Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1989, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 23.12.1989, Blaðsíða 2
2 Líf mannsins er sífelld leit og hefur verið gegnum aldir. Hver .og einn þarf sjálfur að leita, fxnna og upplifa sannleikann hverju sinni, en byggir ekki á lífsreynslu annarra. Maðurinn spyr ætíð stórra spurninga um veru sína og tilvist hér á jörðu og eilífa til- veru handan dauða. Það má segja að það sé honum eðlilegt að leita sjálfur svara, frekar en að taka svör feðranna sem sjálfsagðan sannleika. Petta er manninum einnig mikil- vægt, því á þessari leit véltur líf hvers eins- taklings í raunverulegri merkingu þeirra orða. Heill hans er undir niðurstöðunni komin. Hann leitar nefnilega svo margs og hann fer svo víða í leit sinni, þó markmiðið sé yfirleitt það eitt að verða hamingjusamur. Til þess að svo megi verða, þarf maðurinn að byggja upp þá sjálfsmynd sem hann er sáttur við. Það er ekki síst í trúmálum sem maðurinn hefur verið leitandi, því átrúnaður hvers kyns hefur frá örófi alda verið honum nauð- synlegt haldreipi. Við þekkjum þessa trúar- þörf í nútímanum, jafnvel þó flestir séu farn- ir að tala um sína trú sem sitt einkamál. Slík þróun hlýtur að teljast afar slæm og illa sam- ræmanleg kristinni trú, sem nærist og eflist í samféldgi hinna trúuðu, er þeir tilbiðja Guð. Á jólum finnum vlð émimtt meira fyrir trúar- þörfinni, því við þráum samfélag við aðra, er við höldum upp á fæðingarhátíð frelsarans. Fjölskyldur og vinir hittast og gleðjast saman í heimahúsum og kristnir bræður og systur I eiga samfélag í húsi Guðs. En það er þó ekki þar með sagt að allir finni endanlega sann- leikann, jafnvel þótt hugur fyllist stundar- friði við að heyra boðskap jólanna. „Yður er í dag frelsari fæddur“. Orðin, í i samhengi þessarar kunnuglegu setningar, eru boðberar fagnaðarerindis jólanna og hljóma í eyrum okkar á hverju ári er hátíðin gengur í garð. Jólaguðspjallið á svo fastan sess í hugum kristinna manna, að án þess væru jólin ekki svipur hjá sjón. Mjög margir fara í kirkju um jól til að hlýða á boðskapinn, en fara sjaldan eða ef til vill ekkert í kirkju annan tíma. Þeir sem ekki komast til kirkju, geta hlustað á útvarpsmessu eða lesið sjálfir guðspjallið heima, svo að þessi stórfenglegu orð ná eyrum flestra. Við höfum í raun hlust- að á þau frá því við munum eftir okkur og þekkjum söguna vel, — en þó við heyrum, þá er það ekki alltaf nóg, því slík orð sem önnur, geta ómað í eyrum okkar samheng- islaust eða í búningi fallegrar sögu, án þess að hugað sé að eiginlegri merkingu þeirra. Þessi orð verða að vera raunveruleg á Frelsari heimsins fæddur er hverjum jólum, svo okkur öllumTnegi verða það ljóst að okkur er í dag frelsari fæddur. Því þó fæðing Jesú hafi í sögulegu tfiliti borið að fyrir tæpum tvö þúsund árum, þá vara trúarleg áhrif hennar óháð tímans gangi og fyllir mannkyn nýrri von. Við jötu litla barnsins sem fæddist í Betlehem er leit okk- ar loks lokið. Það birtir yfir lífi og sál í ná- lægð þess, er sagði fulltíða: „Eg^ er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun eigi ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins." Við stöndum ekki lengur í myrkri óvissu og nag- andi ótta, því við krjúpum við fótskör frelsar- ! ans eina, sem leysir okkur frá synd og dauða. í lífi sínu og dauða leiðir Hann okkur veginn að sannleikanum um lífið eina og sanna, þar sem syndir eru fyrirgefnar án annarra skilyrða en trúar. Trúin varðar leið- ina sem oft sýnist vandrötuð, en er þó ein- föld og að sama skapi árangursrík: „Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Á jólunum fyrstu kom Kristur í heiminn sem svar Guðs, vegna leitar mannanna sem hafði leitt þá á villigötur og glapstigu. En við- brögð þeirra voru misjöfri við hinni stóru gjöf Guðs, því: Fremstur allra var hann, í íjárhúsi fæddur, tóestur allra var hann, af mönnunum h&ddur. j 7 Hver átti að trúa því að hann væri sknn- leikur alls, lausnarorð mannkyns. Það voru hirðar í haga sem fyrstir vitjuðu barnsins og lutu því í lotningu, því þeim höfðu birst himneskar hersveitir, sem kunngjörðu komu frelsarans, lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Þrátt fyrir að konungur væri fæddur, sem fyrst og fremst var boðberi friðar og kær- leika á jörð, þá voru til menn sem vildu deyða barnið, því þeir voru hræddir um að glata völdum sínum og áhrifum. Þeir vildu halda sínu hvað sem það kostaði. í heimi nútímans eru enn til slíkir menn, sem svífast einskis og fórna lífi Qölda sak- lausra manna á altari eigin dýrðar, — sem ávallt reynist skammvinn. Dæmi um þetta þekkjum við víða úr heiminum, þó við séum blessunarlega laus við slíkt hér á landi. Eða erum við laus við slíkt? Hér á sér að minnsta kosti ekki stað blóðugt stríð, en alltof víða er hver hendin upp á móti annarri, sem ættu að vera samtengdar í bræðralagi lítillar þjóðar. Þá fengjum við meiru áorkað og gætum lifað sælli við kjör okkar í friði og sátt við Guð og menn. Við getum hlustað á orð Krists, leið- beiningu hans og hvatningu, en við breytum ekki alltaf í samræmi við þau. Innihald jól- anna þarf að hljóma hærra: Friður á foldu, fagna þú, maður, frelsari heimsins fæddur er. Boðskaðurinn sanni virðist á stundum fara fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Fæðing frelsarans flytur okkur eilífan frið og fógnuð, ekki einvöróungu tímabundinn, heldur frið sem á að vara um aldur og ævi. Því er ekki nóg að skreyta jólahátíðina yfir- borðslegum friði, sem Qarlægður er með öðru jólaskrauti á þrettándanum, stungið ofan í kassa og geymdur þar til næsta árs. Nei, kærleikurinn þarf að vera grundvöllur- inn, — uppspretta friðar í hjarta mannsins, sem útbreiðir hinn sanna jólafögnuð meðal allra manna. Jólabirtan gefur umhverfinu hátíðlegan blæ, gerir okkur bjartsýn og færir okkur vissu fyrir því að tilgangur fæðingar frelsarans er raunverulegur fyrir okkur í dag, — fyrir okkur persónulega og fyrir allt mannkyn. Leit okkar er lokið, við höfum fundið friðinn, því okkur er í dag frelsari fæddur. Góður Guð gefi þér, lesandi góður, farsæld og frið, birtu og blessun um þessa heilögu jólahátíð og á komandi ári. Bragi J. Ingibergsson

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.