Ísland - 17.06.1934, Blaðsíða 3

Ísland - 17.06.1934, Blaðsíða 3
17. júní 1934 1 S L A N D 8 OLÍUVERÐIÐ, Ef bátaeigendur sjálfir beita sér fyrir hag- kvæmari olíukaupum, er létt verk að lækka o 1 í u v e r ð i ð . Væri ekki auðvelt fyrir Vestmanneyinga, Keflvíkinga og Akurnesinga að stofna með sér félag til oiíukaupa? Það hefir verið á allra vitorði í fjölda- mörg ár, að olíuverð hér á Islandi ei helmingi hærra en í nágrannalöndunum. Þetta er svo að segja daglega upplýst með þeim olíureikningum, sem menn eiga víðsvegar að frá öðrum löndum yfir þá olíu, sem aðkeyptir bátar nota til hingaðkomu. Síðastliðinn vetur keypti sá, sem þetta ritar, olíu fyrir 84 eyrir íslenzkan kílóid flutt um borð í skip í Danmörku á sama tíma og verðið á samskonar olíu var 17 aurar fyrir kílóið í Reykjavík, eða 100% dýrara en í nágrannalöndunum. 1 Ef vélbátaeigendur byggðu sér sjálf- ir olíugeyma, er væru við þeirra hæfi og tæki 200 til 400 smálestir af olíu hver, mundi olíuverðið geta lækkað strax um 40—60%. Slíkir olíugeymar, sem þessir, kosta al- tilbúnir 12—18 þús. krónur hver. Til byggingar olíugeymanna ætti Fiskiveiða- sjóður að lána útgerðarmönnum pen- ingana, ef hann þá ekki er uppétinn eins og flestir aðrir sjóðir. Sama er að segja um smurningsolíuna. Hún er 40—70 krónum dýrari hvert fat hér á Islandi en erlendis. Þetta er hægt að sanna með reikningum. Þó svo, að menn vildu ekki til að byrja með byggja sér olíugeyma sjálfir, þá er enginn vafi á því, að ef útgerðarmenn stæðu saman um olíukaup sín, væri hægt að fá olíuna mun ódýrari en nú er, og það hjá þeim félögum sem verzla meö olíu á Islandi nú. Væri ekki rétt, að stærstu útgerðar- plássin kysu nefnd í þetta mál og legðu svo tillögur sínar fyrir útgerðarmenn áð- ur en næsta vertíð byrjar? Öskar Hálldórsson. Ko sningar. Sex þjóðernissinnar héðan úr Rvík fóru til Vestmannaeyja núna fyrir skömmu. Meðal þeirra var frambjóð- ahdi kjördæmisins, Öskar Halldórsson. 3 stórir útifundir voru haldnir, sem mættir voru á allir frambjóðendur hinna flokkanna. Kommúnistum er þar, eins og alstaðar annarsstaðar, að hraka, og' má óhætt þakka það hinni ötulu og ódeigu framkomu , þjóðernissinna. Jó- hann Jósefsson, frambjóðandi »sjálf- stæðis«flokksins, er líka að missa alla tiltrú kjósenda sinna, enda er það að vonum, því maðurinn er afar óákveðinn og sinnulaus, og hann og hans flokks- foringjar eru ekkert annað en hugsjóna- lausir gutlarar. Eina afreksverkið, sem Jóhann vann á þessum fundum, var að afneita þjóðernisstefnunni, »hinni er- lendu ofbeldisstefnu«, eins og hann kall- aði hana. Páll Þorbjarnarson er búinn að safna dálítilli hjörð af skuldunaut- um kaupfélagsins í kring um sig, sem þó er ekki víst að kjósi hann allir, því hánn er einn af þeirri tegund, sem eng- inn tekur mark á. Framsóknar- og bændaflokksmenn sjást ekki í eyjum, og er það vel farið. Þjóðernissinnar áttu miklum vinsældum að fagna, og er þeg'- ar sýnt, að sigur þeirra verður mikill. I Gullbringu- og Kjósarsýslu hafa fundir verið nú undanfarið. Þar hefir Ölafur Thors haldið fram konung- dómi sínum og stefnuskrá socialista, en Sigfús Sigurhjartarson hefir verið lík- astur Guðrúnu í Ási — ekkert nema smjaður og bindindis-helgislepja, Hjört- ur er dálítið valtur á línunni. Hann minntist hvorki á »kratabroddana« né »tækifærisstefnuna«, bara blaðraði um endurbætur á »auðvaldsskipulaginu«, líklega eftir skipun frá Ölafi. — Klem- ens og Jónas, »bændavinirnir«, rifust sín á milli um það, hvorir hafi unnið bændum meiri bölvun, Tryggvi eða Jón- as frá Hriflu. — Finnbogi talaði um atvinnumálin og þarfir sjávarútvegsins bæði af þekkingu og reynslu, enda er ölafi afar illa við hann, því fylgi hans vex með degi hverjum, jafnvel svo, aö ölafur er farinn að óttast um konung- dóm sinn, þrátt fyrir það, þó hann lesi á hverjum fundi upp úr gömlum Mogga rangar tölur um fjárhagsafkomu ríkis- ins. Pjóðernissinnari Sendið blaðinu fréttir úr ykkar byggð- arlögum og fyrirspurnir um stjórnmál og afstöðu þjóðernissinna til dægurmála, sem ekki eru tekin fram í viðhorfi flokksins, sem birtist í síðasta blaði, og mun þeim svarað um hæl. Utanáskrift blaðsins er: Island, Box 433, Reykjavík. Pjóðernissinnar um land allt! Blaðið Island getur ennþá ekki kom- ið út nema hálfsmánaðarlega. Herðió því áskriftasöfnunina, til þess að blað- ið geti komið út vikulega. Til þess þarf það að fá 800 áskrifendur í viðbót. Félagar F. U. P. og aðrir velunnarar og fylgismenn þjóðernissinna eru beðnir að koma sem oftast á skrifstofu flokksins í Vallar- stræti 4, því þörf fyrir sjálfboðaliða er mikil við undirbúning kosninganna. Hraðfrystihús. Mark adur fyrir frystan fisk eyktt með ári hverju. Eitt af stærstu áhugamálum útgerð- armanna er það, að geta aflað sér ódýrr- ar beitu og ódýrs íss til notkunar hér heima og til að frysta fisk til útflutn- ings. I Mið-evrópu er markaður og söluhorf- ur á frystum fiski að aukast og um leið og nýrri vélategundir og frystiaðferðir á sjávarafurðum verða fullkomnari og varan batnar, eykst notkunin og mark- aðar er að vænta fyrir frystan fisk. Eg hefi aflað mér talsverðra upplýs- inga um þetta mál, bæði hvaða tegund frystitækja ætti að nota og hvaða mark- að er að vænta fyrir frystan fisk. I stuttu máli vildi ég gera það að til- lögu minni, að Alþingi útvegaði sjávar- útveginum samskonar lán og kjör úr Viðlagasjóði og bændur hafa fengið und- anfarin ár til kjötfrystihúsa sinna hér á landi. Síðan yrðu byggð 7—8 hrað- frystihús víðsvegar á landinu við hæfi landsmanna og markaðsmögleikanna fyrir fiskinn. Hús þessi kosta frá 120 til 170 þúsund Tírónur hvert. Áður en húsin eru byggð, ætti að senda einn eða tvo menn til útlanda, til að kynna sér frystiaðferðir og markaðshorfur fyrir frystan fisk, bæði í Evrópu og í Amer- íku. Þetta yrðu að vera menn, sem treysta mætti og þekktu vel til atvinnu- veganna hér. Menn sjá nú, að ár frá ári þrengir meir og meir að um sölu á saltfiskinum, auk þess sem aðrar fiskitegundir en þorskurinn eru mjög verðmætar til frystingar, en oftast nær ómögulegt að koma þeim í verð með öðru móti. Allar líkur virðast benda til að með þessu móti væri hægt að afla landinu markaðs fyrir nokkurn hluta af fisk- afla sínum og ættu menn því að leggj- ast á eitt um að hrinda þessu máli í framkvæmd sem fyrst. óskar Halldórsson. X F-listann sjálni meðal bænda. Þeim voru boðin lán og þeir eggj- aðir á að taka lán, til eyðslu, en ekki umbóta á skyn- samlegum grundvelli. Aðalafrek Jónasar Jónssonar í bændapólitík hans er Bygginga- og landnámssjóður, og sennilega hafa engin lög orðið bændum til meiri bölvunar en einmitt þau. Er auðvelt að leiða rök að því, þótt ekki sé rúm til þess hér. Hvort Jónas hefir verið svo framsýnn, að. ráðstafanir hans gagnvart sveitunum hafi verið gerðar beinlínis til þess að grafa undan fjárhagslegu sjálfstæði þeirra, og gera þá síðan að smáleiguliðum ríkissjóðs og' sosialist- um, eins og liann berst nú fyrir með flokksbroti sínu og hárauðu flokkunum, skal ég láta ósagt. En ekki er það ólíklegt, því maðurinn er talinn sæmilega greindur og braskari í pólitík eða spekulant með aP- brigðum. Aðferð framsóknarkaupfélaganna, að lána þangað til bændur geta ekki staðið straum af vöxtum af skuldunum, hvað þá heldur meira, og taka síðan jarðir þeirra að veði, og pólitísku sannfæringuna eða atkvæðið sem greiðslu, bendir til þess, að allt sé þetta fyrirfram ákveðin pólitík, mark, sem stefnt er að, til þess að gera sveitamennina sem ósjálfstæð- asta, ósjálfbjarga sosialista. Slík aðferð við atvinnuvegina, slík stjórnmálastefna, og þessir framannefndu flokkar reka, er sannkölluð landráðastefna, og erfitt að saítta sig' við þá hugsun, að til skuli vera vel greindir menn, sem hafa látið glepja sig til fylgis við hana án þess að ætla sér hana til framdráttar. Þeir eru til, því miður. En foringjarnir hugsa ekki um annað en sjálfa sig. Pen- inga og völd fyrir sig og eymd og volæði fyrir hin trúgjörnu flón, sem íylgja þeim að málum. Á stjórnarárum framsóknar sýndi það sig, að ann- ar aðalþátturinn í niðurrifsstefnu þeirra voru skaítar og álögur. Á allan hátt var reynt að safna fé til eigin eyðslu stjórnarinnar með því að leggja svo þungar byrðar á framleiðendur og aðra skattgreiðendur, að þeir fengju ekki undir risið, og tryggt væri, að eng- um tækist að leggja neitt til hliðar eða safna rekst- ursfé handa atvinnuvegunum. Enda er nú svo komið, að megnið af slíku fé hefir orðið að fá að láni utan- lands og næsta skrefið verður, að hinir erlendu lán- ardrottnar taka landið upp í skuldirnar. , Á nú að þola þaði, að þessir flokkar farí með vold áfram? Á að þola það, að nokkur þeirra manna, er þessarí stefnu fylgja, fari með umboð fyrír álmenn- ing eða hafi á hendi opinber trúnaðarstörf? Á ad þola það, að þeir haldi óhindrað áfram þessarí land- ráðastarfsemi sinni? Á að þola það, að slíkir stjórn- málaflokkar, sem stefna að upplausn og eyðileggingv. þjóðfélagsins, fái að vera tH í landinu? Ég fyrir mitt leyti segi nei, og aftur nei. Það á að vinna að því, að leysa þá upp og banna þá, og það verður að vera eitt aðal markmið Flokks þjóð- ernissinna. En hver er þá stefna sjáifstœðisflokksins í þess- um málum: Að sofa. Sofa meðan fært er og rumska aðeins meðan klipið er í hann sjálfan. Sjálfstæðisflokkurinn þykist vilja frjáls viðskifti og frjálst athafnalíf. Hann þykist vilja létta byrðum af atvinnuvegunum og halda jafnri atvinnu árið um í kring, en hann gerir bara ekkert til þess. Hann lætur afskiftalaust, þótt kommúnistar og sócialistar stöðvi vinnu og geri annan óskunda. Hann hefir lát- ið teyma sig viljandi eða óviljandi, af kæruleysi eða heimsku, til þess að láta kreppulöggjöfina fyrirskipa að gefa bændum eftir meira og' minna af skuldum þeirra, án þess að tryggja þeim starfsfrelsi eða af- komumöguleika á eftir. Því þeir verða áfram í ábyrgðaflækju Sambandsins, og það þarf aðeins að rétta út litla fingurinn til þess að svo að segja hver einasti kaupfélagsbóndi á landinu verði gjaldþrota. En það er ekki nóg með það, að sjálfstæðismenn séu sofandi og skilningslausir á það, hvað gera þarf við árásum rauðliðanna. Hitt er verra, að foringj- arnir sjá ekki sjálfir út fyrir eigin hagsmuni sína, þegar um viðreisn atvinnuveganna er að ræða. Þeir reyna af veikum mætti að hlynna að þeim atvinnu- greinum, sem þeir eru sjálfir viðriðnir, en sé hreyft við öðrum greinum eða almennum málum á þessu sviði, reka þeir upp stór augu og skilja ekki neitt, vilja ekki neitt og’ gera ekki neitt. Flokkur ®þjóðernissinna er eini flokkurinn, sem skilur, hvaða þýðingu atvinnuvegirnir hafa fyrir þjóðina, sem vill, að atvinnulífið sé frjálst, en að- eins fyrir Islendinga, og sem vill, að engin atvinnu- grein sé hlaðin þyngri byrðum en hún fær risið undir. Sá flokkur hefir ennþá ekki fengið tækifæri til þess að hafa áhrif á lausn erfiðleika atvinnu- veganna, en hann hefir lýst yfir vilja sínum og sýnt í verki, að hann meinar það, sem hann segir og vill. H.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.