Morgunblaðið - 23.06.2011, Side 4

Morgunblaðið - 23.06.2011, Side 4
lægri hlut í neinum leik í deildinni eða bikarnum, og þá vann það 14 Evrópuleiki á síðasta tímabili sem er portúgalskt met. Eftir að Villas-Boas sagði starfi sínu lausu hjá Porto á mánudaginn og upplýst var að klásúla í samningi hans um „lausnargjald“ hafði verið greidd, 13,3 milljónir punda, var ljóst að Portúgalinn var á leið til London á ný. „André var langbesti kosturinn í starfið. Hann er einn efnilegasti ungi knattspyrnustjórinn í dag. Hann hefur þegar náð miklum ár- angri á skömmum tíma. Metnaður hans, kraftur og ákveðni er í stíl við Chelsea og við erum sannfærðir um að undir forystu Andrés mun liðið ná betri árangri í stóru mótunum heima og erlendis,“ sagði í yfirlýsingu sem Chelsea gaf út í gærmorgun. Tíð stjóraskipti frá 2007 Frá því Villas-Boas yfirgaf Stam- ford Bridge ásamt Mourinho í sept- ember 2007 hafa stjóraskipti verið tíð hjá Chelsea. Avram Grant stýrði liðinu í níu mánuði, Luiz Felipe Scol- ari í sjö mánuði, Guus Hiddink í þrjá mánuði og Carlo Ancelotti í tvö ár, auk þess sem Ray Wilkins hljóp í skarðið í einum leik þegar Scolari var sagt upp. Nú hefur liðlega þrí- tugur maður sest í þetta heita sæti, jafnaldri sumra leikmannanna. Hann þarf væntanlega að skila ár- angri strax næsta vetur. Roman Abramovich og hans menn hafa ekki mikla þolinmæði ef titlarnir láta á sér standa, eins og sagan sýnir. En þeir þekkja André Villas-Boas eftir fjögurra ára dvöl hans á Stamford Bridge og báðir aðilar ættu því að vita mætavel að hverju þeir ganga. Reuters Sigursæll André Villas-Boas vann allt sem hægt var að vinna með Porto í vetur og fagnar hér sigrinum í Evrópu- deild UEFA. Nú blasir við honum ný áskorun á Stamford Bridge, þar sem hann þekkir reyndar vel til. Strákurinn á Stamford  Hinn 33 ára gamli André Villas-Boas er nýr knattspyrnustjóri Chelsea  Aðeins tveggja ára reynsla sem aðalþjálfari en sigurgangan er mögnuð ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is André Villas-Boas, 33 ára gamall Portúgali, var í gærmorgun ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea. Hann tekur við af Carlo Ancelotti sem var rekinn í lok síðasta keppnistímabils. Villas-Boas kannast vel við sig á Stamford Bridge í London því þar var hann í fjögur ár sem aðstoð- armaður landa síns, Josés Mour- inhos. Samvinna þeirra hefur verið enn lengri en það því Villas-Boas var áður með Mourinho hjá Porto í eitt ár og síðan fylgdi hann félaga sínum til Inter Mílanó á Ítalíu. Óhætt er að segja að Villas-Boas hafi slegið í gegn á stuttum ferli sem aðalþjálfari. Hann sagði skilið við Mourinho sumarið 2009 og var í október ráðinn til Académica, sem þá sat á botni efstu deildarinnar í Portúgal og hafði ekki unnið leik. Strákurinn sneri gengi liðsins við, það endaði að lokum í 11. sæti deild- arinnar, tíu stigum fyrir ofan fall- sæti. Landsliðsþjálfari Bresku Jómfrúreyja Reyndar var þetta ekki fyrsta verkefni Villas-Boas sem aðalþjálf- ari. Hann brá sér vestur í Karíba- hafið um síðustu aldamót, aðeins 22 ára gamall, og stýrði landsliði Bresku Jómfrúreyja í nokkra mán- uði. Ekki var árangurinn sérstakur, tveir tapleikir, eitt mark skorað gegn fjórtán, enda landslið eyjanna eitt það lakasta í þeim heimshluta. Villas-Boas hefur þjálfað frá 16 ára aldri þegar Bobby heitinn Rob- son, fyrrum landsliðsþjálfari Eng- lands, tók hann inní hóp aðstoðar- manna sinna hjá Porto í Portúgal. Robson reyndist piltinum vel og hjálpaði honum að stíga fyrstu skrefin á ferlinum. Robson er sagður hafa hrifist af enskukunnáttu þessa portúgalska stráks en skýringin á henni mun vera sú að föðuramma hans er ensk. Samfelld sigurganga með Porto Fyrrgreindur árangur Villas- Boas með lið Académica leiddi til þess að hans gamla félag, Porto, réð hann til sín sem aðalþjálfara í júní á síðasta ári. Framganga liðsins undir hans stjórn var síðan óslitin sigur- ganga í eitt ár. Á þessu eina ári með Villas-Boas við stjórnvölinn vann lið- ið alla þá stóru titla sem í boði voru. Varð tvöfaldur meistari í Portúgal, í deild og bikar, og sigraði í Evrópu- deild UEFA. Porto tapaði ekki fyrir neinu portúgölsku félagi, beið ekki 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Næstu mótherjar Íslands í und- ankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu hafa gert það gott í vin- áttulandsleikum að undanförnu. Íslenska lands- liðið, sem vann Búlgaríu í fyrsta leik sínum í vor, spilar fjóra leiki til viðbótar í keppn- inni í september og október, gegn Noregi, Belgíu, Ungverjalandi og Norður-Írlandi. Noregur, sem mætir Íslandi á Laugardalsvellinum 17. september, gerði sér lítið fyrir og lagði Bandarík- in, 3:1, á æfingamóti í Austurríki. Það var nokkur uppreisn fyrir norska lið- ið sem hafði steinlegið fyrir Þjóð- verjum, 0:4. Emilie Haavi, Lene Mykjåland og Cecilie Pedersen skor- uðu fyrir norska liðið eftir að Carli Lloyd skoraði fyrst fyrir Bandaríkin. Bæði lið búa sig undir lokakeppni HM sem hefst í Þýskalandi um helgina. Belgar lögðu Norður-Kóreu Lið Belgíu, sem mætir á Laug- ardalsvöllinn 21. september, kom mjög á óvart með því að sigra Norð- ur-Kóreu, sem er í 8. sæti heimslist- ans, 1:0. Norður-kóreska liðið er á leið á HM og hefur lengi verið í fremstu röð í heiminum. Belgía er í 35. sæti heimslistans. Ungverjar, sem taka á móti ís- lenska liðinu 22. október, töpuðu á dögunum naumlega fyrir Kanada, 0:1. Kanadíska liðið er í 6. sæti heims- listans og leikur á HM eftir að hafa unnið Mið- og Norður-Ameíku- keppnina þar sem það skaut Banda- ríkjunum afturfyrir sig. „Þetta eru allt afar athyglisverð úrslit og sýna að okkar riðill er sterk- ari en margir halda. Enda voru Belgía og Ungverjaland einna sterk- ustu liðin í sínum styrkleikaflokkum og það sést á þessu að við eigum hörkuleiki fyrir höndum í haust,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið. Erfitt að fá vináttuleik Sigurður sagði að mikið hefði verið reynt til að fá vináttulandsleik í ágúst til undirbúnings fyrir leikina í haust. „Það hefur gengið vægast sagt illa. Við athuguðum með mörg af sterkari liðum heims en þetta passaði ekki inní dagskrána hjá neinu þeirra. Við erum ekki búin að gefa upp alla von en líkurnar á því að við fáum leik í ágúst fara minnkandi,“ sagði Sig- urður Ragnar Eyjólfsson. Mótherjar Íslands í góðum gír Sigurður Ragnar Eyjólfsson Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Allt útlit er fyrir að landsliðs- markvörðurinn Sveinbjörn Pét- ursson verði áfram í herbúðum Ak- ureyrar Handboltafélags á næstu leiktíð líkt og þeirri sem lauk nú í vor. Sveinbjörn var á láni frá HK en hann er samningsbundinn Kópa- vogsfélaginu til ársins 2013. Ekki er ljóst hvort Sveinbjörn verði lán- aður aftur eða seldur til Akureyrar. „Samningurinn við Akureyri kláraðist núna við enda tímabilsins þannig að núna standa málin þann- ig að það er verið að vinna í því að semja aftur svo ég geti spilað fyrir norðan næsta vetur. Það er vilji allra sem koma að þessum málum Fyrirspurnir frá Þýskalandi og Norðurlöndunum Frammistaða Sveinbjörns hefur vakið athygli erlendis og hann hef- ur fengið fyrirspurnir frá félögum bæði í Þýskalandi og á Norðurlönd- unum. „Eftir tímabilið heyrði maður af áhuga hér og þar en það varð ekk- ert meira úr því enda var það ekk- ert á planinu að reyna að fara út núna. Maður hefði getað komist út hefði maður reynt það en ég vil taka alla vega eitt ár í viðbót hér heima og vinna í því sem þarf að vinna í og vinna einhverja bikara áður en maður reynir fyrir sér úti. Langtímamarkmiðið er hins vegar auðvitað að komast út. “ að ég spili fyrir norðan en það þarf að finna einhverja lausn á því. Það er í ágætis farvegi og leysist von- andi fljótlega,“ sagði Sveinbjörn sem var einn besti leikmaður N1- deildarinnar á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í góðu gengi Ak- ureyringa sem unnu deildina, fóru í úrslit í bikarkeppninni og töpuðu svo fyrir FH í úrslitum Íslands- mótsins. Sveinbjörn var valinn besti markvörður N1-deildarinnar á síð- ustu leiktíð. Hann lék einnig sína fyrstu landsleiki fyrir A-landslið Ís- lands þegar það mætti Svíþjóð og Noregi á æfingamóti í desember síðastliðnum. Hann lék svo með lið- inu gegn Þýskalandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins í mars. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fagnar Sveinbjörn Pétursson ofsakátur eftir sætan sigur Akureyringa í vet- ur. Hann reiknar með að spila áfram með norðanmönnum. Vilji allra að ég spili fyrir norðan  Sveinbjörn er samningsbundinn HK í tvö ár í viðbót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.