Ísland - 23.06.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 23.06.1934, Blaðsíða 2
GEGN MAMMONISMA OG MARXISM A! 2 í S L A N D Foringinn rekinn. Ólafur Thors bolar Jöni Porláks- syni frá þingsetu vegna andstöðu hans við gengislækkun. Sjálfstæðisflokkurinn gerir nú úr- slitatilraun til þes að fá algjörðan meiri hluta nú við alþingiskosningarnar á morgun. Flokkurinn hefði fyrir löngu #etað verið kominn í meiri hluta, ef forystumenn hans hefðu ekki sinkt og heilagt haft það sem aðalreglu að svíkja sín helgustu stefnuskráratriði, og auk þess hafa foringjar hans verið linir í sókninni 'gegn grimmum andstæðingum. öllum er það ljóst, að ílokkurinn er klofinn, og þar af stáfar óheilindi hans og heigulsháttur. Jón Þorláksson heíir ávalt, eins og hans var von og vísa, vilj- að halda fast fram stefnu flokksins. Það er alþjóð kunnugt, að hann er fast- ur fyrir og enginn veifiskati, og er mjög ógeðfellt að sjá, hvernig flokksmenn hans hafa snúizt sem æfðustu línu- dansarar í stjórnmálunum. Hann var á móti því, að flokkurinn myndaði samsteypustjórn með núver- andi forsætisráðherra og flokksbroti hans. Það hefir komið á daginn, aó flokkurinn hefir beðið hið mesta tjón af því, að Magnús Guðmundsson hefir henglazt valdalaus í ráðherrasæti. Flokkurinn hefir orðið að þola þá raun, að M. G. hefir þolað Hermann Jónas- son í lögreglustjóraembætti, þrátt fyrir mjög ófyrirgefanleg embættisafglöp, og það mikilmennskubrjálæði, sem nú er þannig, eins og alþjóð er að verða full kunnugt, að stappar nærri hreinum fíflshætti. Það myndi hvergi verða þol- að stundu lengur í nokkru landi, aö lögreglustjórinn í höfuðborg landsins byði dómsmálaráðherra til hólmgöngu um allar þær vammir og skammir í em- bættisfærslu, er hann teldi hann hafa drýgt, sízt þegar athuguð er sú forsaga málsins, að hlutaðeigandi lögreglustjóri var dæmdur fyrir alvarlegt brot, og átti a. m. k. að láta tafarlaust af embætti um stundarsakir, þar til æðri dómur hefði gengið um mál hans. Auk þess er sjálfstæðisflokkurinn orðinn samá- byrgur á stjórnarathöfnum duglausrar og huglausrar landsstjórnar. Ef flokk- urinn hefði aldrei á móti ráðum Jóns Þorlákssonar blandað blóði sínu við hina fornu brjóstmylkinga , Jónasar frá Hriflu, sem nú hafa með öllu svikið hann, væri aðstaða flokksins allt önn ur til þess að fá hreinan meiri hluta núna við kosningarnar. Jón Þorláksson var alltaf á móti kreppulánasjóðnum, en Ölafur Thórs og Tryggvi Þórhallsson unguðu þeim ó- burði út á tveimur klukkutímum. Afleiðing þessarar sjóðsstofnunar er sú, að á jarðeignum landsmanna hvíla fleiri miljóna króna hærri veðskuldir, en áður. Um næstu 42 ár verða bænd- ur að greiða þessar auknu veðskuldir, og landsmenn sameiginlega að bera á- byrgð á greiðslu 10i milj. króna. Ennfremur var J. Þ. á móti hinum illræmdu norsku samningum, þar sem landsréttindi Islendinga voru afsöluð Norðmönnum fyrir svikula von í sölu 6000 tn. af ísl. saltkjöti fyrir smánar- verð. Af öllum þessum ósigrum og margs- konar ofaníáti er J. Þ. nú svo særður og vonsvikinn, að hann sér sér eigi fært að verða aftur í kjöri fyrir flokkinn. Sjálfstæðismenn munu þar sanna, aö enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir. Innan sjálfstæðisflokksins er lækkun íslenzku krónunnar sífellt ágreinings- efni. J. Þ. og fleiri vilja ekki gjöra hana að engu, vita sem er, að gengis- lækkun hefir sömu verkanir þjóðinni til handa og ef morfinsprauta er gefin helsjúkum manni. Öl. Thórs ásamt Tr. Þórhallssyni er þetta hið mesta áhuga- mál, Öl. Th. vegna persónulegra hags- muna, en T. Þ. sakir fljótfærni og fá- vizku. Islenzkir bændur selja megnið af sínum landbúnaðarafurðum innanlands. Vörur þær, er þeir selja á útl. markað, munu alls ekki nægja til greiðslu á þeim útlendu afurðum, er stéttin kaupir I heild sinni. Gengislækkun er hinsvegar stórgróðafyrirtæki stórútgerðarmönnum til handa, og þeim fáu ísl. kaupmönn- um, sem liggja með miklar byrgðir af íslenzkum vörum. Þegar J. Þ. nú hætt- ir þingmennsku, hafa þeir 01. Th. og Tr. Þ. að mestu óbundnar hendur um örlög ísl. krónunnar. Flokksbrot þeirra geta hvenam sem er skriðið í eina flat- sæng um það mál, þótt hún verði að engu leyti þrifalegri en þeirra gamla fleti, þar sem undirsængin var norsku samningarnir, yfirsængin kreppulána- sjóðurinn, koddinn samsteypuráðuneyt- ið (þ. e. Magnús Guðmundsson) og svefnmeðalið svik við gamla flokksbræð- ur, stefnuskrá flokkanna og hag þjóð- arinnar og velferð á komandi árum. Margir sjálfstæðismenn munu af fyrri ára reynslu yfirgefa flokkskútu sjálfstæðismanna, þetta gamla lekahrip klíkuháttar og sérhagsmuna, og eigi sízt, þegar hinn gamli flokksforingi, sem alltaf verður mikils metinn, þrátt fyrir sína galla, er hlaupinn f.yrir borð. Stétt með stétt! Ihaldið ætlar að útrýma stéttarbaráttunni aðelns með stolnu kjörorði frá þjóðernissinnum. Eitt ljóst dæmi um rökþrot íhalds- ins er síðasta kosningabeita þess: Stétt með stétt. — Ihaldsmenn eru 1 þessu eins og öllu öðru með sitt páfa- gaukseðli. I blöðum og ræðum okkar þjóðernissinna hafa þeir séð og heyrt þau rök, sem við færum fram gegn stéttabaráttunni, og þeim hefir þótt það heldur óheillavænlegt að skríða fram fyrir íslenzka alþýðu sem grímulaus yfirstéttarflokkur. En að þeir hafi skil- ið þá hugsjón og þá þjóðfélagslegu breyt- ingu, sem felst í hugtaldnu STÉTT MEÐ STETT, þarf enginn að ímynda sér. ölafur Thórs getur talað um það 23. júní 1934 Islenzkir þjóðernissinnar munu hefja baráttuna og taka við henni úr hönd- um sjálfstæðismanna, sem svo skemmi- lega hafa ra-kt hlutverk sitt og marg svikið orð sín og eiöa. fara að vinna fyrir allar stéttir þjóð- félagsins, en það nægir ekki aðeins að tala, hér þarf að starfa. Þjóðin bíður úrlausnar á vandamálum sínum. Hún hefir ekkert að gera með kosningaloforð, sem eru svikin strax eftir kjördag. Ihaldið verður krafið reikningsskapar á gjörðum sínum, og það er þegar veg- ið og léttvægt fundið. Þjóðin mun í framtíðinni skipa því á bekk með öðr- um sigruðum landplágum. Hún mun benda börnum sínum á sögu þess, til þess að þau læri að varast eigingirni, fláttskap og stéttaríg. Grafskrift hins deyjandi íhalds skal vera eilíf viðvör- un til þjóðarinnar gegn nýrri Sturlunga- öld.________________________________Hsj. Kjóscndur í Oxillltrinyu ög Kjósaisýslu. Munió að sctja X fyrlr framan nafn Finn- bosra Guffmundssonar og- gera engar aðrar breytingar á kjörseðlinum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Guttormur Erlendsson. PRENTSMIUJA JöNS HELGASONAR G'ama U sjálfstæðismaður. Fyrirliggjandi: Sturlaugur Jónsson & Co. Sími 4680. Kjóstu rétt! Kjósandi! Þegar þú gengur að kjör- borðinu, verður þú að gera þér ljóst, hvað þú átt að velja og hverju þú átt að hafna. Þitt eina atkvæði getur ráðið, hvort hér á að ríkja áfram íhald, skammsýni, hagsmunabarátta og sívax- andi marxismi, sem miðar að upplausn og algerðri eymd, eða umsköpun þjóð- félagsins öllum þegnum þess til hags- bóta. Þú hefir milli sex flokka að velja, en eiginlega eru stefnurnar ekki nema tvær: Annarsvegar íhald og marxismi, hinsvegar þjóðernisstefnan. Þótt svo sé látið heita, að mammonismi íhaldsins og marxismi framsóknarmanna, socialdem- okrata og kommúnista séu andstæður, þá er það rangt. Báðar þessar stefnur hafa eitt og hið sama markmið: Miðalda- einveldi einnar fámennrar stéttar og kúgun alls almennings. Andstætt þessu er stefna þjóðernis- sinna. Þeir skoða hagsmunum heildar- innar æðri hagsmunum einstaklinga. Þeir vilja umskapa þjóðfélagið öllum þegnum þess til hagsbóta. Þeir vilja stofna hér samvirkt þjóðríki. Gjörðu þér þetta ljóst, kjósandi góður Þá getur ekki hjá því farið, að þú skilir kjörseðlinum þannig: A Listi Alþýduflokksins B Listi Bændaflokksias c Listi Framsóknarflokksins D Listi Kommúnistafl. lslands E Listi Sjálfstæðisílokksins X F Listi Flokks þjódernissinna Héðinn Valdimarsson Sigurjón Á. Ólafsson Stefán Jóh. Stefánsson Pétur Halldórsson Einar Magnússon Kristínus F. Arndal Þorlákur Ottesen Ágúst Jósefsson Porvaldur Brynjólfsson Sigurbjörn Björnsson Sigurón Jónsson Jens öuðbjörnsson Theodór Líndal Skúli Ágústsson Sigurður Björnsson Jóhann Fr. Kristjánsson Jóhann Hjörleifsson Gísli Brynjólfsson Hannes Jónsson Guðm. Kr. Guðmundfson Magnús Stefánsson Eiríkur Hjartarson Guðrún Hannesdóttir Hallgrímur Jónasson Guðmundur Ölafsson Magnús Björnsson Þórhallur Bjarnarson Aðalsteinn Sigmundsson Sigurður Baldvinsson Sigurður Kristinsson Brynjólfur Bjarnason Edvarð Sigurðsson Guðbr. Guðmundsson Enok Ingimundarson Dýrleif Árnadóttir Rósinkrans Ivarsson Magnús Jónsson Jakob Möller Pétur Halldórsson Sigurður Kristjánsson Guðrún Lárusdóttir Jóhann Möller Guðmundur Ásbjörnsson Sigurður Jónsson Hafsteinn Bergþórsson Guðni Jónsson Ragnhildur Pétursdóttir Jón Björnsson Helgi S. Jónsson Guttormur Erlendsson Jón Aðils Maríus Arason Knútur Jónsson Sveinn ölafsson Baldur Jónsson Axel Grímsson Bjarni Jónsson Stefán Bjarnarson Sigurður Jónsson A Landl. Alþýðufl. B Landl. Bændafl. C Landl. Framsóknarfl. D Landl. Kommúnistafl. E Landl. Sjálfst.fl. Allif* O t/f At»cíoAl Y I?

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.