Ísland - 15.05.1934, Blaðsíða 3

Ísland - 15.05.1934, Blaðsíða 3
15. maí 1934 1 S L A N D 3 halda sínar venjuleg'u æsinga- og land- ráðaræður. Hófst sú athöfn kl. 2 e. m. Eftir það héldu þeir í »kröfugöngur« sínar og báru viðeigandi rauðar dulur. Er þeir komu upp á Túngötuna mættu þeir hóp drengja, er báru íslenzka fán- ann og sungu ættjarðarsöngva. Snéru þá drengirnir við, og var íslenzki fán- inn í fararbroddi suður hjá Ilótel Siglu- fjörður. Bar þá ísl. fánann maður að nafni Ágúst Guðjónsson, frá Norðfirði. Pegar þar kom, ruddust kommúnistar fram hjá fánaberanum, en um leið hrifs- aði Þóroddur Guðmundsson íslenzka fánann og s v i f t i h o n u m í t v o h 1 u t i. Ég hefi náð tali af manninum, sem bar ísl. fánann, og er frásögn hans á þessa leið: »1 dag kl. 2 gekk ég þangað, sem kommúnistar höfðu samkomu sína, til þess að hlusta á ræðuhöldin. Er kommúnistar héldu í kröfugöngu sína, gekk ég ásamt öðrum upp í bæ og út Túngötu; þar mætti ég hóp drengja, er báru íslenzka fánann. Án allrar pólitískrar hlutdrægni bauðst ég til að bera fánann vegna þess að ég er Islendingur, og tel mér það sóma að bera merki þjóðar minnar eða sjá það blakta við hún, og tel þaö eitt sæmandi, að það sé borið framar öðrum fánum á íslenzkri jörð. Gekk ég síðan í fararbroddi suður hjá Hótel Siglufjörður, án þess að mæla orð við nokkurn eða, mér vitanlega, að móðga nokkurn mann. Er þar var komið, og kröfugangan breytti stefnu, lenti ég, vegna þess að ég' er ókunnugur, upp að tröppum hótels- ins, en er kröfugangan fór fram hjá, hrifsaði maður, sem ég þekkti ekki, en hefir verið sagt, að sé Þóroddur Guð- mundsson, íslenzka fánann og reif hann í tvo hluti. Einnig kastaði Jón Kafns- son að mér nokkrum allt annað en kurt- eisum orðum. Framanskráð er rétt og hlutdrægnis- laus frásögn af þátttöku minni í atburði þessum. P. t. Siglufirði 1. maí 1934. Ágúst Guðjónsson.« okkar verið leiksoppur stjórnmálaflokk- anna og bráð kaupstaða-stjórnmála- spekúlanta. Ætíð síðan þingið hætti að vera vörður og verndari þjóðarinnar og varð leppur alþjóðlegs stórkapitalisma, hefir landbúnaðinum — og reyndar öll- um atvinnumvegum okkar — verið fórn- að fyrir hagsmuni þessa útlenda aud- magns. I hvert sinn, sem árekstur hefir orð ið milli hagsmuna íslenzkra framleið- enda og útlendra, hefir bóndinn orðið að lúta í lægra haldi (sbr. t. d. norsku samningana). Það mein, sem hér eins og annai’sstaðar íokkar þjóðfélagsmálum þarf að skera burt, á sér ból 1 rótum skipulagsins. Engin önnur stefna en þjóðernisstefnan með sínum kjörprðum: Islandi allt og Island' fyrst getur lækn- að sárið. Auk þessa áreksturs milli hins út- lenda auðmagns og bóndans eru einnig að minnsta kosti tvö önnur atriði, sem eiga rót í landinu sjálfu, og sem hin núverandi flokkapólitík getur ekki leyst. 1 fyrsta lagi er það, sem kallað er hagsmunaárekstur milli kaupstaða og sveita, sem þjóðernisstefnan ein getur leyst. Til þess að gera landbúnaðinn arð- vænlegan eða jafnvel aðeins lífvænleg- an, þarf bóndinn að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Kaupstaðabúar aftur á móti eru yfirleitt of fátækir, til þess að kaupa hærra verði. 1 öðru lagi verð- ur árekstur milli bóndans og vinnufólks- ins. Hið síðar nefnda heimtar meira Tilkynning til pjóðernissinna. Peir félagar, sem vilja taka pátt í skemti- ferð á hvítasunnunni, eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu F. P. i Vallarstræti 4, fimmtud. 17. og föstud. 18. þ.m. kl. 8,30. e.h. Er kommúnistar höfðu lokið »kröfu- göngu« sinni, lét settur bæjarfógeti, Er- lendur Þorsteinsson, kalla Þórodd Guð- mundsson fyrir rétt, og játaði hann að hafa rifið fánann, og skilaði slitrum þeim af fánanum, er hann hafði með- ferðis. Svo hljóðar í fám orðum frásögnin af því svívirðilegasta bragði, sem nokkur Islendingur hefir haft í frammi gegn fána þjóðarinnar. Sá verknaður setur bleyðimerki á valdhafa þjóðarinnar, ef þeim, er verkn- aðinn framdi, verður ekki refsað harð- lega. Siglufirði 3. maí 1934, Pétur Á. Brekkan. [Höf. biður Morgunbl. og önnur blöð Sjálfstæðisflokksins að birta þessa grein.] Ingjaldur. Islandi hefir borizt síðasta tbl. af blaði þjóðernissinna í Vestmannaeyjum, Ingjaldi, sem Kr. Linnet bæjai'fógeti gefur út. Blaðið er, svo sem vænta mátti, skrifað af mikilli mælsku og rökfimi. Blaðið ræðir aðallega um málefni Vest- manneyinga, og er lýsing sú, sem gefin er á forráðamönnum bæjarins, harla ófögur. T. d. má nefna þessa klausu eft- ir P. V. Kolka: »Hér er allt ómögulegt, — fjárhagur bæjarins, hugsunarhátturinn og fólkið sjálft. Það sefur og kjaftar upp úr svefninum eins og fólk yfirleitt. Hér er engu nýtilegu hægt að koma í frant- kvæmd, því að sjálfstæðismennirnir, sem eiga að ráða, eru hugsjónalausir og úrræðalausir og' fyrstir til að ráðast að okkur, þessum fulltrúum sínum, ef við ætlum eitthvað að gera. Hér þarf gjör- breyttan hugsunarhátt, ef nokkuð á að lagast, og þannig mun vera alstaðar á landi voru«. 1 sörnu grein segir sami maður: »Kommúnisminn er fyrst og fremst sjúkdómseinkenni hins rotnadi borgara- lega stjórnarfars — með vaxandi rétt- læti öllum til handa hverfa sjúkdóms- einkennin af sjálfu sér.« I grein eftir ritstjórann segir svo: »Því að það mega sjálfstæðis- og hin- ir þingræðisflokkarnir muna, að þegar bylting er komin, dugar lítið hin eftir- sótta og tilbeðna »höfðatala« þeirra. Fáeinir harðsnúnir og' ófyrirleitnir Gyð- inga-bolsar í Rússlandi hafa sýnt þetta og sýna enn í dag — og sú er fyrirmynd bolsanna hér.« kaup en nú er greitt við landbúnaðinn. Á hinn bóginn getur bóndinn ekki greitt meira, nema með því að leggja meira á vöru sína. Hann getur ekki krafizt hærra verðs fyrir hana, því um leið og hann gerir það, minnkar eftirspurnin. Hann getur jafnvel ekki krafizt þess verðs fyrir framleiðslu sína, sem geri honum fært að greiða núverandi sult- arlaun, þannig, að atvinnan verði jafn- framt lífvænleg fyrir hann sjálfan, hvaö þá heldur að hann geti feng'ið það fyrir vöru sína, að honum sé fært að greiða hæfileg laun og' geri landbúnaðinn jafn- framt arðvænlegan. Þarna eru vandræði landbúnaðarins lifandi komin, og gagnvart þeim standa »stjórnmálaspekingar« okkar úr öllum gömlu flokkunum ráðalausir. Þeir lofa bændunum gulli og grænum skógum, og þeir lofa kaupstaðabúum hinu sama - en að lokum gera þeir — eins og líka við var að búast — ekkert. Þjóðernisstefnan heggur það, sem ekki er hægt að leysa. Hún vill flytja framleiðandann í þessu tilfelli bónd- ann - - og neytandann saman, þó ekki sé í eiginlegum skilningi, en til þess þarf vald — mátt, er þjóðin sem heild eiri ræður yfir, og krefjast verður, að hún noti. Enn einu sinni bendum við þjóð- inni á að velja milli raunverulegs frels- is og ímyndaðs frelsis. Á annan bóginn frelsi fyrir bóndann, til þess að Hfa, og fyrir þjóðina, til þess að neyta. En á hinn bóginn fyrir pólitíska loddara, til þess að tala. Annanhvorn kostinn verður að taka, því að ekkert átak er gert án afls, og viðfangsefnin ekki leyst, nema þjóðin noti þann mátt, sem í henni býr, og sameinist. Þjóðernisstefnan vill auka markaðinn fyrir ísl. framleiðslu við nægilegu verði. Nú getur alþýðan í kaupstöðum og kaup- túnum ekki keypt nægilega háu verði, vegna þess að kaupgetan er of lítil. Það þýðir ekki að hræra í krónunni - lækka hana eða hækka. Með því vinnst ekki varanlegt jafnvægi — aðeins stundar- vermir. Það verður að skapa rétt hlut- fall milli vinnu-, kaup- og vöruverðs þannig, að t. d. bóndinn fái nægilegt fyrir sína vöru og verkamaðurinn nóg fyrir sína vinnu. Það skiftir engu máli, hvort sagt er í kauphöllum erlendis, að krónan okkar standi í 50 eða 100c ó gull- gildi samanborið t. d. við frakkneskan fi'anka. Það, sem skiftir máli, er það, að hver íslendingur fái nægan gjald- miðil fyrir starf sitt, til þess að geta fullnægt kröfum lífsins. Það skiftir ekki máli hvort vinnukaup og vöruverð er hátt eða lágt — aðeins að samræmið sé þar í milli. Þannig vill þjóðernisstefnan jafna aó fullu og öllu það stríð, sem er milli sveita og bæja, milli framleiðandans og' neyt- andans, og samstilla hagsmuni allra i ríki sameinaðrar — einnar þjóðar. Hvorki rauðliðar né íhaldsmenn geta veitt landbúnaðinum lausn á vandræð- um hans. Þeir detta í stafi eins og gisnar tunnur, ef eitthvað reynir á. Bóndinn vill losíia við útlendar landbún- aðarafurðir, og sem Islendingur og einn af þjóðinni á hann heimtingu á því, að hans framleiðsla sé látin sitja í fyrir- rúmi, og þjóðin á heimtingu á því, að sé ekki nóg af einhverju, sem hún þarí með og hæg't er að framleiða hér, að það sé framleitt hér. Þjóðernisstefnan ein þorir að bjóða byrginn útl. hagsmun- um, er hingað seilast, og undir kjörorð- inu »Islandi allt« getur hún og vili bjax-ga landbúnaðinum. Bóndinn og verkamaðurinn — fram- leiðandinn og neytandinn — verða að leggja til cfnið í byggi^igu hins nýja skipulags, sem reisast skal á hinum traustasta grunni, — sameiginlegri vél- ferð allra, Hvergi er ef til vill meiri nauðsyn á stefnu þjóðernissinna, heldur en með hinni gjaldþi’ota og niðurníddu bænda- stétt okkar. En við hyggjum ekki aðeins aftur í tímann né heldur bindum við okkur við hið verandi, við horfum og fram. Hraust- ur og fagur kynstofn verður að hafa djúpar rætur í móðurmoldu. I hinum ísl. 'sveitum viljum við ala upp hrausta og athafnamikla drengi, sem hátt skulu hef ja og aldrei láta falla hinn ísl. fána né heldur tákn afls og vilja hinnar sameinuðu þjóðar, þórsham- arsmerkið. Sú þjóð skal verða komandi kynslóðum til fyrirmyndar og eftir breytni. Jón Sigurðsson. *

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.