Morgunblaðið - 23.06.2011, Síða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
ÓLYMPÍUDAGURINN ER Í DAG – LAUGARDALNUM
Ólympíudagskráin:
19:00 Setning við bílastæðin.
19:00–22:00 Akstursíþróttanefnd verður með
sýningu á fjórum til fimm keppnis-
bílum, allt frá kvartmílu til gókart,
á bílastæðinu hjá Þrótti/Ármanni.
19:00–21:30 Skylmingar.
19:00–22:00 Keila, borðtennis, skotíþróttir,
krakkablak og strandblak,
tennis, og rathlaup (sjá nánar
á www.rathlaup.is).
21:00–21:40 Dans – sýning og létt kennsla.
22:00 Miðnæturhlaupið.
Skráning á www.maraþon.is
Fylgstu með nýjum atriðum sem óðum bætast inn á dagskrána
á fésbókarsíðu okkar: Ólympíudagurinn 23. júní.
Komdu í Laugardalinn á Ólympíudaginn og taktu þátt í fjörugri dagskrá fyrir fólk
á öllum aldri. Taktu fjölskylduna með og prófaðu spennandi íþróttagreinar undir handleiðslu
landsliðsfólks í skylmingum, tennis, skotíþróttum, blaki, borðtennis, keilu og dansi.
Komdu og gerðu þér glaðan dag.
Gerðu þitt besta
Vinátta • Virðing
um leik. „Sagan hjálpar manni
svo sem ekkert fyrir þennan leik
en það er að sjálfsögðu hugur í
mönnum. Bikarkeppnin er
skemmtilegt krydd í tilveruna
og það er gríðarlega spennandi
að fá alvöru lið eins og ÍBV. Ég
veit að menn munu leggja mikið
á sig til að stríða þeim,“ sagði
Ásmundur og hann er hrifinn af
ÍBV-liðinu. „Við erum rosalega
spenntir og það er gott að fá
ns og boltinn spilast í dag þá er ÍBV
annað af bestu liðum landsins. Ég á
mmtilegum leik og mikilli stemningu í
m.“
Gengi Fjölnismanna hefur verið upp og ofan í 1.
deildinni en sú deild er nánast í hnút ef frá eru
dregin lið ÍA og HK. „Við erum á sæmilegu róli en
eins og margir aðrir myndum við vilja hafa fleiri
stig. Við teljum okkur eiga eitthvað inni og eigum
að geta spilað betur en við höfum sýnt undanfarið.
Þetta er allt í lagi eins og staðan er í dag og enn er
mikið eftir.“
Eftirtalin lið mætast í 8-liða úrslitum:
BÍ/Bolungarvík/Breiðablik – Þróttur
Þór – Grindavík
Fjölnir – ÍBV
KR/FH – Keflavík
Myndbandsviðtöl við Pál Viðar Gíslason, þjálf-
ara Þórs, og Orra Frey Hjaltalín, fyrirliða Grinda-
víkur, er að finna á mbl.is/sport. kris@mbl.is
m landsins að mati Ásmundar
Stórleikur verður í 8-liða úrslitum
Valitor-bikars kvenna þegar
Stjarnan fær Val í heimsókn en
þessi lið börðust um bikarinn í úr-
slitaleiknum í fyrra. FH er eina 1.
deildarliðið sem eftir er í keppn-
inni og liðið þarf að fara í Árbæinn
og spila við Fylki. Þjálfari FH er
Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, og hún sagði
FH-inga vera spennta fyrir því að
reyna sig gegn úrvalsdeildarliði.
„Maður gat átt von á öllu og við ætluðum bara að
vera tilbúnar í hvað sem er. Okkur langaði til þess að
komast í 8-liða úrslit og við teljum okkur eiga fullt er-
indi. Það er gaman fyrir okkar unga lið að fá að
spreyta sig á móti liði úr efstu deild,“ sagði Helena
þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. Styrk-
leikamunurinn þykir mikill á milli deildanna. Helena
segir það vera staðreynd. „Við munum reka okkur á
að hraðinn verður meiri í þessum leik en í leikjunum í
1. deild. Við verðum bara að undirbúa okkur vel fyrir
það og við höfum mikinn áhuga á því að sanna okkur,“
sagði Helena ennfremur.
Eftirtalin lið mætast í 8-liða úrslitum:
Fylkir - FH
Stjarnan - Valur
KR - Grindavík
ÍBV - Afturelding
Myndbandsviðtöl við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur,
fyrirliða Stjörnunnar, og Gunnar Borgþórsson, þjálf-
ara Vals, er að finna á mbl.is/sport. kris@mbl.is
FH-ingar fá að reyna sig gegn Fylki
Helena
Ólafsdóttir
Bergþóra Holton Tómasdóttirmun ekki leika með Fjölni í 1.
deildinni í körfuknattleik á næstu
leiktíð því hún mun halda til
Bandaríkjanna og leika körfubolta
með menntaskólaliði í N-Karól-
ínuríki. Bróðir hennar, Tómas
Heiðar Tómasson, er einnig á leið
vestur og ekki verður langt á milli
þeirra systkina því Tómas verður í
S-Karólínuríki. Brotthvarf Berg-
þóru er talsverð blóðtaka fyrir
Fjölni en hún var einn öflugasti
leikmaður liðsins þrátt fyrir að
vera einungis 17 ára gömul.
Andri SteinnBirgisson
úr Keflavík og
Hörður Sigurjón
Bjarnason úr
Víkingi R. voru
úrskurðaðir í
eins leiks bann
hvor á fundi aga-
og úrskurð-
arnefdar KSÍ.
Báðir vegna fjögurra gulra spjalda.
Þeir verða því báðir fjarri góðu
gamni í 8. umferð Pepsi-deildar
karla, en Víkingur leikur við Val á
sunnudaginn og Keflavík við
Breiðablik á mánudaginn.
Ruth Þórð-ardóttir úr
Fylki fékk
tveggja leikja
bann vegna
brottvísunar í
leik liðsins gegn
Breiðabliki á
dögunum. Hún
missir af leik
Fylkis gegn
Þrótti í kvöld og gegn KR á þriðju-
daginn kemur. Soffía A. Gunn-
arsdóttir úr Stjörnunni fékk eins
leiks bann vegna brottvísunar og
missir af toppslagnum gegn ÍBV í
kvöld.
Úr 1. deild karla fengu einsleiks bann þeir Birkir H.
Sverrisson úr BÍ/Bolungarvík,
Grétar Atli Grétarsson úr Hauk-
um, Ólafur H. Kristjánsson úr
Leikni R. og Guðfinnur Þórir Óm-
arsson úr Þrótti R. Sá síðastnefndi
tók bannið út í bikarleik Þróttar
gegn Fram í fyrrakvöld.
Fólk sport@mbl.is
KNATTSPYRNA
Valitor-bikar karla, 16-liða úrslit:
Torfnesv.: BÍ/Bolung. – Breiðablik .... 19.15
KR-völlur: KR – FH ................................. 20
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin:
Stjörnuvöllur: Stjarnan – ÍBV ................. 18
Þórsvöllur: Þór/KA – Afturelding ...... 18.30
Vodafonev.: Valur – Breiðablik ........... 19.15
Grindavíkurv.: Grindavík – KR........... 19.15
Fylkisvöllur: Fylkir – Þróttur R......... 19.15
1. deild kvenna:
Akranesvöllur: ÍA – Fjölnir...................... 20
Selfossv.: Selfoss – Víkingur Ó................. 20
Leiknisvöllur: Leiknir R. – Haukar......... 20
3. deild karla:
Fjöln./gerv.: Vængir Júp. – Markaregn.. 20
Í KVÖLD!