Austurland


Austurland - 06.01.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 06.01.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 6. janúar 1956. verkafólkið, verzlanimar, t. d. fyrir, er sjáanleg stöðvun á kaupfélagið sem er að reisa verzl- þeirri þróun að verzlanirnar geti bætt aðstöðu Bjjfla til laukinnar „1 gamla daga“ þegar útgerð litlu austfirzku bátanna var nærri eingöngu bundin við Hornafjörð, var fyrrihluti ársins, jan.-maí, mjög erfiður tími fyrir þá sem ekki gátu farið að heiman í at- viunu, ekki þó svo að skilja að þcir sem eitthvað komust, hafi alltaf haft svo mikið, en á fjörð- unum miátti heita að ekkert væri að gera þennan árstíma. Þrátt fyrir tilkomu hraðfrysti- húsanna varð á þessu óveruleg breyting, þatta árstíðabundna at- vinnuleysi ætlaði að gera útaf við allt verkafólk í ört vaxandi dýrtíð og rekstur ýmsra frystihúsa mjög erfiður sakiir hráefnaskorts. Skiljanlega hafði svo þetta sín á- lirif á viðskipti og veltu nær allra verzlana og kom þungt niður á sveitarfélögunum. Það brá talsvert til batnaðar með tilkomu stærri bátanna, þó sumaraflinn hyrfi að mestu við missi hinna smærri. Á árunum 1946—52 stunduðu margir hinna stærri austfirzku vélbáta tog- vciðar og lögðu verulegan hluta aflans upp í heimahöfn. Þegar þessi veiðiaðferð var lögð niður, fóru flestir bátar af norðurfjörð- unum til vetrarvertíðar í Faxa- flóa. Eskifjörður hefur fram að þessu haft talsverða sérstöðu. Flestir heimabátar hafa a. m. k. fyrrihluta vertíðar haldið sig á Hornafjarðarmiðum, og t. d. Björg venjulega alla vertíðina, og komið með afla sinn heim þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður eins og kunnugir vita. Þessi vetrar- afli bátanna, ásamt tilkomu tog- arans hin síðustu ár, hafa í sam- erningu haldið við sómasamlegu atvinnulífi og frystihúsinu gang- andi, með öðrum orðum fleytt verkafólki, verzlunum, hreppnum og atvinnufyrirtækjum í landi, allvel yfir þann árstíma seml áður fyrr var hinn erfiðasti. Þannig hafa t. d. börn úr unglingaskóla oft verið kvödd til starfs í frysti- húsinu, þó því hafi af sömu á- stæðu nokkum veginn haldizt á sínu vana starfsfólki. Þetta var sem sagt ágætis byrjun til að gjörbreyta ástand- inu, þó svo að við gerum ekki ráð fyrir tilkomu fleiri fiskibáta. Hugsum okkur bara að við hefð- um getað lagað þetta til í hendi okkar, bætt úr ýmsum ágöllum og árekstrum í sambandi við hrá- efniskaup og tekið höndum saman um að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir (og jafnframt hliðarráðstaf- anir) svo sjómenn og útgerðar- menn gætu fundið að þeir sjálfir hefðu hag af að leggja seml mest af aflanum á land í beimahöfn, þó svo að allir viðurkenni hinar slæmu aðstæður. Nú, þegar ekki er annað vitað en að allir eskfirzku bátarnir fari í Faxaflóa eða Eyjar á vetrar- vertíð, þá vaknar aftur sú spum- ing, sama spumingin og frá kreppuárunum, hvað verður inn þá sem heima sitja? Hvað um unarhús og Pöntunarfélagið sem þyrfti að gera slíkt hið sama, hreppinn og frystihúsið sem allir þessir aðilar eiga í sameiningu. „Farið þið suður — þar er nóg atvinna". Þannig er þessu fljótsvarað og verður víst ekki gert á annan hátt, það er að vísu rétt svar svo langt sem það nær, en jafnframt heimskulegt svar sem nú skal sýnt fram á. 1 fyrsta lagi er það svo að meira að segja margir karlmenn geta ]óhann Klausen: ekki farið að heiman í atvinnu- leit, sumpart af heilsufarslegum ástæðum og sumpart af heimilis- ástæðum. Ungt fólk getur að sjálfsögðu flest farið, en hvað segja konumar og húsmæðurnar sem unnið hafa í frystihúsinu, ekki fara þær, en ætli heimilin hafi ekki munað talsvert um þann skilding sem þær hafa unnið sér inn vetrarmánuðina, já, og svo unglingarnir stöku sinnum. Fyrir utan allt þetta eru svo krónurnar sem hver og einn vinnur sér inn heimia, ólíkt drýgri en þær sem unnið er fyrir í Faxaflóa. Þótt maður geti hinsvegar skilið það að einstaka ungt fólk langar til að fara að heiman um stundar- sakir. En atvinna utan heimilis, orðin til fyrir nauðsyn, flytur með sér þá hættu að fólkið komi ekki aftur, að það setjist að þar sem atvinnuskilyrðin eru betri og er það raunverulega ekki nema eðlilegt. Ef slík skriða fer af stað á annað borð verður hún ekki stöðvuð. Og hvað um hrepp- inn? Hvernig skyldi oddvitanum ganga að ná inn útsvörunum af þeim sem verða að stunda atvinnu sína hér og þar allt árið? 1 öðm lagi, og það sér hver maður, að öll verzlun dregst stórlega saman ef að allir sem vettlingi geta valdið þurfa að vera að heiman í atvinnu hálft árið eða meira. Á Eskifirði, þar semi mestu viðskiptin eru í neytendafélögum, þýðir slíkur samdráttur óumflýj- anlega eitthvað hærra vömverð, minna vöruúrval og sennilega mjög aukna lánsverzlun, Það eru þó sannarlega nógu mikil vand- kvæði á því fyrir, að reka verzlun í húsnæði eftir kröfum tímans, á ekki stærri stað en Eskifirði. Ef verulega dregur úr atvinnu heima þjónustu við neytendur. í þriðja lagi er frystihúsið. Ef enginn bátafiskur berst til hússins frá áramátum og fram í maí, þá geri ég ráð fyrir að mjög verði erfitt að halda því opnu, það hef- ur verið nógu bágborið undanfarin ár samt, en þessir vertíðarmánuð- ir verið sá árstími semi húsið hef- ur þó staðið undir sér, t. d. mun hagnaðurinn hafa verið a. m. k. eitt hundrað þúsund krónur í febr. og marz s. 1., fyrir hvom mánuð. Togarinn hefur að sjálf- sögðu lagt upp hluta af afla sín- um hjá frystihúsinu, en einn tog- ari getur ekki bætt úr þeim hrá- efnamissi ef bátarnir fara suður, ekki hvað sízt vegna þess að oft er farið á veiðar í salt einmitt um þennan árstíma. Og þó mögu- legt reynist nú að halda vélum gangandi og frystihúsið væri að öðru leyti undir það búið að taka á móti afla togarans öðru hvoru svo sem einu sinni eða tvisvar í mánuði, þá getur enginn maður sem á annað borð er vinnu- og ferðafær, legið heimia yfir slíku og sú hætt vofir því yfir að ekki sé hægt að taka á móti slíkum afla þó hann byðist frystihúsinu, vegna fólksfæðar. Venjulega er það svo, meira að segja þegar margir eru heima svo sem á haustin, að flestum tiltækum er smalað til vinnu þegar togarinn kemur, og veitir ekki af. Þá kall- ar svo margt að í einu, losun skipsins, vinnan í frystihúsinu og jafnvel uppspyrðing. Margt má enn nefna til að sanna það að enginn fyrrnefndra aðila á Eskifirði má við því að missa af vertíðarafla bátanna, komi ekkert jafngott í staðinn, það munu menn sjá þótt seinna verði. En við getum ekki haldið að okkur höndumi og vonað fast- lega að hlutirnir gerist sjálfkrafa. Frystihússvinnan hlýtur að verða höfuðatvinnugreinin í landi og þess vegna verðum við að sjá því fyrir hráefni með einhverju móti. Ef ekki reynist mögulegt að gera þær ráðstafanir sem duga til þess að stóru bátamir geti haldist við heima verulegan hluta vetrarver- tíðarinnar, er varla nema um tvennt að ræða, annað hvort að fá annan togara, sem þegar hefur verið ymprað á og raunar sam- þykkt að reyna slíkt, eða þá og jafnframt að útvega báta af þeirri stærð sem geta hafið t. d. í marz- apríl handfæraveiðar við Langa- nes og róið síðan með línu seinni- hluta sumars og fram á vetur. Slík starfsemi báta frá 5—50 lesta, hefur á þessu ári algjör- lega haldið uppi frystihúsunum1 í Neskaupstað. Það sama ætti að geta gengið hjá okkur á Eskifirði, ef bátar væru tiltækir og menn fengjust. Ég vona að menn loki ekki augunum fyrir þeim vanda er ég hef gert hér að umtalsefni. Eng- um er það ljósara en mér að margt hefur farið miður um stjórn á fyrirtækinu undanfarin ár og að stjórnirnar, þessi sem nú situr sem og hinar fyrri, hafa í hvorugan fótinn getað, eða þor- að, að stíga. En ég ætla ekki að sakast uni það sem liðið er við neinn. Okkur er meiri nauðsyn að snúa bökum saman og gera fyrirtækið þess miegnugt að gegna hlutverki sínu, til velfarnaðar fyrir allan þorra íbúanna. Það er áreiðanlega þess vert að einstaklingar og félagssamtök, þar með talinn hreppurinn, ræði þessi mál öll gaumgæfilega áður en aðalfundur Hraðfrystihússins verður haldinn. Við hljótum að vera menn til að finna lausn á þessu vandamáli, ekki einn, held- ur öll í félagi. Það er ekki víst að eigendaskipti á fyrirtækinu yrðu til hins verra, en þau leysa á engan hátt hráefnaskortinn, ein saman. Verði frystihúsinu lokað eða svo gott sem, þá getum við alveg eins lokað nýju kaupfélagsbúð- inni, félagsheimilinu og fyllt upp í sundlaugina. Þá verður líka seint fiutt inn í þau hús sem eru í bygg- ingu þessa stundina og hin gömlu tæmast, eitt af öðru. Þetta er trú mín en ekki von. Við getum kom- ið í veg fyrir þetta, og því þá ekki það? Eins og allir Eskfirðingar vita, þá var ráðizt í þessa frystihúss- byggingu af mikilli fátækt og flest frá upphafi af vanefnumi gert. Því er nú svo komið að hráefnaskort- urinn er ekki eina úrlausnarefnið sem býður okkar. Við þurfum að gera miklar umbætur á frysti- húsinu og öllu því er þar tilheyrir. En það þarf mikla peninga til. 1 Hvað fœra Eskfirðingar sjálfum sér á nýja árinu?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.