Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 íþróttir Ungur stjóri André Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall en hefur verið ráðinn knattspyrnu- stjóri Chelsea. Mögnuð sigurganga á stuttum ferli. Var áður á Stamford Bridge í fjögur ár. 4 Íþróttir mbl.is Stjörnugolf Einfaldasta leiðin til að leggja niður gott leikskipulag er að hugsa allar brautir afturábak frá flöt að teig og finna þannig bestu staðina til þess að setja boltann sinn á. Haldið golfinu ykkar einföldu með góðu leikskipulagi, þannig helst boltinn í leik og færri högg tapast með of djörfum ákvörð- unum. Brynjar Eldon Geirsson Ólafur Már Sigurðsson Fimmti þáttur: Leikskipulag KRAFTLYFTINGAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, lykil- maður í liði KR, hefur ákveðið að segja skilið við körfuboltann og mun snúa sér alfarið að kraftlyft- ingum. Guðrún segist lengi hafa haft gaman af því að rífa í lóðin en hún keppti á Íslandsmótinu fyrir Ármann eins og Morgunblaðið greindi frá í mars. Guðrún Gróa hefur átt velgengni að fagna í körfuboltanum. Hún hefur orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR og andstæðingar hennar völdu hana besta varnarmann deild- arinnar síðustu tvö árin. Guðrún Gróa staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún muni alla vega ekki leika með KR á næstu leiktíð. „Eins og útlitið er núna þá er nokkuð ljóst að ég mun ekki spila körfubolta á næsta tímabili. Síð- asta vetur var ég farin að snúa mér æ meira að lyftingunum og að tímabilinu loknu langaði mig ein- faldlega meira til þess að snúa mér að lyftingunum heldur en að halda áfram í körfunni. Sú hugsun hefur blundað í mér frá því um áramót,“ sagði Guðrún Gróa og benti á að keppni í kraftlyftingum fer illa saman með boltanum. „Þetta er svo ólíkt. Ég reyndi að gera þetta samhliða í aðdraganda Íslandsmótsins og það gekk eigin- lega ekki upp. Þá lyfti ég meira en gott þykir fyrir körfuna og það sást á minni frammistöðu á vellinum,“ sagði Guðrún en hún hefur tilkynnt Hrafni Kristjánssyni, þjálfara KR, ákvörðun sína. „Hann sagðist virða ákvörðun mína.“ Óx HM 2011 í augum Metnaðurinn í fjölskyldu Guð- rúnar er kunnur en hún er systir Helgu Margrétar sjöþrautarkonu. Guðrún stefnir að því að komast í heimsklassa í kraftlyftingum. „Ef ég geri þetta almennilega þá held ég að ég eigi möguleika á því að komast í heimsklassa og ætla mér að gera það þar til annað kemur í ljós,“ sagði Guðrún ennfremur en hún mun keppa fyrir Ármann og er undir handleiðslu Ingimundar Björgvinssonar. Guðrún hefur ekki lagt drög að neinum stórsigrum í lyftingunum á þessu ári en 2012 gæti orðið stórt ár hjá henni. „Ég hafði hugsað mér að fara á heimsmeistaramót unglinga í sept- ember á þessu ári en það óx mér í augum. Mér fannst ég ekki hafa nægilega langan tíma til að undir- búa mig og ég á hvort sem er eitt ár eftir í unglingaflokki sem er miðaður við 23 ára aldurinn. Ég stefni því bæði á HM og EM í ung- lingaflokki á næsta ári. Norður- landamót fer einnig fram árið 2012 og þar keppi ég væntanlega ef allt gengur að óskum en hugsanlega í flokki fullorðinna. Það er meira en að segja það að hoppa úr körfunni yfir í þetta prógramm og núna er ég því bara að styrkja mig og læra meira. Það er ágætt fyrir mig að fá aðlögunartíma,“ sagði Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir við Morgun- blaðið. Ljóst er að KR mun mæta með talsvert breytt lið til leiks í Iceland Express-deild kvenna næsta haust. Auk Guðrúnar ákvað Hildur Sig- urðardóttir að snúa heim í Stykkis- hólm og KR sér því á eftir tveimur lykilleikmönnum. Ofan á það bæt- ist að ekki liggur fyrir hvaða ákvörðun Signý Hermannsdóttir tekur varðandi körfuknattleiks- iðkun. Á hinn bóginn hefur KR fengið Bryndísi Guðmundsdóttur frá Keflavík sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar und- anfarin ár. Snýr sér alfarið að lóðunum  Guðrún Gróa hætt í körfubolta  Ætlar í heimsklassa í kraftlyftingum  Stefnir á HM og EM 2012 Morgunblaðið/Ómar Sterk Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur verið einn besti varnarmaðurinn í körfubolta kvenna hér á landi. Nú beinir hún kröftunum að lóðunum. Það verða Spánverjar og Svisslend- ingar sem mætast í úrslitaleik Evr- ópukeppni landsliða skipaða leik- mönnum 21 árs og yngri á laugar- daginn. Spánn vann Hvíta-Rússland og Sviss hafði betur gegn Tékkum en úrslit í báðum viðureignum réð- ust í framlengingu. Spánverjar hafa tvisvar hampað Evróputitl- inum, síðast árið 1998. Sviss hefur hinsvegar aldrei leikið til úrslita í keppninni sem hófst árið 1978. Sama hvað gerist fara bæði liðin á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Baráttan um þriðja og síðasta sætið á leikunum sem liðin vinna sér í gegnum Evrópumótið verður milli Hvít-Rússa og Tékka. Nánar um úrslit og markaskorara á bls 2. omt@mbl.is Sviss aldrei leikið til úrslita á EM Ragnar Sigurðs- son spilaði sinn síðasta leik fyrir sænska knatt- spyrnuliðið Gautaborg í gær þegar það gerði jafntefli við Elfs- borg 1:1. Hann heldur nú til Danmerkur til að spila með meist- araliði Kaupmannahafnar. Ragnar hefur unnið huga og hjörtu stuðn- ingsmanna sænska félagsins og var hann kvaddur með virktum. Fyrir- sögnin á heimsíðu félagsins hljóm- aði eins og sú sem er við þessa grein þar sem stuðningsmenn voru hvattir til að mæta þó ekki væri nema til að hylla og kveðja þennan íslenska varnarmann. Hann var sagður eiga það skilið og jafnframt var skrifað: „Allar góðar sögur verða að enda. Við skulum samt vona að það sé bara hlé í þessari sögu.“ Greinilegt er að Ragnar er velkominn aftur ef hann kýs svo þegar fram líða stundir, jafnvel sem forseti! omt@mbl.is „Ragnar til forseta“ Ragnar Sigurðsson Morgunblaðið/Ernir Það var glatt á hjalla og um mikið að spjalla þegar nokkrir af elstu ólympíu- förum Íslands hittust í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum í gær. Þórdís, Óskar og Vilhjálmur kepptu öll á leikunum í London árið 1948. Á myndinni eru, frá vinstri: Guðmundur Gíslason sundmaður, Vilhjálmur Vilmundarson kúluvarpari, Óskar Jónsson hlaupari, Þórdís Jóhanna Árnadóttir sundkona og Jóhann Vilbergsson skíðamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.