Austurland


Austurland - 13.01.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 13.01.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 13. janúar 1956, : Ansturland I ■ ■ ■ Málgagn sósíalista á Austur- j landi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. I . . ■ Kemur ut einu smni í viku. [ [ Lausasala kr. 2.00. « Árgangurinn kostar kr. 60.00. j Gjalddagi 1. apríl. : : ■ ■ NESPBENT H-P Öngþveitið í sjávar- útvegsmálunum Þegar Alþingi var frestað fyrir jólin, lá það í loftinu, að þegar er það kæmi saman eftir áramiót- in, yrðu lagðar fyrir það tillögur um lausn á vandamálum sjávarút- vegsins. Nú eru nokkrir dagar síð- an þing kom saman til framhalds- funda, en sama lognmollan og ein- kennt hefur störf þess í vetur, ríkir enn í sölum Alþingis. Samtök bátaútvegsmanna hafa ákveðið að róðrar skuli ekki hafn- ir fyrr en viðunanlegur reksturs- grundvöllur' hefur fengizt fyrir bátaútgerðina. Og til að tryggja að engir gerðust liðhlaupar hafa útvegsmenn, að sögn, orðið að skrifa upp á 25 þús. kr. víxil fyrir hvern bát, og verður sú upphæð innheimt hjá þeim, sem kunna að rjúfa samtökin. Togaraeigendur höfðu boðað stöðvun togaranna fra áramótum þar til þeir teldu að reksturs- grundvöllur þeirra væri tryggð- ur. Eítir tilmælum ríkisstjórnar- innar var þeim aðgerðum frestað um óákveðinn líma, en ljóst er, að togaraeigendur geta hvenær sem er látið togarana hætta. Eins og af þessu má sjá, er á- standið í sjávarútvegsmálunum fyrir neðan allar hellur og dag- lega tapast stórkostleg gjaldeyr- isverðmæti vegna stöðvunar báta- flotans. En ríkisstjórnin er dáðlaus og ráðlaus. En einhvern tíma verður hún tilneydd að gera einhverjar ráðstafanir. Og það mikla reynslu eru landsmenn búnir að fá af þessu ríkisstjórnarrægsni, að þeim er það ljóst, að úrræðin verða, að þyngja enn drápsklyfj- ar þær, sem á almenning eru lagð- ar. Við það versnar hagur alls al- mennings, dýrtíðin magnast, en okur og fjármélaspilling dafnar undir verndarvæng rikisstjórnar- innar. Ekki má skerða ofsagróða þeirra, sem lifa sem sníkjudýr á útgerðinni. Þeir oru á h»gra Bœkur Austurland hefur ekki eytt miklu rúmi í að skrifa um bækur, enda hafa úþgefendur ekki séði ástæðu til að senda blaðinu bæk- ur sínar til umsagnar. Hér á eftir og máske í nokkrum næstu blöðum), mun birt stuttorð umsögn um nokkrar bækur, sem ég hef lesið og nýlega eru út komnar og sem ég þykist geta mælt með. Brotasilfur Þetta er ein af bókunum í síð- asta bókaflokki Máls og menn- ingar. Hún er eftir Björn Th. Björnsson listfræðing, en hann hefur nú um skeið flutt einkar fróðlega og skemmtilega útvarps- þætti um listfræðileg efni. 1 Brotasilfri eru nokkrir þættir umj forna, íslenzka myndlist, mál- aralist, tréskurð, saum, vefnað o. fl. — Rakin er saga ýmissa fornra listaverka og rök leidd að því, að ýms listaverk, sem geymd eru erlendis, eigi rætur sinar að rekja til Islands. Meðal kaflanna í þessari grein er einn um hina frægu Valþjófs- staðahurð og mun mörgum Aust- firðingum leika hugur á að kynn- ast hugmyndum Björns um) það austfirzka listaverk. Þó bókin í sjálfu sér fjalli um vísindaleg efni, er hún svo alþýð- brjósti ríkisstjórnarinnar og stoð hennar og stytta. I flestum öðrum löndum en okkar, mundi rikisstjórn tilneydd að segja af sér eftir að stefna hennar hefur leitt til stöðvunar á aðalatvinnuvegi landsins. En ís- lenzka ríkisstjórnin hefur ekki þá sómatilímningu til að bera, að fara frá, þó hinar háskalegu af- leiðingar stjórnarstefnunnar blasi við hverjum manni. En það er samt hægt að losna við ríkisstjórnina innan tíðar. Landsmenn eiga þess sennilega kost fljótlega að reka hana af höndum sér. Nú er almfennt talið að kosningar verði í sumar. Upp úr þeim ætlar afturhaldið sér að grípa til nýrrar gengisfellingar og kaupbindingar. Ef sá stóri hópur manna, sem andvígur er stjórnar- stefnunni, en í höfuðatriðum sam- mála um þær leiðir sem fara skal út úr þessu öngþveiti, ber gæfu til að taka höndum saman í þeim kosningumi, eru dagar þeirrar ó- heillastefnu, sem nú ræður í ís- lenzkum stjórnmálum, taldir. Mikill meirihluti þjóðarinnar er án efa andvígur núverandi stjórn- arstefnu. Hvers vegna þá ekki að taka höndum saman um nýja, heillavænlega þjóðmáiaetefnu ? lega og skemmtilega skrifuð, að hver maður, sem á annað boró kann að njóta skemmtilegrar og listrænnar frásagnar mun lesa hana sér til mikillar ánægju. Fram að þessu hefur svo verið talið, að hinir fornu Islendingar hafi ekki svo teljandi sé lagt stund á aðrar listgreinar en bók- menntir. Björn Th. Björnsson hefur mieð skrifum sínum og er- indum sannað, að einnig á sviði annarra listgreina hafi þeir unnið afrek, sem vert er að kynnast og halda á lofti. Björn hefur dregið fram í dagsljósið mörg menning- arleg verðmæti, hrist af þeim rykið og leitast nú við að gera þau að almenningseign á sama hátt og fornbókmenntirnar eru það. Að vestan Fyrir nokkrum árum hóf Bóka- útgáfan Norðri útgáfu á miklu ritsafni eftir Vestur-lslendinga, sagnir og endurminningar. Komu þá út tvö bindi af sextán fyrir- huguðum, en síðan hefur útgáfan legið niðri þar til í vetur, að önn- ur tvö bindi komu út. Þetta mikla safn nefnist „Að vestan“. Þetta heiti er dálítið villandi hvað þessi tvö síðustu bindi snert- ir, því bæði eru þau að austan, það er að segja af Austurlandi. Hafa áreiðanlega færri en ella hér eystra keypt þessi bindi vegna þess að þeir hafa litið svo á, að óathuguðu máli, að nafnið benti til þess, að söguefnið væri sótt til Vesturlands. Annað bindið er eftir Sigmund Matthíasson Long, föður Valdi- mars Long bóksala.í Hafnarfirði. Hefur það inni að halda aust- firzka sagnaþætti, flesta af Hér- aði, frásagnir af einstökum mönn- um og annað þjóðlegt efni. Sigmundur segir vel frá og standa menn og atburðir ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum les- anda. Hitt bindið er eftir Guðmund Jónsson, frá Húsey, en hann var bróðir mterkismannsins Jóns frá Sleðbrjót, sem um skeið var þing- maður Norðmýlinga. í bindinu eru sagnaþættir, þjóðháttalýsing- ar af Austurlandi á síðari hluta 19. aldar, lýsingar á hýbýlum manna, frásagnir af sjósókn við Héraðsflóa, endurminningar höf- undar og margt fleira. Við lestur bókarinnar verður mönnum eink- ar ljóst við hverja erfiðleika al- menningur átti að etja á harð- indaárunum á siðustu áratugum 19. aldar. Lestur þessara bóka míun ryfja upp fyrir eldra fólki margt úr högum og háttum Austfirðinga á æskuárum þess. Fyrir yngra fólk er þetta hollur lestur. Því er holt að kynnast frásögnum af þeim feikna erfiðleikum, sem forfeður þess hafa átt. við að stríða. Ungu fólki hættir við að gera lít- ið úr þessum erfiðleikum og segir slíkar frásagnir stundum skrök- sögur einar. En þær eru það ekki. Það er ekki skrök, að hafís hafi ár eftir ár legið við strendur landsins, stundum meiri hluta. ársins. Það er ekki skrök, að slík harðindi hafa oft orðið, að fénað- ur og fólk hrundi niður af hungri og harðrétti. Það er ekki skrök, að oft var mdkill skortur algeng- ■astu nauðsynja á verzlunarstöð- unum, svo landsmenn urðu að l>úa nær eingöngu að sinu. Þegar þeir Sigmundur Long og Guðmundur frá Húsey voru upp á sitt bezta, var tekið að bjarma fyrir nýjum degi í þjóðlífi Islend- inga. En þó þekktu þeir af eigin raun og afspurn erfiðíleika þá, sem hér hefur verið drepið á. Báð • ir voru þeir athugulir og greindir alþýðumenn og lætur vel að segja. frá. Bækur þessar eru allrar athygH verðar og holt lestrarefni ungum sem öldnum. Blöð og tímarit Blaðinu hefur borizt 4. hefti tímaritsins Virkið í Norðri, sem Gunnar M. Magnúss gefur út og fjallar um) skipti ísendinga og hernámsliðsins. Heftið er hið snotrasta að öllum frágangi og myndskreytt. Af efni þess skal nefna greinarnar: Hug- myndin um brottflutning allra ls- lendinga af Islandi hefur skotið upp kollinum í Bandaríkjunum; Islandsferðir Eisenhowers, og er þar birt gagnrýni á framkomu ís- lenzkra stjórnarvalda, er Banda'- rikjaforseti lenti á Keflavíkur- flugvelli í fyrra; Herþrælar á ís- landi, brot úr ræðu eftir Halldór Kiljan Laxness; Skáldin rista hernum níð; Heræfingar og höf- uðskepnur, frásögn af misheppn- uðum heræfingum Bandaríkja- manna hér við land 1953; Radar- stöðvar hersins; Skaðræðisminjar hersins, frásögn Þorkels Steins- sonar, lögreglumanns, sem eyði- lagt hefur um 300 sprengjur; Hernaðarvinna Islendinga; Her- æfingar, eldur, hvítasunnuregn og loks Konur innan vallar og utan. Höfundur greinarinnar um her- námsvinnuna kemst að þeirri at- hyglisverðu niðurstöðu að frá þvl haustið 1951 til ársloka 1955, hafi íslendingar innt af höndum nær 2.6 millj. dagsverka fyru’ setuliðið. Telur hann þann vinnu- kraft svara til þess, sem þurft hefði til að halda út 66 togururr) umrætt tímabil, eða til þess vinnukrafts, semi nægt hefði tii Framhald á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.