Austurland


Austurland - 06.01.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 06.01.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 6. janúar 1956. AUSTURLAND dag trúir enginn á annað en að þetta fyrirtæki sé dauðadæmt, það hljóti að fara á hausinn þá og þegar — og satt er það, slíkan dauðdaga mun erfitt að fyrir- byggja ef ekki reynist unnt að út- vega aukið hráefni. En þessi hugs- anagangur þarf að breytast og við þurfum að meta gildi þess að fyr- irtækið starfi eðlilega. Og eins og áður er sagt, það er margt sem þarf að lagfæra og endurbæta. Nú er félagið t. d. búið að eiga í tvö eða þrjú ár fiskþurrkunarvélar en hefur ekki haft fjárráð til að koma þeim upp. 1 mörg ár hefur félagið orðið að notast við úrelt lifrarbræðslutæki en hefur ekki haft fé til að kaupa ný og koma þeim fyrir á hentugri stað. Þá vantar einnig það afkastamikil tæki til ísframileiðslu að hægt sé að fullnægja þörfum togara og þá að sjálfsögðu geymslur fyrir um 200 smál. af ís. Þá þarf einnig að endumýja vélakostinn, já, stærri pressur o. fl. Það sem nú hefur verið nefnt eru höfuðverkefnin sem fyrir liggja og sem verða að leysast svo allir geti tekið aftur trú sína og fyrirtækið drabbist ekki ofan í skítinn, öllum til skammar. En hvernig er þá með fjár- málin ? Allt hlutafé félagsins mun nema um kr. 250 þús. Það er allt og sumt sem við höfum lagt af mörkum til þessa fyrirtækis. Ég hef rætt um það á stjórnarfund- um að athuga möguleikana á auknu hlutafé. Og í raun réttri ættum við að geta a. m. k. tvö- faldað þessa upphæð. Eða fáum við ekki um eina milljón eða meira árlega í vinnulaun hjá þessu fyr- irtæki? Ójú, og þessi milljón er líka hreppnum og verzlununum mikils virði og þess vegna er okk- ur öllum skylf að auka hlutaféð. Þá hef ég einnig ymprað á því að athuga um lánsmöguleika hjá Eramkvæmtdabankanum til þeirra umbóta sem fyrr eru nefndar. Þessum banka er einmitt ætlað slíkt hlutverk og hefur að undan- fornu verið að lána mliljónir til slíkra framkvæmda, nú síðast til ísfirðinga, 2.2 millj. En það verða menn að skilja að ógerningur er að reka fyrirtæki svo sem frysti- hús ef þau dragast aftur úr að öllum útbúnaði, verða sem sagt gamaldags. Það verður okkar mesta ógæfa ef við látum þessi mál reka lengur á reiðanum. Enginn miá blindast af því þó atvinnuástand hafi verið sæmilegt t. d. þetta ár. Og það má heldur enginn liggja á liði sínu þegar gera verður nauðyn- legar ráðstafanir til að fyrir- byggja afturkipp í atvinnulífi okkar. J. Kl. alþingi kom samian til framhaldsfunda 5 gær. NorSf'iarSarbiö Morfín Sýnd föstudag kl. 9. Brimaldan stríða Þetta er saga orustunnar um Atlanzhaf. Þetta er saga nm sjó og seltu, um tvö skip og um fáeina menn. Mennirnir og skipin eru söguhetjurnar. Sýnd laugardag kl. 9. Olsahræddir Sprenghlægileg skopmynd m)eð Dean Martin og Jerry Lewis. Sýnd sunnudag kl. 3. Teiknimyndasafn sem kallað hefur verið Jóla- show, verður sýnt sunnudag kl. 5. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS Englar í foreldraleit Gamanmynd frá 20th. Cent- ury Fox. Aðalhlutverk: Joan Bennett, Robert Cumm- ings, Edmund Gwenn, Joan Blondell, Gigi Perrean. Sýnd sunnudag kl. 9. Mánudagssýning: GLEÐIGATAN Dans- og söngvamynd með | Betty Grable. - Þriðjudagssýning: BRIMALDAN STRlÐA Miðvikudagssýning: ÓGNIR NÆTURINNAR j með Doris Day. ■ ■ Bönnuð börnum. Efnalaugin lokar frá 21. jan, um óákveð- inn tíma. Tekið á móti fatnaði til 19. jan. Sigdór Brekkan Framhald af 4. síðu. og færði honum að lokum innilegt þakklæti safnaðarins fyrir hina löngu og góðu þjónustu hans i þágu kirkjunnar. Bauð hann síð- an velkominn til starfa hinn nýja organista Höskuld Stefánsson, og órnaði honum heilla í starfi. AuglýsiS i Austurlandí Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundafsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardag- inn 9. júní 1956 og hefst kl. 1.30 e. h. D A G S K R A : 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1955 og efnahagsreikning með athuga- semldum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og til- lögum til úrskurðar frá endurskoðendum. . 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, i stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 5—7. júní -næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eidri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrá- setningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. _ e. eigi síðar ien 30. maí 1956. Reykjavík, 28. desember 1955. Stjórnin. Gagnfrædaskólinn tekur til starfa á laugardag 7. jan. á venjulegum tíma. Skólastjóri. Austurland i Tll SÖllX Málgagn sósíalista á Austur- landi. Ritst jóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni i viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00 Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P Barnavagn til sölu. Uppl. í síma 58. | Tapad ■ ■ j Karlmannsarmbandsúr tapað- ■ ist á dansleiknum i Barnaskól- j anum á gamlárskvöld. Skilvís j finnandi skili því vinsamleg- j ast til Ivars Kristinssonar. Gerfi-ullarefni litarekta. 14 kr. meterinn. PAN

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.