Ísland - 23.06.1934, Blaðsíða 1

Ísland - 23.06.1934, Blaðsíða 1
Útgefandi: Flokkur pjóðernissinna. MMBBga—nmiM111' 'i nii'iaBE—— Reykjavík, 23. júní 1934. I. ár. 6. tbl. * Mii S. Jónsson. Efsíi iJiir F-listans PRÁTT fyrir pað, að fiLelgi Jónsson sé ungur maður, er hann nú pegar landskunnur vegna afskifta sinna af landsmálum. Peir, sem á liann hafa hlustað, bæði í útvarpi og annarsstaðar, hafa dáðst að mælsku hans og póli- tískum proska. Flokkur pjóðernissinna á Helga mikið að pakka. iíann var einn af hvata- mönnunum aö stofnun hans, og hefir allra pjóðernissinna ósleitilegast barizt fyrir framgangi ílokksins, en einu launin, sem hann hefir hlotið af hálfu pjóðfélagsins fyrir stjórnmálastafsemi sína, sameiniiíg alira stétta, er at- vinnusvifting og lúaleg bakmælgi. Reykvíkingar, og ekki sízt ÆbKAN, munu að pessu sinni taka sér stöðu við hlið tlelga og senda hann á ping sem fulltrúa sinn. Pá væri málum peirra bezt borgið. 1 Við þjóðernissinnar vitum, að útgerð- in er illa stödd og að f jöldi útvegsmanna hefir verið að tapa eignum sínum og trausti síðastliðin ár, enda þarf þao engan að furða, því sannleikurinn er sá, að það gengur allt út á það hjá sjálfstæðismönnum, og þó sérstaklega hjá rauðu flokkunum, að skifta misjafnt með þeim mönnum, sem vinna á landi og sjó, og vil ég skýra þetta með nokkr- um orðum. Hjá ríkisstjórn og bæjarfélögum haí'a opinber gjöld og tollar verið að hækka, og í landi hafa kommúnistar og »jafn- aðarmenn« sífellt verið að hækka kaup- ið og á annan hátt að þrengja að útgerð- inni og' þeim mönnum, sem fiskveiðar stunda. Jafnhliða þessu hefir verðið á sjávarafurðum alltaf verið að lækka, einmitt á þeim afurðum, sem öllu eiga að halda uppi og- allir þessir skattar eru teknir af. Enda er nú svo komið, að helzt fæst enginn maður til að fara til sjós lengur og róa fyrir hlut sínum, ef hann á nokkurs annars úrkostar. Fisk- verðið er nú lægra en fyrir stríð, en öll gjöld og fiskverkun fjórum sinnum dýr- ari en fyrir stríðið. Hvernig halda menn, að það geti gengið, að ganga alltaf á hlut sjómanna með þessu lága fiskverði og halda alltaf sömu vitleysunni áfram í landi? Það er furðulegt, að »jafnaðarmenn«, sem þykjast vöra einhverjir frelsarar fólksins, skuli vera alveg starblindir í þessu efni. Peir ættu þó að vita, að sjó- maðurinn verður að borga öll sín gjöla og alla sína aðkeyptu vinnu í landi af fiskverðinu. Hann hefir ekki úr neinu öðru að spila en því litla, sem hann fær fyrir fisk sinn. Eg skal taka nokkur dæmi. •— Þegar verkalýðsfélögin fengu framgengt á Siglufirði 36 tíma sunnudegi með þriggja króna kaupgjaldstaxta, -eða 108 krónum fyrir siglfirzkan sunnudag, frá hverjum var þá þetta kaup tekið öðr- um en sjómönnunum, sem ýmist gátu Úskar Halldórsson, frambjóðandi l'jóðernissinna í Vestmannaeyjum. ekki fengið síldinni landað eða þá urðu að selja hana fyrir lægra verð? Þegar Héðinn Valdimarsson fær því framgengt að láta bílana fá tvo kaffi- tíma á dag með kr. 4,50 um tímann, af hverjum er þetta þá tekið öðrum en þeim sjómönnum, sem róa fyrir hlut sínum og þurfa að nota bíla til að losa fiskinn úr bátunum? 1 hvers vasa haldið þið, að mismunurinn fyrir að verka 1000 skippund af fiski í Kefla- vík og í Reykjavík fari? 1 Keflavík kostar 15 krónur að verka skippundið, en í Reykjavík 20 krónur. Ætli þessi 5000 króna munur renni ekki til sjó- manna og útgerðarmanna í Keflavík, en í Reykjavík er honum eytt í yfirspennt kaup og vitleysu. Eg þykist með dæmum þessum hafa sýnt, að kommúnistar og »jafnaðar- menn« gera misjafnt upp á milli hinna vinnandi stétta og hafa bókstaflega gengið á hlut sjómanna með sinni póli- tík. Kjósið þjóðernissinna á þing og látið ekki hina pólitísku spekúlanta stétta- flokkanna hræða ykkur frá þVí. ötti þeirra við okkur stafar aðeins af því, að fylgi þeirra er að deyja, en stefna okkar á framtíðina fyrir sér. Öskar Halldórsson. Fimlioii GuOiimdssog frambjóðandi þjóðernissinna í Gullbringu- og Kjósarsýsiu. Ií J Ö S E N Ð|U R Gullbringu- og Kjósarsýslu fylkja sér um frambjóðanda Flokks pjóðernis- sinna, undir kjöroröinu stétt nieð stétt — gegn »konungdómix íhaldsins — og rauðu stéttaflokkanna. Löghelgar lygar. Með hinum almennu hegningarlögum eiga borgararnir að vera verndaðir fyrir lygum og svikum. »Hið háa Alþingi« hefir sett lög þessi sem önnur er í þessu landi gilda. Al- þingismennirnir, sem öðru hvoru heita frambjcðendur, hafa samþykkt lög þessi. Þá hefir þeim skilizt, að þörf b<æri til að leggja þessi höft á borgarana. Að ljúga, lofa og svíkja er hegningarvert samkvæmt lögum, er til allra eiga að ná, nema löggjafanna sjálfra meðan þeir eru í þingsalnum. Látum svo vera, að þeir hafi með lög- um um friðhelgi þingsins leyft það aó ljúga mætti, lofa og svíkja í hinum hclgu sölum Alþingis. Löggjafarnir eru þó öði u hvoru utan friðhelginnar og eiga þar að lúta sömu lögum og annar landslýður. Það kynni þó að vera, að einhverii óspilltri sál, sem aldrei hefir Alþingi séð, öðruvísi en í ljóma fjarlægðarinnar eða fornrar frægðar, komi þessi sérréttindi þingmanna undarlega fyrir sjónir. Sú sál, ef hún finnst á þessu landi, myndi líta svo á, að lygar, rógur og loforða- svik væru hvergi fjær neinum öðrum stað en þeim, þar sem örlög þjcðarinnar hanga í einum þræði innan í skjaldborg föðurlandsvinanna og fulltrúa lands- manna. Við, sem höfum lesið blöðin og' séð'Al- þingi, skiljum vel nauðsyn þessa máls. Við skiljum hversvegna lygar og loforða- svikin á Alþingi hafa verið vernduð með slíkum lögum. Undanfarið höfum við heyrt og' séð þessa fyrverandi og tilvonandi löggjafa í blöðum og útvarpi. Hvort sem það er af vana eða af virð- ingarleysi fyrir lögum landsins, hafa þessir löggjafar hegðað sér eins og þeir sæta í friðhélginni á Alþingi, þar sem lygar og svik eru lögvernduð. Þannig hefir framkoma þessara manna verið, þeirra manna, sem ranglega telja sig fulltrúa þjóðarinnar, en eru umboðs- menn klíku og stétta, ómettanlegir eins og gauksungar í tittlingshreiðri. Eg spyr því hina íslenzku þjóð, eftir að hún hefir undanfarið hlustað á þessa stétta- og klíkuforingja, sem nú bjóðast til þess að vera umboðsmenn hennar á Alþingi, hvort hana hrylli ekki við að leggja örlög sín og sinna afkomenda i hendur þessara manna. Þessir menn, sem hafa það hlutverk að leysa vandræði þjóðarinnar á þeim voðatímum, sem nú eru, eyða öllum kröftum í það eitt að skamma og sví- virða hvern annan. — Eftir framkomu þeirra mætti álykta, að sá, sem lengst kemst í svívirðingum og skömmum, væri beztum kostum búinn til að bjarga þjóð- inni. Sér ekki þjóðin, hvaða skrípaleikur er leikinn, og að fulltrúarnir, sem hún ætl- ar að velja, eru ekki lengur vandanum vaxnir, heldur aðeins trúðleikarar i því hringleikhúsi, sem einu sinni var Alþingi? Því er ver, að þessu verður ekki breytt í ár. Þjóðin vaknar ekki fyrir þessar kosningar, og þess vegna helzt ástand- ið áfrám. Á meðan foringjar stéttaflokkanna fá leyfi til'að ljúga að þjóðinni og svíkja öll loforð, er þeir hafa gefið henni, get- ur ástandið ekki breytzt. Kjósendur! munið, hverju sjálfstæðis- flokkurinn hefir lofað ykkur og berið það saman við efndirnar. Gleymið ekki, hvað þeir hafa lofað að gera, og hvað þið viljið að þeir geri. Það eru Magnús Guðmundsson og Jakob Möller, sem eiga að stjórna eftir kosningarnar og uppfylla heitin. Kjósendur! munið, að Flokkur þjóð- ernissinna gerir, þegar þið kjósið hann, það sem hinir svíkja. En umfram allt. Leyfið ekki þeim, er þið kjósið, að skjótast undir löghelgi lyganna aftur. Því tímabili á að vera lokið á tslandi næsta mánudagsmorgun. * Reyk:vík;ingai*I KJÓSIÐ F-listannl Llfi hio samvirka Pjoönki framriöarinnar!

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.