölafur Thors, Jónas frá Hriflu og Héðinn Valdimarsson. Og þingræðið gerir þeim mögulegt að stunda rányrkju sína á ríkissjóði, en lýðræðið mun finna þeim stað fyrir aust- þá væri öll starfsemi þessa sjóðs mein- ingarleysa, ef ekki ætti að ganga að veðinu. Aðra meiningu er ekki hægt að leggja í þessa þvælu, nema þá að ríkið sé farið að veita næstum heilli stétt, og það meira að segja annari þeirri fjölmennustu, óafturkræfan fátækra- styrk. Það er sem sagt alveg undir geð- þótta stjórnarinnar komið, hvenær næst- um flestar jarðir landsins verða ríkis- eign og ábúendur þeirra leiguliðar rík- isins. Það væri ekki amalegt fyrir rauð- liðana að komast til valda núna. Þá gætu þeir framfylgt sinni stefnuskrá um ríkisrekstur alveg löglega, án þess að þurfa að breyta stjórnarskránni og meira að segja á þeim grundvelli, sem íhaldsflokkarnir hafa byggt og lagt blessun sína yfir. Þetta ástand verður að breytast. Jörð-' in á ekki að ganga kaupum og sölum. Eiginleiki hennar er ekki þannig, aö hún geti verið verzlunarvara. Þjóðernissinnar vilja koma á óðals- rétti og vilja láta banna að veðsetja jarðir og afrakstur þeirra, nema þá að því takmarki, að það geti á engan hátt spillt eðlilegum rekstri hennar, þótt gengið væri að veðinu. Eins og nú er komið, hafa »stjórn- málaspekingar« okkar á milli þess að velja, að fórna velferð og hamingju þús- unda Islendinga eða fórna »formúlum« an fjall, sem hentar þeim betur en stjórnarráð, þing og bankar. Þeir elska þingræðið, en hata lýðræðið eins og kölski kirkjuna. Undir þórsliamarsfánanum mun lýð- rœðið halda innreið sína í þjóðfélagið, og þjóðin mun gera sér svipu úr fram- komu þingmanna og verlcum stjómanna og reka þá úr Alþingi, musteri þjóðar- innar, sem þeir hafa gert að ræningja- bceli. H. H. sínum. Það vilja þeir ekki. Og þá er bara spurningin, hvort þetta kerfi þeirra sé svo göfugt, að það borgi sig að halda því við. Við segjum: Nei. Við segjum, að það sé svívirðilegt óréttlæti gagnvart hinum óhamingju- sömu og hnefahögg framan í réttarmeð- vitund þjóðarinnar, að slíkt athæfi, sem hér hefir verið lýst, geti átt sér stað. Þess vegna bannfærum við allt kerfið og viljum skapa nýtt og betra. Þar sem það er og vitað, að framleiðendurnir til sveita — bændurnir — ásamt atvinnu- leysingjunum, eru þeir, sem harðast hafa orðið úti í kreppunni, þá viljuin við leggja mesta áherzlu á að bæta kjör þessa hluta þjóðarinnar. Þar með er þó ekki sagt, að við viljum veita þessum mönnum sérréttindi á kostnað annarra, því okkur er það fullljóst, að því aðeins getur alhliða viðreisn átt sér stað, að réttlætið skipi hæstan sessinn. En við erum líka sannfærðir um það, að ekki er hægt að byggja upp heilbrigt og líf- rænt þjóðfélag án heilbrigðrar og líf- rænnar bændastéttar. En þetta er ekki aðeins sannfæring ökkar, heldur er það og söguleg stað- reynd. Aldrei hefir nokkur þjóð getað lifað frjálsu og óháðu lífi, hafi hún ekki átt á að skipa frjálsri og óháðri bænda- stétt. Það er því hverju orði sannara, sem gamla máltækið segir: »Bóndi er bústólpi. Bú er landstólpi«. Þetta hekl ég, að allir óbrjálaðir menn viðurkenni, Fánahneykslið á Siglufirði. [Eftirfarandi grein hefir blaðinu bor- izt frá Siglufirði um misþyrmingu ís- lenzka fánans þar 1. maí s. 1. Furðu hljótt hefir verið um þenna atburð í blöðum borgaraflokkanna, enda vart við öðru að búast, þar sem þeirra hlutverk virðist ekki vera að vaka yfir sjálfstæði þjóðarinnar, heldur einungis að blekkja landsmenn til fylgis við hugsjónalausan og úrræðalausan yfirstéttarflokk. En verknaður kommúnista á Siglufirði er ekki verri en við var að búast úr þeirri átt. Þeirra markmið er að selja sjálf- stæði Islands í hendur rússneskra Gyð- ingabolsa. Þess vegna svifta þeir í tvennt ísl. fánanum, tákni sjálfstæðis Islands.] Hinn 1. þ. m. héldu kommúnistar hér hátíðlegan, á sína vísu, með því að safn- ast saman hjá samkomuhúsi sínu og en þó er svo langt frá því, að þessum ríkis- og þjóernisstólpa hafi verið sýnd- ur sá sómi, sem skyldi, að nú er svo komið vegna óviturleika þeirra, sem með mál þjóðarinnar hafa farið að undan- förnu, að helzt lítur út fyrir, að ríkið sé orðið bústólpi. Raunverulega greiðir bóndinn nú skatta og skyldur til ríkis- ins með allskonar ómögulegum kreppu- lánum, sem ríkið veitir honum, og hefir í því skyni reitt af öðrum atvinnugrein- um, sem betur hafa borið sig. Það liggur nú í augum uppi, að þannig lagaður búskapur getur ekki gengið til lengdar. Hvað myndi verða, ef við fengj- um eitt hallæris- eða hafísár, sem stöðv- aði, — þó ekki væri nema að nokkru leyti — sjávarútveginn? Hvar ætti þá að taka fé til kreppulána? Hvar ætti þá að taka fé til atvinnuleysisbóta í kaupstöðunum? Nei, slík pólitík, sem nú er rekin, hlýtur fyrr eða síðar, eins og reyndar er á daginn komið, að leiða út í ginnungagap ósjálfstæðis — fjárhags- lega og menningarlega. Af því, sem nú er sagt, má sjá það, að viðreisn landbúnaðarins er eitt af aðalviðfangsefnum þjóðernissinna, og þá ekki einvörðungu vegna þess, að við við- urkennum í fyllsta máta, að »bú er landstólpi«, heldur og vegna þess, að með viðreisn landbúnaðarins er létt und- ir með öllu atvinnulífi þjóðarinnar í heild. Um áratugi hefir þessi atvinnugrein Landbúnaðarkreppan.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.