Siglfirðingur - 27.04.1985, Side 7
i7
SigKtr&Sfpir
Brey tingar tillögur S j álf stæðismanna
við fjárhagsáætlun 1985
Sumar tillögurnar teknar traustataki af „meirihlutanum“.
Lokafrestur til þess að skila
breytingatillögum við fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs og stofnana
hans fyrir árið 1985 rann út við
upphaf bæjarráðsfundar kl. 9
að morgni þriðjudagsins 23.
apríl s.l. Fulltrúi Framsóknar-
flokksins lét nægja að vitna til
áður fluttra tillagna á bæjar-
stjómarfundi 10. apríl s.l. og er
um þær fjallað á öðrum stað hér
í blaðinu, en frá Sjálfstæðis-
flokknum voru lagðar fram ná-
kvæmlega sundurliðaðar til-
lögur um sparnað í rekstri,
samtals að upphæð kr.
1.812.000 og lagt til að þeim
peningum yrði heldur varið til
framkvæmda, aðallega gatna-
gerðar og íþróttahússbygg-
ingar. Við allar sparnaðartil-
lögur var þess vandlega gætt að
skera hvergi svo mikið niður af
nokkrum lið að ekki væri nóg
eftir til að sinna viðkomandi
rekstrarlið á árinu að skað-
lausu. Lækkun launaliða bygg-
ist á því að launahækkanir fari
ekki mikið fram úr 10% 1. sept.
n. k. og eru því flestir launaliðir
endurskoðaðir samkvæmt því
og innbyrðis samræmi haldið
þó lækkun sumra launaliða sé
ekki mikil. Meginstefnan í
þessum sparnaðartillögum var
sem sagt sú að spara sem víðast,
lítið á hverjum stað, með það í
huga að margt smátt gerir eitt
stórt.
Þar sem breytingartillög-
urnar eru svo margþættar sem
raun ber vitni eru þær birtar hér
eins mikið samandregnar og
kostur er og skal þess getið til
glöggvunar að allar upphæðir
sem eru innan sviga tákna
sparnað eða auknar tekjur, en
þær svigalausu aukin útgjöld.
„Það vakti því óneitanlega talsverða furðu er fulltrúar
Alþýðuflokks og Aiþýðubandalags óskuðu eftir stuttu
fundarhléi á fyrrnefndum bæjarráðasfundi 23. apríl s.l. til
þess að skrifa niður þær breytingartillögur sem þeir
sögðust vilja gera við fjárhagsáætlunina eftir að hafa
fengið í hendur Ijósrituð eintök af breytingartillögum
Sjálfstæðismanna
REKSTUR:
Yfirstjórn bœjarins:
Laun og launatengd gjöld ..........
Fargjöld og dvalarkostnaður .......
A Im.tryggingar og félagshjálp:
Laun og launatengd gjöld ..
Vistgjöld Leikskóla ........
Hreinlætisvörur v. Leikskóla
Leikföng v. Leikskóla ......
Viðhald húss Leikskóla ....
Framlag v. Sjúkrasamlags ..
Frœðslumál:
Endurgreiðslur ríkissjóðs
Laun og launatengd gjöld
Bækur v. skólasafns ....
Menningarmál:
Laun og launatengd gjöld
Bækur v. Bókasafns . ...
Æskulýðs-, útivistar- og íþróttamál:
Laun og launatengd gjöld .......
Viðhald Sundhallar .............
Brunamál og alm.varnir:
Laun og launatengd gjöld
Hreinlœtismál:
Snjómokstur ..............
( 100.00)
( 100.00)
( 200.00)
• ( 52.000)
. ( 70.000)
. ( 10.000)
. ( 20.000)
. ( 25.000)
. ( 50.000)
( 227.000)
. ( 27.000)
. ( 53.000)
. ( 15.000)
( 95.000)
. ( 15.000)
. ( 25.000)
( 40.000)
. ( 34.000)
. ( 35.000)
( 69.000)
( 10.000)
( 918.000)
Skipulags- og byggingarmál:
Laun og launatengd gjöld ....................... ( 14.000)
Vinna bæjarstarfsmanna ......................... ( 24.000)
Aðkeypt skipulagsþjónusta ...................... ( 75.000)
( 113.000)
A tvinnu- og landbúnaðarmál:
Girðing og fjárrétt ............................ ( 60.000)
Fjármagnskostnaður:
Ymiss kostnaður ................................ ( 80.000)
Samtals frá rekstri ( 1.812.000)
GJALDFÆRÐ FJÁRFESTING:
Gatnagerðargjöld:
Gatnagerðargjöld A .............................. ( 125.000)
— B ............................. ( 1.300.000)
( 1.425.000)
Framkvœmdir:
Vetrarbraut: Malbikun frá Gránugötu
að togarabryggju ................................. 433.000
Siglufjarðarskarð: Vegarbætur .................... 253.000
Göngustígar: Malbikun stíga milli Hólavegar og Hvbr..........
Hólavegur: Malbikun kafla er var
jarðvegsskiptur sumarið 1984 .................. 1.340.000
Gjaldfærð fjárfesting alls 769.000
EIGNFÆRÐ FJÁRFESTING:
Leikskóli, nýbygging: Jarðvinna í grunni .......... 218.000
íþróttahús, nýbygging: Steyptir sökklar ........... 700.000
Hlutabréfakaup í Þróunarfélagi Islands hf.......... 250.000
Eignfærð fjárfesting alls: 1.168.000
Ofangreint samandregið:
Lán v. hlutabréfakaupa í Þróunarfélagi ............ ( 125.000)
Sparnaður í rekstri ................................ (1.812.000)
Gatnagerðargjöld ................................... (1.425.000)
Gjaldfærð fjárfesting ................................ 2.194.000
Eignfærð fjárfesting ................................. 1.168.000
0
Eins og sjá má á þessum
viðamiklu breytingartillögum,
var búið að leggja í þær mikla
kvöld- og helgarvinnu, enda
sinna bæjarfulltrúar nánast
öllum sínum bæjarmálastörf-
um utan hins daglega vinnu-
tíma. Það vakti því óneitanlega
talsverða furðu er fulltrúar Al-
þýðuflokks og Alþýðubanda-
lags óskuðu eftir stuttu fundar-
hléi á fyrrnefndum bæjarráðs-
fundi 23. apríl s.l. til þess að
skrifa niður þær breytingartil-
lögur sem þeir sögðust vilja
gera við fjárhagsáætlunina
EFTIR AÐ HAFA FENGIÐ í
HENDUR LJÓSRITUÐ EIN-
TÖK AF BREYTINGARTIL-
LÖGUM SJÁLFS TÆÐIS -
MANNA. Með þær tillögur í
höndunum véku þeir síðan af
fundi í 5—10 mínútur og hrip-
uðu eftirfarandi á blað og skil-
uðu síðan sem sameiginlegum
tillögum Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags:
Lœkkun gjalda:
Erlend samskipti .. . 100.000
VWPickup ........... 128.000
Endursk. og upps.ársr. 100.00
Lækkun launaliða . 346.000
Ráðstöfun fjármagns:
Vetrarbraut ........ 432.000
Iþróttahús ......... 242.000
674.000
Jafnframt lögðu þeir til að
fellt yrði niður framlag til
Fjórðungssambands Norðlend-
inga að upphæð kr. 280.000 og
því varið til að bæta greiðslu-
fjárstöðu bæjarsjóðs, án þess þó
að útskýra hvernig það ætti að
vera mögulegt á meðan Siglu-
fjarðarkaupstaður hefur ekki
sagt sig úr sambandinu, en
þangað til það verður gert er
ekki annað séð en bænum beri
skylda til þess að greiða sín
umsömdu framlög, eins og
öðrum aðilum að þeim
(slæma?) félagsskap.
Eins og af breytingartillögum
Sjálfstæðismanna sést eru þær
grundvallaðar á þeirri stefnu að
ljúka þeim framkvæmdum sem
hafnar hafa verið á undanförn-
um árum og meiriháttar ný-
framkvæmdum á sviði gatna-
gerðar frestað á meðan. En á
undanförnum áruni hefur verið
alltof mikið gert af því að
hlaupa frá hálfloknum verkum
og byrjað á nýjum með þeim
afleiðingum, að alls staðar
blasa við hálfunnin verk. I þeim
málum sem öðrum hafa Sjálf-
stæðismenn ákveðna stefnu og
fylgja henni fast eftir, en hafi
einhver Siglfirðingur staðið í
þeirri trú fram að þessu að
„meirihlutaflokkarnir“ í bæjar-
stjóm ynnu að bæjarmálum
með einhverri ábyrgðartilfinn-
ingu, hlýtur sá hinn sami að
hafa komist á öndverða skoðun
eftir að hafa fylgst með dæma-
lausum vinnubrögðum þeirra
við þessa fjárhagsáætlanagerð
fyrir árið 1985. Þau vinnubrögð
verða vafalaust lengi í minnum
höfð og mega raunar ekki
gleymast, því til þess eru vítin
að varast þau.
Axel Axelsson
Sjóvátryggt
vel tryggt
Hafið þér kynnt yður hvaða
tryggingamöguleika SJÓVÁ býður yður?
Við bjóðum allar alhliða tryggingar.
SKRIFSTOFAN AÐALGÖTU 15
er opin frá 9—11 og 1—4. Sími 21792.
HERMANN JÓNASSON
Sími heima 71248.
674.000